Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 19 LISTIR Sigrún Hjálmtýsdóttir Hátíðar- tónleikar Hveragerð- isbæjar TÓNLISTARFÉLAG Hveragerðis og Ölfuss efnir til sérstakra há- tíðartónleika í tilefni af 50 ára afmæli Hvera- gerðisbæjar næstkomandi laugardag í Hveragerðis- kirkju. Tónleik- arnir eru jafn- framt áskrift- artónleikar fé- lagsins. Um er að ræða ein- söngstónleika Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, en henni til aðstoðar og fulltingis eru Anna Guðný Guðmundsdóttir pínaóleikari og Martial Nardeau flautuleikari. Kirkjukór Hvera- gerðis- og Kotstrandarsóknar mun einnig syngja með Diddú nokkur lög. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Að- gangseyrir er 1.000 kr., 500 kr. fyrir börn og ellilífeyrisþega og ókeypis er fyrir félaga í Tónlist- arfélaginu. Ljósmynda- sýning í Aust- urveri FEÐGARNIR Mats Wibe Lund og Christopher Lund sýna ljósmyndir sínar í verslun Hans Petersens, Austurveri, þessa dagana. Myndir þeirra eru ólíkar, Mats sýnir stórar litmyndir af landslagi íslands, bæði teknar úr lofti og á landi. Christopher sýnir hins vegar svarthvítar myndir af börnum, ungu fólki og landslagsmyndir. Þeir feðgar vinna saman í fyrir- tæki Mats, sem ber heitið Mats Ljósmyndir. Það sérhæfir sig í landslagsmyndum af íslandi, eink- um þó loftmyndum af átthögum íslendinga. Sýningin stendur til 8. nóvem- ber. Myndlist + 4 í STUDIOI Bubba, Hringbraut 119, Reykjavík (JL-húsinu) verð- ur á laugardaginn opnuð sýningin „Myndlist + 4". Þar verða til sýn- is og sölu skúlptúrar (brons og járnverk) eftir Bubba - Guðbjörn Gunnarsson, grafíkverk eftir kanadíska listamanninn og kenn- arann Chris Sayer, vatnslita- myndir eftir Jóhann G. Jóhanns- son og olíuverk eftir Sigurð Vil- hjálmsson. Alls verða verkin um 30 talsins og eru öll unnin á þessu ári. Sýningin stendur yfir frá 26. október og lýkur sunnudaginn 10. nóvember. Hún verður opin alla daga frá kl. 14-18, nema sunnu- daga frá. kl. 14-22. Landslags- og sjávarmyndir ÓLAFUR Oddsson opnar sýningu í Lundinum á Akureyri laugardag- inn 26. október. Á sýningunni eru olíumálverk, akrýl- og vatnslita- myndir og ein myndanna, andlits- mynd, er unnin í kol. Verkin eru frá árunum 1994- 1996 og eru mest landslags- og sjávarmyndir. Ólafur er fæddur 1947. Hann er verkfæra- og mótasmiður og hefur einnig numið myndlist. Sýningunni lýkur 3. nóvember og er opin alla daga kl. 14-18. Kvikmyndahátíð í Reykjavík Mynd fyrir alla að skilja og njóta DANSKI kvikmyndaframleið- andinn Peter Aabæk er heiðurs- gestur Kvikmyndahátiðar í Reykjavík, sem sett var í Regn- boganum í gær. Aabæk er fram- leiðandi myndar danska kvik- myndaleiksrjórans Lars von Triers, „Breaking the Waves", sem sýnd er á hátíðinni og hefur notið mikillar velgengni að und- anförnu, auk þess sem hann hef- ur verið með í framleiðslu mynda Friðriks Þórs Friðriks- sonar. „Ég hef unnið með Lars von Trier í átta ár og hef einnig átt þátt í framleiðslu á fimm til sex íslenskum myndum. Ég hlakka alltaf til að koma hingað til lands enda er það mér sérstök ánægja að vinna með Friðrik Þór," sagði Aabæk í samtali við Morgunblað- ið. Hann sagði þá Friðrik og Lars vera góða leikstjóra. „Þeir hafa báðir valið að starfa í sínum heimalöndum þrátt fyrir að það geti oft verið erfitt. Það væri auðvelt fyrir þá að flylja út og vinna að mynd- um sínum þar sem tækifærin eru fleiri og peningarnir meiri." Trier þjáist af mikilli ferða- lagahræðslu og f er nær aldrei útfyrir Kaup- mannahafnar- borg. Því er þess þá kannski enn síður að vænta að hann fari til Hollywood ef kall kæmi það- an? „Nei, og jafnvel áður en hræðslan varð svona mikil og hann hafði fengið mörg freist- andi tilboð, þá sagðist hann einungis vera tilbúinn til að gera kvikmyndir fyrir viðkomandi með því skilyrðiað hún yrði tek- in í Danmörku. Ég held að ein aðalástæðan fyrir að bæði hann Peter og Friðrik Þór vuja vinna í heimalöndum sínúm er að þeir geta haldið um stjórnartau- mana í myndum sínum sem er ómögulegt í Hollywood til dæmis." Harðjaxlarnir gráta Fyrri myndir Triers höfðuðu Morgunblaðið/Sverrir ekkl **' stórs Aabæk áhorfendahóps. „Breaking the Waves" er sögð af öðrum toga og fyrir alla að skilja og njóta. „Myndin er einlæg og barnsleg og jafnvel mestu harðjaxlar gráta yfir henni," segir Aabæk. I henni er sögð ástarsaga um ungt par sem giftir sig en mað- urinn slasast með þeim afleiðing- um að hann getur ekki gagnast konu sinni. „Auðvitað er slysið martröð hvers karlmanns. Ég held samt að það sé ekki þessi kynlífstenging sem geri mynd- ina eins góða og hún er. Best er að vera ekki að leita að ein- hverju yfirmáta gáfulegu og heimspekilegu í henni. Gáfu- mennin fá ekki eins mikið út úr henni og það er kannski ástæðan fyrir að hún nær svona vel til karlmanna. Konur eru svo miklu gáfaðri en karlmenn. Þetta er mynd fyrir viðkvæma og tilfinn- inganæma menn og því stærri og tröllslegri sem þeir eru, því betra," sagði Aabæk brosandi. Er Aabæk ekki hræddur um að stórir framleiðendur keppist um að fá Trier til liðs við sig sökum aukinnar velgengni. „Auðvitað, en hann er mjög tryggur maður og fyrst ég stóð með honum þegar hann var óþekktur og enginn vildi hafa með hann að gera, held ég að hann fari ekki að yfirgefa mig og mitt fyrirtæki núna." Falleg tónlist fyrir „flokkinn" TONLIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Fluttur var Oberon-forleikurinn eftir Weber, Þríleikskonsertínn eftir Beetr hoven og sjöunda sinfónían eftir Prokofiev. Einleikarar: Auður Haf- steinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadótt- ir og Mona Sandström. Fúnmtudag- urinn 24. október, 1996. CARL Maria von Weber (1786- 1828) er án efa upphafsmaður róm- antísku óperunnar, einn af fyrstu rómantísku tónskáldunum og eins og Alfred Einstein orðaði það, skap- aði hann heim „yfirnáttúrulegra töfrasagna, vakti með mönnum hrylling og sem andstæðu, lék hann með góðvildina og öll náttúruleynd- armálin lifnuðu í persónugervingum og tengdust þannig á magnaðan hátt örlögum manna". Forleikurinn að óperunni Oberon eftir Weber er mjög fallegt verk og hefst inngangurinn á „do-re-mí" stefi, leiknu á horn, sem Ognibene lék mjög fallega. Þannig vekur Weber upp stemmningu en sjálft aðalstefið er ekta Weber, byggt á hröðum brotnum hljómum, skreytt- um hljómleysingjum. Hljómbygging verksins er einföld en sannfærandi og á móti henni má heyra snjöll stef, eins og t.d. lokastefið. Hljóm- sveitin lék verkið vel og með tölu- verðum tilþrifum. Annað verk tónleikanna var kon- sert fyrir þrjá einleikara og hljóm- sveit, eftir Beethoven. Verkið í heild er frekar einfalt og í stíl samstofna fyrstu verkum hans, þó það sé sam- ið á „mið-tímabilinu". Þá er form þess að byggingu til eins konar Cocerto Grosso, þar sem hljómsveit og einleikarar skiptast mjög gjarn- an á og unnið er, t.d. í 1. kaflanum, að mestu úr einni tónhugmynd. Hægi þátturinn er eins konar inn- gangur að hraða káflanum. Bryndís Halla opnaði einleikinn á ítrekum hins einfalda stefs og var leikur hennar oft mjög fallega mót- aður. Auður birti síðan stefið í „dóminant tóntegund" og Mona Sandström færði það síðan í frum- tónstóntegund og minnir þessi að- ferð að því leyti til á fúgufram- sögu. í heild var leikur Auðar nokk- uð veikur og þess gætti einnig í hröðu tónferli að Bryndísi Höllu vantaði kraft, þó hún á milli ætti mjög f allega mótaðar tónhendingar. Mona Sandström hafði þann kraft, TRÍÓ Nordica lék með Sinf óníuhljónisveit íslands í gærkvöldi. sem þurfti til að halda í við hljóm- sveitina. Þrátt fyrir að konsertinn væri að mörgu leyti vel fluttur vant- aði í hann kraft og þar með átök, svo hann var í heild nokkuð daufur. Lokaverkið á tónleikunum var sú 7., eftir Prokofiev. Hún var frum- flutt 11. október 1952 og vakti strax mikla athygli og var mjög fljótlega flutt fyrir félaga í tón- skáldafélagi Sovétríkjanna. í Pravda sagði Prokofiev að markmið hans með gerð verksins hefði verið að skapa „tónmynd bjartrar æsku, til að svara kalli flokksins ... að tónskáld semdu fallega tónlist, sem bæði þjónaði undir markmiðum fag- urfræðinnar og fagursmekk rúss- neskrar alþýðu". Rússneskir gagn- rýnendur voru yfir sig hrifnir en í Ameríku þótti mönnum verkið vera minni háttar, miðað við það sem Prokofiev hafði gert áður. Þetta er létt og fallega unnin tónlist og var hún frekar vel flutt og sérstaklega lokakaflinn, sem ásamt þeim fyrsta eru viðamestu þættirnir að gerð og innihaldi. Hljómsveitarstjórinn Adrian Leaper er auðheyrilega góður fagmaður en það var ekki fyrr en í Prokofiev sinfóníunni, sem hann gaf leik hljómsveitarinnar nokkurn lit í ýms- um fínlegum tóntiltektum og stjórn- aði „blaðalaust" af töluverðri rögg- semi og öryggi. Jón Ásgeirsson d& w Opnun sýningar í Perlunni og veiting viðurkenninga fyrír Lofsvert lagnaverk 1995 í dag, föstudag kl. 16.00. - Aögangur er ókeypis Ávarp: Guðmundur Þóroddsson vatnsveitustjóri, formaður Lagnafélags íslands Ávarp: Guömundur Bjarnason umhverfisráðherra, opnun sýningar Skemmtiatriði: Bubbi Morthens Ávarp: Valdimar K. Jónsson prófessor, formaður Viðurkenningarnefndar Afhending: Viðurkenningar fyrir Lofsvert lagnaverk 1995. íþróttahús Fylkis í Árbæ Ávarp: Alfreð Þorsteinsson formaður Veitustofnana Reykjavíkurborgar ÍSLANDSBANKI /^J samtök írf IÐNAÐARINS Vatnsveita Reykjavíkur Hitaveita Reykjavikur já^ Verkfræðingafélag ^SII íslands mm ^iá Félag blikksmiðjueigenda Tæknifræðingafélag 859 Félag Islands pípulagningamei stara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.