Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
+4
AÐSENDAR GREINAR
Bandalag kvenna
og grunnskólabörn
Þegar foreldrar taka
höndum saman, segir
Á LIÐNU ári hefur
mikið verið rætt og ritað
um aukna vímuefna-
neyslu unglinga og jafn-
vel barna og hafa marg-
ir aðilar hafið fræðslu-
og hjálparstarf við þá
sem illa eru settir. Ungl-
ingarnir sjálfir hafa
einnig sín á milli reynt
að hafa áhrif á hugarfar
unga fólksins gagnvart
vunuefnaneyslu og bent
á mikiivægi þess að geta
sagt nei þegar svo ber
undir. Síðustu tölur gefa
til kynna óhugnanleika
í stöðu þessara mála en
fullyrðingar standast
um og foreldrafélögum
í öllum grunnskólum
borgarinnar fundarefni
og fyrirlesara fyrir for-
eldra 11 ára barna um
forvarnir gegn vímuefn-
um en sjóðurinn stendur
straum af kostnaði við
fyrirlesara. Fyrirlesarar
eru Jón K. Guðbergsson
hjá Áfengisvarnaráði og
Sigrún Magnúsdóttir,
félagsráðgjafi og fyrr-
um forstöðumaður
Tinda.
Hvað er forvörn?
Þórey Guðmundsdótt-
ir, er auðveldara að
Þórey
Guðmundsdóttir
ekki alltaf og ekki eru allir sammála
um fjölda neytenda. Einnig er mis-
jafnt hvaða mælikvarði er lagður á
neytanda og einnig hvaða vímuefni
verið er að tala um. Eitt eru þó allir
sammála um og það er að reyna þarf
með öllu móti að stemma stigu við
þessari þróun og taka höndum saman
um vörn í þessum málum. Nauðsyn-
legt er að vinna á sem breiðustum
grundvelli því að eitt hentar þessum
$í8r sem annað hentar hinum. Eitt
sterkasta vopn gegn neyslunni er for-
vörn.
Bandalag kvenna í Reykjavík
ákvað á 80. þingi Bandalagsins í maí
sl. að leggja sitt af mörkum ef það
mætti verða einhverjum til góðs.
Hugmyndin varð til eftir fyrirlestur
um vímuefnavarnir en þar kom fram
að nokkur hópur foreldra þar sem
unglingarnir eða börnin voru ekki
orðin ofurseld eða jafnvel ekki byrjuð
á neyslu, svokallaður „grái hópur",
vg^u afskipt. Þeim væri ekki sinnt
né hjálpað í forvarnastarfi gegn þess-
ari vá en heimilin eru sá vettvangur
þar sem fjölskyldan hefur athvarf sitt
og foreldrarnir þekkja jú börnin sín
best. Það var því ákveðið að sá hópur
myndi verða okkar markhópur.
Vörn gegn vímu
Aðildarfélögin seldu merki á kosn-
ingadaginn í júní undir formerkinu
„Vörn gegn vímu" og safnaðist nokk-
ur sjóður. Einnig naut þetta framtak
velvildar fyrirtækja sem lögðu okkur
lið. Aðildarfélögin hafa nú í október
haft umsjón með að bjóða skólastjór-
I þessari forvörn er
lögð áhersla á að aldrei
er byrjað nógu snemma að vera með
fræðslu um afleiðingarnar af neysl-
unni og sagt er frá einkennum á
breyttri hegðun. Lögð er áhersla á
sjálfsuppbyggingu og að efla sjálfs-
traust barnanna, Iögð áhersla á að
þau beri virðingu fyrir sjálfum sér
og sínum. Aldrei er ofsagt um mikil-
vægi þess að mynda samband við
börnin og að ræða saman, mynda
trúnaðartraust, og að gott sé að þau
elski sig sjálf og fái jafnframt að vita
að öðrum þykir líka vænt um þau.
Unglingsárin eru á næstu grösum og
draga mætti úr þeim sviptingum sem
þau hafa í för með sér á svo mörgum
sviðum með því að hægt sé að tala
saman. Þannig væri hægt að undirbúa
jarðveginn meðan bömin eru enn
móttækileg.
Umræður eru að loknum fyrirlestr-
um þar sem foreldrar skiptast á skoð-
unum og ýmislegt kemur í ljós sem
er gagnlegt fyrir aðra foreldra að
vita, t.d. um mismunandi áherslur í
uppeldi og ýmsar skyldur, reglur um
boð og bönn, rætt er um samvinnu
foreldra á ýmsum sviðum, eins og
útivistarreglur, afmælisboð o.fl., og
að mikla áherslu þarf að leggja á
kærleika og tillitssemi. Allt sem ger-
ist byrjar einhvers staðar. Umræðan
snýst einnig um að ef við ætlum að
fyrirbyggja að unglingar neyti vímu-
efna verðum við fyrst að taka afstöðu
gegn unglingadrykkju. Þegar foreldr-
ar 11 ára barna koma saman í hverj-
um skóla fyrir sig, taka höndum sam-
an og kynnast foreldrum bekkjarfé-
laga barna sinna, er auðveldara að
samræma grund-
vallarreglur._____
samræma grundvallarreglur. Þá geta
foreldrar fylgst betur með, t.d. ein-
elti, og ef einhver í hópnum er farinn
að haga sér á óheilbrigðan hátt.
Tengslin í fjöiskyldunni
Því miður veit enginn hvar ógæfan
ber niður og mörgum foreldrum finnst
nokkuð snemmt að hugsa sér ógæf-
una berja að dyrum hjá 11 ára börn-
um. „Þetta kemur ekki fyrir hjá mér,"
er hugsun margra foreldra eða þeir
jafnvel loka augunum fyrir hættunni
sem steðjar að. Það er engin lausn.
Fræðsla og umræður geta einmitt
verið aðstoðin sem foreldrar þurfa til
að byggja upp tengsl innan fjölskyld-
unnar og þannig hefja forvarnastarf-
ið.
Markmið Bandalags kvenna í Reykja-
vík með þessari fundaröð fyrir foeldra
11 ára barna í grunnskólum borgar-
innar er að veita þá aðstoð eftir mætti.
Fundir
Nú þegar hafa verið' haldnir 11
fundir og eru nokkrir fundir eftir.
Þeir verða á eftirtöldum stöðum:
24. október í Grafarvogskirkju kl. 20.
25. október í Laugarnesskóla kl. 20.
28. október í Skipholti 50 kl. 20.
29. október í Safnaðarheimili Fríkirkj-
unnar v. Laufásveg kl. 20.
30. október í Bústaðakirkju kl. 20.30.
31. október í Breiðholtskirkju kl. 20.
5. nóvember í Selásskóla kl. 20.
6. nóv. á Hallveigarstöðum kl. 20.
í desember verður síðan síðasti
fundurinn í þessari fundaröð haldinn
á Hallveigarstöðum og verður hann
auglýstur síðar.
I ráði er að framhaldsfundir verði
um þessi málefni á næsta ári.
Höfundur er formaður Bandalags
kvenna íReykjavík.
MINNINGAR
Mikilvægi fræðslu^
starfsemi innan ÍSÍ
Góður árangur í íþrótt-
um, segir Lovísa Ein-
ÞJÓÐIN gladdist í
iumar yfír afrekum
Juðrúnar Arnardótt-
it og Jóns Arnars
Magnússonar á
Ólympíuleikunum í
Atlanta. Þar sýndu
þau að íslendingar
geta látið að sér kveða
þegar keppt er um hin
æðstu verðlaun í
$!&>ttum. Það hefur
Vala Flosadóttir
stangarstökkvari líka
sýnt með afrekum sín-
um á þessu ári. Afrek-
um þessum hafa þessi
þrjú náð m.a. vegna
þess að þau lögðu á
sig erfiða þjálfun um
langan tíma, einnig vegna þess að
vel var staðið við bakið á þeim. ÖU
höfðu þau ágæta þjálfara sér til að-
stoðar sem eflaust eiga stóran þátt
í velgengni þeirra. Þetta segir okkur
að það er mikilvægt fyrir framtíð
íþrótta, og ekki síst afreksíþrótta á
Islandi, að mennta þjálfara og leið-
beinendur til starfa. Iþróttahreyfing-
in hefur litið á menntun þjálfara og
leiðbeinenda sem eitt af mikilvægari
hlutverkum sínum. Um rúmlega tutt-
ugu ára skeið hefur skipuleg fræðslu-
starfsemi farið fram á vegum ÍSÍ.
Fjöldi leiðbeinenda og þjálfara
4«ífur fengið menntun á námskeiðum
Lovísa
Einarsdóttir
sambandsins eða sérsam-
banda þess. Vissulega
hefur þessi fræðslustarf-
semi borið árangur. Það
er hins vegar ljóst að
vinna verður að því að
gera menntun þjálfara og
leiðbeinenda sífellt betri.
Enn erum við nokkuð á
eftir grannþjóðum okkur
i þessum efnum. Fyrir
þing ÍSÍ í þessum mánuði
mun fræðslunefnd sam-
bandsins leggja fram til-
lögu að stefnumörkum í
menntun þjálfara. Gerir
tillagan ráð fyrir að þessi
mál verði tekin mun
fastari tökum en til þessa.
Nái tillagan fram að
ganga mun stefna ISÍ vera sú að
allir þjálfarar sem starfa ¦ fyrir
fþróttahreyfmguna hafi fullnægjandi
og viðeigandi menntun til þeirra
þjálfarastarfa sem þeir vinna.
Fræðslustarfsemi ÍSÍ einskorð-
ast ekki við menntun þjálfara og
leiðbeinenda. Hún nær til miklu
fleiri þátta. T.d. hefur mikið náms-
efni verið tekið saman á vegum
fræðslunefndar sambandsins og
það gefið út. Þetta námsefni er
notað innan íþróttahreyfingarinn-
ar og í íþróttadeildum framhalds-
skóla. Fleira mætti nefna en verð-
ur ekki gert að sinni. Hins vegar
arsdóttir, byggist á
þekkinguog kunnáttu.
er ástæða til að leggja á það
áherslu að vissulega þarf að efla
fræðslustarfsemina á allan hátt.
Til þess þarf fjármagn. íþrótta-
hreyfíngunni yrði það til heilla ef
samstaða næðist innan hennar um
að sýna fræðslumálunum meira ör-
læti en hingað til. Það er ekki nóg
að setja „einhverja" fjárupphæð í
fræðslumáiin, svona rétt til þess að
halda málunum gangandi. Aukið fé
þarf til þess að auka fjölþætta
fræðslu í íþróttum, móta og reyna
nýjar leiðir (t.d. fjarkennslu) i starfi
hreyfingarinnar, efla rannsóknir og
auðvelda ungu fólki að sækja æðri
menntun á hinum ýmsu sviðum
íþrótta. Þegar rætt er um atvinnu-
og efnahagsmál þjóðarinnar er mikið
talað um mikilvægi þekkingar. Þetta
á líka við um íþróttir. Góður árangur
í íþróttum byggist á þekkingu og
kunnáttu.
Höfundur er íþróttakennari og
formaður fræðslunefndar
íþróttasambands íslands.
EINAR
SIGVALDASON
+ Einar Sigvalda-
son var fæddur
í Reykjavík 10. ág-
úst 1916. Hann lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 17. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar Einars
voru Sigvaldi
Sveinbjörnsson,
pípulagningameist-
ari, f. 5. sept. 1888,
d. 14. ágúst 1970,
og Karitas Jóns-
dóttir, f. 24. des.
1895, d. 11. des.
1978. Eftirlifandi
bróðir Einars er Jóhannes, f.
20. sept. 1920. Látnir eru fjór-
ir, Jón Vikar, f. 1. des. 1918,
Jóhannes Magnús, f. 4. okt.
1919, og Sveinbjorn Vilmar, f.
7. jan. 1926.
Fyrri kona Einars var
dönsk, Edith Hoyesen, og eign-
uðust þau tvo syni, Björn Ein-
ar, f. 1939, og Lennard, f. 1942.
Þau skildu.
Einar kvæntist aftur 24. des.
1958 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Sigríði Ólafsdóttur. Þau
eignuðust fimm börn, Einar
Þórketil, f. 1. febr. 1959, fram-
kvæmdastjóra Stáliðjunnar hf.
í Reykjavík, sem er kvæntur
Ég heimsótti mág minn, Einar,
þegar ég var nýlega á íslandi í
stuttu leyfi. Hann var skrafhreifínn
og sló á létta strengi að vanda.
Einar hafði átt við vanheilsu að
stríða undanfarin ár og lát hans
kom því ekki óvænt.
Einar Sigvaldason var fæddur í
Reykjavík, elstur fimm sona hjón-
anna Sigvalda Sveinbjörnssonar,
pípulagningameistara, og Karitas-
ar Jónsdóttur, sem bjuggu lengst
af sínum búskap á Lindargðtu 49.
Eftirlifandi bróðir Einars er Jó-
hannes, en þrír bræður eru látnir,
Jón Vikar, Jóhannes Magnús og
Sveinbjörn Vilmar.
Einar ólst upp hjá foreldrum
sínum í Skuggahverfínu og lærði
pípulagningar hjá föður sínum.
Vinna var stopul á kreppuárunum
í Reykjavík, en Einar var hæfi-
leikaríkur og hafði ungur lært á
harmonikku. Um árabil hélt hann
harmonikkutónleika í Reykjavík og
víða um land ásamt blindum félaga
sínum, Eiríki Bjarnasyni, síðar
hótelhaldara í Hveragerði. Þeir
félagar voru mjög vinsælir
skemmtikraftar og Einar eignaðist
á þessum árum sinn fyrsta bíl og
kunni frá mörgu skemmtilegu að
segja frá ferðum þeirra um landið.
Einar náði slíkri leikni í harmon-
ikkuleik að hann var kjörinn Dan-
merkurmeistari 1939. Einar lærði
hljóðfærasmíði í Kaupmannahöfn
og lauk sveinsprófi í þeirri grein.
Hann kvæntist danskri konu,
Edith f. Hoysesen, og eignuðust
þau tvo syni, Björn Einar og Lenn-
ard, sem báðir eru búsettir í Kaup-
mannahöfn. Þau hjón skildu.
Á stríðsárunum stundaði Einar
hljóðfæraleik bæði í Danmörku og
Þýskalandi og lenti hann í ýmsum
ævintýrum á þessum tíma. Hann
var í Þýskalandi þegar loftárásir
Bandamanna voru í algleymingi
og spilaði þá m.a. á Hótel Adlon
í Berlín sem var mikið sótt af for-
ingjum Þriðja ríkisins. Þegar Ieið
á stríðið gerðust aðstæður allar
erfiðar og Einar vildi freista þess
að komast til íslands. Tókst honum
ásamt félaga sínum, Lárusi Þor-
steinssyni, síðar skipherra, að festa
kaup á mótorbát í Noregi og sigldu
þeir honum til íslands 1943. Var
sigling þessi hin ævintýralegasta
og afrek út af fyrir sig. Þeir tóku
land á Raufarhöfn, en breska setu-
liðinu á íslandi þótti ferðalag þeirra
hið tortryggilegasta og voru þeir
umsvifalaust hnepptir í varðhald
Emilíu Eiríksdótt-
ur og eiga þau þrjú
börn; Olöfu, f. 3.
júlí 1960, húsmóð-
ur í Reykjavík sem
á työ börn með
fyrrv. eiginmanni
sínum, Hannesi
Haraldssyni á Ak-
ureyri; Karitas, f.
26. ágúst 1963, sem
lést í bernsku; Sig-
valda Sveinbjörn,
f. 31. jan. 1965,
matreiðslumann á
Selfossi, kvæntur
Heiðdísi Sigurð-
ardóttur og eiga þau einn son;
og Ólaf, f. 11. ágúst 1969,
verslunarmann í Reykjavík,
sem er ókvæntur, en á eina
dóttur.
Einar lærði pípulagnir í
Reykjavík og hljóðfærasmíði í
Danmörku og stundaði á yngri
árum harmonikkuleik. Á
seinni árum starfaði hann m.a.
hjá Vatnsveitu Reykjavíkur,
við verslunarstörf og eftirlit
með virkjunarframkvæmdum
á yegum Landsvirkjunar.
Utför Einars fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
og báturinn tekinn í vörslu Breta.
Ekki tókst betur til en svo, að
báturinn sökk skömmu síðar í of-
viðri og misstu þeir félagar þar
allar eigur sínar og Einar tapaði
sveinsstykkinu sínu, forláta harm-
onikku og engar bætur fengust
fyrir þetta tjón. Fyrst voru þeir
félagar fluttir í fangavist að
Kirkjusandi í Reykjavík og máttu
sæta ströngum yfírheyrslum og
síðan voru þeir í fangabúðum í
Bretlandi til stríðsloka. Þetta mun
hafa verið erfið lífsreynsla, þótt
Einar talaði ætíð um það í léttum
dúr.
Einar kvæntist aftur 1958 eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Sigríði Ól-
afsdóttur. Þau eignuðust fímm
börn.
Eftir heimkomuna til íslands
fékkst Einar við ýmis störf. Hann
var lengi starfsmaður Vatnsveitu
Reykjavíkur, fékkst við verslunar-
störf og stofnsetti og rak innflutn-
ings- og verktakafyrirtæki. Hann
hóf 1967 störf hjá Verkfræðistofu
Rögnvaldar Þorlákssonar við eftir-
lit með byggingu háspennulína og
var þá lögmönnum Landsvirkjunar
oft til aðstoðar við samninga um
landréttindi fyrir háspennulínur.
Síðan starfaði Einar sem eftirlits-
maður hjá Landsvirkjun við virkj-
unarframkvæmdirnar við Sigöldu
og Hrauneyjarfoss uns hann lét
af störfum 1983 fyrir aldurs sakir.
Eftir að Einar hætti störfum
dvaldi hann á heimili sínu í Reykja-
vík en átti við vanheilsu að stríða.
Sigríður annaðist eiginmann sinn
af einstakri elju auk þess sem hún
hefur verið stoð og stytta Ólafar,
dóttur þeirra, í hennar langvarandi
og alvarlegu veikindum. Fyrri
hluta þessa árs þurfti Einar að
fara á sjúkrahús og síðustu mánuð-
ina dvaldi hann á Hrafnistu í
Reykjavík. Einar var ætíð mikill
bjartsýnismaður og átti gott með
að umgangast fólk, þótt hann
væri ekki allra. Það var létt yfír
honum á áttræðiafmælisdeginum
í ágúst á heimili Einars, sonar
hans. En nú er hann genginn og
maður heyrir ekki framar sögurnar
hans frá viðburðaríkri ævi, krydd-
aðar kímni og hæfilega færðar í
stílinn.
Ég sendi- Sigríði, systur minni,
börnum þeirra og öðrum ættingj-
um, samúðarkveðjur frá okkur
Þuríði og fjölskyldu.
Kína, 21. október 1996.
Páll Ólafsson.