Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 23 LISTIR liggjandi galleríi, áður en við komum við á skyndibitastað við Strikið og nærðum okkur á pítubrauði, fylltu grænmeti og baunabolíum, falafel, því menningarmettun mettar að- eins heilann, en ekki magann. Alls staðar voru hópar fólks á menningarrölti, reknir áfram af óstjórnlegum menningar- þorsta. Sagan gædd lífi Nú lá leiðin framhjá Kanalnum og Þjóðminjasafninu og á þeim slóðum var múgur og margmenni. Á safninu átti að vera leikhópur, sem fór um húsið og gæddi það lífi, en við ákváðum að láta það eiga sig og fórum yfir torgið við hesthúsin og Leikhússafnið bak við Krisljánsborgarhöll. Þegar á torgið við þinghúsið kom heyrðum við hertónlist. Hermenn í gömlum búningum spiluðu á hljóðpípur og trommur í skini kyndla við vopnasafnið. í garðinum við safnið var komið fyrir áhorfendapöllum og hópur frá Malmöhus hinum megin við sundið sýndi búninga hinna ýmsu stétta frá 16. öld á glæsilegan hátt. Við héldum síðan inn í næsta garð við hliðina á safninu og vorum þá komin að upplýstu Konunglega bókasafninu og Þjóðskjalasafninu og fórum inn í síðarnefndu bygginguna, þar sem við skoðuðum gömul plögg. Nú var klukkan langt gengin í miðnætti og aðeins eftir síðasti áfangastaðurinn, Thorvaldsensafnið, sem við höfum heimsótt á menningarnóttinni undanfarin ár. I rökkvuðu safninu eru klassískar styttur hálf-íslendingsins Thorvaldsens lýstar upp með mislitum ljósum og nútímatónlist spiluð með. En þar sem þessi dagur hafði líka verið íþróttadagur skólanna og við tíáringurinn hafið daginn með því að synda 300 metra og hjóla um 16 kílómetra, auk þess sem tíáringurinn hafði lokið þríþrautinni með því að hlaupa fimm kílómetra, var þrekið ekki nóg í ár til að komast á vit hins upplýsta Thorvaldsens. Því snerum við hjólunum heim á leið og fórum í gegnum gamla Virkið, í útjaðri miðborgarinnar, um leið og við sáum bjarmann af flugeldasýningunni á miðnætti, sem markaði lok menningarnæturinnar. í kirkju virkisins var teygt úr nóttinni og í skini kertaljósa áttu að vera tónleikar og upplestur. Sökum menningarþreytu og annarrar þreytu létum við þó nægja að njóta kertaljósanna eitt andartak, áður en heim var haldið, menningarsödd og vel haldin. Það var margt, sem við komumst ekki í, eins og gönguferð um Assistenskirkjugarðinn í skini kyndla, að ógleymdum Thorvaldsen, en við tökum því með ró og þykjumst vita að allt þetta og margt fleira bíði okkar næsta ár. EITT af verkunum á sýningunni. Tússteikn- ingar í Gallerí Jörð SIGURBJÖRN Ó. Kristinsson opn- ar sýningu á tússteikningum laug- ardaginn 26. október kl. 15 í nýju galleríi að Reykjavíkurvegi 66 í Hafnarfirði, en þar opnar Benedikt Sveinsson innrömmunarstofu og sýningaraðstöðu á sama tíma undir nafninu Innrömmun - Gallerí Jörð. Sigurbjörn lærði í Handíðaskól- anum í Reykjavík, í Kaupmanna- höfn og í París og fór í námsferð til Ítalíu. Hann hefur sýnt á mörg- um samsýningum þar af var ein í Rússlandi. Hann hefur einnig haldið nokkrar einkasýningar, meðal ann- ars í Hafnarborg. Sýningin verður opin mánud,- föstud. kl. 11-18 og laugardag. kl. 12-16. Listasafn Kópavogs Lágmyndir og skúlptúrar GUNNAR Árnason opnar sýningu á lágmyndum og skúlptúrum í Lista- safni Kópavogs laugardaginn 26. október kl. 15. í kynningu segir: „Fyrri verk Gunnars voru nær óhlutbundin þótt landslag og íslensk náttúra væri öðru fremur kveikjan að þeim. Nú hefur listamaðurinn snúið við blað- inu og vinnur fígúratíf verk. Eins og áður er náttúran undirtónn í iist Gunnars en nú eykur hann í verk sín ýmsum hlutum og fyrirbærum út daglega lífinu.“ Gunnar útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1983 og stundaði síðan framhaldsnám við myndlistaskóla í Enschede í Hol- landi. Þetta er þriðja einkasýning Gunnars. Við opnunina munu Carl Möller og Guðmundur Steingrímsson spila. Sýningin stendur til og með 10. nóvember. ----» ♦ ♦--- Tónleikum frestað KARLAKVARTETTINN Út í vorið hefur frestað tónleikum sínum, sem vera áttu á laugardag á Kaffi Króki á Sauðárkróki, fram á sunnudag kl. 16. FJÖLBRAUTASXÚUNN BREIOHOLTI HÚSASMÍÐI ^ Fjölbrautaskólinn Breiðholti innritun á vorönn 1997 lýkur 1. nóvember. Frá tréiönadeild FB hafa 291 nemendur útskrifast til sveinsprófs í húsasmíöi frá árinu 1975. Leiðinleg myndlist? MYNPLIST Nýlistasafnið BLÖNDUÐ TÆKNI Gabriel Orozco og Rirkrit Tira- vanija/L.A. Angelmaker. Opið kl. 14-18 alla daga til 27. október; að- gangur ókeypis. ÞAÐ er nokkuð undarieg samsýn- ing sem hefur staðið undanfarið í Nýlistasafninu. Þarna leiða saman hesta sína tveir ungir listamenn, sem hvorugur gerir mikið að því að skapa myndlist í hefðbundnum skilningi, en þess meira að því að draga inni- hald hennar í efa með markvissum hætti og þar með víkka mörk hennar út frá því sem almennast er. Gabriel Orozco og Rirkrit Tiravanija Rirkrit Tiravanija er af tælenskum ættum, eins og nafnið bendir til, og í stuttu máli má segja að list hans fjalli um samskipti manna í millum, þar sem matur er hinn sameinandi þáttur, eða eins og segir í ágætri sýningarskrá: „Listamaðurinn eldar mat og gef- ur öðrum. Hann deilir tíma með áhorfendum og því andrúmslofti sem verður til í kringum máltíðina. Með þessu setur hann alla við sama borð sama hvaða stétt, kyni eða þjóðerni viðkomandi tilheyrir og allir fá að borða og eru velkomnir í hans hús. Listin er fyrir alla, það er hans boð- skapur." Einfaldur boðskapur og augljós einkum þegar honum er fylgt eftir með góðgjörningum. Hér er raunar verið að skilgreina gestrisni, sem löngum hefur verið talin mikilvægur hluti af framkomu siðaðra þjóða, en hefur ef til vill látið undan síga með auknum hraða og hranalegri sam- skiptum manna á meðal á seinni tím- um. Framkvæmdin vekur athygli vegna þess umhverfis, sem valið er; á opnun sýningarinnar sat listamað- urinn og eldaði, útdeildi mat og rabb- aði við fólk, þannig að þaðan fóru flestir væntanlega mettir og ánægð- ir. Er það í sjálfu sér ekki ágætt markmið listsýningar, að gestir fari þaðan mettir og ánægðir? Á pallinum í Nýlistasafninu stend- ur eldunaraðstaðan eftir, með stólum og bekkjum í kring, hvort tveggja í senn sem vitnisburður um þá gest- risni sem fólst í opnuninni og tæki- færi til að endurtaka framkvæmdina. Þeir Orozco og Tiravanija greina ekki á miili framlaga sinna í sýning- unni, en þó er ljóst að matseldin er meira í anda þess síðarnefnda, en aðrir hlutar vísa fremur til þess með hvaða hætti Mexíkómaðurinn Gabriel Orozco hefur leitast við að virkja áhorfendur í sýningum sínum. í for- sal er þó myndverk „Hands Full of Change“ sem gæti verið sameigin- legt verk, en titillinn missir að mestu tvíræðni sína í þýðingu. í gryfjunni er fyrst og fremst að finna „þátttöku- verk“ í anda Orozco; þar er hægt að teikna upp litlar veggmyndir og skrifa á póstkort, sem þegar er búið að merkja með nöfnum og heimilis- föngum úti um allan heim. Hið síðar- nefnda er nefnt „Post Geysir“, og er viss orðaleikur þar serh um er að ræða póstkort af Strokki í Haukadal. í Súmsainum eru loks öllu torskild- ari verk. Þar kemur annars vegar við sögu gamaldags fallhlíf, sem hefur verið látin opnast fyrir vindi hér á landi, og síðan kennd við Golf- strauminn; hins vegar opið píanó, sem stendur uppi við vegg. Hvort tveggja býður upp á nokkurt framlag gesta (t.d. að einhver setjist við píanóið og fari að spila), en skilur einnig eftir sig spurninguna um hvers vegna menn ættu að taka þátt í þessu yfirleitt. Orozco sagði í blaðaviðtali vegna sýningarinnar að verk sín væru al- mennt leiðinleg. Skýringuna á vin- sældum þeirra taldi hann að lífið væri yfírleitt leiðinlegt og þegar menn viðurkenndu það loks fyrir sjálfum sér gætu þeir uppgötvað eitt- hvað stórkostlegt. Það er vei þekkt meðal grínista að leiðindi geta verið skemmtiefni, sérstaklega ef þau eru nógu leiðin- leg; þó er skilyrði að það séu leiðindi annarra en þeirra sem er ætlað að skemmta. Því má segja að Orozco sé að skapa lítilvæga, leiðinlega myndlist til að gefa öðrum möguleika á að skemmta sér á hans kostnað; en er viðkomandi list þá leiðinleg lengur? Og hvað ef hún nær ekki að skemmta einum né neinum, er hún þá aðeins leiðinleg? Hér opnast ýmsir möguleikar, sem hægt er að velta fram og aftur, en slík umræða hlýtur að vera einn helsti ásetningur hvers þess listamanns, sem tekur þátt í lifandi listsköpun. L.A. Angelmaker I setustofu hefur verið komið fyrir myndrænum hugleiðingum banda- ríska listamannsins L.A. Angelma- ker, þar sem sem hann vísar að nokkru í hlutverk setustofunnar sem lesrýmis. Hann sýnir glærur af ljós- myndum, sem hafa verið notaðar til að prýða tímaritsgrein, sem hann hefur ritað; glærurnar það séu milli- stig ljósmyndunar og prentunar, sem oft vill gleymast eftir að viðkomandi myndir hafa birst. Þetta er léttvæg hugleiðing og er raunar að verða úrelt. Með stafrænni ljósmyndum er slík glærugerð orðin óþörf, millistigið hverfur, tölvutækn- in raðar myndum nákvæmlega í þær stærðir sem óskað er eftir. Ef ein- hver saknar fyrri tækni, þá hann um það ... ' Eiríkur Þorláksson A KRNGLUKAST rr-3 .--r-3 . - af ýmsum nýjum vörum. Oplð a/fa laugardaga kl.10.00-16.00 Laugavegi, s. S11 1717, Kringlunni, s. 568 9017. Buxur + peysa m/hettu kr. 4.500 Buxur + peysa án hettu kr. 3.900 Stærðir: XS-XXL v FB þegarþú velur húsasmíði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.