Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 36
, 36 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4- MIIMNINGAR KATRIN , EINARSDÓTTIR + Katrín Dagmar Einarsdóttir var fædd í Reykjavík 12. júlí 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Foss- vogi, 18. október síðastliðinn. Katrín var dóttir hjónanna Einars Dagbjarts- sonar, sjómanns og síðar verkstjóra hjá Reykjavíkurborg, f. *^13.6. 1896 í Syðri- Vík i Landbroti, d. 24.6. 1952, og Matt- hildar Helgadóttur, klæðskera, f. 16.3. 1889 á Ket- ilsstöðum á Kjalarnesi, d. 23.3. 1964. Katrín átti eina hálfsyst- ur sammæðra, Kristjönu Skag- fjörð, f. 25.9. 1918, d. 18.4. 1979. Hún var gift Magnúsi Grímssyni, skipstjóra, f. 11.12. 1918, d. 22.8. 1994, og áttu þau sex börn. Að lokinni skólagöngu starf- aði Katrín lengi við verslunar- störf en síðár hjá Pósti og síma og seinast í þvottahúsi Sláturfé- -, j. lags Suðurlands en lét af störf- um þar 1983 til að gæta dóttur- dóttur sinnar, Katrinar. Katrin tók virkan þátt í starfi kvenfélags Lögreglukórs Reykjavíkur og fé- lagi eiginkvenna lögreglumanna á B-vakt lögreglunn- ar í Reykjavík. 26. september 1953 giftist Katrín eftirlifandi eigin- manni sínum, Jóni Eyjólfi Jónssyni, fv. lögregluvarðstj óra, f. 18. maí 1925 á Grímsstaðaholti við Skerjafjörð. Hann er sonur Jóns Eyjólfssonar, sjó- manns, f. 18.11. 1889, d. 19.8. 1957, og Þórunnar Pálsdóttur, húsmóður, f. 14.3.1892, d. 18.9. 1969. Katrín og Eyjólfur eign- uðust tvö börn. 1) Dreng, fædd- an andvana 20. júlí 1953. 2) Berglind, lögreglumann, f. 26.12.1957, gift Jóni Otta Gísla- syni, lögregluvarðstjóra, f. 15.4. 1955. Þau eiga tvö börn. 1) Katrín Dagmar, f. 16.9.1983. 2) Jón Eyjólfur, f. 23.3. 1989. Útför Katrínar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. „Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauð- inn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið." (Op. 21.4.) Elsku besta amma mín er horfin úr þessum heimi og farin upp til Guðs þar sem engir sjúkdómar eru. *d#úna líður henni vel, hún er hjá Jesú og hann gætir hennar. Hún labbar um bein í baki og engir verk- ir þjá hana lengur. Allt er horfið. Nú situr hún og horfir á mig. Hún kallaði mig alltaf Gullklumpinn sinn og alltaf þegar ég kom í heimsókn þegar ég var lítil þá kallaði hún: „Gullklumpur ömmu." Ég svaf um hverja helgi hjá ömmu og þá annað- hvort horfði á sjónvarpið eða spilaði við ömmu, stundum púsluðum við. Hún veiktist fyrir 12 árum, en þá var ég ársgömul, en Guð var svo góður að leyfa henni að lifa svo hún gæti passað mig og bróður minn sem er 7 ára. Og ég þakka Guði fyrir þessi 12 ár sem hann gaf henni. Elsku amma mín, hvíldu í friði. Ég mun alltaf elska þig og muna eftir þér. Katrín Dagmar Jónsdóttir. Glöð með glöðum varstu, göfg og trygg á braut, þreyttra byrði barstu, blíð í hverri þraut. Oft var örðugt sporið, aldrei dimmt í sál, sama varma vorið, viðkvæm lund og mál. t Jl ? Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN INGVARSDÓTTIR, Jöldugróf 20, Reykjavfk, lést í Landspítalanum 13. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Theodór Líndal Helgason, Erla Líndal Theodórsdóttir, Jónas Jónasson, Birna Laufey Theodórsdóttir, Ottó Eiður Eiösson, Margrét Þuríður Theodórsdóttir, Brynjar Sigurðsson, Jón Ingi Theodórsson, Oddný Jónsdóttir, barnabörn og bamabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFURJ.LONG, Grensásvegi 58, lést í Landspítalanum aðfaranótt mið- vikudags 23. október. Kristbjörg Ingimundardóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. ~* Lokað Verslun okkar verður lokuð í dag, föstudaginn 25. október, vegna jarðarfarar GUÐRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR. Parket og gólf ehf. Hjá þér hlaut inn snauði huggun marga stund; hærra heimsins auði hófst þú sál og mund. Þeir, sem þerra tárin, fá við farin árin fögur sigurlaun. Börn og frændur falla fram í þakkargjörð fyrir ástúð alla - árin þín á jörð; fyrir andans auðinn, arf, sem vísar leið, þegar dapur dauðinn dagsins endar skeið. Hvíl, þín braut er búin. - Burt með hryggð og tár! Launað traust og trúin, talið sérhvert ár. Fögrum vinafundi friðarsunna skín; hlý að hinzta blundi helgast minning þín. (Mapús Markússon.) Helga, Kristján, Styrmir og Úlfar. Kveðja til minnar elskulegu æskuvinkonu, Katrínar Einarsdótt- ur, með ljóði Ingibjargar Sigurðar- dóttur sem segir allt sem ég vildi sagt hafa um vinkonu mína og okk- ar kynni. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gieymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Sá sem stýrir stjarna her gefi eiginmanni og fjölskyldu hugarró. Vilborg Benediktsdóttir. í dag er kvödd frá Bústaðakirkju Katrín Dagmar Einarsdóttir, en hún lést eftir skamma en erfiða sjúk- dómslegu þann 18. október sl. Með láti hennar sannast þau marg- kveðnu orð að eins þótt menn renni í grun að endalokanna muni ekki langt að bíða kemur dauðinn sífellt að óvörum. Okkur systurbörnum Katrínar — eða Kallýar frænku eins og við jafn- an kölluðum hana — er flestum fremur ljúft og skylt að minnast hennar þegar skilnaðarstundin er upp runnin. Eftir lát móður okkar fyrir sautján árum og sviplegt frá- fall föður okkar fyrir tveimur árum er óhætt að segja að hún hafi verið höfuð fjölskyldunnar og því hlut- verki sinnti hún með þeirri prýði og sköruleika sem henni var svo eiginlegur. Allt varð henni að tilefni til að kveðja fjölskylduna saman á hinu myndarlega heimili þeirra Eyj- ólfs Jónssonar eiginmanns síns og þar skorti hvorki á rausn né glað- værð. Vissulega er það misjafnt aldurs- munar vegna á hvaða skeiði við sex systkin minnumst frænku okkar fyrst — en öll eigum við sameigin- legt að um þær minningar leikur bjarmi stakrar ljúfmennsku, mýktar og persónuþokka sem höfðaði sterkt til barnssálarinnar. Beiskur harmur er því að okkur öllum kveð- inn — þótt spyrja megi hver okkar missir sé á við þann missi sem ást- kær eiginmaður, kær einkadóttir, tengdasonur og ekki síst barna- börnin ungu tvö hafa nú orðið fyrir. Katrín Dagmar var fædd í vest- urbæ Reykjavíkur, en árið 1934, þegar hún var aðeins fjögurra ára, festu foreldrar hennar kaup á Fagradal í Sogamýri og fáum árum seinna á húsinu við Borgargerði 11 í Sogamýri, en þar var Kallý til heimilis til fullorðinsára og þau Eyjólfur maður hennar í allnokkurn tíma á fyrstu hjúskaparárum sínum. Á þessum árum var Sogamýrin enn sveit og minni sem meiri búskapur rekinn á þeim fáu býlum sem þar voru á strjálingi. Suðurlandsbrautin teygði sig eins og hver annar sveita- vegur milli Sogamýrarinnar og Vogahverfisins sem þá var smám saman að byggjast. Því kemur Vogahverfið við sögu hér að þegar foreldrar okkar, Kristjana Skag- fjörð og Magnús Grímsson, keyptu húsið að Ferjuvogi 21 árið 1948- 1949 var „þéttbýli" enn ekki meira en svo að við börnin gátum veifað henni „Matthildi ömmu" í Sogamýr- inni úr garðinum heima! Það voru dýrðlegir dagar, og tíðförult varð okkur þennan spöl til ömmu, Einars afa og Kallýar. Enn er eins og við finnum ilminn af baldursbrárbreið- unum og njólastóðunum sem þá voru hinn ríkjandi gróður á þessari skömmu leið — sem samt varð okk- ur litla fólkinu iðulega nokkur veg- ur — enda ýmsar furður náttúrunn- ar til að tefja förina, kannski hun- angsfluga eða fugl á hreiðri. Matt- hildur amma var kona afbragðs vel gefin og vel gerð. Hún var trúuð kona og skyggn og mætti segja af því ýmsar sögur, þótt það verði vita- skuld látið hjá líða hér. En á þeim aldri sem við munum ömmu best voru það þó jarðarberin hennar — sem henni tókst að láta vaxa í gróð- urbeðunum sínum á sumri hverju — sem meiri áhuga vöktu. Hvflík til- hlökkun var ekki því samfara að fá að smakka á þessum sætu og furðulegu, suðrænu berjum hennar þegar á sumarið leið. Þá lágu vita- skuld gagnvegir milli þeirra systr- anna móður okkar og Kallýar, sem á stundum kom nær daglega í heim- sókn í Ferjuvoginn og iðulega slóst þá eftirlætisfrænka þeirra systra, Stella Ólafsdóttir, í hópinn og var þá setið og spjallað langt fram eft- ir kvöldum. En hinn stóri heimur hafði þó t Astkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINDÓR ÖNUNDARSON, Hólsgötu 4, Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 26. október kl. 14.00. Stefanía Steindórsdóttir, Sveinn Einarsson, Guðni Þór Steindórsson, Jóhanna Garðarsdóttir, Önundur Steindórsson, Rannveig Höskuldsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Astkær móðir okkar og tengdamóðir, SVANHILDUR MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, er andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, 21. október verður jarðsungin frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 31. október kl. 15.00. Guðlaug Jónsdóttir, Haukur Bogason, Þorleif ur Jónsson, Jenny Lind Árnadóttir, Bergur Jónsson, Gunnhildur Þorsteinsdóttir, Unnur Simonar. vitjað sveitarinnar í Sogamýri fyrir minni okkar a.m.k. yngri systur- barna Kallý frænku. Stríðið kom og það höfðu risið hermannaskálar (Camp Curtis) fáa tugi metra neðan við húsið í Borgargerði 11 og annar (Selby Camp) nokkru ofar og vest- ar. En það var eins og sveitin í Sogamýri stæði þetta allt af sér og væri sú hin sama eftir og áður en öll þessi herneskja gekk um garð. Hænurnar hennar ömmu — sem hún átti allt fram undir 1960 — og kýrnar létu þetta lítt á sig fá og að því er virtist þorrinn af mann- fólkinu einnig. Þó gleymist ekki frásðgn ellefu ára gamallar blað- burðarstúlku sem síðsumars 1941 faldi sig með blöðin sín niðri í skurði skammt frá heiðurspallinum við Suðurlandsbraut þar sem enginn minni maður en Winston Churchill stóð og tók hyllingu hersveita bandamanna. En árin liðu og sveitin í Soga- mýri er orðin að minningu einni. Katrín Dagmar varð að ungri konu, hávaxinni með óvenju dökkt litaraft og sérlega frítt andlit. Því var ekki að undra að fyrr en varði stóð í dyrunum í Ferjuvogi ungur og vörpulegur maður, hár og breiður um herðar. Þessi maður var Eyjólf- ur Jónson, síðar lögregluþjónn og varðstjóri. Þau héldu brúðkaup sitt þann 26.9. 1953 á heimili foreldra okkar systkina í Ferjuvogi 21, og enn er okkur í minni hve glæsileg brúðhjónin voru ... Eyjólfur átti síðar eftir að geta sér þjóðfrægð fyrir sundafrek sín og hlaut að verð- leikum viðurnefnið „sundkappi." Eyjólfur var eins og mörgum er kunnugt einn stofnenda Knatt- spyrnufélagsins Þróttar og vakti hann þegar ákafan íþróttaáhuga hjá okkur bræðrum — þótt hvorug- ur okkar ætti eftir að iðka íþróttir að marki. En meiru skipti að hann gerðist strax náinn vinur okkar systkinanna allra, því það átti hann sammerkt með eiginkonu sinni að umgengni við börn var honum í blóð borin. Þessi eiginleiki aflaði honum ómældra vinsælda og hið sama varð uppi á teningnum þegar við systkin sjálf eignuðumst börn og barnabörn árum síðar. Öll urðu þau sem augasteinn Kallýar og Eyjólfs og það var gagnkvæmt. Árin 1967-1968 dvöldu þau Kallý og Eyjólfur í Bandaríkjunum þar sem Eyjólfur var við gæslustörf hjá SameinuðiT þjóðunum og er heim kom fluttu þau í hið nýja og reisu- lega hús sitt að Rauðagerði 22 — sem Eyjólfur hafði byggt að heita mátti einn síns liðs — og stendur við hlið gamla hússins að Borgar- gerði 11. Hér voru húsakynni stór og rúmgóð og gáfu Kallý kost á að njóta sín sem gestgjafi og það af þeim myndarbrag sem var henn- ar yndi og eðli sem fyrr er á minnst hér. Eyjólfur hafði til fjölda ára verið áhugasamur félagi Lögreglu- kórsins og þegar Norðurlandamót lögreglukóra var haldið í Reykjavík árið 1988 var öllum félögum danska, norska og sænska kórsins boðið heim til þeirra hjóna og veitt af rausn. Vegna heimsóknar Bandaríkjaforseta til Finnlands þetta ár komst finnski lögreglukór- inn ekki á mótið þessu sinni — en hann kom árið á eftir og vitanlega var dyrum í Rauðgerði 22 enn lok- ið upp fyrir gestunum. Við bæði þessi tilefni var dag hvern opið hús hjá Kallý og Eyjólfi meðan á mótun- um stóð. Indæl er sú minning er hinir erlendu gestir tóku kröftug- lega lagið um miðnæturbil eitt fag- urt sumarkvöld utan við húsið í Rauðagerði og íbúar í Sogamýri og Vogahverfi söfnuðuðust undrandi og hrifnir út á svalir eða þá út fyr- ir hús sín. Vitaskuld sóttu þau Kallý sérhvert mót lögreglukóra sem haldið var á hinum Norðurlönd- unum og síðast nú í maí síðastliðn- um í Danmörku. Kallý tók einnig á sinn hátt þátt í félagsstarfi lögregl- unnar með virkri þátttöku í klúbbi eiginkvenna B-vaktar lögreglu- manna. Hér gefst tilefni til að minnast á að þau hjón ferðuðust mikið erlend- is og hvar sem þau fóru öfluðu þau sér sínýrra vina, svo þegar komið i 1 i I 4 4 i 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.