Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 35
+ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 35 MINNINGAR 4 hafa ekki fengið að kveðja þig. Ég trúi því ekki að ég og Emma eigum ekki eftir að heimsækja þig á Boða- slóðina. Þú varst alltaf svo hress og kátur, maður hitti aldrei á þig dapran. Þú sitjandi í þínum hús- bóndastól þegar við komum inn og spurðir: „Hvað er að frétta?" eins og þér einum var lagið. Það er engin furða þótt Emma mín kallaði þig Loga afa þar sem þú varst svo barngóður. Alltaf varst þú tilbúinn að passa ef þú vissir að vantaði barnapíu og bauðst til að passa á sunnudagskvöldi á þjóðhátíð. Það var alveg sama hvaða börn það voru, öll hændust þau að þér og kölluðu þig Loga afa. Við eigum eftir að sakna þín sárt, elsku Logi, en minningin um þig mun lifa með okkur alla ævi enda þótt þú sért ekki hér á meðal okkar lengur. Elsku Halla, Sæbjörg, Sigrún, Steini, Nonni, Berglind og Halla Björk, megi Guð styrkja ykkur í hinni miklu sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hafdís og Emma. Ég hef gengið um sólheita sanda og brimpýr ókunnra hafa blandaðist þyti míns blóðs. Ég hef látið úr höfn allra landa og runnið í farveg hvers flððs. Og á botni hins óræða djúps hef ég vitund og vilja minn grafið og ég veit ekki lengur hvort hafið er ég eða ég er hafið. Þetta ljóð, Haf, eftir Stein Stein- arr er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég er viss um að honum Loga frænda mínum hefði Iíkað það. í minningunni eru hann og hafið eitt, næstum óaðskiljanleg, en á milli þeirra stendur það sem var honum dýrmætast, fjölskyldan hans. Logi var krabbi eins og svo margir sem eru mér kærastir, hann átti greiða leið að hjarta mínu með framkomu sinni og því kveð ég hann nú með miklum söknuði. Hann var sjómaður af lífi og s£l og fengsæll skipstjóri til margra ára, í útliti var hann eins og sjálf- sagt margir ímynda sér skipstjóra, stór og stæðilegur, tattóveraður og skeggjaður. Þegar ég hugsa um hann sé ég breiða brosið hans og heyri ómótstæðilegan hlátur hans, sem var svo kitlandi að allir í kring- um hann smituðust. Því var oft mikil gleði í kringum hann Loga. Allt sem tengdist sjónum var hon- um hugleikið, kvótamál og annað sem viðkom þessum þjóðarbúskap, fiskveiðum, var honum mikið hjart- ans mál. Því fannst mér hann hvergi annars staðar eiga heima en í Vestmannaeyjum, umkringdur hafinu. Hann var líka fengsæll í landi, eignaðist þvílíka kjarnakonu, hana Höllu, sem ól honum fjögur börn. Frumburður þeirra fékk ekki að lifa en hin börnin ólust upp á góðu heimili sem Halla stjórnaði svo vel meðan Logi var langtímum á sjó. Sumarið 1982, þá fimmtán ára gömul, kom ég út í Eyjar til þeirra til að vinna. Mér var strax tekið eins og einni úr þessari glað- væru fjölskyldu og vinkonum mín- um stóð heimilið opið einsog reynd- ar öllum öðrum, þau gátu enda- laust gefíð af sér. Síðan hefur mér fundist þau eiga aðeins i mér og ég kom þroskaðri og víðsýnni heim. Nonni, Sigrún og Sæbjörg fetuðu öll í fótspor föður síns og fóru á sjó, Nonni fór í Stýrimannaskólann og lagði sjómennskuna fyrir sig, Sigrún er núna nemi í Kennarahá- skólanum og hefur sjóinn sem sum- arstarf og Sæbjörg hefur stundað sjóinn að undanförnu. Og fjölskyld- an fór vaxandi, Nonni kynntist henni Berglindi og eignuðust þau augastein afa síns, Höllu Björk, í nóvember 1993, hún átti í honum hvert bein og afakot var henni kært. Sigrún er líka búin að stofna fallegt heimili með sínum manni, honum Steina sem hún kynntist á sjónum. Logi átti auðveit með að umgangast börn og tók elsti sonur minn hann hreinlega í dýrlingatölu þegar hann kynntist honum og vildi líkja sem mest eftir honum, mér sýndist í sumar að yngri börnin mín ætluðu að gera það sama þeg- ar þau kölluðu hann afa og hann sinnti þeim af natni og stakk smá nammi upp í þau. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum híýjum. (HIH.) Minningarnar eru margar, ég sé þig fyrir mér standandi á bökkum Þingvallavatns sumarið 1988, þig og Gunna bróður þinn, sem lést í júní 1993, enn ertu kominn í skip- stjórahlutverkið að kenna ungum syni mínum, Arnóri, réttu handtök- in við sjómennsku og Gunni, þín hægri hönd, að segja þér til og þá var mikið hlegið. Ég sé ykkur bræð- ur aftur fyrir mér í borðkróknum hjá mömmu, henni Ruth systur þinni, og enn er gleðin allsráðandi. Þið Gunni voruð mikið saman og fagnar hann þér eflaust nú. Svona gæti ég lengi haldið áfram, en dýr- mætastar eru mér samverustund- irnar við þig fyrir tæpum tveimur mánuðum. Þú varst að jafna þig eftir hjartaáfall sem kannski var fyrirboði þess sem koma skyldi en samt var það svo órafjarri mér að þetta yrðu okkar síðustu stundir saman, kraftur þinn og lífsgleði voru slík að þær hugsanir hvörfluðu ekki að mér þá. En að morgni 15. okt. kom kallið, þín var þörf á æðri stöðum og sjálfsagt stendur þú núna í brúnni á einhverri happa- fleytunni og ert að fá hann. Þann- ig sé ég þig fyrir mér, kæri frændi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Halla, Nonni, Sigrún, Sæbjörg, Berglind, Halla Björk litla og Steini, ykkar missir er mikill, og sorgin sár, en vonandi fáið þið styrk úr trúnni til að brosa í gegnum tárin. Fjölskyldu, systkinum, öðrum ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Helga Björg Sigurðardóttir. „Nokkuð að frétta," sagði Logi svo oft með sérstöku brosi á vör og stríðnisglampa í augum og spurningin var einfaldlega krafa um viðbrögð, krafa um snerpu og skemmtilegheit. En nú er ekkert að frétta, nú er dapurlegt og sárt því vinur okkar, Logi Snædal Jóns- son skipstjóri í Vestmannaeyjum, er fallinn frá svo langt, langt fyrir aldur fram. Logi var stórbrotinn persónuleiki með stíl sem einhverjir doktorsrit- gerðarspekúlantar hefðu fyrir löngu átt að kanna nánar. En nú eru þeir búnir að missa af „fréttun- um". Logi var glæsilegur maður á velli og fór um sem fjöllin flygju, ef sá gállinn var á honum. Þegar tunga hans var í ham var ekkert verið að mylja moðið og minnti á ásýnd jökulruðningsins en hin hlið- in á tungu hans bar svip mildinnar og blíðunnar sem meðal annars lýsti sér í því að Logi var með ein- dæmum barngóður, og eru það þó margir. Logi var mikill veiðimaður og sækinn og þannig var eðli hans í rauninni og var þá sama hvað hann tók sér fyrir hendur. En þótt hann hefði mikið yndi af að gant- ast og lifa lífinu lifandi þá bjó í honum mjög yfirveguð hlédrægni þar sem það var gagnkvæmt að hann truflaði ekki aðra og lét ekki aðra trufla sig. Logi bjó yfir ótrúlega stóískri ró og hann var mikill vinur vina sinna, félagslyndur mjög og naut sín vel í góðra vina hópi. Þó fór aldrei á milli mála að best naut hann sín þegar Öræfastelpan hún Halla var næst honum, eiginkonan sem yar gimsteinninn hans og ankerið sem þessi mikilúðlegi mað- ur stöðvaðist við. Þegar Logi sat sem rólegast í góðra vina hópi þá komu skyndi- skotin, yfirlýsingar sem fengu alla til að hristast af hlátri. Logi var í hópi Elliðeyinga og setti svip þar á sem annars staðar. Oftast er það nú svo að unglingarn- ir í úteyjum líta mest upp til þeirra sem veiða mest. Logi lagði ekki mikið upp úr því í Elliðaey, fékk nóg út úr harðsækinni veiðimennt- un á sjónum, en hann naut þess að segja unglingunum sögur. Með frábærum eiginlegum sögustíl leiddi hann unga fólkið inn í ævin- týr bernsku hans, uppátæki og prakkaraskap. Og Logi var toppur- inn á tilverunni í augum krakkanna og reyndar fleiri. Logi var í hópi Hrekkjalómanna og þar átti hann svo sannarlega heima, ekkert verið að eltast við smámunina eða öfundina en lífið tekið þeim tökum að hafa gaman af því. Að fanga atvikin og segja sög- una krefst mikillar kúnstar. Þar naut Logi sín vel. Fyrir nokkrum árum fór Logi með Surtseyna ásamt skipshöfn sinni til Bretlands í viðgerð með vélina á skjöktnótunum. Eitt kvöld- ið bar svo við að skipverjar af Grindavíkurbát komu í heimsókn um borð og tappinn var sleginn úr, eins og gengur. Líður nú á kvöldið með miklu spjalli og var eitthvað farið að ganga á sortirnar. Þá ákváðu þeir Logi skipstjóri og Óli kokkur að bæta úr því og brugðu sér upp á krá í hafnarbænum. Þar var þá engu minna spjall enda sjó- menn víða að. Þeir félagar fóru því ekki aftur til skips fyrr en um miðja nótt. í millitíðinni hafði eldur orðið laus í brú Surtseyjar og var slökkvi- liðið í Grimsby kallað út. Töluverð- ur bruni varð, henda þurfti öllu lauslegu út og allt var sótsvart. Meðal annars var hent út dýnum og öðrum lausamunum úr klefa Loga í brúnni. Þegar þeir Logi og Óli komu til skips um nóttina var skyggni slæmt, bæði hjá þeim sjálf- um og að auki var kolsvartamyrkur því ljósin höfðu verið tekin af brúnni. Logi fór í sína koju án þess að veita brunarústunum athygli og Óli í sína niðri en þar var allt í stakasta lagi. Undir hádegi þegar Óli vaknarvar Logi ekki kominn niður, svo Óli fór að gæta að. Fékk hann algjört sjokk þegar hann kom í brunarústirnar og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Þar sem hann kíkir í mikilli örvæntingu inn í klefa Loga er Logi að vakna en virtist eiginlega ekki vita hvort hann væri í svefni eða vöku og veigraði sér augljóslega við að opna augun. Óla fannst magnað að sjá þennan stóra hvíta mann á naríunum einum sam- an liggjandi á kassafjölum í koj- unni sinni því dýnan var kolbrennd uppi á bryggju. í því segir Logi við Óla: „Það virðist ekkert vera að frétta." Óli mátti ekki mæla vegna undrunar og þá bætir Logi við: „Óli, segðu mér það, varð ég alveg brjálaður?!" - Auðvitað hafði Logi ekki kveikt í bátnum og allt réttist þetta nú af og Logi hafði mikið gaman af þessari sögu. Það er svo sárt að sjá á eftir félögum sínum, félögum sem eru gefandi og halda sínu striki. En svo á einu augabragði lemur al- mættið í borðið og öll vötn ganga til þurrðar. Loga Snædal er sárt saknað. Megi góður Guð varðveita hann og minninguna um frábæran dreng, varðveita Höllu Gunnarsdóttur og börnin þeirra glæsilegu, yini og vandamenn. Árni Johnsen. t Ástkær móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, BJARNHEIÐUR INGIMUNDARDÓTTIR frá Litia-Hvammi, Álfhólsvegi 43, andafiist í Landspítalanum þann 21. október. Ingimundur Jónsson, Jón Gísli Jónsson, Ólaf ur Svanur Ingimundarson, Björn B. Ingimundarson, Bjarnheiður M. Ingimundardóttir, Björgvin Sigurfisson, Jón Heifiar Jónsson, Guðmundur Einar Jónsson, og bamabörn. Elfa Björnsdóttir, Þóra M. Einarsdóttir, Emma Gísladóttir, t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN HÖRÐUR ÁRNASON, Stffluseli B, Reykjavík, lést í Landspítalanum 22. október. Hrefna Gunnarsdóttir, Gunnhildur Hlöðversdóttir, Árni J. Strandberg, Reyndís Harðardóttir, Gunnlaugur Hilmarsson, Jón Magnús Harðarson, Kolbrún Sigtryggsdóttir og bamabörn. t Ástkœr eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LOGI SNÆDALJÓNSSON skipstjóri, Boðaslóð 16, Vestmannaeyjum, er lést þriðjudaginn 15. október sl., verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, föstudaginn 25. október, kl. 14.00. Halla Gunnarsdóttir, Jón Snœdal Logason, Berglind Kristjánsdóttir, Sigrún Snœdal Logadóttir, Þorsteinn Waagfjörd, Sæbjörg Snædal Logadóttir, Halla Björk Jónsdóttir. t *- Elskulegur faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN HÁKON HAUKDAL ANDRÉSSON, Vallargötu 29, Þingeyri, sem lést í Sjúkraskýli Þingeyrar mánu- daginn 21. október, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju á morgun, laugar- daginn 26. október, kl. 14.00. Sólveig Sigurjónsdóttir, Kristján Sigurjónsson, Ólaffa Sigurjónsdóttir, Andrés Sigurjónsson, Elínborg Sigurjónsdóttir, Þórður Arason, bamabörn og bamabarnaböm. Matthías Guðjónsson, Guðberg Kristján Gunnarsson, • Fleirí minningargreinar um LogaSnædal Jónsson bíða birting- arogmunu birtast i biaðinu næstu t Ástkær eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR f rá ísafirði, Árskógum 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, föstudaginn 25. október, kl. 10.30. Frifiþjóf ur Hraundal, Guðmundur Antonsson, Anna Ámadóttir, Ómar Friðþjófsson, Sigurbjörg Þórmundsdóttir, Friðþjófur Friðþjófsson, Berglind Friðþjófsdóttir, Stefán Högnason, barnabörn og bamabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.