Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ +' MINNINGAR OLAFUR TÓMASSON + Ólafur Tómas- son fæddist á Sandeyri, Snæ- fjallaströnd við ísa- fjarðardjúp, 25. september 1921. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í Fossvogi hinn 11. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Tómas Sig- urðsson bóndi og *». oddviti á Sandeyri og Elisabet Guðný Kolbeinsdóttir. Systur hans voru Rannveig, f. 8. ágúst 1907, Sig- urborg, f. 22. apríl 1909, d. 4. júní 1914, Sigríður, f. 4. janúar 1911, d. 26. júlí 1914, Asta, f. 9. janúar 1913, d. 24. maí 1969, Sigríður María, f. 19. septem- ber 1917. Hinn 10. jímí 1944 kvæntist Ólafur eftirlifandi konu sinni Þóru Guðmundsdóttur, f. 6. maí 1919. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorvaldsson bóndi á Bíldsfelli og Guðríður Finn- bogadóttir. £i Synir Ólafs og Þóru eru: 1) Guðmundur, f. 21. nóvember 1944, læknir í Reykjavík, maki Birna Þóra Vilhjálmsdóttir. Synir hans og fósturdóttir af fyrra hjónabandi, Guðleif Þórunn, 01- afur, Þórarinn Gísli og Guðmundur Tómas. Fósturbörn, Vilhjálmur og Hjör- dís Sóley. 2) Ottó Tómas, f. 4. sept- ember 1953, raf- virkjameistari í Reykjavík. Maki Arnheiður Björns- dóttir. Dóttir hans er Þóra Kristín. Fósturbörn Bríet og Breki. Ólafur átti tvö barna- barnabörn. Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943, viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands 1948. Fulltrúi frá 1. júlí 1948 í hagfræðideild Landsbanka íslands og hag- fræðideild Seðlabanka Islands frá stofnun hans. Deildarstjóri í greiðslujafnaðardeild Seðla- bankans frá 1963 og forstöðu- niaður deildarinnar frá 1979. Starfaði hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum í Wasington D.C. 1958-1959. Lét af störfum hjá Seðlabanka Islands 1991 fyrir aldurs sakir. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ólafur svili minn er dáinn. Lát hans kom mér og fjölskyldunni ekki á óvart því illkynja sjúkdómur greindist hjá honum fyrir nokkrum mánuðum. Uppá síðkastið hefur hann dvalið á sjúkrahúsi og lést þar þann 11. þessa mánaðar þrátt fyrir ^sðeigandi meðferð frá greiningu sjúkdómsins. Við sem þekktum Ólaf syrgjum og söknum hans mjög. Hann var einkar viðfeldinn maður, rólegur, glaðlegur og mjög vel gefinn. Það var gaman að ræða við hann á góðum stundum því hann var hnytt- inn, hafði gott skopskyn, fróður vel og hafði frá mörgu að segja. Ég kynntist Ólafi fyrst eftir að við, Þórdís kona mín, giftumst árið 1962. Hann og Þóra Guðmunds- j dóttir, systir Þórdísar, giftust í Reykjavík og hafa verið búsett þar alla tíð síðan í farsælu hjónabandi. Á meðan Ólafur starfaði hjá Landsbankanum og síðar Seðla- l í**ankanum voru honum falin mörg trúnaðarstörf og má þar nefna að í hans verkahring var meðal annars að reikna út vísitölur fyrir íslend- inga áratugum saman. Frú Þóra hefur verið Ólafi mjög góð eiginkona og félagi og sonum þeirra umhyggjusöm og afbragðs móðir. Hún er fyrirmyndar húsmóð- ! ir, sérstaklega dugleg, létt í lund og ánægjuleg. Hún er einnig fríð kona sýnum þótt komin sé af æsku- skeiði. Heimili þeirra hefur alltaf verið einkar fallegt. Þangað höfum við Þórdís og fjölskylda okkar mjög oft komið og þau eins til okkar. Þau eiga tvo elskulega syni, Guð- mund og Ottó. Frumburðurinn, Guðmundur, er og hefur lengi verið heimilislæknir okkar og hefur oft hjálpað okkur vel og er alltaf mjög léttur í lund á hverju sem gengur. Ottó, sem er rafvirkjameistari, hef- ur einnig ævinlega verið okkur elskulegur og mjög hjálpsamur. Það er mikið áfall fyrir okkur hjónin að missa góðvin okkar, Ólaf Tómasson, og ennþá tilfinnanlegra er það að sjálfsögðu fyrir nánustu ástvini hans. Við hjónin, börn okkar og fjöl- skyldur þeirra samhryggjumst inni- lega frú Þóru, sonum hennar og Ólafs og ölíum aðstandendum þeirra. Við biðjum Ólafi guðsblessunar á þeim leiðum sem hann nú hefur lagt út á. Blessuð sé minning hans, Erlingur Þorsteinsson. Einn af traustustu starfsmönn- um Seðlabankans frá upphafi, Ólaf- t Faðir minn, er látinn. ÞORLÁKUR EBENESERSSON, Ebeneser Þorláksson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR BIELTVEDT, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. október sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til alls starfsfólks á deild 4-B fyrir frábæra um- mönnun og aðhlynningu. Guðrún Karen Briseid, Hildegunn Bieltvedt, Ole Anton Bieltvedt, BritJulieBieltvedt, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ur Tómasson viðskiptafræðingur, er horfinn af sjónarsviðinu 75 ára að aldri, en fyrir rúmum fimm árum lét hann fyrir aldurs sakir af störf- um forstöðumanns greiðslujafnað- ardeildar bankans. Atti hann þá að baki 43 ára farsælt starf við Seðla- bankann og forvera hans og var einn af fjórum elstu starfsmönnun- um á þeim starfsferli. Hugur minn hvarflar þó enn lengra til baka. Leiðir okkar Ólafs lágu saman fyrir nærri hálfri öld, er ég hóf nám í viðskiptafræðum við Háskólann. Meðal hinna virðu- legu eldri nemenda veitti ég at- hygli stilltum og festulegum manni, Ólafi Tómassyni. Mér er minnis- stætt, þá er hann flutti seminarfyr- irlestra sína ásamt öðrum nema og fórst það mjög vel úr hendi. Hann brautskráðist svo sem viðskipta- fræðingur vorið 1948, er við höfð- um verið eitt ár saman í deildinni, og fjallaði kandidatsritgerð hans um skipulag og rekstur ríkiseinka- salanna. Starfsvettvangur hans reyndist þó verða á allt öðru sviði, og lítt gat mig þá grunað, hve mik- ið við ættum eftir að eiga saman að sælda. Skjótt að loknu jtrófi, eða hinn 1. júlí 1948, hóf Olafur starf við hagfræðideild Landsbankans, við hlið Klemensar Tryggvasonar hag- fræðings bankans og síðan Jóhann- esar Nordals og fleiri, sem þeirri stöðu gegndu síðar. Var þar unnið mikið grundvallarstarf í skýrslu- gerð um peningamál og greiðslu- jafnaðar- og gjaldeyrismál, sem urðu starfsvettvangur Ólafs upp frá því. Má teljast óvenjulegt, að menn hitti svo rakleitt á kjörsvið sitt og haldi svo þétt utan um það, sem Ólafi auðnaðist. Á því tímaskeiði, sem þá fór í hönd, var skýrslugerð og greining þessara mála mjög í mótun á alþjóðlegum vettvangi og í samstillingu við rísandi þjóðhags- reikningagerð. Til að fullnuma sig í þeim fræðum sótti Ólafur því nám- skeið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í greiðslujafnaðar- og gjaldeyrismál- um um nokkurra mánaða skeið 1958-59. Var hann upp frá því óumdeildur sérfræðingur á því sviði. Stofnanir á vettvangi peninga- og gjaldeyrismála hafa tekið mikl- um stakkaskiptum og örri þróun, frá því að Ólafur hóf þar störf sín. Seðlabankadeild Landsbankans var gerð að fjárhagslega sjálfstæðri stjórnunarlegri einingu árið 1957, og féll hagfræðideildin og Ólafur þar undir. Seðlabanki íslands var svo stofnaður í núverandi mynd árið 1961. Hagfræðideildin hafði vaxandi hlutverki að gegna í þeirri nýskipan hagstjórnar og áætlana- gerðar, sem þá fór fram, og var Olafi falin stjórn sérstakrar greiðslujafnaðardeildar innan henn- ar árið 1963. Umsvif hennar fóru vaxandi og urðu viðurhlutameiri, einkum með auknum erlendum lán- tökum innan ramma framkvæmda- og lánsfjáráætlana, svo að skulda- staða og lántökustefna urðu með stærstu stefnuþáttum efnahags- mála. Með hliðsjón af þessu var deildinni veitt sjálfstæðari staða og Ólafur skipaður forstöðumaður hennar árið 1979. Var það raunar fremur staðfesting þess sem orðið var, að deildin undir stjórn Ólafs hafði notið verulega sjálfstæðrar stöðu innan hagfræðisviðsíns, enda heimildaöflun og vinnubrögð afar traust og áreiðanleg og stöðugt í þeirri þróun, sem ytri skilyrði veittu færi á. Samskipti okkar Ólafs hófust, þegar ég tók við starfi í hagdeild Framkvæmdabankans árið 1955, en hún vann að því að koma þjóð- hagsreikningum á laggirnar. Greiðslujöfnuðurinn er að sjálf- sögðu snar þáttur í þeim, og þurfti mikils samráðs við að fella skýrslu- greinarnar saman. Þessi samskipti urðu til muna nánari, eftir að ég kom heim frá framhaldsnámi 1960, og hagskýrslur komust til þroska og stefndu fram til spásagna og áætlanagerðar til notkunar við hag- stjórn. I þeim samskiptum sýndi Ólafur lipurð og sveigjanleika sem æ síðan, þó aðeins að þeim mörk- um, að ekki færi í bága við megin- reglur skýrslugreina hans. Ef því var að skipta, var hann hinn fastasti fyrir, hverjum sem var að mæta. Loks atvikaðist það svo, að ég hafnaði einnig hjá Seðlabankanum árið 1976, í stöðu hagfræðings bankans. Varð Ólafur þá einn af nánustu samstarfsmönnum mín- um, og hélst það jafnt þótt deild hans væri um árabil staðsett fjarri minni, en þær náðu saman á ný við flutning í nýja húsið, og hélst þá sambýlið þar til Ólafur kvaddi í júnílok 1991. Féll mér samstarfið við hann afar vel. Hann var dag- farsprúður, hógvær og hlýlegur, sanngjarn og ósérhlífinn og hvers manns hugljúfi. Kímnigáfu hafði hann í góðu lagi, með sínum rólega og yfirvegaða hætti, og gleðskapar- maður var hann, þegar því var að skipta. Veitull var hann og góður heim að sækja, og minnist ég þá einkum sextugs- og sjötugsafmæla hans. í þessu sem öðru naut hann Þóru, sinnar góðu konu, sem studdi hann dyggilega og gerði honum kleift að gefa sig allan að starfs- skyldum sínum. Ólafur var einstaklega hógvær maður og lítillátur. Hann atti ekki kappi um stórembætti, hugsanlega sér í óhag með tilliti til hæfni og mannkosta, en virtist meta meira að valda hlutverki sínu vel. Hóg- værð hans var slík, að í Viðskipta- og hagfræðingatalinu lét hann engra ritverka getið, þótt eftir hann liggi löng röð greina á fagsviði hans í Fjármálatíðindum, auk nafn- lausra greina í Hagtölum mánaðar- ins og skýrslukafla í ársskýrslum og haustskýrslum bankans og láns- fjáráætlunum, svo og óprentaðra yfirlita og greinargerða. Til þess að bæta aðeins úr má nefna, að hann var ásamt Jóhannesi Nordal höfundur að greininni „Frá floti til flots - Þættir úr sögu gengismála 1922-1973" í Klemensarbók, 1985, og saman rituðum við greinina „Þróun gjaldeyrisforðans og mat á æskilegri stærð hans" í Fjármála- tíðindi 1986. Ólafur var kvaddur úr starfi með Söknuði á miðju ári 1991 og þá hvattur til að láta sjá sig sem oft- ast. Það gjörði hann endrum og eins, en mun sjaldnar en við vildum, sem best þekktum hann, að sumu leyti sökum þeirra áfalla, sem tóku að baga hann, en hann mætti af æðruleysi. Fyrir kom, að við leituð- um samráðs um fyrndar heimildir, en við ritun greinar um þjóðarauð og þjóðarskuld á lýðveldistímanum kom glöggt í Ijós, hve miklum fram- förum skýrslugerðin hafði tekið undir handleiðslu Ólafs. Nú er tjald- ið fallið og söknuðurinn einn eftir. Fyrir hönd samstarfsfólks og bankastjórnar leyfist mér að þakka samstarf og samskipti, sem aldrei bar skugga á, og trúa og dygga þjónustu yfir langan starfstíma. Við og makar okkar sendum Þóru og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur og biðjum þeim blessunar. Lifi og blessist minningin um góðan dreng. Bjarni Bragi Jónsson. Erfitt er vafalaust fyrir ungt fólk í dag að gera sér grein fyrir því, hve torsótt leiðin til mennta var fyrir flesta fyrr á öldinni. í 1. bekk Menntaskólans voru aðeins teknir árlega rúmlega 25 nemendur eftir harðsótt samkeppnispróf og höfðu reykvískir unglingar óneitanlega betri aðstöðu til árangurs á því prófi. Metin jöfnuðust nokkuð eftir gagnfræðapróf, þegar álíka fjöldi nemenda bættist í hópinn. Voru ýmsir þeirra utanbæjarmenn og flestir nokkru eldri og þroskaðri en við bæjarbörnin. Meðal þessara nýju bekkjarsystkina okkar var Ól- afur Tómasson, sem settist í 4. bekk haustið 1940. Ólafur var langt að kominn, upp vaxinn á Sandeyri á Snæfjallaströnd, hæglátur í fram- komu, prúður og íhugull. Hann féll þó fljótlega vel inn í hólpinn, tók virkan þátt í félagslífinu og rækt- aði ætíð vel tengslin við okkur, bekkjarsystkin sín. Með fráfalli hans er höggvið enn eitt skarðið í samhentan hóp, sem útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík 17. júní 1943. Þegar ég kom heim til starfa í hagfræðideild Landsbankans, fyrst sem sumarmaður 1951 og síðan. sem fastur starfsmaður í upphafi árs 1954, var Ólafur Tómasson þar fyrir. Hafði hann verið ráðinn til starfa við hagfræðideildina strax að loknu viðskiptafræðiprófí frá Háskóla íslands vorið 1948. Ólafur var þá þegar orðinn reyndur starfs- maður og vel kunnugur öllum þeim þáttum íslenskra efnahagsmála, sem mestu máli skipti fyrir starf- semi Landsbankans. Reyndist mér ómetanlegt að geta treyst á leið- sögn hans og stuðning á fyrstu starfsárum mínum í bankanum, en Ólafur var óvenjulega samvizku- samur, vandvirkur og glöggskyggn við hvers konar hagskýrslugerð. Árið 1955 varð samkomulag um það, að hagfræðideild Landsbank- ans tæki við skýrslugerð um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins út á við, sem þá hafði um nokkur &r verið unnið að við Hagstofu ís- lands. Féll þetta mikilvæga verkefni Ólafi Tómassyni í hendur og olli því að hann sérhæfði sig æ meir í hvers konar skýrslugerð um greiðslujöfnuð og stöðu þjóðarbús- ins út á við. Mikil áherzla er lögð á alþjóðlega samræmingu skýrslu- gerðar á þessu sviði og hefur Al- þjóðagjaldeyrissjoðurinn haft for- ustu í því efni. Atti Ólafur því náið samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn og sótti meðal annars námskeið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er ætluð voru sérfræðingum í greiðslujafn- aðar- og gjaldeyrismálum. Naut skýrslugerðarstarf_ á þessu sviði traustrar forustu Ólafs Tómasson- ar, fyrst á vegum hagfræðideildar Landsbankans og síðan Seðlabank- ans, unz hann lét af störfum fyrir aldurs sakir á miðju ári 1991, rétt- um fjörutíu og þremur árum eftir að hann hóf fyrst störf við Lands- bankann. í þá nær fjóra áratugi, sem við Ólafur störfuðum saman, fyrst við Landsbankann og síðan Seðlabank- ann, voru samskipti okkar ætíð náin, enda fóru saman sameiginleg áhugamál okkar á vettvangi starfs- ins og traust vinátta frá skólaárun- um, sem aldrei bar skugga á. Olafur giftist ungur Þóru Guð- mundsdóttur frá Bíldsfelli í Grafn- ingi og varð þeim tveggja barna auðið. Var Þóra Ólafi traustur föru- nautur og á hinum fögru heimslóð- um hennar, nálægt bökkum Sogs- ins, átti fjölskyldan friðland, sem Ólafur tók ástfóstri við. Fyrir hönd konu minnar og okkar bekkjarsystkinanna sendi ég Þóru og fjölskyldu hennar innilegar sam- úðarkveðjur. Jóhannes Nordal. í dag, þriðjudag, var kær vinur minn, Olafur Tómasson, borinn til grafar. Leiðir okkar lágu fyrst sam- an í ágúst 1962 þegar ég, ungur hagfræðineminn, kom til starfa í Hagfræðideild Seðlabankans í sum- arleyfi mínu. Hagfræðideild hins unga banka var ekki stór þá og ekki fékk maður víðáttubrjálæði í húsnæði hennar á þriðju hæð Edin- borgarhússins í Hafnarstræti. Þarna fékk ég mína eldskírn í því starfi, sem ég ætlaði að leggja fyr- ir mig í framtíðinni undir leiðsögn eldri og reyndari manna. Þeirra á meðal var Ólafur, sem var einn reyndasti starfsmaður deildarmnar. Með sínu kyrrláta, trausta fasi var hann maður, sem vakti traust hins óreynda sumarstarfsmanns og það var gott að leita til hans til að fá leiðbeiningar í starfinu. Við fundum líka út að við vorum óbeint tengdir, því að á námsárum sínum í Reykjavík hafði hann búið hjá móðursystur Unnar eiginkonu minnar, Ástu Smith, og manni hennar Haraldi, skipstjóra á Lagar- fossi. Milli Ólafs og þeirra hjóna var góð vinátta. Ég starfaði aftur sem sumarmað- ur með honum ári seinna, en síðan liðu nokkur ár, þar til ég flutti aft- ur til íslands og hóf störf í Hag- fræðideild bankans síðla árs 1967.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.