Morgunblaðið - 25.10.1996, Page 34

Morgunblaðið - 25.10.1996, Page 34
, 34 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Logi Snædal Jónsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1948. Hann varð bráðkvaddur 15. október síðastliðinn um borð í Smáey VE 144. Foreldrar hans voru hjónin Helga Steinunn Hansen Guðmunds- dóttir, f. 21.3. 1916, d. 1.8. 1987, og Jón •**' Evert Sigurvinsson, f. 27.9.1915, d. 16.4. 1969. Systkini Loga eru Ruth, Hlyn- berg, Ægir og Guðmundur. Hálfsystkini Loga, sammæðra, eru Gunnar Marinó Hansen, d. 13.6. 1993, Hrafn Hansen, d. 16.3. 1972, og Guðrún Alísa Hansen. Hálfsystkini hans sam- feðra, eru Stefán Gunnar, Katr- ín Elsa, Krislján Eðvald, Sóley og Sigurbjörg Salla. Logi kvæntist á annan í jól- um 1970 Höllu Gunnarsdóttur, f. 5.12. 1941, frá Hofi í Öræf- um. Foreldrar Höllu eru Sigrún Drottinn, þinnar ástar óður endurhljómi’um jðrð og höf. Breiddu þína blessun yfir blóma lífs og þögla gröf. Vígi’og skjöldur vertu þeim, sem vinda upp hin hvítu tröf. Drottinn, þinnar ástar óður endurhljómi’um jörð og höf. (J. Magnússon.) Hann stóð í brúnni á Smáey Ve 144 þegar kallið kom. Hann stóð í brúnni og ætlaði að sigla '^fleyi sínu úr höfn til fiskjar eins og hann hafði gert svo ótal sinnum áður. Hann var sjómaður dáða- drengur og hans er sárt saknað af fjölmörgum. Sjómennskan var hans líf. Hann var ekki nema 13 ára gamall þegar hann bytjaði sjómennskuferil sinn og var á saltfiskveiðum á Þormóði goða við Grænland. Logi kom til Vestmannaeyja árið 1965 og vann fyrst í saltfiski hjá Ársæli Sveins- syni og fór síðar á ísleifana hjá honum. Síðan réðst hann í skips- rúm á Suðurey hjá Adda á Gjá- bakka sem hvatti Loga óspart til að fara í Stýrimannaskólann sem hann gerði. Logi útskrifaðist 1969 ""%ieð skipstjórnarréttindi. Eftir að hafa lokið námi var hann stýrimað- ur á Hellisey, Viðey, Gullberginu, Eyjaveri og Surtsey. Skipstjóri var Logi á Surtsey árið 1976 og seinna með Stokksey. Logi var hörkumikill skipstjóri, sem alltaf rótfiskaði og var far- sæll. Eins og allir sem ná einhverj- um árangri þá var hann gagntekinn af starfi sínu og var vakinn og sofinn í því að hugleiða nýja mögu- leika til hagsbóta bæði fyrir útgerð og skipvetja. Við hófum samstarf árið 1982 þegar hann gerðist meðeigandi í Smáey Ve og frá þeim tíma var ■'íLogi einn öflugasti skipstjóri flot- ans og frumkvöðull um breytingar og framfarir. Úrræðagóður og framsýnn um gerð togveiðarfæra. Oft kom hann með hugmyndir um breytingar en var tilbúinn að hverfa til fyrra horfs ef breytingarnar skiluðu ekki árangrí. Mér er minnisstætt þegar við forum vestur í Ólafsvík og skoðuð- um skutskipið Guðlaug Guðmunds- son. Þar upptendraðist hann og lýsti því hvað skutskipið hefði marga möguleika umfram síðutog- - skip. Og vissulega gekk það allt eftir. Báturinn var keyptur og kom heim til Eyja og var nefndur Smá- ey Ve 144 og þar var Logi „kap- teinn“ um borð og sannaði afdrátt- arlaust orð sín með því að koma með mikinn og góðan afla að landi ár eftir ár. Oft komust árin hjá jjhonum upp undir 2000 tonn á þess- um 14 árum sem við höfum verið Jónsdóttir, f. 21.2. 1920, og Gunnar Þorsteinsson, f. 20.9. 1907, d. 8.2. 1995. Börn Loga og Höllu eru Jón Snædal, f. 11.8. 1971, Sigrún Snæ- dal, f. 12.6. 1973, og Sæbjörg Snæ- dal, f. 21.6. 1977. Fyrsta barn þeirra var drengur, f. 5.5. 1970, d. 6.5. 1970. Jón Snædal er í sambúð með Berg- lind Kristjánsdótt- ur og eiga þau eina dóttur, Höllu Björk, f. 13.11.1993. Sig- rún Snædal er í sambúð með Þorsteini Waagfjörð. Árið 1969 lauk Logi skip- stjórnarprófi frá Stýrimanna- skólanum í Vestmannaeyjum, og upp frá því var hann skip- stjóri, síðustu 15 árin á Smáey VE 144. Utför Loga fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. í samstarfi. í sumar, sem dæmi má nefna, kom hann með að landi 50 til 75 tonn nánast fast tvisvar í viku. Það var heldur að kvótinn drægi úr honum. Segir sá dugnað- ur og fiskisæld meira en mörg orð. Margar „bleyður“ hafði Logi sótt og víða bleytt veiðarfæri sín, bæði fyrir austan og vestan. Fáir skipstjórnarmenn hafa þekkt sín fiskimið eins vel og hann. Ein er sú togslóð sem hann þekkti öðrum betur en það var „víkin“ þar sem Logi þekkti hvern hól, hverja nibbu og aðrar fyrirstöður sem kunnu að vera þar á botninum. Enda stund- aði Logi víkina mjög mikið og það var hans heimaslóð. Ekki var óal- gengt að hann byijaði veiðiferð með því að ksta þar eða hann end- aði veiðiferðina þar. Logi gat geng- ið nokkuð að því vísu að fá fisk í víkinni og í upphafi veiðiferðar gat hann sagt nokkuð til um útlit og horfur eftir að hafa dregið eitt tog á víkinni. Ef honum leist ekki á árangurinn þá fór hann austur eða vestur eða suður í kant, og yfir- leitt gekk allt upp. Ég sé fyrir mér að Loga verði minnst í hópi skipstjómarmanna og tel ekki ólíklegt að áður en langt um líður verði vitnað í togslóðir Loga og einhveijar beri nafn hans í framtíðinni. Mikill sjómaður er fallinn í valinn. Logi var stór í sniðum, þéttur á velli og léttur í lund. Það fór ekki framhjá neinum þar sem Logi Snædal kom eða fór. Það gustaði hressilega af honum og það var engin lognmolla þar sem hann var. Það hvessti oft í kringum hann og hann sagði meiningu sína tæpi- tungulaust og fór þá ekki í mann- greinarálit. Um leið var hann skemmtilegur og alls staðar hrókur alls_ fagnaðar. Ég hef misst góðan vin. Ég hef misst góðan skipstjóra. Ég hef misst góðan samstarfsmann til fjölda ára. Ég mun sakna þess þegar hann kom eins og storm- sveipur inn á skrifstofuna og spurði: „Er eitthvað að frétta,“ en það var orðatiltæki hjá honum, allt- af glaður í bragði og léttur í lund. Eða þegar þyngra var og þung undiralda. Þá lá hann ekki á skoð- unum sínum og sagði mönnum óhikað til syndanna á kjarnyrtu máli. Hann var gífurlega áhuga- samur um alla sjósókn, velferð út- vegs og sjómanna. Hann gladdist innilega þegar vel tókst til hjá afleysingamönnum sínum þegar hann var sjálfur í landi. En þó að hann hefði fast land undir fótum þá var hugurinn gjarnan úti á sjó hjá sínum mönnum á Smáey og var hann í daglegu sambandi við áhöfnina. Honum var alltaf annt um strákana um borð enda var hann með sömu áhöfnina til fjölda ára og eru strákarnir hans á Smá- ey harmi slegnir við sviplegt frá- fall góðs drengs. Logi fékk hjartaáfall seinni part ágústmánaðar. Frá þeim degi vann Logi vel í sínum veikindum og fannst okkur sem þekktum hann að hann hafði náð sér ótrúlega vel. Hann tók sig til og vildi breyta og bæta og hætta ýmsu því sem ekki þykir sérstaklega heilsusam- legt í lífinu. Hann gekk fast fram í þessum ásetningi sínum og til marks um það sagði Logi okkur frá þvi að hann hefði spurt lækninn hvort hann mætti ekki fá sér einn gráan á lundaballi næsta kvöld. Læknirinn taldi það heldur óráð- legt, en ekki ætti að skaða að fá sér tvo bjóra, og á lundaballinu dugðu bjórarnir tveir. Logi var einbeittur í því að vinna vel í sínum málum og þess vegna kemur skyndilegt fráfall hans okk- ur svo hræðilega á óvart. Að honum skyldi ekki verða auðið fleiri lífdaga er sorglegt en hans verður minnst um ókomin ár. Hann var glaður og góður drengur. Heill í hveiju starfí og ákaflega skemmtilegur og ógleymanlegur vinur og félagi. Ég kynntist Loga þegar hann var ungur maður að draga sig eft- ir sinni ágætu eiginkonu, Höllu Gunnarsdóttur, en hún átti heima í Öræfasveit þar sem ég var mörg sumur í sveit. Logi vitjaði sveitar- innar oft á ári og dvaldi þar í öllum sínum fríum og verður hans sárt saknað í sveitinni en þar er mestur söknuður tengdamóður hans, sem hann reyndist mjög vel. Daginn áður en Logi dó lék hann á als oddi á skrifstofunni og var sjálfum sér líkur. Hann spurði frétta með þeim hætti sem honum einum var lagið og hann sagðist hafa verið að rífast við hafnarkarl- ana og það væru sannarlega bata- merki að geta farið aftur að láta karlana heyra það. Hann hlakkaði til að fara aftur í róður eftir að Smáey hafði verið í skveringu þar sem vélin var endurbætt og fleira gert til að gera góðan bát enn betri. Hann hlakkaði til að takast á við ný verkefni og færa sjávarafla á land. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Hann siglir ekki lengur á Smáey en það er táknrænt að kallið kom þegar hann stóð í brúnni. Nú siglir hann í friðarhöfn. Ég þakka Loga fyrir mikið og ánægjulegt samstarf. Hann verður mér ávallt ógleymanlegur og ég sakna hans. Ég bið líknargjafann að varðveita hann og gefa Höllu og öllum ástvinum hans huggun og frið. Magnús Kristinsson og fjölskylda. Elsku pabbi, við viljum kveðja þig með fáeinum orðum og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Það var svo gott að hafa þig hjá sér. Gott að tala við þig og alltaf varst þú til taks þegar við þörfnuð- umst þín. Alltaf var gleði þar sem þú varst og ekki var hægt annað en að vera í góðu skapi þar sem þú varst nálægur. Elsku pabbi, söknuðurinn er mikill. Megi Guð styrkja mömmu og okkur í þessari miklu sorg. Takk fyrir allt, þú varst besti pabbi í heimi. Hér þegar verður hold hulið í jarðarmold, sálin hryggðarlaust hvílir, henni Guðs miskunn skýlir. Þú gafst mér akurinn þinn, þér gef ég aftur minn. Ast þína á ég ríka, eigðu mitt hjartað líka. (H. Pétursson.) Jón, Sigrún og Sæbjörg. Þriðjudeginum 15. október mun ég aldrei gleyma. Kl. 7.45 hringdi Logi hingað og var að ræsa á sjó- inn. Ég svaraði honum og ræsti Nonna. Kl. 8.45 erum við Halla Björk að fara á fætur. Þá kemur Nonni inn og segir: „Pabbi er dá- inn, pabbi er dáinn.“ Það var eins og veröldin hryndi, ég byijaði öll að titra og fór að gráta og Halla Björg skildi ekki alveg hvað var að gerast. Ég kem inn í þessa fjölskyldú rétt fýrir jólin árið 1989 og mér var strax boðið í mat á annan í jólum. Mér leið strax vel innan um þetta yndislega fólk. Ég svaf þarna og borðaði fyrstu árin okkar Nonna og mér var tekið eins og einni úr fjölskyldunni. Matmálstímar voru alltaf mjög skemmtilegir því þegar við sátum og borðuðum þá var allt- af eitthvað verið að spauga. Logi var alltaf svo rosalega léttlyndur og hress, alltaf hlæjandi, eins hún Halla. Þegar við Nonni fórum að búa komu þau Halla og Logi alltaf reglulega til okkar og alltaf var jafn yndislegt að fá þau. Það var þvílík hamingja hjá öllum þegar ég varð ófrísk að fyrsta bamabarninu, og ég var alveg viss á því að ég gengi með strák og við öll töluðum alltaf um hann Loga litla, en 13. nóvember 1993 fæddi ég þessa yndislegu stelpu og varð mjög hissa. Logi var yfir sig ánægður með litlu stúlkuna og var hún í algjöru uppá- haldi hjá ömmu og afa. Það var líka mikil ánægja hjá þeim þegar við skírðum hana á afmælisdeginum hennar Höllu 5. desember 1993 í höfuðið á henni en við máttum ekki skíra hana Snædal, þannig að hún fékk nafnið Halla Björk. Þegar hún stækkaði og fór að hafa meira vit þá sóttist hún svo mikið í að vera á Boðaslóð hjá ömmu og afa, og það besta var að fá að sofa hjá þeim. Amma og afi komu mikið að ná í Höllu Björk til að fara með hana suður á eyju að gefa öndun- um, kindunum og hestunum brauð. Logi var svo indæll maður. Þó hann hafi verið stór, þá hændust öll börn að honum og kölluðu hann afa Loga, og ekki leiddist honum það að eiga í svona mörgum börnum. Það mun taka mann langan tíma að skilja það að Logi skuli vera farinn frá okkur. Mér fannst svo yndislegt þegar við sátum tvö sam- an á spjalli. Við gátum talað um allt milli himins og jarðar og hann hafði svör við öllu. Hann var mér alveg sérstaklega náinn, eins er hún Halla það líka. Þetta er þvílíkur missir fyrir okkur öll, og mér finnst alveg hræðilegt þegar svona ungir menn eru teknir frá okkur, menn í blóma lífsins, þegar loksins er hægt að fara að slaka á í vinnunni og fara að njóta lífsins og gera það sem það vill. Og mér finnst svo sárt að Halla Björk eigi kannski ekki eftir að muna eftir honum, en við Nonni munum gera allt til þess að halda í minninguna um hann. Sigrún býr í Kópavogi og er í Kennaraháskólanum og var það mjög erfitt fyrir hana að vera í burtu þegar þetta gerðist, en hún huggar sig við það að hafa talað tvisvar sinnum kvöldið áður við pabba sinn. Eins Sæbjörg, hún er háseti um borð í Vestmannaey og var úti á sjó þegar þetta gerðist og hún mun einnig hugga sig við það sem hafa talað við pabba sinn daginn áður. Nonni mun hugga sig við það að hann var hjá pabba sín- um þegar hann kvaddi þennan heim. Halla kvaddi hann með kossi heima um morguninn eins og hún gerði alltaf og óskaði honum alls hins besta áður en hann fór á sjóinn. Logi kom í heimsókn til okkar 14. október. Nonni og Halla Björk voru heima, hún kvaddi hann með kossum og þegar hann var kominn út í bíl sendi hún afa sínum fingur- koss og hann á móti. Sjálf hitti ég hann síðast þegar Halla og Logi komu til mín á 25 ára afmælinu mínu 8. október og þar kyssti ég hann og þakkaði honum fyrir mig og mun ég aldrei gleyma því. Nú höfum við öll misst mikinn ástvin. Logi var einstakur fjölskyldufaðir, svo hlýr og yndislegur, sem hafði mikinn persónuleika. LOGISNÆDAL JÓNSSON Elsku Halla, Nonni, Sigrún og Sæbjörg, ég ætla að vona að góður Guð hjálpi okkur í þessari miklu sorg. Berglind Kristjánsdóttir, Halla Björk Jónsdóttir. Við skipverjar þínir erum harmi slegnir á þessari kveðjustund. Kall- ið kom of fljótt. Við vorum að heija róður með þér, en við erum flestir búnir að róa hjá þér í meira en tíu ár, þess vegna tekur það okkur mjög sárt að sjá á eftir góðum skipstjóra, félaga og vini. Kæra Halla, þú hefur misst mikið, og í hryggðinni er hugur okkar einnig hjá þér. Sál mín hugsar stoðugt um þetta og er döpur í bijósti mér. Þetta vil ég hugfesta, þess vegna vil ég vona: Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda, hún er ný á hveijum morgni. (Harmljóðin 3,20-23.) Við biðjum algóðan Guð að styrkja þig og fjölskyldu þína. Með okkur vakir minning um góðan dreng. Ahöfnin á Smáey VE 144. Ástkær frændi okkar Logi Snæ- dal Jónsson var skyndilega ekki lengur meðal okkar. Þegar fréttin barst til okkar var skyndilega dreg- ið fyrir sólina. Logi frændi var okkur alltaf svo góður, hann var alltaf svo hress og lífsglaður, alltaf var mikið hleg- ið og talað þegar við hittumst. Logi frændi var mikið með okkur í sumar og áttum við margar ánægjulegar stundir saman sem við nú varðveitum í hjörtum okkar í framtíðinni. Elsku Halla, Nonni, Berglind, Sigrún, Steini, Sæbjörg og Halla litla, megi Guð veita ykkur styrk í sorg ykkar og megi litli sólargeisl- inn okkar sem fæddist 16.10. síð- astliðinn vera okkur öllum gleði- gjafi á þessari stundu. Kæri frændi, megi Guð varðveita þig og minningu þína. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, þvi alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðm.) Aðalheiður, Eiríkur, Berglind, Bjartmar, Sigmundur og Vigdís. Geir - hann Logi bróðir og Halla eru á leiðinni hingað. Ég tók eftir því að röddin var full tilhlökkunar sem endranær þegar Logi boðaði komu sína, en Sóley eiginkona mín dáði þennan bróður sinn mjög, sem og aðrir er honum kynntust. Það var heldur ekki að sökum að spyija. Þegar Logi birtist ásamt sinni elskulegu konu varð kátt í koti. Logi var mikilúðlegur, röddin sterk, hláturinn smitandi og maður- inn hinn skemmtilegasti. Logi gerði sjómennsku að ævi- starfi og hefur lengst af verið skip- stjóri, nú síðustu ár á Smáey frá Vestmannaeyjum. Veit ég með sanni að honum fórst það starf afburða vel úr hendi. Áhöfnin var honum afar kær enda lítið um mannabreytingar á Smáey. Fyrst og síðast var það þó fjölskyldan og velferð hennar sem hann bar fyrir bijósti. Logi Snædal lést í brúnni um borð í skipi sínu. Enn stendur hann í brú, en nú á nýju fleyi og siglir hraðbyri á framandi mið. Það er trú mín að honum farnist vel í hin- um nýju heimkynnum. Höllu eiginkonu Loga, börnum þeirra og fjölskyldum votta ég mína dýpstu samúð. Ég kveð Loga Snædal með virð- ingu og þakklæti fyrir góð kynni. Geir Egilsson. Elsku Logi minn. Nú er víst komið að kveðjustund og erfitt að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.