Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 27
* MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 27 marsveita á Suðvestur- a búnir og án fjarskipta- og skilið eftir ferðaáætlun. miðjan dag á fimmtudag u skyttumar fram í Selvogi etað þar. sum 3gar rðið, r við rið ogs- •í í pað jnd- jta- ) ni í VI II ar sta hér i iiiii i» kku mi .aut ið u lst komum niður skarðið sá bóndinn á Vogsósum til okkar og snaraði okkur beint í kaffi og lét okkur hafa ný föt. Við fengum frábærar viðtökur hjá honum." Fjarskiptatæki og ferðaáætlun nauðsynleg Bræðurnir voru matarlausir á göngunni, enda höfðu þeir skilið nesti sitt eftir í bílnum. Heimilis- hundurinn, sem fylgdi þeim, var örmagna eftir svaðilförina og lá kylliflatur í bíl við slysadeild Borg- arspítalans á meðan Morgunblaðið ræddi við bræðurna. Aðspurðir segjast þeir ekki hafa haft nein fjarskiptatæki meðferðis. „Við töldum það óþarfa, þar sem við ætluðum að vera í svona stuttan tíma. Þetta sannar hins vegar að þess þarf. Við gerðum grein fyrir því á tveimur stöðum, hjá vinum og kunningjum, hvert við ætluðum, en fyrir einhvern misskilning hefur það ekki komizt til skila til björgun- arsveitanna. Við sjáum núna að vissulega hefðum við átt að skilja eftir ferðaáætlun," segir Guðlaugur. Aðspurðir hvort þeir eigi ráð til rjúpnaskyttanna, sem nú flykkjast upp um fjöll og firnindi í leit að jólamat, segja bræðurnir: „Að passa sig á þokunni, vera í ullarbuxunum og láta vita af sér." Ekki hræddur með stóra bróður Voru þeir ekkert hræddir? „Auð- vitað verður maður dálítið hrædd- ur," segir Guðlaugur. „Ég varð ekki hræddur fyrst stóri bróðir var með," segir Arnþór. Bræðurnir segja að þetta sé í fyrsta sinn sem þeir fari saman til rjúpna. „Litli bróðir ætl- aði að sýna mér nýtt svæði," segir Guðláugur. Þeir bræður vildu koma á fram- færi þakklæti til allra, sem tóku þátt í leitinni að þeim. Þeir segjast ekki hafa orðið varir við björgunar- menn eða þyrlu Landhelgisgæzl- unnar. „Við heyrðum hins vegar fjórum sinnum í flugvél og þá skut- um við á fullu upp í loftið," segir Arnþór. GREIÐSLUVANDI HEIMILAIMNA Endurskoðun lána- markaðarins aðkallandi LÁNVEITINGAR með ábyrgð þriðja aðila eru dæmi um ógætilega lánastarfsemi, sem eiga drjúgan þátt í að fjöldi einstaklinga leiðist út í lántökur umfram greiðslugetu og ber þannig ábyrgð á hluta þess mikla vanda, sem skuldasöfnun heimilanna er. Þessi áfellisdómur yfír ríkjandi fyrirkomu- lagi ábyrgðartrygginga á lánveiting- um íslenzkra lánastofnana er meðal niðurstaðna fyrstu áfangaskýrslu Ráðgjafarstofu um fjármál heimil- anna, sem Páll Pétursson félagsmála- ráðherra kynnti ásamt öðrum að- standendum og forsvarsmönnum Ráð- gjafarstofu í gær. Þar lýsti ráðherra því meðal annars yfir, að þörf væri á nýrri stefnumörkun í málefnum lána- markaðarins. Meðal niðurstaðna áfangaskýrsl- unnar er að lánveitingar með ábyrgð þriðja aðila séu varasamar fyrir alla aðila, lánveitanda, lántaka og ábyrgðaraðila. Framkvæmdastjórn Ráðgjafarstofu leggur til, að unnið verði að því að hætta alfarið lánveit- ingum með ábyrgð þriðja aðila og hvetur til að sett verði löggjöf um faglega ábyrgð fjármálastofnana á lánveitingum til einstaklinga og upp- iýsingaskyldu lánastofnana til þeirra sem ábyrgjast lán. Hér á landi hefur uppáskrift þriðja aðila verið algeng- asta form ábyrgðartryggingar við lán- veitingar; um 72% allra veittra lána hér á landi eru ábyrgðartryggð á þennan hátt, á meðan þetta hlutfall er aðeins um 10% í Svíþjóð t.d. Bráðamóttaka fólks í greiðsluerfiðleikum Ráðgjafarstofan var sett á laggirn- ar fyrir réttum átta mánuðum sem eins konar „bráðamóttaka fólks í al- varlegum greiðsluerfiðleikum", eins og félagsmálaráðherra tók til orða. Hún var hugsuð sem tilraunaverkefhi til tveggja ára með þátttöku 16 aðila undir forystu félagsmálaráðuneytis- ins, en hún gegnir því hlutverki fyrst og fremst að hjálpa fólki sem komið er í þrot með fjármál sín með því að veita því ráðgjöf - endurgjaldslaust - um hvernig það getur öðlazt yfirsýn yfír fjármál sín, gert greiðsluáætlanir, valið úrræði og samið við lánar- drottna. Á vegum Ráðgjafarstofu er einnig unnið að fræðslu um málefni sem snerta fjármál heimilanna. Áfangaskýrslan, sem kynnt var í gær, er sú fyrsta sem framkvæmda- stjórn Ráðgjafarstofu stendur skil á um starfsemina, en ætlazt er til að slíkar skýrslur séu gerðar fyrir hvert hálfs árs tímabil, með það að mark- miði að miðla upplýsingum til stjórn- valda, lánastofnana og almennings í þeim tilgangi að unnt verði að sækja þekkingu og reynslu í starf Ráðgjafar- stofu til að móta úrræði og aðgerðir til lausnar á skuldavanda heimilanna í framtíðinni. Að mati félagsmálaráðherra hefur starfsemi Ráðgjafarstofu tekizt vel; reynslan hafi sýnt, að sönn þörf hefði verið á þjónustu Ráðgjafarstofu. Tek- izt hafí að liðsinna fjölmörgum. Auðveldari aðgangur að lánsfé viðsjárverður Að sögn Elínar Sigrúnar Jónsdótt- ur, forstöðumanns Ráðgjafarstofu, hefur það komið skýrt í - tjós með reynslu undanfar- inna mánaða, að hið stór- aukna framboð á og auð- veldaða aðgengi að lánsfé sé ein helzta ástæða þess að sífellt fleiri lendi í greiðsluerfiðleikum. Heim- ilin standi frammi fyrir gegndarlausum tilboðum um að eign- ast skuldir. Þannig sé lánamarkaður- inn orðinn, með þeirri miklu fíölgun lánastofnana (trygginga- og verð- bréfafélög meðtalin) og lánamögu- leika (s.s. hjá bílaumboðum og í Afangaskýrsla Ráðgjafarstofu um fjár- hagsvanda heimilanna kom út í gær. Hún hefur að geyma athyglisverða innsýn í stöðu skuldugra heimila í landinu, sem draga má ýmsar ályktanir af. Auðunn ^^^^ Arnórsson las skýrsluna. Skuldir og vanskil umsækjenda, skipt eftir búsetu 0 2 4 6 8 10 milljónir Reykjavík Nágrannab. R.víkur Suöumes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland J kv' - I j I =±---------1 -------L _! =—---'| I -,,„,..| | | 1 ---------r 1 ZJ sasii | | MEf i 1 .....1 EZJ Skuldir BVanskil :,..,..: •....:.,-. 1 _J 1 1 Skipting skulda umsækjenda á helstu lánadrottna Bankar og sparisj. Háusnæðisstofnun Lífeyrissjóðir Lánasj. ísl. námsm. Innh.st. sveitarfél. Opinber gjöld Greiðslukort 800 milljónir króna 28,8 Landsbanki ¦¦¦ |234,8 Búnaðarbanki Ei 146,6 íslandsbanki f 162,1 Sparisjóðir BOM 191,2 Morgunblaðið/Golli ÞÓRUNN K. Þorsteinsdóttir, ein sex starfsmanna Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, að ráðgjafarstörfum í húsnæði Ráðgjafar- stofunnar í Lækjargötu 4. Heildar- skuldir317 umsækjenda 2,1 millj- arðurkr. greiðslukortaviðskiptum), sem orðið hafi á undanförnum árum. Þó ástandið væri alvarlegt og eins og tölurnar sýndu væri langt í frá að vandi skuldugra heimila væri leystur, segir Elín Sigrún reynsluna hafa sýnt að þeir aðilar sem sótt hefðu um að- stoð Rágjafarstofu hafi verið duglegir að taka sig á og vinna að lausn sinna - mála, sem í mörgum tilvik- um voru komin í algjörar ógöngur. Mörg dæmi séu um að fólk, sem jafnvel hafi tekjur vel yfir með- allagi, standi frammi fyrir umsömdum afborgunum ';;*•*" """'"' lána sem nemi meiru en 100% ráðstöfunartekna. Helztu orsakir greiðsluerfiðleika umsækjenda eru margs konar, og að sögn Elínar Sigrúnar oft sambland fleiri þátta. Lántaka umfram greiðslu- getu, tekjulækkun, veikindi, atvinnu- Ieysi, óráðsía og ábyrgðaskuldbind- ingar eru helztu þættir, sem til eru tíndir. M eðalvanskil umsækjenda einoghálf milljón Á þessum fyrstu mánuðum starf- rækslu Ráðgjafarstofunnar hafa hátt í 500 umsækjendur, bæði einstakling- ar og pör, leitað til hennar um að- stoð, og hefur nú þegar ________ vinnslu 400 mála verið lok- ið. Heildarskuldir 317 um- sækjenda nema rúmum 2,1 milljarði króna, sem gefur stærð vandans skýrt til kynna. MeðaH*jölskyldu- stærð umsækjenda er 3,1, þannig að greinilegt er að vandinn er ekki mestur hjá barnmörg- um fjöskyldum. Meðalráðstöfunar- tekjur umsækjenda á mánuði eru rúm- ar 146 þúsund kr. Umsækjendur í hópi hinna tekjulægstu eru í miklum minnihluta; flestir þeirra hafa tekjur Meðalráö- stöfunar- tekjur 146.000 kr. á mánuði í góðu meðallagi. Meðalvanskil um- sækjenda eru rúmlega 1,5 milljónir kr., en mörg dæmi eru um að fjöl- skyldur séu með milli tvær og þrjár milljónir í vanskilaskuldum. Langflestir umsækjenda búa á höf- uðborgarsvæðinu, eða 76% og því aðeins 24% á landsbyggðihni. Þet'Æ- ber að hafa í huga við lestur meðfylgj- andi yfirlitsmyndar um skuldir og vanskil umsækjenda, skipt eftir bú- setu. Hvað varðar aldursskiptingu um- sækjenda vekur athygli, að nærri tveir þriðju þeirra eru fæddir á tímabilinu 1950 til 1969, en mest eru vanskilin hjá þeim umsækjendum sem fæddir eru á árunum 1940-1949, eða um 1,8 milljónir kr. Einnig vekur athygli, að eigendur félagslegra íbúða eru hátt í fjórðungur umsækjenda, 23%, en það er óvenju hátt hlutfall með tillití til þess að heildarhlutfall félagslégra eignaríbúða er innan við 10%. Langflestir umsækjenda eru pór í sambúð eða hjón, en rúmur fjórðung- ur eru einstaklingar. Alláberandi munur er á þessum tveimur hópum ef litið er til þess hvaða starfsstéttum umsækjendur teljast til. í einstakl- ingahópnum eru yfir 40% atvinnulaus- ir, öryrkjar og ellilífeyrisþegar, en í parahópnum er hlutfall þessara hópa helmingi minna. Að öðru leyti dreifast umsækjendur á flestar stéttir; verka- menn, iðnaðarmenn, sjómenn, skrif- stofumenn, opinberir starfsmenn, há- skólamenntaðir og húsmæður, svo dæmi séu nefnd. «-""* Brautryðjendastarf með nýju greiðslumati Elín Sigrún segir brautryðjenda- starf hafa verið unnið með því greiðslumati sem þróað hafi verið á Ráðgjafarstofunni þar sem útgjöld fjölskyldunnar til hreinnar framfærslu eru lögð til grundvallar. Á það er lögð áherzla, að það sé lykilatriði, að fram- færslukostnaður fjölskyldunnar sé þekktur. Tekjurnar segja ekki alla söguna, ef ekki er vitað hve margir þurfa að lifa af þeim. Þetta atriði er að mati Elínar veiki punkturinn í greiðslumati Húsnæðisstofnunar, sem miðist við „flatan prósentureikning". Skuldbreytingar sem „lengja í hengingarólinni" Félagsmálaráðherra vakti athygli á, að áberandi væri hve seint fólk, sem svo alvarlega væri komið fyrir, gripi til aðgerða til lausnar vanda sín- um. Miklum þjáningum væri hægt að afstýra, ef fyrr yrði gripið í taumana hjá fólki sem lendir í slíkum aðstæð- um. Ráðherra tók ennfremur undir gagnrýni Ríkisendurskoðunar á vinnubrögð Húsnæðisstofnunar í tengslum við húsbréfalán, sem komið hefði fram í stjórnsýsluendurskoðun þeirri sem framkvæmd var á árinu hjá stofnuninni, en niðurstöður hennar voru kynntar fyrr í mánuðmum. ||ús- næðisstofnun er langstærsti láhar- drottinn umsækjenda um aðstoð Ráð- gjafarstofu. Greiðslúerfiðleikalán, sem nokkrar vonir hefðu verið bundnar við til að létta á vanda skuldugra heimila, hafa að mati ráðherrans ekki staðið undir þeim væntingum sem sumir bundu við þau. Dæmi væru um, að þessi ------------ skuldbreytingarlán hefðu beinlínis leitt tíl frekari ógæfu og aðeins „lengt í hengingarólinni'' hjá þeim verst settu. Allt kalli þetta á breytta lánastefnu. Að mati ráð- ——— herrans er aðgengi að lánsfé orðið of auðvelt. Ríkjandi ábyrgðarmannakerfi í lánveitingum væri afar misheppnað; því verði að breyta. Syómvöld og lánastofnanir verði að taka sig saman um að marka affarasælli stefnu í málefnum lána- markaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.