Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ fllrogiiiftlafrife STOFNAÐ 1913 Tvær ijúpnaskyttur fundust síðdegis í gær eftir víðtæka leit björgunarsveita á Suðvestur- landi. Mennimir ætluðu að fara stutta veiðiferð, en villtust í þoku, illa búnir og án fjarskipta- búnaðar. Þeir segja að þeir hefðu betur haft fjarskiptatæki meðferðis og skilið eftir ferðaáætlun. ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LEIÐTOGASKIPTI í NOREGI STJÓRNARSKIPTI verða í Noregi í dag, en þá lætur Gro Harlem Brundtland af embætti forsætisráðherra, en við tekur Thorbjörn Jagland, sem verið hefur formaður Verka- mannaflokksins frá 1992. Þessi tíðindi boða mikil umskipti í norskum stjórnmálum, því Gro hefur verið sterkasti forystu- maður norskra jafnaðarmanna allt frá dögum Einars Ger- hardsens. Hún er fyrsta konan, sem gegnt hefur starfi forsæt- isráðherra í landi sínu, og hefur notið mikilla vinsælda landa sinna og mikils álits á alþjóðavettvangi. Gro Harlem Brundtland varð umhverfisráðherra í ríkis- stjórn Trygve Brattelis árið 1974, var kjörin á þing árið 1977, en árið 1981 tók hún við starfi forsætisráðherra af Odvar Nordli og einnig sem formaður Verkamannaflokksins. Átta mánuðum síðar vék stjórn hennar fyrir hægristjórn Kaare Willoch eftir tap í þingkosningum. Árið 1986 myndaði hún minnihlutastjórn, sem sat til 1989, þegar hægristjórn Jan P. Syse tók við. Sú stjórn sat til 1990, þegar Gro myndaði á ný minnihlutastjórn Verkamannaflokksins. Frá þeim tíma hefur Gro Harlem Brundtland gegnt starfi forsætisráðherra, en árið 1992 lét hún af störfum formanns flokksins í kjölfar harmleiks í fjölskyldu hennar. Þótt Jagland hafi þá tekið við flokksformennskunni hefur Gro samt verið óumdeildur leið- ' togi jafnaðarmanna. Norðmenn gengu árið 1994 til kosninga í annað sinn um aðild að Evrópusambandinu og höfnuðu henni. Gro beitti sér af hörku fyrir aðildinni og voru úrslitin mikið áfall fyrir hana. Frá þeim tíma hefur verið búizt við því, að hún drægi sig í hlé, þótt ákvörðun hennar nú kæmi á óvart. Hún segir nauð- synlegt, að nýr flokksleiðtogi hafi tíma til að festa sig í sessi fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Gro Harlem Brundtland hefur á undanförnum árum verið sterkasti pólitíski talsmaður Norðurlandaþjóðanna á alþjóða- vettvangi og verið í hópi þeirra stjórnmálaleiðtoga á Vestur- löndum, sem mestrar virðingar hafa notið. MÁ ALDREIGLEYMAST UNGVERJAR minntust þess í fyrradag að fjörutíu ár eru liðin frá innrás Sovétríkjanna - og uppreisn ungversku þjóðarinnar gegn sovézkum yfirráðum. Augu alls mannkyns beindust að Ungverjum þessa októberdaga fyrir fjörutíu árum, enda óvíst að aðrir atburðir þess tíma hafi haft meiri áhrif og eftirmál. Hrun Sovétríkjanna og þeirrar alræðis- og yfirgangsstefnu, sem þau voru reist á, var að vísu vafið úr fleiri þáttum en þeim ungverska. Atburðirnir í Ungveijalandi voru samt sem áður veigamikill hluti upphafsins að hruni kommúnismans í Austur-Evrópu. Þeir höfðu og afgerandi áhrif á skoðanamynd- un fólks hvarvetna í veröldinni. Síðari tíma kynslóðir horfa ekki til blóðbaðsins í Ungveija- landi með sömu augum og þær, sem lifðu þessa tíma. Mikil- vægt er engu að síður að þessir atburðir gleymist ekki. Við getum ekki varast vítin nema að þekkja þau. Aðgangur fræði- manna að fyrrum leyndarskjölum í Kreml, sem m.a. var sagt frá í Morgunblaðinu sl. sunnudag, auðveldar okkur og að draga rétta lærdóma af biturri reynslu Austur-Evrópuþjóða á sovéttímanum. * * HÁMARKSHRAÐI SEX stjórnarþingmenn hafa lagt fram á Alþingi tillögu um að hámarkshraði á bundnu slitlagi utan þéttbýlis verði 110 kílómetrar á klukkustund í stað 90 km. Flutningsmenn segja í greinargerð, að 90 kílómetra há- markshraði sé „barn síns tíma“ og vegakerfið hafi stórum batnað frá því er þessi hraðatakmörk voru sett. Á það má benda, að núgildandi hámarkshraði er 2 km meiri en hámarkshraði í sumum ríkjum Bandaríkjanna, þar sem vegfarendur mæta aldrei bifreið á sömu braut. 110 km hámarkshraði er hins vegar 6 km meiri en þar sem hámarks- hraði er mestur í Bandaríkjunum. Á íslandi er allt þjóðvegakerfið einfalt og nánd við bifreið, sem kemur á móti mikil. Þótt hámarkshraði í Bandaríkjunum miðað við fyrsta flokks vegakerfi sé ekki hár, þá sýnir reynsl- an, að hraðinn í reynd er 10 til 20 km meiri, end$ segir Iöggæzlan ekki ýkja mikið við þeim hraða. Sama er að segja um íslenzkan veruleika. Hækkun hámarkshraða í 110 km á klukkustund, þýddi hraða í raun á bilinu 120 til 130. Spurn- ing er, hvort veikburða íslenzkt vegakerfi þoli slíkan hraða, þrátt fyrir framfarir í vegagerð á undanförnum árum. Og varla yrði hann til þess að draga úr slysum, en á því þurfum við fyrst og fremst að halda. Morgunblaðið/Golli ARNÞÓR og Guðlaugur Pálssynir við Vogsós í gær, skömmu eft- ir að tilkynnt var að þeir væru komnir fram heilir á húfi. TÝNDUM ÁTTUMÍ ÞOKUNNI Tvær rjúpnaskyttur héldu til veiða á miðvikudag og lögðu bíl sínum við Bláfjallaveg undir Grindaskörðum Kbngsfell Heigáfell Grindá- skorb Brenni stems- fjöfl/ Krísuvík Geitahlíö Herdísarvíi? isosar "Strandakirkja Hafnarfjörður Heibin há Um miðjan dag a fimmtudag komu skytturnar fram í Selvogi 5 km BRÆÐURNIR Guðlaugur og Arnþór Pálssynir, sem villtust á ijúpnaskytteríi og fundust eftir fimmtán klukkustunda leit, voru glaðir í bragði þegar þeir komu á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur síð- degis í gær. „Auðvitað er maður glaður að sleppa heill úr svona hrakningum,“ segja þeir. Bræðurnir segjast hafa lagt af stað úr Reykjavík um hálfþijúleyt- ið á miðvikudag. „Við ætluðum að leggja upp úr Grindarbotnum, vera tvo til tvo og hálfan tíma og vera komnir inn í bíl löngu fyrir myrk- ur,“ segir Guðlaugur. „Þegar upp eftir var komið skall á þoka eftir svo sem klukkutíma. Það var mik- ill eltingaleikur við ijúpuna, enda var mikið af henni. Við vissum allt- af hvar við vorum þangað til við gengum bak við eitt barð; þá týnd- um við gersamlega áttum. Við rembdumst við að komast aftur að bílnum, enda vorum við báðir orðn- ir anzi blautir. Við vorum illa bún- ir, í gallabuxum en góðum jökkum, enda ætluðum við ekki að vera lengi.“ Skiptumst á að sofa standandi undir hraunkambi „Við gengum til klukkan tíu um kvöldið, líkast til í eintóma hringi. Við rákumst hins vegar á vörðu og gátum fylgt leiðinni tvær eða þijár vörður í viðbót, en þá var komið svartamyrkur og enn meiri þoka. Þá ákváðum við að stanza. Við vorum um nóttina við dálít- inn hraunkamb, skammt frá vörð- unni, skiptumst á að sofa stand- andi hálftíma í senn og hrópa og kalla til að reyna að vekja athygli á okkur. Við skutum líka upp í loftið á um það bil hálftíma fresti eða þangað til við vorum orðnir skotlitlir. Um morguninn ákváðum við svo að vera um kyrrt ef hjálparsveitirn- ar kynnu að vera búnar að átta sig á staðnum, en leggja af stað um hádegi ef hjálp hefði ekki bor- izt. Klukkan tólf lögðum við svo af stað og fylgdum vörðunum, sem við höfðum fundið kvöldið áður. Við vorum búnir að átta okkur á að þær lágu beint á móti rokinu, sem við töldum vera úr suðri eða suðvestri. Við gengum þess vegna á móti vindi og hellirigningu. Við þorðum ekki að fara í hina áttina, Á TÓLFTA tímanum í fyrra- kvöld var lögreglu í Reykjavík tilkynnt að tveggja rjúpnaskytta væri saknað. Um miðnætti voru fyrstu björgunarsveitir kallaðar út og var farið að grennslast fyrir um ferðir mannanna. Óljóst var hvert mennirnir hefðu haldið til veiða en vitað var að þeir höfðu farið að heiman snemma á miðvikudag og ekki ætlað sér að vera lengi. Vegna þess var ekki unnt að afmarka eiginlegt leitarsvæði og einbeittu björg- unarmenn sér að því að finna bílinn sem skytturnar voru á, hvítan Ford Econoline-sendibíl. Leit að bílnum var haldið áfram í gærmorgun og náði hún þá yfir þijú leitarsvæði; höfuð- borgarsvæðið, Suðurnes og svæðið fyrir austan fjall. Flestar eða allar björgunarsveitir á svæðunum þremur tóku þátt í ieitinni og óku alla þá vegi og slóða þar sem talið var hugsan- legt að menn á leið til ijúþna gætu farið um á svæðinu milli Hvalfjarðar og Reykjaness. Jafn- framt leitaði þyrla Landhelgis- gæslunnar úr Iofti. Um klukkan 13 í gær fannst bíll mannanna svo á veginum í Grindarskörðum, sem eru við vegna þess að þá hefðum við getað lent upp í Bláfjöllum og villzt þar. Við þekkjum okkur betur á þessum slóðum. Eftir þriggja tíma göngu, þegar við komum niður Hlíðarskarðið, sáum við Strandarkirkju. Þegar við nýja veginn frá Krýsuvíkurvegi í Bláfjöll. Þar hafði honum verið ekið inn á jeppaslóða við Selvogs- götu, gamla varðaða leið. Náðu miði frá sendum í GSM-sima Að sögn Þórs Sigurðssonar í svæðisstjórn björgunarsveita í Reykjavík gerðist það um svipað leyti að boð komu frá leitar- mönnum um að bíllinn væri fund- inn og starfsmönnum fjarskipta- deildar Pósts og síma tókst að miða með talsverðri nákvæmni út staðsetningu bílsins með því að ná miði frá tveimur sendum í GSM-síma mannanna, sem var í bílnum. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þetta tekst við leit hér á landi. Að svo komnu var leitarliði stefnt að Bláfjallasvæðinu og yfir í Selvog. Skömmu siðar, um klukkan 15.10, sá bóndinn á bænum Vogsósum II til mann- anna tveggja á leið niður brekku ofan við bæinn ofan í Selvoginn og fór hann á móti þeim og skaut yfir þá skjólshúsi. Þeir voru að sögn vel á sig komnir og höfðu verið á gangi eftir að hafa villst í þoku en höfðu haldið kyrru fyrir um nóttina. komum niður skarðið sá bóndinn á Vogsósum tii okkar og snaraði okkur beint í kaffi og lét okkur hafa ný föt. Við fengum frábærar viðtökur hjá honum.“ Fjarskiptatæki og ferðaáætlun nauðsynleg Bræðurnir voru matarlausir á göngunni, enda höfðu þeir skilið nesti sitt eftir í bílnum. Heimilis- hundurinn, sem fylgdi þeim, var örmagna eftir svaðilförina og lá kylliflatur í bíl við slysadeild Borg- arspítalans á meðan Morgunblaðið ræddi við bræðurna. Aðspurðir segjast þeir ekki hafa haft nein fjarskiptatæki meðferðis. „Við töldum það óþarfa, þar sem við ætluðum að vera í svona stuttan tíma. Þetta sannar hins vegar að þess þarf. Við gerðum grein fyrir því á tveimur stöðum, hjá vinum og kunningjum, hvert við ætluðum, en fyrir einhvern misskilning hefur það ekki komizt til skila til björgun- arsveitanna. Við sjáum núna að vissulega hefðum við átt að skilja eftir ferðaáætlun,“ segir Guðlaugur. Aðspurðir hvort þeir eigi ráð til rjúpnaskyttanna, sem nú flykkjast upp um fjöll og firnindi í leit að jólamat, segja bræðurnir: „Að passa sig á þokunni, vera í ullarbuxunum og láta vita af sér.“ Ekki hræddur með stóra bróður Voru þeir ekkert hræddir? „Auð- vitað verður maður dálítið hrædd- ur,“ segir Guðlaugur. „Ég varð ekki hræddur fyrst stóri bróðir var með,“ segir Arnþór. Bræðurnir segja að þetta sé í fyrsta sinn sem þeir fari saman til ijúpna. „Litli bróðir ætl- aði að sýna mér nýtt svæði,“ segir Guðlaugur. Þeir bræður vildu koma á fram- færi þakklæti til allra, sem tóku þátt í leitinni að þeim. Þeir segjast ekki hafa orðið varir við björgunar- menn eða þyrlu Landhelgisgæzl- unnar. „Við heyrðum hins vegar fjórum sinnum í flugvél og þá skut- um við á fullu upp í loftið,“ segir Arnþór. Póstur og sími miðaði bílinn út FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 27 GREIÐSLUVANDI HEIMILANNA Endurskoðun lána- markaðarins aðkallandi LÁNVEITINGAR með ábyrgð þriðja aðila eru dæmi um ógætilega lánastarfsemi, sem eiga dijúgan þátt í að fjöldi einstaklinga leiðist út í lántökur umfram greiðslugetu og ber þannig ábyrgð á hluta þess mikla vanda, sem skuldasöfnun heimilanna er. Þessi áfellisdómur yfir ríkjandi fyrirkomu- lagi ábyrgðartrygginga á lánveiting- um íslenzkra lánastofnana er meðal niðurstaðna fyrstu áfangaskýrslu Ráðgjafarstofu um fjármál heimil- anna, sem Páll Pétursson félagsmála- ráðherra kynnti ásamt öðrum að- standendum og forsvarsmönnum Ráð- gjafarstofu í gær. Þar lýsti ráðherra því meðal annars yfir, að þörf væri á nýrri stefnumörkun í málefnum lána- markaðarins. Meðal niðurstaðna áfangaskýrsl- unnar er að lánveitingar með ábyrgð þriðja aðila séu varasamar fyrir aila aðila, lánveitanda, lántaka og ábyrgðaraðila. Framkvæmdastjóm Ráðgjafarstofu leggur til, að unnið verði að því að hætta alfarið lánveit- ingum með ábyrgð þriðja aðila og hvetur til að sett verði löggjöf um faglega ábyrgð íjármálastofnana á lánveitingum til einstaklinga og upp- lýsingaskyldu lánastofnana til þeirra sem ábyrgjast lán. Hér á landi hefur uppáskrift þriðja aðila verið algeng- asta form ábyrgðartryggingar við lán- veitingar; um 72% allra veittra lána hér á landi eru ábyrgðartryggð á þennan hátt, á meðan þetta hlutfall er aðeins um 10% í Svíþjóð t.d. Bráðamóttaka fólks í greiðsluerfiðleikum Ráðgjafarstofan var sett á laggirn- ar fyrir réttum átta mánuðum sem eins konar „bráðamóttaka fólks í al- varlegum greiðsiuerfiðleikum“, eins og félagsmálaráðherra tók til orða. Hún var hugsuð sem tilraunaverkefni til tveggja ára með þátttöku 16 aðila undir forystu félagsmálaráðuneytis- ins, en hún gegnir því hlutverki fyrst og fremst að hjálpa fólki sem komið er í þrot með fjármál sín með því að veita því ráðgjöf - endurgjaldslaust - um hvemig það getur öðlazt yfirsýn yfir fjármál sín, gert greiðsluáætianir, valið úrræði og samið við lánar- drottna. Á vegum Ráðgjafarstofu er einnig unnið að fræðslu um málefni sem snerta flármál heimilanna. Áfangaskýrslan, sem kynnt var í gær, er sú fyrsta sem framkvæmda- stjóm Ráðgjafarstofu stendur skil á um starfsemina, en ætlazt er til að slíkar skýrslur séu gerðar fyrir hvert hálfs árs tímabil, með það að mark- miði að miðla upplýsingum til stjórn- valda, lánastofnana og almennings í þeim tilgangi að unnt verði að sækja þekkingu og reynslu í starf Ráðgjafar- stofu til að móta úrræði og aðgerðir til lausnar á skuldavanda heimilanna í framtíðinni. Að mati félagsmálaráðherra hefur starfsemi Ráðgjafarstofu tekizt vel; reynslan hafí sýnt, að sönn þörf hefði verið á þjónustu Ráðgjafarstofu. Tek- izt hafi að liðsinna fjölmörgum. Auðveldari aðgangur að lánsfé viðsjárverður Að sögn Elínar Sigrúnar Jónsdótt- ur, forstöðumanns Ráðgjafarstofu, hefur það komið skýrt í ----------- Ijós með reynslu undanfar- inna mánaða, að hið stór- aukna framboð á og auð- veldaða aðgengi að lánsfé sé ein helzta ástæða þess að sífellt fleiri lendi í greiðsluerfiðleikum. Heim- ilin standi frammi fyrir gegndarlausum tilboðum um að eign- ast skuldir. Þannig sé lánamarkaður- inn orðinn, með þeirri miklu flölgun lánastofnana (trygginga- og verð- bréfafélög meðtalin) og lánamögu- leika (s.s. hjá bílaumboðum og í Áfangaskýrsla Ráðgjafarstofu um fjár- hagsvanda heimilanna kom út í gær. Hún hefur að geyma athyglisverða innsýn í stöðu skuldugra heimila í landinu, sem draga má ýmsar ályktanir af. Auðunn Arnórsson las skýrsluna. Skuldir og vanskil umsækjenda, skipt eftir búsetu Reykjavík Nágrannab. R.víkur Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland 10 mllljónir króna Skipting skulda umsækjenda á helstu lánadrottna Bankar og sparisj. Háusnæðisstofnun Lífeyrissjóðir Lánasj. ísl. námsm. Innh.st. sveitarfél. Opinber gjöld Greiðslukort p28,8 200 400 600 800 milljónir króna Landsbanki Búnaðarbanki íslandsbanki Sparisjððir Morgunblaðið/Golli ÞÓRUNN K. Þorsteinsdóttir, ein sex starfsmanna Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, að ráðgjafarstörfum í húsnæði Ráðgjafar- stofunnar í Lækjargötu 4. Heildar- skuldir 317 umsækjenda 2,1 millj- aröur kr. greiðslukortaviðskiptum), sem orðið hafí á undanförnum árum. Þó ástandið væri alvarlegt og eins og tölumar sýndu væri langt í frá að vandi skuldugra heimila væri leystur, segir Elín Sigrún reynsluna hafa sýnt að þeir aðilar sem sótt hefðu um að- stoð Rágjafarstofu hafi verið duglegir að taka sig á og vinna að lausn sinna -------- mála, sem í mörgum tilvik- um vom komin í algjörar ógöngur. Mörg dæmi séu um að fólk, sem jafnvel hafi tekjur vel yfir með- allagi, standi frammi fyrir umsömdum afborgunum ii — lána sem nemi meiru en 100% ráðstöfunartekna. Helztu orsakir greiðsluerfiðleika umsækjenda em margs konar, og að sögn Elínar Sigrúnar oft sambland fleiri þátta. Lántaka umfram greiðslu- getu, tekjulækkun, veikindi, atvinnu- leysi, óráðsía og ábyrgðaskuldbind- ingar eru helztu þættir, sem til em tíndir. Meðalvanskil umsækjenda ein og hálf milljón Á þessum fyrstu mánuðum starf- rækslu Ráðgjafarstofunnar hafa hátt í 500 umsækjendur, bæði einstakling- ar og pör, leitað til hennar um að- stoð, og hefur nú þegar ___________ vinnslu 400 mála verið lok- ið. Heildarskuldir 317 um- sækjenda nema rúmum 2,1 milljarði króna, sem gefur stærð vandans skýrt til kynna. Meðalfjölskyldu- stærð umsækjenda er 3,1, þannig að greinilegt er að vandinn er ekki mestur hjá bammörg- um fjöskyldum. Meðalráðstöfunar- tekjur umsækjenda á mánuði em rúm- ar 146 þúsund kr. Umsækjendur í hópi hinna tekjulægstu em í miklum minnihluta; flestir þeirra hafa tekjur í góðu meðallagi. Meðalvanskil um- sækjenda em rúmlega 1,5 milljónir kr., en mörg dæmi em um að fjöl- skyldur séu með milli tvær og þijár milljónir í vanskilaskuldum. Langflestir umsækjenda búa á höf- uðborgarsvæðinu, eða 76% og því aðeins 24% á landsbyggðinni. Þetia' ber að hafa í huga við lestur meðfylgj- andi yfirlitsmyndar um skuldir og vanskil umsækjenda, skipt eftir bú- setu. Hvað varðar aldursskiptingu um- sækjenda vekur athygli, að nærri tveir þriðju þeirra eru fæddir á tímabilinu 1950 til 1969, en mest eru vanskilin hjá þeim umsækjendum sem fæddir em á ámnum 1940-1949, eða um 1,8 milljónir kr. Einnig vekur athygii, að eigendur félagslegra íbúða em hátt í fjórðungur umsækjenda, 23%, en það er óvenju hátt hlutfall með tillití til þess að heildarhlutfall félagslegra eignaríbúða er innan við 10%. Langflestir umsækjenda em pör í sambúð eða hjón, en rúmur fjórðung1 ur em einstaklingar. Alláberandi munur er á þessum tveimur hópum ef litið er til þess hvaða starfsstéttum umsækjendur teljast til. Í einstakl- ingahópnum em yfir 40% atvinnulaus- ir, öryrkjar og ellilífeyrisþegar, en í parahópnum er hlutfall þessara hópa helmingi minna. Að öðm leyti dreifast umsælqendur á flestar stéttir; verka- menn, iðnaðarmenn, sjómenn, skrif- stofumenn, opinberir starfsmenn, há- skólamenntaðir og húsmæður, svo dæmi séu nefnd. Brautryðjendastarf með nýju greiðslumati Elín Sigrún segir brautiyðjenda- starf hafa verið unnið með því greiðslumati sem þróað hafi verið á Ráðgjafarstofunni þar sem útgjöld fjölskyldunnar til hreinnar framfærslu eru lögð til gmndvallar. Á það er lögð áherzla, að það sé lykilatriði, að fram- færslukostnaður íjölskyldunnar sé þekktur. Tekjumar segja ekki alla söguna, ef ekki er vitað hve margir þurfa að lifa af þeim. Þetta atriði er að mati Elínar veiki punkturinn i greiðslumati Húsnæðisstofnunar, sem miðist við „flatan prósentureikning“. Skuldbreytingar sem „lengja í hengingarólinni“ Félagsmálaráðherra vakti athygli á, að áberandi væri hve seint fólk, sem svo alvarlega væri komið fyrir, gripi til aðgerða til lausnar vanda sín- um. Miklum þjáningum væri hægt að afstýra, ef fyrr yrði gripið í taumana hjá fólki sem lendir í slíkum aðstæð- um. Ráðherra tók ennfremur undir gagniýni Ríkisendurskoðunar á vinnubrögð Húsnæðisstofnunar í tengslum við húsbréfalán, sem komið hefði fram í stjómsýsluendurskoðun þeirri sem framkvæmd var á árinu hjá stofnuninni, en niðurstöður hennar voru kynntar fyrr í mánuðinum. Hús- næðisstofnun er langstærsti lánar- drottinn umsækjenda um aðstoð Ráð- gjafarstofu. Greiðsluerfiðleikalán, sem nokkrar vonir hefðu verið bundnar við til að létta á vanda skuldugra heimila, hafa að mati ráðherrans ekki staðið undir þeim væntingum sem sumir bundu við þau. Dæmi væm um, að þessi ---------- skuldbreytingarlán hefðu beinlínis leitt til frekari ógæfu og aðeins „lengt í hengingarólinni" hjá þeim verst settu. Allt kalli þetta á breytta lánastefnu. Að matí ráð- ■ iii herrans er aðgengi að lánsfé orðið of auðvelt. Ríkjandi ábyrgðarmannakerfí í lánveitingum væri afar misheppnað; því verði að breyta. Stjómvöld og lánastofnanir verði að taka sig saman um að marka affarasælli stefnu í málefnum lána- markaðarins. MeðalráA- stöfunar- tekjur 146.000 kr. á mánuöi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.