Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ekkja Andreas Papandreou ræðst gegn stjórnvöldum Fordæm- ir fækkun lífvarða sinna Aþenu. Reuter. DÍMÍTRA Liani, hin umdeilda ekkja Andreas Pap- andreou, fyrrum forsætisráðherra Grikklands, réðst á miðvikudag af fullri hörku gegn fyrrum samheijum eiginmannsins burtgengna og gagn- rýndi þá ákvörðun stjómvalda að fækka lífvörðum hennar. Er þetta í fyrsta skipti sem ekkjunni lend- ir saman við hina pólitísku arftaka Papandreous. Dímítra, sem Grikkir nefna jafnan „Mimi“, sagði í yfirlýs- ingu sem birt var frá henni í dagblaði einu sem gefið er út í Aþenu, að yfirvöld hefðu með þessu látið undan þrýstingi fjölmiðlamanna. Fullyrti hún og að þessi ákvörðun gæti orðið til þess að öryggisgæslu yrði- ekki sinnt sem skyldi. Ekkjan, sem starfaði sem flugfreyja áður en hún gekk að eiga Papandreou og kynntist honum raunar í flug- ferð, verður framvegis að láta sér nægja sex lífverði en þeir voru áður 32. „Ég harma það mjög að ýms- ir hafa nú gleymt því að merkir atburðir í hinni pólitísku sögu þjóðar vorrar gerðust hér i þessu húsi og að hér er að finna merkt skjalasafn, sem nú kann að vera í hættu," sagði í yfirlýsingunni. Bleika húsið varið Fjölmiðlar á Grikklandi hafa að undanförnu mjög beint at- hyglinni að þeim fjölda lífvarða sem gæta Liani og halda uppi gæslu við glæsihýsið bleika þar sem grísku forsætisráðherra- hjónin bjuggu áður en Pap- andreou gekk á fund feðra sinna. Fjórir mánuðir eru nú liðnir frá dauða Papandreou en hann gekk DÍMÍTRA Liani með Andreas heitnum Papandreou skömmu eftir að ástarsam- band þeirra hófst. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt að ákvörðun þessari hafi ekki verið beint sérstaklega gegn ekkju forsætisráðherrans. Akvörðun í þessa veru hafí legið fyrir um nokkurt skeið og teng- ist hún áformum um að fækka almennt lífvörðum og starfs- mönnum sem sinni öryggisgæslu á vegum hins opinbera. Afram verði haldið uppi gæslu við heim- ili Papandreou-hjónanna á með- an títtnefnt skjalsafn er þar að fínna. Gæslan aflögð? Ónefndir heimildarmenn sögðu það ekki viðtekna venju að ekkjur látinna stjórnmálafor- ingja nytu þjónustu lífvarða og að vænta mætti þess að öll ör- yggisgæsla Liani til handa yrði aflögð þegar skjalasafn Pap- andreous yrði flutt í höfuðstöðv- ar gríska Sósíalistaflokksins eins og áform eru uppi um. Liani stóð ávallt við hlið Pap- andreous í sigrum sem í sorg frá því þau kynntust er hún færði honum drykk í afdrifaríkri flug- ferð árið 1988. Hún studdi hann og með ráðum og dáð í veikind- um hans en uppskar ekki í sam- ræmi við það sem til var sáð í huga almennings í Grikklandi. að eiga Liani árið 1989 og batt þá enda á hjónaband sitt og hinn- ar bandarísku eiginkonu sinnar til 37 ára. Það er einkum dagblaðið Avr- ani sem saumað hefur að Liani að undanfömu. Blaðið hefur löngum haft af því sérstakt yndi að birta vafasamar myndir af forsætisráðherrafrúnni fyrrver- andi en önnur blöð hafa einnig lýst yfir furðu sinni á því að hún þurfi á svo öflugri öryggisgæslu að halda. Blaðið Eleftherotypia bar lof á þá ákvörðun stjórnvalda að beita niðurskurðarhnífnum í þessu viðfangi. „Enginn ógnar lífi hennar og enginn hefur í huga að stela skjalasafninu." „Vanstillt og hrokafull“ Blaðið lét þess og getið að sér- lega ógeðfelldur „tónn“ hefði verið í yfirlýsingu frúarinnar. Yfirlýs- ingin einkenndist í senn af „kald- hæðni og hroka“ og bæri „van- stilltu skapferli hennar glöggt vitni.“ Virtist þessum orðum eink- um beint að eftirfarandi setningu í yfírlýsingu Liani: „Það gleður mig mjög að ríkisstjómin hafi nú afráðið að ráðast gegn halla- rekstri ríkissjóðs...með því að reka á brott flesta þá verði sem gæta heimilis Andreas Papandreou.“ Stöðluð ESB- rafmagnsinn- stunga felld Forsætísráðherra Bretlands Kosningar fyrir 1. maí London.Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bret- lands, sagði í samtali við útvarpsstöð BBC, að þingkosningar færu fram í síðasta lagi 1. maí nk. „Ég ætla ekki að gefa upp dag- setninguna, en í síðasta lagi þarf að bíða til 1. maí,“ sagði Major. Hann hefur frest til 22. maí til að efna til kosninga; en þá rennur kjörtímabil stjórnar Ihaldsflokksins út. Leiðtogar Verkamannaflokksins hafa ítrekað skorað á Major að efna til kosninga eins fljótt og auðið yrði, enda miklu fylgismeiri en íhalds- flokkurinn samkvæmt könnunum. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess, að Verkamannaflokkurinn njóti allt að 20% meira fylgis meðal kjósenda en íhaldsflokkurinn. Allra síðasta könnun bendir þó til að bilið hafi minnkað í 14%. TILLAGA að staðlaðri gerð raf- magnsinnstungna fyrir aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) var felld á fundi rafmagnstæknistaðlanefndar ESB í síðustu viku. Með því var Evrópubúum forðað frá mikilli fyr- irhöfn og útgjöldum. Áætla má, að upptaka hinnar nýju „Evró-innstungu“ hefði kostað um ellefu billjónir (11.000 milljarða) króna, og hefði auk þess, sam- kvæmt áliti sam- bands þýzkra raf- magnstækni- fræðinga, skapað fleiri vandamál en hún leysti. Nýja Evró-rafmagnsklóin, sem lík- ist mjög þeirri svissnesku, hefði nefnilega ekki passað í neina inn- stungu í heiminum - og hefði auk þess bundið snöggan endi á þá sam- ræmingarþróun, sem þegar hefur átt sér stað. Nú þegar eru tæki, sem ekki þurfa sterkari straum en 2,5 amper, framleidd með flatri tvípóla kló, sem passar í rafmagnsdósir í 16 af 18 löndum Vestur-Evrópu. Fyrir tæki, sem þurfa meiri straum og þvi aukalega jarðtengingu, eru tvö kerfí mjög útbreidd í Evrópu. Annars vegar það sem við þekkjum hér á landi, en er auk þess notað í Þýzka- landi, á Norður- löndum og víðar, með jarðtengin- unni á jöðrum kló- arinnar. Hitt er það franska, þar sem jarðtengingin er í formi titts sem skagar út úr innst- ungunni. Stöðluð kló, sem hægt er að nota í báðum þessum útbreiddustu kerfum, er þegar fáanleg. En að láta þessa kló þjóna sem fyrirmynd að „Evró-klónni“ hefði hins vegar brotið gegn grundvallarreglu framkvæmda- stjómar ESB: Að ekkert aðildarland ESB njóti efnahagslegs ávinnings af ákvörðuninni um staðlaða ESB-inn- stungu. Örvæntingarmerki í herbúðum Doles Reynaað fá Perot til að víkja Jacksonville, Flórída. Reuter. SCOTT Reed, kosningastjóri Bobs Doles, forsetaefnis repúblik- ana, flaug í gær til Dallas í Texas á fund Ross Perots, auðkýf- ings frá Texas, til að skora á hann að draga forsetaframboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Dole. Háttsettur starfsmaður í kosn- ingaherbúðum Doles staðfesti að Reed hefði farið á fund Perots í Texas. Sharon Holman, talsmaður Perots, sagði hins vegar að auðkýf- ingurinn ætlaði að halda áfram kosningabaráttunni fram á síðasta dag og neitaði að staðfesta að Perot og Reed hefðu hist. „Heimskuleg" tilraun Russ Vemey, kosningastjóri Per- ots, sagði að tilraun Doles hefði verið „öldungis heimskuleg". Ekkert var sagt opinberlega um för Reeds til Texas í herbúðum Dojes, en samkvæmt heimildar- mönnum þar, sem margir voru furðu lostnir á för Reeds, var ákvörðun um þennan fund tekin vegna óþreyju frambjóðandans. Dole hefur undanfarið mátt horfa upp á það að Bill Clinton Banda- ríkjaforseti hefur verið að auka forskot sitt þrátt fyrir linnulausar fullyrðingar um siðleysi í stjórn forsetans. „Ég heyri illa“ Dole hefur ekki tjáð sig um þetta mál. Þegar blaðamenn köll- uðu til hans spurningar á kosn- ingaferðalagi i Flórída í gær færð- ist hann undan. „Ég heyri illa,“ sagði Dole. Dole reyndi að höfða til stuðn- ingsmanna Perots i forkosningum Repúblikanaflokksins og hefur haldið því áfram í kosningabarátt- unni. Framboð Perots hefur valdið repúblikönum áhyggjum og þeir óttast að hann muni draga frá þeim fylgi líkt og 1992. Það var ekki síst þess vegna, sem aðstoðar- menn Doles börðust gegn því að Perot fengi að taka þátt í kapp- ræðum forsetaefnanna. Perot æfur út í Dole Perot er enn æfur út í Dole, sem hann sakar um að hafa útilokað sig frá kappræðunum. Hann talar einnig um tillögu Doles um 15% skattalækkun með fyrirlitningu og segir að slíkt mundi snarauka fjár- lagahallann. Aðstoðarmenn Clintons sögðu að för Reeds bæri því vitni að Dole væri farinn að grípa til örþrifaráða. Stjórnmálaskýrendur segja að þessi fundur með Perot gæti veikt fram- boð Doles enn frekar. „Dole hefði átt að vita betur,“ sagði Mark Rozell, stjórnmálafræð- ingur við American University. Hann sagði að vaninn væri sá í forsetakosningum í Bandaríkjunum að saman drægi með frambjóðend- um á lokaspretti kosningabarátt- unnar. Fyrir fjórum árum hefði George Bush, fyrrverandi forseti, til dæmis náð að vinna upp helming forskots Clintons á síðustu tveimur vikum kosningabaráttunnar, þótt hann tapaði með sex prósentustiga mun. Uppátæki Doles gerði hins vegar að verkum að sýnu ólíklegra væri að munurinn minnkaði á síð- ustu dögum kosningabaráttunnar. „Þessi viðurkenning á veikleika gæti dregið úr möguleikum Doles síðasta spölinn," sagði Rozell. „Hún gæti dregið úr baráttuvilja starfs- manna repúblikana og gert fram- bjóðendum flokksins skráveifu á öllum stigum.“ Þýskal. Austurr. Holland írland Svíþjóð Finnland Spánn Frakkl. Belgfa Spánn Bretland EÞ frystir til Tyrklands Strassborg. Reuter. EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær að frysta tuga milljarða króna fjár- veitingu, sem ætluð var til að að- stoða Tyrkland vegna hins nýja tollabandalags þess við Evrópusam- bandið. Evrópuþingmenn telja Tyrki ekki hafa staðið við loforð um umbætur í mannréttindamálum, sem þingið gerði að skilyrði þess að það samþykkti samningana um tollabandalag. Þingið samþykkti að greiða út þá aðstoð, sem ætluð er til mann- réttindasamtaka, sjálfstæðra hjálp- arstofnana og til þess að styrkja lýðræði, en hélt eftir ýmiss konar efnahagsaðstoð. Þingið ákvað jafnframt að fram- lög til Tyrklands samkvæmt MEDA-áætlun ESB um stuðning við Miðjarðarhafsríki, skyldu endur- skoðuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.