Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Menningar- span á næturþeli Kaupmannahafnarbúar héldu sína menningar- nótt nýlega. Þátttakan var gríðarleg, veðrið himn- eskt og Sigrún Davíðsdóttir var ein þeirra, sem fór á menningarslóðirnar. Tónleikar og opið hús í TILEFNI af íslenskum tónlistar- degi á morgun, laugardag, efnir Söngskólinn í Reykjavík til tónleika í Tónleikasal Söngskólans að Hverf- isgötu 44, Reykjavík, og hefjast þeir kl. 14. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. I tilefni dagsins verður efnisskrá- in al-íslensk. Nemendur aríu- og ljóðadeildar skólans syngja við und- irleik Ólafs Vignis Albertssonar og kynna jafnframt höfunda ljóða og laga. Að tónleikum loknum býður Söng- skólinn tónleikagestum upp á veit- ingar í skólahúsinu að Hverfísgötu 45. Þar verða allar kennslustofur opnar og gefst tækifæri til að skoða húsnæði og kennsluaðstöðu skólans og fá allar upplýsingar um skólann; kennslu og markmið. Söngskólinn í Reykjavík var stofnaður haustið 1973. Hann starf- ar í eigin húsnæði að Hverfísgötu 44 og 45. Við skólann kenna 30 kennarar, skólastjóri er Garðar Cortes. SKAMMDEGI, sigurmynd í samkeppni um forsíðu Prent- arans, ein myndanna á sýn- ingu Ingós í Galleríi Míró. Augnablik í Galleríi Míró INGÓ opnar einkasýningu á ljós- myndum unnum með blandaðri tækni í Galleríi Míró, Fákafeni 9, á laugardaginn. Þetta er fyrsta einka- sýning Ingós, sem er menntaður prentsmiður. Myndimar em unnar á 230 gramma koparþrykkpappír og hafa flestar birst í Morgunblað- inu á síðustu tveimur ámm. Einnig verða á sýningunni, sem hefur yfír- skriftina Augnablik, myndir sem hlotið hafa verðlaun, þar á meðal fyrstu verðlaun í samkeppninni Lit- urinn er galdurinn á vegum Hew- Iett Packard og ein myndanna sigr- aði í samkeppni um forsíðu Prentar- ans. Myndimar em í ólíkum römm- um og leikur Ingó sér að samspili mynda og ramma. Myndirnar em til sölu. Sýningin verður opin á verslunar- tíma og stendur til 22. nóvember. -----♦-------- Nýjar bækur • SOKKI og Bokki er ný bók fyrirþriggja til fímm ára böm. Sagan fjallar um Önnu sem er dug- leg að bjarga sér og kann ráð sem dugar þegar annar uppáhaldssokk- urinn týnist á afmælisdaginn henn- ar. Og sannarlega kemur lausnin á óvart. Höfundurinn er Daniela Kulot- Frisch sem vakið hefur athygli í Þýskalandi fyrir nýstárlegar barnabækur. Hildur Hermóðsdóttir þýddibókina, sem er 24 bls., og kostar 1.190 kr. Mál ogmenning gefur út. ÞAÐ voru hvorki meira né minna en 150 menningarstofn- anir af öllu tagi, sem höfðu opið hús á kaupinhöfnsku menningarnóttinni. Nótt er kannski full mikið sagt, því uppákomur hófust kl. 17 og lauk flestum á miðnætti. A hæla menningarstofnununum komu svo ýmsar aðrar stofn- anir, sem nýttu sér kvöldið. Þannig höfðu ýmsar búðir við Strikið opið til miðnættis til að freista nú sálna á menning- arrölti til að leggja líka í búð- arráp. Að sögn blaðanna höfðu þær erindi sem erfiði, því verslun var góð. Fjöldi manns á öllum aldri hreifst af menningarhugsjóninni og götur borgarinnar voru troð- fullar af fólki með menningar- glampa í augum. Ferðafélagi minn þetta kvöldið var tíáringurinn í fjöl- BOKMENNTIR Skáldsaga MEINABÖRN & MARÍU- ÞANG (ævintýri um ástskyldar verur og unaðstak kræðunnar) eftir Björgu Örvar 100 bóka forlagið, 1996.217 bls. LÍF og atburðarás skáldsögunn- ar Meinaböm og maríuþang kvikn- ar í flæðarmálinu, í „fomflæðinu", þar sem lið- og hveldýr fremja „linnulausa lostasemi sína í drjúp- andi sjávarslefi". Tökubamið og örlagavaldurinn Marta er fædd af hafi (mar) í „illræmdum kyn- og lostabeðum" rotnandi þara og fjörulífs þar sem „viðbjóðsleg sam- einingarárátta" náttúmnnar artar sig „með víðtæku umsátri losta og kvalsemda". „Skapari flæðunnar" — öðra nafni ljósfjandi, höfundur og dvergur — kallar útfrymi fram úr „raun og ergi“ og fær bursta- orminum loshreistra téða Mörtu til fóstranar innan um skollakoppa, möttuldýr, marinkjarna, nákuð- unga, hjartaskeljar, snúðorma, fjöraskera, mærudoppur og mottu- maðka. Meinaböm og maríuþang hlýtur að teljast nokkuð óvenjuleg fyrsta skáldsaga höfundar. Hún er reyndar óvenjuleg skáldsaga á marga mæli- kvarða. Þó deila megi á ýmislegt varðandi stíl og uppbyggingu, og orðaval, samkvæmt „hefðbundnum stöðlum,“ er greinilegt að höfundur er enginn aukvisi í textagerð. (Björg Örvar hefur áður sent frá sér ljóða- bókina I sveit sem er eins og aðeins fyrir sig, Bjartur, 1991). Form og innihald einkennist af margræðni og áræðni. Það er óhætt að taka undir með umsögn á bókarkápu í þá vera að örlagasögu dýra og manna séu búin kostuleg vaxtarskil- yrði í sögunni. Á yfírborðinu er sögð örlagasaga fjölskyldu nokkurrar í sjávarþorpi og skýrt frá margslungnum ástum og átökum I heilan aldarfjórðung. Átök og framvinda hverfíst um skyldunni. Við byijuðum á því að hjóla niður í miðbæ, því veður var kjörið til útiveru. Ekki létum við freistast af opnu húsi á Ríkislistasafninu eða Jarðfræðisafninu heldur renndum við í Kóngsgarðinn, minnug fyrri uppákoma þar. Við garðinn var biðröð barna- fjölskyldna, því inni í myrkum garðinum höfðu skátar sett á svið náttleik. Ásamt litlum hópi gesta hættum við okkur inn í myrkan garðinn undir stjörnubjörtum hirnni. Rósen- borgarhöll speglaðist í hallar- síkinu. Á stundum féllu Ijós- geislar á rúðurnar innan frá, því ein af næturuppákomun- um er að fara um myrkvaða höllina með vasaljós, en bið- röðin við innganginn var svo löng, að við ákváðum að láta höllina eiga sig. I garðinum fengum við að hálfsysturnar Mörtu og Álfhildi, einkum þá fyrrnefndu. Við sögu koma m.a. foreldrar þeirra, Jón og Bergþóra, Haraldur og Árni, fyrri og seinni eiginmenn Álfhildar, Tóta, æskuvinkona Mörtu, amma (sem rís úr kör og yngist alveg fram í bókarlok!) og munaðarleys- inginn Henning. Eins og ætla má af inngangi hér að ofan þróast í sög- unni tvö tilverastig sem skarast æ meir eftir því sem á líður. Á yfirborðinu vindur fjöl- skyldusápunni fram en undir niðri kraumar losti, erótík og ofbeldi náttúrulegra og yfírn- áttúrulegra afla. Aðal- hlutverk í þessari myrku hlið tilverunnar eru í höndum áður- nefndra loshreistra og ljósfjanda (sem er hundeltur af fordæð- unni og undirlægjunni Sukkubus), og svo af- skomu kvígutungunni Tótu með blæðandi krof. Ljósfjandi tekur beinan þátt á mannlega sviðinu í gervum kaupamannanna og bræðranna Njáls og Níelsar. (Það má í gamni velta því fyrir sér hvort hrikalegar umskiptingar og myndbreytingar í fjöruborði og annars staðar, sér- staklega þegar ljósfjandi á í hlut, eigi sér ekki hliðstæðu í metmorfós- um í Söngvum Maldorors eftir Lau- tréamont greifa en það gildir allt- ént um erótík Meinabarna — kyn- líf, ofbeldi, og dauða.) Eins og í öllum góðum sápum einkennast átök persóna af ófull- nægðum þrám, svikum, afbrýði- semi og losta. í bakgranni eru vita að prinsessa nokkur væri í álögum, sem aðeins yrðu leyst með töfradrykk. í drykk- inn vantaði töfralyfin og verk- efni okkar var að feta okkur um á fund álfa, dverga og fleiri furðuvera og lokka frá þeim töfralyfin. Það leystum við svo vel af hendi að prins- essan frelsaðist. I þakklæt- isskyni vorum við leyst út með bláum gasblöðrum. Þegar út kom sáum við fjölda manns (samkynhneigðar) ástir í meinum og í það minnsta eitt morð er fram- ið, gott ef ekki þrjú. Marta er hvar- vetna miðlæg og hugsanlega er hún siðblindur „sækópat" með tvö morð á samviskunni. Kynngimagnaðir atburðir gerast óspart, enda galdr- ar, álögur og ýmsar sendingar á sveimi. Meinabamið og póstberinn (tilberinn) Henning stendur í stöð- ugu kukli með galdra- bókina sína Skinnu og ristir fólki galdrastafi í fjalir, sér til fram- dráttar og/eða öðram til miska. Fjölkynngin er þó einatt magnlaus eða snýst í höndum hans. Þrátt fyrir morð, sjálfsmorðstilraunir, eldsvoða og ófyrirgef- anleg svikráð fellur flest í ljúfa en íróníska löð í bókarlok. Þó draga megi út nokkuð heilstæða föflu og fléttu þjóðsagna- kenndrar örlagasögu er samt varla hægt að segja að persónur og atburðir „lifni við“ á síðunum, í „raunsæjum“ skilningi. Enda tæp- lega eftir því sóst. Atburðir eru samkvæmt lögmálum goð- og þjóð- sagna ólíkindalegir og auk þess skortir persónur dýpt. Hugsanir aðila og samtöl era oftar en ekki í mismunandi lífsspekilegum athuga- semdastíl, stundum helsti kauðaleg- um. Texti Meinabama og maríuþangs er ákaflega lífrænn; ekki bara hvað varðar fjölskrúðugar lýsingar á sjávarlífí, lækningajurtum, fíalla- grösum og hvers kyns kynlífí, held- ur líka í sjálfu sér. Þar er nánast eins og textinn sé sjálfsprottinn, leggja leið sína í Kalvínsku kirkjuna við garðinn. Eins og í flestum kirkjum í miðbænum voru tónleikar og upplestur. Nú lá leiðin í gamla hverfið í kringum Larsbjornstræde. Við komum við í bókabúð áður en við komum að galleríi nokkru, þar sem finnskur listamaður átti að elda fiski- súpu. Allir 40 súpulítrarnir voru snæddir, en við drukkum í okkur listina þar og í nær- eins og hver myndhverfíng og líking geti af sér þá næstu og skapi með því atburðarásina, og örlög persóna og leikenda í leiðinni. Ef ti) vill er það einmitt textinn sjálfur, orðin og þær myndlíkingar sem þau mynda, sem er í aðalhlutverki. Söguþráðurinn líkt og kemur „eftir á“ og aburðarásin er óútreiknanleg. Þannig er niðurlag fjölskyldusög- unnar „tilbúið“, þ.e. ekki rökrétt niðurstaða af þörfum persóna eða atburðarásar, enda inngrip í söguna (nánast „deus ex machina") ekki „þessa“ heims. Því hvarflar jafnvel að manni að eitt af markmiðum skáldsögunnar sé að blása lífí í ýmis fágæt og lítt notuð íslensk orð og heiti til sjávar og sveita (þessa heims og annars). Orðanotkun og orðalag hefur því á sér nokkuð „fomlegan blæ“ (auk nútímalegra slettna og ,,reykvísku“) og að þessu leyti minna skrif Bjargar óneitan- lega á prósaskrif Megasar. En þó ekki sé leiðum að líkjast þá er stund- um teflt á tæpasta tunguvað svo liggur við að verði hjákátlegir til- burðir. Það er stundum vænlegra að halda í við sig en láta gossa. Þá hefði einhver stytting á texta ekki komið að sök. En þrátt fyrir allt era þessar málfarstilraunir á heildina litið sæmilega heppnaðar, áhuga- verðar og ósjaldan fyndnar og skemmtilegar. 100 bóka forlagið hefur staðið vel að útgáfu Meinabama og maríu- þangs. Kápa er látlaus og „viðeig- andi“ (era galdrastafir í forsíðu- mynd?). Frágangur og yfirlestur ljósritaðs texta er með ágætum: hnökrar, s.s. mistök í stafsetningu og skipting orða á milli lína, era færri en orð sé á gerandi. Ekki er ósennilegt að lostabeður Meinabama og maríuþangs komi til með að verða gróðrarstía og kveikja að frekari og enn betri skrifum (ég leyfí mér þá að stinga upp á heldur meira aðhaldi í lífrænum orðaburði) því eins og uppvakningurinn Þórann segir í bókarlok, „ástin á sér alls staðar heimilisfang og streymir frá einu til annars í eilífum flaumi". Geir Svansson I samfelldu fiæði Björg Örvar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.