Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 0mÉwMé&ífo STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LEIÐTOGASKIPTI ÍNOREGI STJÓRNARSKIPTI verða í Noregi í dag, en þa lætur Gro Harlem Brundtland af embætti forsætisráðherra, en við tekur Thorbjörn Jagland, sem verið hefur formaður Verka- mannaflokksins frá 1992. Þessi tíðindi boða mikil umskipti í norskum stjórnmálum, því Gro hefur verið sterkasti forystu- maður norskra jafnaðarmanna allt frá dögum Einars Ger- hardsens. Hún er fyrsta konan, sem gegnt hefur starfi forsæt- isráðherra í landi sínu, og hefur notið mikilla vinsælda landa sinna og mikils álits á alþjóðavettvangi. Gro Harlem Brundtland varð umhverfisráðherra í ríkis- stjórn Trygve Brattelis árið 1974, var kjörin á þing árið 1977, en árið 1981 tók hún við starfi forsætisráðherra af Odvar Nordli og einnig sem formaður Verkamannaflokksins. Átta mánuðum síðar vék stjórn hennar fyrir hægristjórn Kaare Willoch eftir tap í þingkosningum. Árið 1986 myndaði hún minnihlutastjórn, sem sat til 1989, þegar hægristjórn Jan P. Syse tók við. Sú stjórn sat til 1990, þegar Gro myndaði á ný minnihlutastjórn Verkamannaflokksins. Frá þeim tíma hefur Gro Harlem Brundtland gegnt starfi forsætisráðherra, en árið 1992 lét hún af störfum formanns flokksins í kjölfar harmleiks í fjölskyldu hennar. Þótt Jagland hafi þá tekið við flokksformennskunni hefur Gro samt verið óumdeildur leið- togi jafnaðarmanna. Norðmenn gengu árið 1994 til kosninga í annað sinn um aðild að Evrópusambandinu og höfnuðu henni. Gro beitti sér af hörku fyrir aðildinni og voru úrslitin mikið áfall fyrir hana. Frá þeim tíma hefur verið búizt við því, að hún drægi sig í hlé, þótt ákvörðun hennar nú kæmi á óvart. Hún segir nauð- synlegt, að nýr flokksleiðtogi hafi tíma til að festa sig í sessi fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Gro Harlem Brundtland hefur á undanförnum árum verið sterkasti pólitíski talsmaður Norðurlandaþjóðanna á alþjóða- vettvangi og verið í hópi þeirra stjórnmálaleiðtoga á Vestur- löndum, sem mestrar virðingar hafa notið. MÁ ALDREIGLEYMAST UNGVERJAR minntust þess í fyrradag að fjörutíu ár eru liðin frá innrás Sovétríkjanna - og uppreisn ungversku þjóðarinnar gegn sovézkum yfirráðum. Augu alls mannkyns beindust að Ungverjum þessa októberdaga fyrir fjörutíu árum, enda óvíst að aðrir atburðir þess tíma hafi haft meiri áhrif og eftirmál. Hrun Sovétríkjanna og þeirrar alræðis- og yfirgangsstefnu, sem þau voru reist á, var að vísu vafið úr fleiri þáttum en þeim ungverska. Atburðirnir í Ungverjalandi voru samt sem áður veigamikill hluti upphafsins að hruni kommúnismans í Austur-Evrópu. Þeir höfðu og afgerandi áhrif á skoðanamynd- un fólks hvarvetna í veröldinni. Síðari tíma kynslóðir horfa ekki til blóðbaðsins í Ungverja- landi með sömu augum og þær, sem lifðu þessa tíma. Mikil- vægt er engu að síður að þessir atburðir gleymist ekki. Við getum ekki varast vítin nema að þekkja þau. Aðgangur fræði- manna að fyrrum leyndarskjölum í Kreml, sem m.a. var sagt frá í Morgunblaðinu sl. sunnudag, auðveldar okkur og að draga rétta lærdóma af biturri reynslu Austur-Evrópuþjóða á sovéttímanum. HÁMARKSHRAÐI SEX stjórnarþingmenn hafa lagt fram á Alþingi tillögu um að hámarkshraði á bundnu slitlagi utan þéttbýlis verði 110 kílómetrar á klukkustund í stað 90 km. Flutningsmenn segja í greinargerð, að 90 kílómetra há- markshraði sé „barn síns tíma" og vegakerfið hafi stórum batnað frá því er þessi hraðatakmörk voru sett. Á það má benda, að núgildandi hámarkshraði er 2 km meiri en hámarkshraði í sumum ríkjum Bandaríkjanna, þar sem vegfarendur mæta aldrei bifreið á sömu braut. 110 km hámarkshraði er hins vegar 6 km meiri en þar sem hámarks- hraði er mestur í Bandaríkjunum. Á íslandi er allt þjóðvegakerfið einfalt og nánd við bifreið, sem kemur á móti mikil. Þótt hámarkshraði í Bandaríkjunum miðað við fyrsta flokks vegakerfí sé ekki hár, þá sýnir reynsl- an, að hraðinn í reynd er 10 til 20 km meiri, enda segir löggæzlan ekki ýkja mikið við þeim hraða. Sama er að segja um íslenzkan veruleika. Hækkun hámarkshraða í 110 km á klukkustund, þýddi hraða í raun á bilinu 120 til 130. Spurn- ing er, hvort veikburða íslenzkt vegakerfi þoli slíkan hraða, þrátt fyrir framfarir í vegagerð á undanförnum árum. Og varla yrði hann til þess að draga úr slysum, en á því þurfum við fyrst og fremst að halda. Tvær rjúpnaskyttur fundust síðdegis í gær eftir víðtæka leit björgunan landi. Mennirnir ætluðu að fara stutta veiðiferð, en villtust í þoku, illa bú búnaðar. Þeir segja að þeir hefðu betur haft fjarskiptatæki meðferðis og sl Morgunblaðið/Golli ARNÞÓR og Guðlaugur Pálssynir við Vogsós í gær, skömmu eft- ir að tilkynnt var að þeir væru komnir fram heilir á húfi. TYNDUM ÁTTUMÍ ÞOKUNNI V>* fí ' Sh ^"^^mk &&-, ^fS&ag&Ll ^^ÍlÍllÉ — < - ;\L,,*^3J^T|X. / j^t^x S^fg^^faferA.^fe f/i^ p, \ l^Stó^^Wff <Z~> "YV-^ ¦* /í ^r'sF-í ^sví ^^áfV "^xí&rjL/ \ ^5 ^^3^5-!' Hafnarfjörður^sf3|. . Jk^./ \ 2j^/yC > \ Tvær rjúpr veiða á mi bíl sínum \ \ '" undir Grin JHeígafí <P) /V~. / í "'¦'' r> ^^W f f ,./->' ™5 i '" é^f' ¦"//¦___--"- v> ¦ 'ifV^lelfak t ¦Mt^-^T&'jf vatn A '""" -., '•! ' J: ' ,'^i/l r" i ,-—. 'S /¦¦ >J /»>GS /J ,i ,- - V ¦'¦/ fff'1 v /—¦>¦''' i ( \r'~ <wl 7ý\ .jt /í -:¦ ¦¦ -, hr^t/'/.i' Of'k ' : %//Ymm^-K :/j^'J%. ÍÍGeitahlíö ,. ,,.-~::/-:://^—' y / ~^\/•/./ i ,->«-*^**^Herdísa ^~/>f\ .//f/^^^^í^ J '/¦':; J ,' C 'f^~ ~\. \ ,,~~'~"~~-~~r---------y Um miðjan c 5 km komu skyttu BRÆÐURNIR Guðlaugur og Arnþór Pálssynir, sem villtust á rjúpnaskytteríi og fundust eftir fimmtán klukkustunda leit, voru glaðir í bragði þegar þeir komu á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur síð- degis í gær. „Auðvitað er maður glaður að sleppa heill úr svona hrakningum," segja þeir. Bræðurnir segjast hafa lagt af stað úr Reykjavík um hálfþrjúleyt- ið á miðvikudag. „Við ætluðum að leggja upp úr Grindarbotnum, vera tvo til tvo og hálfan tíma og vera komnir inn í bíl löngu fyrir myrk- ur," segir Guðlaugur. „Þegar upp eftir var komið skall á þoka eftir svo sem klukkutíma. Það var mik- ill eltingaleikur við rjúpuna, enda var mikið af henni. Við vissum allt- af hvar við vorum þangað til við gengum bak við eitt barð; þá týnd- um við gersamlega áttum. Við rembdumst við að komast aftur að bílnum, enda vorum við báðir orðn- ir anzi blautir. Við vorum illa bún- ir, í gallabuxum en góðum jökkum, enda ætluðum við ekki að vera lengi." Skiptumst á að sofa standandi undir hraunkambi „Við gengum til klukkan tíu um kvöldið, líkast til í eintóma hringi. Við rákumst hins vegar á vörðu og gátum fylgt leiðinni tvær eða þijár vörður í viðbót, en þá var komið svartamyrkur og enn meiri þoka. Þá ákváðum við að stanza. Við vorum um nóttina við dálít- inn hraunkamb, skammt frá vörð- unni, skiptumst á að sofa stand- andi hálftíma í senn og hrópa og kalla til að reyna að vekja athygli á okkur. Við skutum líka upp í loftið á um það bil hálftíma fresti eða þangað til við vorum orðnir skotlitlir. Um morguninn ákváðum við svo að vera um kyrrt ef hjálparsveitirn- ar kynnu að vera búnar að átta sig á staðnum, en leggja af stað um hádegi ef hjálp hefði ekki bor- izt. Klukkan tólf lögðum við svo af stað og fylgdum vörðunum, sem við höfðum fundið kvöldið áður. Við vorum búnir að átta okkur á að þær lágu beint á móti rokinu, sem við töldum vera úr suðri eða suðvestri. Við gengum þess vegna á móti vindi og hellirigningu. Við þorðum ekki að fara í hina áttina, vegna þess að þá hefðum við getað lent upp í Bláfjöllum og villzt þar. Við þekkjum okkur betur á þessum slóðum. Eftir þriggja tíma göngu, þegar við komum niður' Hlíðarskarðið, sáum við Strandarkirkju. Þegar við Póstur og sími miðaði bílinn út A TOLFTA tímanum í fyrra- kvöld var lögreglu í Reykjavík tilkynnt að tveggja rjúpnaskytta væri saknað. Um miðnætti voru fyrstu björgunarsveitir kallaðar út og var farið að grennslast fyrir um ferðir mannanna. Órjóst var hvert mennirnir hefðu haldið til veiða en vitað var að þeir höfðu farið að heiman snemma á miðvikudag og ekki ætlað sér að vera lengi. Vegna þess var ekki unnt að afmarka eiginlegt leitarsvæði og einbeittu björg- unarmenn sér að því að finna bílinn sem skytturnar voru á, hvítan Ford Econoline-sendibíl. Leit að bílnum var haldið áfram í gærmorgun og náði hún þá yfir þrjú leitarsvæði; höfuð- borgarsvæðið, Suðurnes og svæðið fyrir austan fjall. Flestar eða allar björgunarsveitir á svæðunum þremur tóku þátt í leitinni og óku alla þá vegi og slóða þar sem talið var hugsan- legt að menn á leið til rjúþna gætu farið um á svæðinu milli Hvalfjarðar og Reykjaness. Jafn- framt leitaði þyrla Landhelgis- gæslunnar úr lofti. Um klukkan 13 í gær fannst I>í11 mannanna svo á veginum í Grindarskörðum, sem eru við nýja veginn frá Krýsuvíkurvegi í Bláfjöll. Þar hafði honum verið ekið inn á jeppaslóða við Selvogs- götu, gamla varðaða leið. Náðu miði frá sendum í GSM-síma Að sögn Þórs Sigurðssonar í svæðisstjórn björgunarsveita í Reykjavík gerðist það um svipað leyti að boð komu frá leitar- mönnum um að bíllinn væri fund- inn og starfsmönnum fjarskipta- deildar Pósts og síma tókst að miða með talsverðri nákvæmni út staðsetningu bUsins með því að ná miði frá tveimur sendum í GSM-súna mannanna, sem var í bílnum. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þetta tekst við leit hér á landi. Að svo komnu var leitarliði stefnt að Biáfjallasvæðinu og yfir í Selvog. Skömmu síðar, um klukkan 15.10, sá bóndinn á bænum Vogsósum II til mann- anna tveggja á leið niður brekku ofan við bæinn ofan í Selvoginn og fór hann á móti þeim og skaut yfir þá skjólshúsi. Þeir voru að sögn vel á sig komnir og hðfðu verið á gangi eftir að hafa villst í þoku en höfðu haldið kyrru fyrir um nóttina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.