Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 31 MINNINGAR + Guðríður Sig- urðardóttir var fædd á ísafirði 6. júlí 1921. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Helga Aðalheiður Dýr- fjörð og Sigurður Bjarnason. Þau bjuggu á Múla sem nú er Seljalands- vegur 14, Isafirði. Börn þeirra urðu 10 en sjö systur komust á legg. Gurra var þeirra næstelst. 1) Elst var Stella Jór- unn, f. 5. mars 1918, d. 20. mars 1975. 2) Mikkelína, f. 1. desember 1924, d. 12. október sl. og var hún jarðsett 18. októ- ber á dánardegi Gurru systur sinnar. 3) Tvíburarnir Kristín Jóna og 4) Ólöf, fæddar 23. októ- ber 1929. 5) Guðmunda Sigríð- ur, f. 12. janúar 1932. 6) Aðal: heiður Dýrfjörð, f. 13. ágúst 1935. Einnig ólu þau Aðalheiður og Sigurður upp bróðurson Að- alheiðar, Hólm Dýrfjörð, dóttur- son, Sigurjón, svo og dótturson, Guðmund, að nokkru leyti. Það var eins og að myrkur færð- ist yfir fagran haustmorguninn þeg- ar fréttin barst um andlát Guðríðar Sigurðardóttur eða Gurru eins og hún var ávallt kölluð. Gurra hvarf frá okkur að morgni 18. október, sama dag og systir hennar, Mikkel- ína, var jörðuð. Það er stórt skarð hoggið í eina fjölskyldu. Gurra var ein af þeim sem tengd- ist æsku okkar systkinanna. Eg man fyrst eftir henni sem konunni hans Friðþjófs, bróður hennar mömmu, og minningamar hrannast upp - ferðalög, sleðaferðir, gamlárskvöld og allt þar á milli. Það var oft glatt á hjalla þegar við fjölskyldan komum á Kársnesbrautina og alltaf var tek- ið jafn fagnandi á móti okkur. Það er ekki hægt að tala um Árið 1944 kynntist Guðríður eftirlifandi eiginmanni sinum, Friðþjófi Hraundal, f. 15. september 1918. Friðþjófur starfaði um 35 ára skeið hjá Rafmagns- eftirliti ríkisins, lengst af sem for- stöðumaður há- spennudeildar. Þau giftu sig 6. júlí 1951. Börn Þeirra eru: 1) G. Ómar, f. 2.10. 1951, giftur Sigur- björgu Þórmunds- dóttur. Börn þeirra eru: Þóra Dögg, Guðmundur Freyr og Diljá. Fyrir átti Ómar dótturina Öddu Mjöll og Sigurbjörg soninn Þórmund. 2) Friðþjófur, f. 25.11. 1959, unnusta Aðalheiður Jóhannes- dóttir. Friðþjófur á synina Daní- el Rúnar og Tómas Má og Aðal- heiður soninn Viðar Þór. 3) G. Berglind, f. 10. mars 1961, gift Stefáni B. Högnasyni, börn þeirra eru: Friðþjófur Högni, Bergrún og, Eyrún. Fyrir átti Guðríður soninn Guðmund, f. 11. febrúar 1943 með Antoni Bjarnasyni málara- Gurru án þess að nefna Friðþjóf í sama orði, svo samrýnd voru þau en samt svo ólík. Friðþjófur rólegur og yfirvegaður með brosið sitt hlýja og kankvísa en Gurra frískleg og hláturmild. Hún hafði einstaklega gott lag á að fá fólk til að hlæja í kringum sig því að hláturinn hennar var svo bjartur og smitaði svo sann- arlega út frá sér. Margar ferðir voru famar í tjald á sumrin og finnst mér í minning- unni að sá tími hafí verið eintóm sæla og alltaf gott veður. Það var stór og líflegur hópur sem var saman kominn í þessum ferðum, Gurra og Friðþjófur fyrst með Ómar og síðar Fiffa og Berglindi, við systkinin þijú með mömmu og pabba og Simbi frændi með sína fjölskyldu. Friðþjóf- meistara. Guðmundur er giftur Önnu Árnadóttur. BÖrn þeirra eru: Aðalheiður og Jón Viðar. Fyrir átti Anna dótturina Þór- unni. Barnabörn þeirra eru fimm talsins. Guðríður þurfti fljótt að taka til hendinni. Fermingarárið fór hún í vist til sr. Jóns Auðuns og konu hans, síðan til Ólafs Þorbergssonar og Önnu Páls- dóttur á ísafirði. Um tvítugt ræður hún sig í vist á Siglu- fjörð til Guðmundar Hafliða- sonar og konu hans og vegna vináttutengsla sem þar mynd- uðust gaf hún syni sínum nafn- ið Guðmundur. Leiðin lá aftur til ísafjarðar og hóf hún störf við Sjúkrahúsið á ísafirði. Þá tók Guðríður við ráðskonu- starfi við Skíðakennaraskólann á Seljalandsdal. Eftir að kynni tókust með þeim Gurru og Friðþjófi fluttist hún suður og reistu þau sér hús árið 1952 að Kársnesbraut 78 í Kópavogi og teljast þau með frumbyggj- um Kópavogs. Gurra bjó eigin- manni og börnum sínum þar notalegt heimili og sinnti hús- móðurstarfinu eingöngu til ársins 1971 er hún hóf einnig störf við íþróttahús Kársnes- skóla og starfaði þar til 67 ára aldurs. Gurra og Friðþjófur fluttu árið 1993 að Árskógum 6, Reykjavík. Útför Guðríðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. ur var og er hafsjór af fróðleik og þekkti hveija þúfu sem farið var um og Simbi bætti við þar sem á vant- aði. Þetta voru yndislegir tímar sem við öll nutum til fullnustu. Það var líf og yndi Gurru að geta ferðast upp um fjöll og fimindi með fjölskyldunni og góðum vinum og ekki lét hún aftra sér frá því að fara þó að barnahópurinn stækkaði. Þá var kannski áð aðeins oftar til að skipta um bleiu og hlaupið í næsta læk að þvo. Síðan var þvott- urinn náttúrulega hengdur til þerris á þá einu þvottasnúm sem tiltæk var, á meðan ekið var á áfanga- stað, en það var stór loftnetsstöng sem var á bílnum þeirra. Þá var ekki verið að hafa áhyggjur af hlut- unum heldur hlegið að öllum tilfær- ingunum og best skemmti Gurra sér. Á vetuma var jafnan skroppið á einhvem snjómikinn stað og rennt sér niður brekkurnar á plastdúk, gólfdúksbroti eða bara á rassinum. Þá þurfti ekki að hafa fín tæki og tól með sér til að geta notið útiver- unnar og skemmt sér vel. Ekki má heldur gleyma gamlárskvöldunum. Þá var alltaf mætt á Kársnesbraut- ina. Friðþjófur stóð fyrir brennu á hveiju ári og eftir klukkan 12 á mið- nætti beið okkar ijúkandi súkkulaði með ijóma og hlaðið borð af kökum. Ótal margt fleira væri hægt upp að telja þegar minningarnar eru margar og góðar. Gurra var yndisleg manneskja, bráðmyndarleg, traust og velviljuð og stóð ávallt eins og klettur við hlið Friðþjófs og var þar jafnt á komið með þeim. Þó að Gurra væri svona glaðsinna þá var hún dul að vissu leyti og flíkaði ekki tilfinning- um sínum nema ef þær snerust um aðra en hana sjálfa, það var alltaf allt í lagi hjá henni. Síðast þegar við ræddumst við varð henni tíðrætt um hve góðan mann Friðþjófur hefði að geyma, „elsku kallinn minn“, eins og hún sagði svo oft. Svona var hún, alltaf með hugann hjá þeim sem henni þótti vænst um og hefur það líklegai blindað mér sýn um hve oft hún var lasin. Þessi fátæklega kveðja er aðeins örlítill þakklætisvottur fyrir órofa tryggð og vináttu sem aldrei gleym- ist. Þó að nú bregði birtu og söknuð- ur sé sár er þó ljós framundan þar sem ég veit að látinn lifír og er ég viss um að vel hefur verið tekið á móti henni í nýjum heimkynnum. Elsku Friðþjófur minn, Gummi, Ómar, Fiffí og Bergiind! Ég og fjöl- skylda mín sendum ykkur og fjöl- skyldum, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hafdís. I dag er hún Gurra amma mín borin til hinstu hvíldar. Um leið og ég vil minnast hennar, þá koma upp allar minningar um veruna sem ég átti hjá henni og afa á Kársnes- brautinni í Kópavogi. Það var alltaf svo gott að koma til hennar ömmu, því hún var svo hlý. Ég minnist þeirra stunda þegar ég strauk „elliskinnið“ hennar, hvað' mér fannst hún mjúk og óskaði ég þess oft að ég yrði svona mjúk þeg- ar sá tími kæmi að ég yrði amma. Það er svo stutt síðan þú komst í heimsókn í pönnukökur til okkar, amma mín, og varst svo hress en svona er lífíð, svo hverfult. Áttum við ekki von á að fáeinum dögum síðar værirðu dáin. Elsku amma, ég þakka þér fyrir hvað þú varst góð við mig og mína fjölskyldu, við munum minnast þín með hlýju og söknuði. Guð geymi sálu þína þar til við hittumst á ný^ Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. (V. Briem.) Þín sonardóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir. Ég var nú aldrei mjög náinn þér, amma mín, og þekkti þig kannski ekki manna best, en þrátt fyrir það skildir þú eftir stórt tómarúm í hjarta mínu, þegar þú yfirgafst þennan heim. Þú varst stórkostleg manneskja og máttir ganga í gegn- um margt á lífsleiðinni. Það var sama hversu kröftuglega á mótjf',. blés hjá þér, aldrei heyrðist vottur af sjálfsvorkunn. Þú stóðst eins og traustur klettur, en eins og aðrir klettar veðraðistu uns þú áttir ekk- ert eftir. Þú stóðst með afa í gegn- um veikindi hans og hann eins með þér. Þið voruð ekkert að flagga ást ykkar innan um annað fólk, en engu að síður sást greinilega hversu háð þið voru hvort öðru. Nú þegar þú ert farin sést hinn ógurlegi sökn- uður svo greinilega í augum afa míns, að enginn getur vogað sér a^, efast um ást þeirra. Enda er ekki annað hægt en að elska konu eins og þú varst, amma mín. Þú varst manneskja sem hugsaðir fyrst um aðra og allra seinast um þig. Nú þegar þú ert látin sé ég eftir að hafa ekki staðið þér nær en ég gerði. Ég sakna þín meira en nokk- ur orð fá lýst. Þinn sonarsonur, Þórmundur. GUÐRIÐUR SIG URÐARDÓTTIR + Anton Ringel- berg var fæddur í Den Haag í Hol- landi 19. júní 1921. Hann lést á öldrun- ardeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur 18. október síðastliðinn. Foreldrar Antons voru Anton Ringel- berg og Elisabet Keil. Anton var fjórði í röð fimm bama þeirra hjóna. Elstur var Nick, þá Joob, síðan Beeb og yngst er Ied, ein eftirlifandi syst- ir sem kemur frá Hollandi til að kveðja bróður sinn. Útför Antons fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég kynntist Rikka, eins og ég kall- aði hann alltaf, þegar ég var átta eða niu ára garnall, hann að leika golf á gamla golfvellinum við Öskjuhlíð þar sem Veðurstofan stendur nú, en ég að reyna að selja golfurunum golfkúl- ur sem þeir höfðu slegið út í móa og týnt en við strákamir síðan fundið. Álltaf tók Rikki okkur krökkunum vel, keypti af okkur kúlur og gaukaði að okkur sælgæti. í gegnum árin varð samband okkar sem föður og sonar. Margar ánægju- legar stundir áttum við saman. Minn- ist ég sérstaklega fyrstu ferðar minnar til Vestmannaeyja, sem jafn- framt var fyrsta flugferðin mín. Fór- um við um morguninn, lékum golf í dásamlegu veðri, skoðuðum Vest- mannaeyjar í allri sinni dýrð og flugum svo til baka um kvöldið. Fyrir tólf ára ungling var þetta einstakt ævintýri sem aldrei gleymist, en þannig er Rikka best lýst. Það voru hans bestu stundir þegar hann gat glatt aðra. Rikki kunni vel að meta góðan mat og vín. Það var alltaf tilhlökk- unarefni þegar hann bauð til matarveislu því hann var mikill sælkeri og meistarakokkur. Þegar Rikki varð sextugur hélt fölskyldan upp á þann merka áfanga með því að fara saman til Mallorka í frí og eigum við góðar minningar úr þeirri ferð því margt skemmtilegt var brallað þá. Starfsfólki öldrunardeildar Heilsu- vemdarstöðvar Reykjavíkur vil ég þakka aðdáunarverða alúð í störfum sínum í langvarandi veikindum Ant- ons, en þar dvaldi hann síðustu fjög- ur árin. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig með þakklæti í huga fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Hvíl í friði. Einar M. Einarsson. Frá afi Ringa! Það stóð alltaf á kortinu á afmæl- is- og jplapökkunum frá honum afa okkar. íslenskan var óttalega bjöguð og málfræðin hroðaleg, nema hin seinni ár. Enda notaði hann bara hollenskuna á okkur þegar honum ofbauð alveg hvað við boruðum í nefið og tyggjóið, maður, það átti sko að vera uppi í munninum en ekki á puttunum og hálfu andlitinu. Það var upplifun að fara í matarboð til hans, fullt af hnífapörum, glösum og tauservíettum sem við vissum ekkert hvemig við áttum að nota. En það lærðist. Hann var góður kokkur, kjúklingasúpan með kjöt- bollunum var best. Einu sinni á ári hélt hann veislu fyrir okkur krakk- ana. Það var farið í leiki, hann lék töframann og ekki má gleyma öllum skreytingunum og namminu. Þetta var toppurinn á tilverunni. Það er ekki hægt að kveðja hann án þess að minnast á blóm, þau voru hans líf og yndi. Að koma með rósir þegar við komum í heimsókn, það var eins og við hefðum fært honum himininn. Rósir, þær voru hans uppá- hald. Þakka þér fyrir allt og allt, afi. Gerður, Fríða og Jóna Einarsdætur Kveðjustundin er komin og hálf óraunverulegt að kveðja besta vin sinn, hann afa, sem alltaf vartil stað- ar í lífi mínu í gleði og sorg. Ég kallaði hann afa frá fyrstu tíð, þó hann væri ekki skyldur mér í þeirri merkingu, en afí Ton, eins og hann var kallaður af vinum sínum, og afi Jan voru báðir Hollendingar og íslandsvinir og störfuðu hér til æviloka. Afi Ton kvæntist ekki en eignað- ist samt stóra fjölskyldu sem hann hlúði að og lifði fyrir. Alltaf var opið hús fyrir vini og gott var að eiga sitt athvarf hjá afa sem Ijómaði þegar þeir, sem honum þótti vænt um, komu í heimsókn. Hugur hans var oft í Hollandi þar sem fjölskylda hans bjó og hann heimsótti sem oftast og kom svo aftur til Islands með fullar töskur til okkar krakkanna. Það var hans mesta gleði að gleðja aðra og sér- staklega þá sem erfitt áttu. Afi var listamður í blómaskreyt- ingum og rak blómaverslun þar til hann missti heilsu. Mörg listaverk með blómum hefur hann skilið eftir sig hvort sem var hjá furstum, forsetum eða einmana sál sem þurfti að gleðja. Enginn greinarmunur var þar gerður. Hann var mikill tilfinningamaður og lét það í ljós óhindrað, hvort sem það var hlátur eða grátur. Hafðu þökk fyrir allt. Ólafur Þór. Fjórum árum eftir lýðveldisstofn- unina barst Ingimar Sigurðssyni í blómabúðinni Flóru liðsauki af ungum Hollendingi, Ton Ringelberg. Á þess- um árum voru ferðalög í atvinnuleit ekki algeng og lýsir nokkuð þeim ein- staklingum, sem höfðu dug og vilja til að hleypa heimdraganum, og tak- ast á við hið óþekkta í fjarlægu landi. Þegar við kveðjum Ton Ringelberg hinstu kveðju kemur margt upp í hugann og eru allar minningar á einn veg, þarna var maður á ferðinni sem valdi að gleðja aðra og leggja öllum þeim lið sem til hans leituðu, hvort sem var í gleði eða sorg. Þar sem Jan, faðir okkar, og Ton voru sam- landar voru vinabönd mjög sterk og mikill samgangur. Heimili hans stóð alltaf opið ef einhver úr fjölskyldunni var í Reykjavík. Það var alltaf sér- stakt tilhlökkunarefni þegar von var á Ton í sveitina og ávallt kom hann hlaðinn blómum og gjöfum. Ferming- arveislur, afmæli og brúðkaup svo og aðrar uppákomur setti Ton svip sinn á svo eftir var tekið. Það var ekki að ástæðulausu sem börn og dýr hændust að honum, Ton vildi gleðja og skemmta og var ávallt hrókur alls fagnaðar þar sem hann kom. Ton var sjálfskipaður ræðismaður Hollendinga hér á landi og greiddi götu landa sinna eftir þörfum. Setn- ingin „það er ekki hægt“ var Ton ekki töm. Það fréttist til hannar Júlí- önu Hollandsdrottningar velvilji hans við samlanda sína og í þakklætis- skyni var Ton sæmdur riddarakrossi „de orde van Oranje Nassu“. Ton var lærður garðyrkjumaður og blómaskreytingamaður, réttara væri að segja að hann var sannur listamaður þegar blóm og grænméfc^ voru annars vegar, því að úr hinu minnsta gat Ton dregið fram lista- verk á svo auðveldan og fljótlegan hátt. Það sannast best þegar horft er yfir starfsferilinn. Af fáeinu upptöldu má nefna, að hann var fenginn til að sjá um blómaskreytingar, þegar furstinn af Monaco gifti sig. I for- setatíð þriggja forseta lýðveldisins, þeirra Sveins Bjömssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárns, sá Ton ávallt um allar blómaskreyt- ingar. Ton hafði gaman af vinnu, sinni og eftir langan vinnudag var hann ekki þreyttur heldur glaður þegar hann hafði horft á eftir ungum brúðhjónum fara með brúðarvöndinn glöð og sæl. Við munum minnast Ton Ringelbergs sem hins glaðværa og góða samferðamanns. Megi minn- ingin lifa með þeim sem eftir standa. Bernhard, Hugrún, g . Jón og synir. ANTON RINGELBERG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.