Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 25 AÐSENDAR GREINAR Yfirfærsla grunnskólans Allir við sama borð? ÞANN L.ágúst sl. tóku sveitarfélög landsins við rekstri grunnskólanna úr hendi ríkisins. Það hef- ur varla farið framhjá neinum að þessar breytingar stóðu fyrir dyrum, því mikið hefur verið um þær fjallað á opinberum vettvangi. Af hreinni sannfær- ingu fylgdi ég mínum flokki, Sjálfstæðis- flokknum, í gegnum umræðuna og var frá upphafi eindreginn stuðningsmaður yfir- færslunnar. Tillögurn- ar féllu vel að þeirri skoðun að óhentugt væri fyrir sveitarfélögin að vera í samrekstri með ríkinu, vegna þess m.a. að það rekstrar- form kallar á sífelld átök milli þess- ara aðila, um hver skuli borga það sem liggur á mörkunum. Grunn- skólafrumvarpið féll einnig vel að þeirri skoðun að rétt væri að styrkja sveitarstjórnarstigið með því að færa verkefni frá ríki til sveitarfé- laganna. Vera má að fleiri þjónustu- verkefni séu betur komin hjá sveit- Ingunn Guðmundsdóttir arfélögunum, nauðsyn- legt er þó að ganga frá öllum endum varðandi grunnskólann áður en lengra er haldið. Flest er þegar frágengið á viðunandi hátt, en hér er drepið niður penna varðandi jöfnunarsjóðs- framlög vegna fatlaðra nemenda. Þar er á ferð- inni misrétti sem bitnar á þeim sveitarfélögum sem ekki hafa sérskóla í nágrenninu, það bitn- ar einnig á nemendum sömu sveitarfélaga sem ekki fá sérkennslu í sama magni og þau sem búa á svæðum sérskóla og að auki bitnar það á fötluðum nemend- um sem ekki geta notað þjónustu sérskólanna af búsetuástæðum. Þetta er dæmi um misrétti sem ég og fleiri töldum sjálfgert að myndi leiðréttast við tilfærsluna. Þyngri fjárhagsbyrðar á þau sveitarfélög sem staðsett eru fjarri sérskólunum í Reykjavík og á Akureyri eru reknir sérskólar fyrir fatlaða grunnskólanemendur, þeir . eru fjármagnaðir af jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Allir fatlaðir grunn- skólanemendur eiga að hafa sama rétt til inngöngu í sérskóla hvar á landinu sem þeir búa. Af ýmsum ástæðum, m.a. kostnaðarsamri vistun, hefur verið erfitt að nýta þau tiíboð. Þess vegna hafa sveit- arfélög víða um land tekið sig sam- an og stofnað sérstakar skóladeild- ir í þeim tilgangi að þjónusta í heimabyggð samskonar nemenda- hóp og sérskólarnir í Reykjavík og á Akureyri þjóna. Með réttu ættu þessar þungu sérdeildir lands- byggðarinnar að vera fjármagnað- ar með sama hætti og sérskólarn- ir, þ.e. af jöfnunarsjóði. Á þessu sést að svéitarfélögin, sem ekki Sveitarfélögin sem ekki njóta sérskóla fyrir fatlaða grunnskóla- nemendur þurfa, segir Ingnnii Guðmunds- dóttir, að fá sam- bærilega fyrirgreiðslu úrjöfnunarsjóði. hafa sérskólana hjá sér eða í næsta nágrenni, verða að bera verulegan kostnað sem hin eru laus við. Grunnskólanemendur á svæðum fjarri sérskólunum fá minni sérkennslu í reglugerð um sérkennslu er sveitarfélögunum gert að leggja grunnskólunum til sem nemur 0,25 kennslustundum á hvern nemanda til að standa straum af sérkennslu fyrir þá nemendur sem þar stunda nám. Samkvæmt lögum skal lögð áhersla á að kenna nemendum í heimaskóla sé því við komið, alltaf er töluvert um fatlaða nemendur í almennum grunnskólum. Til að bera saman aðstæður sveitarfélaga skulum við skoða sveitarfélag A sem er á „upptökusvæði" sérskóla og svo sveitarfélag B sem er stað- sett einhvers staðar úti á landi. Sveitarfélag A getur látið sinn grunnskóla fá sérkennslukvótann óskertan, þ.e. 0,25 kennslustundir á nemanda, og fengið svo pláss fyrir sína fótluðu nemendur í sér- skólanum í boði jöfnunarsjóðs. Sveitarfélag B verður hins vegar að byrja á að klippa af sínum 0,25 kennslustundum kvóta til kennslu sinna fötluðu nemenda, að því loknu fær grunnskólinn það sem eftir stendur til „almennrar sér- kennslu". Raunveruleikinn er því þessi: Nemendur í almennum grunnskólum úti á landi njóta ekki sérkennslu í sama magni og nem- endur á svæði sérskólanna, nema viðkomandi sveitarfélag leggi til fjármagn til viðbótar því framlagi ríkisins sem átti að duga til rekst- urs grunnskólans. Fatlaðir þjónustaðir í heimabyggð Það er göfugt markmið að bjóða fötluðum grunnskólanemendum þjónustu við hæfí í heimabyggð og ekki nokkur vafi á að slíkt kem- ur sér betur fyrir börnin, foreldr- ana og byggðirnar. Ég trúði því að með yfirfærslu grunnskólans til Kvennarannsóknir Hvert er hlutverk Rannsóknarstofu í kvennafræðum? Rannsóknarstofa í kvennafræðum er stofnun* innan Há- skóla íslands sem fæst við rannsóknir og miðlun þekkingar á sviði kvennafræða (women and gender studies). Kvennafræði eru þverfagleg og skoða m.a. hvernig kynferði hefur áhrif .á það hvernig stofnanir í samfélaginu eru uppbyggðar. í kvennafræðum er því haldið fram að hugmyndir um kynferði séu sterkt mótaðar í samfélaginu og hafi áhrif á flestum sviðum. Því er ástæða til þess að skoða t.d. mannfræði, bókmenntafræði, fé- lagsfræði, fjölmiðlafræði, lögfræði og guðfræði út frá kvennafræði- legu sjónarhorni þar sem hið al- menna sjónarhorn er yfirleitt karl- legt. Rannsóknarstofan er þverfagleg stofnun sem safnar öll- um þeim upplýsingum sem lúta að kvennafræði. Til stofunnar geta allir leitað til að fá upplýsingar um rannsóknir og annað það sem fólk fýsir að vita um kvennafræði. Fyrirlestrar og útgafustarfsemi Rannsóknarstofa í kvennafræð- um stendur fyrir hádegisrabbi um rannsóknir og kvennafræði. Er það venjulega á dagskrá aðra ElfaYr Gylfadóttir hverja viku bæði kennslumisserin. Rannsóknarstofa í kvennafræðum stend- ur einnig fyrir opin- berum fyrirlestrum, námskeiðum og mál- stofum. Er það allt opið áhugasömum al- menningi. í Fléttum, riti Rannsóknarstofu í kvennafræðum, má finna margvíslegar greinar sem skrifaðar eru frá kvennafræði- legu sjónarhorni auk þess sem Rannsóknar- stofan gefur út frétta- bréf tvisvar sinnum á ári þar sem kynntar eru ráðstefnur, bækur, fyrirlestrar og annað það sem teng- ist kvennafræði. Hvaða upplýsingar eru veittar? Rannsóknarstofan veitir marg- víslégar upplýsingar á sviðum kvennafræða. Hún er nú að koma á fót gagnabanka um kvennarann- sóknir. Einnig er unnið að „styrkjabók stofunnar" þar sem konur sem stunda kvennarann- sóknir geta fengið upplýsingar um styrki heima og erlendis. Þær upplýsingar sem Rann- sóknarstofa í kvennafræðum veitir geta verið bókfræðilegar upplýs- ingar auk þess sem stofan bendir á hvert eigi að leita til að fá sér- fræðilegar upplýsingar. Til stof- unnar berast margar bækur og upplýsingarit frá kvennafræðistof- Rannsóknarstof an hef- ur það að markmiði, segir Elfa Ýr Gylfa- dóttir, að efla kvennafræði. um erlendis og fréttabréf frá WISE (Women's International Studies Europe) og NIKK (Nor- disk institut for kvinne og köns- forskning). Til hvers þurfum við rannsóknarstofu? i Rannsóknarstofan hefur það að markmiði að efla þátt kvenna- fræða bæði á sviði fræðimennsku og kennslu. Fræðikona hefur verið ráðin til stofunnar auk þess sem kennsla í kvennafræðum sem aukagrein til B.A.-prófs í Háskóla íslands hófst í haust. Er það von stjórnar og starfsmanna Rann- sóknarstofu í kvennafræðum að námið auki fræðilega umræðu og þekkingu á lífi kvenna og karla. Höíundw er deildarsijóri Rannsóknarstofu í Kvennafræðum viðHáskóla íslands. %^><W^ Brúðhjón Allu.r borðbiinaöiir - Glæsileg gjafavara Briiðarhjóna lístar %o&h&>A~, VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. sveitarfélaganna og með starfsemi jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í því sambandi yrðu allir settir við sama borð og um leið yrði umræddur ójöfnuður úr sögunni. Ég ætla.að halda í þá trú enn um sinn, en ýmislegt bendir til að misréttinu verði við haldið með þeim hætti að sérskólarnir verði áfram fjár- magnaðir með sérstöku framlagi úr jöfnunarsjóði. Og sveitarfélögin sem ekki njóta sérskólanna, en vilja þjónusta fatlaða í sinni heima- byggð verði áfram að fjármagna þann rekstur með sérstökum fjár- framlögum og skerðingu á sér- kennslukvóta til sinna grunnskóla. Til jöfnunarsjóðs Eðlileg krafa þeirra sveitarfé- laga sem við misréttið búa er sú, að framlög úr jöfnunarsjóði vegna fatlaðra grunnskólanemenda verði jöfn, hvort sem hinn fatlaði býr í Reykjavík eða austur í sveit. Síðan eru það forráðamenn í samráði við skólayfírvöld í sínu sveitarfélagi sem meta hvaða námstilboð hentar best fyrir hinn fatlaða nemanda. Hvort það verður sérskóli, sérdeild í héraði eða heimaskóli, það kemur ekki til með að skipta sveitarfélög- in öllu máli því þau reka grunnskól- ana hvaða nöfnum sem þeir nefn- ast og greiða með sínu heimafólki til þess skóla sem það nýtir sér. Nú er væntanlega framundan vinna við að móta reglur jöfnunar- sjóðs í þessu sambandi. Ég vona að þeir sem að því verki koma fái réttláta niðurstöðu. Höfundur er bæjarfulltrúi á Selfossi ogformaðw sijórnar Skólaskrifstofu Suðwlands. tf^ postulmsstell 6 manna matarstell: Kr, 4.975 6 grunnir diskar, 6 súpudiskar, 1 litil skál, 1 stór skál, 1 fat. 6 manna kaffisteil: Kr. 4.975 6 kafftbollar, 6 undirskáiar, 6 kökudiskar, rjómakanna og sykurkar. haísia i,-i,si,-m.i „Biáa laufið" crk$m\ð aftur,- sama (ága verðið 6 manna matarstell kr. 2.950 6 manna kaffistell kr. 2.950 IVKI51ALL Kringliumi og Faxafent. - 'Margtfattegt fyrirhamiíið- qg verðið gkður -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.