Morgunblaðið - 25.10.1996, Page 21

Morgunblaðið - 25.10.1996, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 21 Sigrid Valt- ingojer sýnir grafíkmyndir SIGRID Valtingojer opnar sýningu á grafíkmyndum í Listasafni Kópa- vogs, laugardaginn 26. október kl. 15. Að þessu sinni sýnir listakonan tréristur. „Eins og áður er landslagið meginviðfangsefni Sigrid. Hún ein- faldar form þess og umbreytir uns eftir standa eins konar tákn mitt á milli abstraktforma og þekktra forma úr náttúrunni. Þetta táknmál og litbrigði náttúrunnar notar lista- konan til að túlka andblæ tímans, jafnt lífsviðhorf sín sem áhrif frá náttúru og umhverfi," segir í kynn- ingu. Sigrid er fædd í Tékkóslóvakíu 1935. Hún stundaði nám í grafískri hönnun í Frankfurt am Main. Til íslands kom hún 1961 og vann fyrstu árin sem auglýsingateiknari. Árið 1979 útskrifaðist hún úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands. Sýningin í Listasafni Kópavogs er tólfta einkasýning Sigrid, en hún hefur að auki tekið þátt í mörgum samsýningum heima og erlendis. Sigrid hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir þrykklist sína og verk hennar eru á þekktum lista- söfnum víða um heim. Sýningunni lýkur sunnudaginn 10. nóvember. Hún er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. Olíu- og vatnslitamyndir í Gistiheimilinu Bergi BJARNI Jónsson listmálari opnar sýningu á olíumálverkum og vatns- litamyndum í Gistiheimilinu Bergi við Bæjarhraun 4 í Hafnarfirði. Bjami hefur undanfarin ár málað mikið af myndum sem lýsa lífi og stöfum sjómanna á tímum áraskip- anna. í sumar hefur staðið ýfir sýn- ing á áraskipamyndum Bjarna í Sjó- minjasafni Islands. Bjarni hefur haldið margar sýn- ingar hér á landi og tekið þátt í sýn- ingum erlendis. Einnig hefur hann Unglist DAGSKRÁ Unglistar í dag, föstu- daginn 25. október, er eftirfarandi: Kl. 9-23 Hitt húsið. Myndlistarsýn- ing Unglistar. frá unga aldri teiknað í blöð, bækur, alls konar merki, umbúðir og mikinn fjölda jólakorta. Sýningin í Gistiheimilinu Bergi er fjölbreytt og einnig eru þar sýnishorn af jóladúkum og gardínum sem Bjarni gerði fyrir Vogue. Sýningin verður opin um óákveðinn tíma en - Bjarni verður sjálfur við laugardaga og sunnudaga. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Um helgar sýnir Astrid Ellingsen pijónajakka og kjóla. Kl. 10-1 Café au iait. Sýning Hús- stjórnarskólans. Kl. 10-1 Kaffígallerí. Amma i Rétt- arholti. Sýning Bleks. Kl. 17-18.30 Port Hafnarhússins. Útgáfuhátíð K.A.O.S. Geimfara. Geimbretti o.fl. Kl. 20 Tjarnarbíó. Danshátíð: Klass- íski ballettskólinn, Djassballettskóli Báru, Verkstæðið, Kramhúsið, Dans- skóli Sig. Hákonar o.fl. Kl. 22 Norðurkjallari MH. íslenskt danstónlistarkvöld. Kl. 23 Hafnarhúsið. Gjörninganótt og verðlaunaafhending í myndlist- armaraþoni. Akureyri Kl. 20 Dynheimar. UFE tónleikar með Botnleðju. Kl. 20 Kvosin. Klassískir og djass- aðir tónleikar. ÁHEYRENDUR gerðu góðan róm að leik djasstónlistarmannanna. val. Gamalt pensúm úr FÍH skólan- um, Recorda mé eftir Joe Hender- son. Laglínuna spiluðu Sammi og Snorri. Karl er sleipur hljómborðs- leikari, eiginlega meira en það, lík- lega bara dálítið fenómen. Hann spil- aði hraðan og ástríðufullan spuna í hinu frábæra lagi Wayne Shorters Footprints. En þar kom líka Snorri verulega á óvart. Upprennandi trompetleikari eru tíðindi á Islandi! Þrátt fyrir fullt af feilnótum og rugli hefur hann djúpa tónhugsun sem hann nýtir í fínum spuna. Tónninn er fremur djúpur og hálfkæfður, minnti ekki svo lítið á sjálfan Lee Morgan í ballöðum. Enginn djassunnandi þarf að ótt- ast tíðindalausa framtíð ef þeir nem- endur FÍH skólans sem fram komu þetta kvöld halda sig að hljóðfærun- um, ástunda reglusamt líferni og sýna tónlistinni auðmýkt. Framtíðin er þeirra. Guðjón Guðmundsson Strengjamót í Keflavík TÓNLISTARSKÓLINN í Keflavík stendur fyrir strengjamóti um helg- ina. Um 170 nemendur og kennarar víða að af landinu munu þá dvelja í Keflavík við æfingar. Þátttakend- um er skipt í.tvær hljómsveitir eftir getu og stjórnar Martin Frewer ann- arri strengjasveitinni og Guðmundur Óli Gunnarsson hinni. Mótinu lýkur með tónleikum í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík á sunnudag kl. 15. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Þetta er í annað sinn sem Tónlist- arskólinn í Keflavik heldur slíkt mót. Hið fyrsta var haldið í október 1994 og tókst mjög vel. Ætlunin er að halda slík mót annað hvert ár og eru mótin ætluð strengjanem- endum sem lokið hafa 1. stigi. Svip- uð mót hafa verið haldin fyrir skóla- lúðrasveitir um árabil og verið mik- il hvatning fyrir nemendur til þess að gera betur. Hið sama má segja um strengjamótin. Auk þess að æfa saman munu þátttakendur fara í skoðunarferðir, sund og halda kvöldvöku.. Á föstudagskvöldinu munu Ragnhildur Pétursdóttir, fiðluleik- ari og Junah Chung, lágfíðluleik- ari, halda tónleika í Keflavíkur- kirkju kl. 20.30. Þau ætla að flytja ijölbreytta og skemmtilega efnis- skrá auk þess að kynna lágfiðluna sérstaklega. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Nýjar bækur • HMINNINN litar hafið blátt er ný bók eftir Sól- veigu Trausta- dóttur, sjálfstætt framhald bókarinn- ar Himinninn er alls staðar, sem kom út fyrir tveim- ur árum. „Aftur er komið vor í Ljúfuvík og ævintýrin blasa við hugmyndaríkum krökkum. Lesandinn kynnist litríku fólki og líf- inu í þorpi og sveit um miðja öld. Ýmsir eftirminnilegir atburðir verða“. Freydís Kristjánsdóttir teiknaði myndir í bókina sem er 119 bls., prentuð í Svíþjóð oggefín út af Máli og menningu. Verð bókarinnar er 1.380 kr. Sólveig Traustadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.