Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR25.0KTÓBER1996 37 MINNINGAR 4 4 4 4 4 4 var í Rauðagerði 22 mátti jafnan eiga von á að þar væru fyrir gestir af ýmsu þjóðerni — Englendingar, Norðurlandabúar, Ástralir — sem sumir þáðu þar gistingu í lengri eða skemmri tíma. Einkum voru Gu- ernsey, Norfolk og Portsmouth á S-Englandi þeim kærir sumardval- arstaðir hin síðari árin. Þá heim- sóttu þau tíðum vinafólk sem þau áttu í Leeds og í Yorkshire. En „sorgin gleymir engum," eins og í kvæðinu segir og hið misfellu- lausa og ástríka hjónaband Kallýar qg Eyjólfs beið sín þungu áföll. Árið 1953, þegar Kallý var aðeins 23 ára gömul, varð hún fyrir því slysi að strætisvagn sem hún hafði tekið sér far með fór á hliðina við gamla íþróttahúsið að Hálogalandi og margir hlutu alvarleg meiðsl. Hún var þá vanfær að fyrsta barni þeirra hjónanna og fæddist það andvana fyrir afleiðingar slyssins. Þá var það árið 1984 að hún greindist með krabbamein sem þeg- ar var komið á afar hættulegt stig, en hún eigi að síður lifði af með undursamlegum hætti — og þá ekki síst að mati lækna hennar - þótt hún biði verulegt heilsutjón. Þá kom kjarkur og staðfesta hennar í ljós sem aldrei fyrr, því það eru ekki miklar ýkjur þótt sagt sé að allir hafi verið skelfingu lostnir — nema hún. Enn þann dag í dag minnist eldra starfsfólk krabbameinsdeildar Borgarspítalans þessarar einstöku konu sem þvertók fyrir að ganga í neinslags þeim klæðum sem sjúkra- hús ætla sjúklingum sínum, heldur skrýddist dýrindis silkisloppum þeim sem hún átti marga, vendilega snyrt, greidd og ilmborin af stakri smekkvísi, eins og hefðarkonu sæmdi — sem bar tvö keisaraynju- nöfn, Katrín og Dagmar. Þannig kom einnig fram í þungum veikind- um sú ríka sjálfsvirðing sem hún átti og einkenndi hana allt fram til hinstu stundar. Geta má um að þar naut hún ríkulega umhyggju vin- konu sinnar Svövu Guðmannsdóttur hárgreiðslukonu. Á sjúkrahúsinu hélst Kallý heldur ekki lengur við en ströngustu kröfur lækna hennar heimtuðu — þá var hún farin heim. En meira að segja konu sem henni hefði ekki verið slíkt unnt án óþreyt- andi umhyggju og ástúðar eigin- mannsins sem engin byrði var of þung að bera þegar elskuleg konan hans átti í hlut. Árið 1957 var mikið gæfuár í lífi þeirra hjónanna, því 26. desem- ber það ár fæddist þeim dóttirin Berglind, sem alla tíð síðan hefur verið gleði og stolt foreldra sinna. Berglind gerðist lögregluþjónn eins og faðir hennar og er gift Jóni Otta Gíslasyni lögregluvarðstjóra. Þau hafa lengst af búið í húsinu að Rauðagerði 22 - í íbúðinni fyrir neðan íbúð foreldra sinna og tengdaforeldra. Þau eiga tvö börn, Katrínu Dagmar 13 ára og Eyjólf Jónsson 7 ára. Ekki þarf að eyða orðum að hvílíkur sá missir er sem þeim hefur nú borið að höndum — og þá ekki síst börnunum tveimur sem bera nafn afa og ömmu. Sú er þó bót í máli að það athvarf sem þau eiga hjá afa sínum er betra en ekkert! Kallý frænka var með afbrigðum vinföst og til marks um það er vin- átta þeirra Erlu Kristjánsdóttir frá Vonarlandi í Sogamýri sem rætur átti að rekja allt til bernskuáranna og vinátta hennar við þær Vilborgu Benediktsdóttir og Katrínu Björg- vinsdóttur sem varði allt frá ungl- ingsárunum. Þá var áratuga vinátta með þeim Kallý og mæðgunum Þóru Stefánsdóttur og Ester Guð- mundsdóttur — og fleiri mætti nefna því vinmörg var Kallý um leið og hún var vinföst. Því olli ekki síst alúð hennar, glaðværð og jafnaðargeð, og sá var einn fágætra mannkosta hennar að aldrei lagði hún misjafnt orð til nokkurs manns. Það er ekki óvanalegt að getið sé um hjónabandsfarsæld í minn- ingarorðum — sem vel fer á þar sem það á við. En fátítt mun að geta megi um slíkt lífslán af jafn fölskva- lausri sannfæringu og þegar við leiðum hugann að 43 ára hjóna- bandi Katrínar Dagmarar og Eyj- ólfs Jónssonar. Hjónaband þeirra var sjaldgæflega gott og megi lýsa því með tveimur orðum öðum frem- ur þá er það gagnkvæm virðing og vinátta. Eftir hin alvarlegu veikindi Kallýar 1984 sem hún lifði af með svo undraverðum hætti gafst þeim Eyjólfí að njóta samvistanna í tólf hamingjusöm ár, sem þau sannar- lega nýttu til fullnustu. En á sl. hausti tók sjúkdómurinn sig upp að nýju. Enn mætti Kallý — aðeins 66 ára gömul — hörðum órlögum af sama æðruleysinu og forðum. I hljóði dáðumst við sem til þekktum að órofa ást og tryggð Eyjólfs sem ekki vék frá sjúkrabeði konu sinnar dag né nótt síðustu þrjár vikurnar. Við aðstandendur hennar viljum nota þetta tækifæri til þess að færa Jóni Vilberg Högnasyni lækni, öðr- um læknum og hjúkrunarliði á deild A-7 Borgarspítalans þakkir fyrir þeirra góðu aðhlynningu og hjúkrun sem frænka okkar naut þar síðustu ævidagana. Komið er að kveðjustund. Minn- ingarnar þyrpast að: Hvað nú um jóladagsheimboðin í Rauðagerði 22 sem voru fastur punktur í tilver- unni svo langt aftur sem við flest okkar systkina munum? Hvar er hún hlýja höndin og þessi glaði og innilegi hlátur sem jafnan kvað við og brá ljóma á alla samfundi okkar ættmennanna? Svo mætti áfram telja. Skarð er höggvið í fámenna fjölskyldu — tilveran er ekki lengur sú hin sama og hún var. Far þú í friði, " friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Systurbörn. Það er komið haust, sumarið hefur kvattokkur og laufin falla af trjánum. I dag kveðjum við mikla heiðurskonu, Katrínu Dagmar Ein- arsdóttur. Á kveðjustund leita á hugann minningaperlur liðinna ára. Það eru næstum tuttugu ár síðan við hittumst fyrst, konurnar í B- vaktarklúbbnum. Olíkar konur sem þá áttu það sameiginlegt að menn- irnir þeirra unnu á sömu vakt í lögreglunni í Reykjavík. Kallý var ein af þessum konum. Allar götur síðan höfum við hist reglulega og átt saman margar ógleymanlegar stundir. Við höfum farið í leikhús, spilað, föndrað og margt fleira en þó fyrst og fremst átt saman notalegar stundir á heimilum okkar. Það var alltaf gaman að koma á fallega heimilið þeirra hjóna í Rauðagerðinu. Kallý var á margan hátt sérstök kona. Hún var víðsýn og mikil heims- kona. Henni var einkar lagið að skapa notalega stemmningu, hvort sem það var „brunch" í hádeginu eða kvöldstund við kertaljós. Við kveðjum Kallý með söknuði og virðingu og þökkum fyrir dýr- mætar samverustundir. Saman eig- um við minninguna um jákvæða og heilsteypta konu, minningu sem murt lifa. Við vottum Eyjólfi, Berglind og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) B-vaktarklúbburinn og eiginmenn. Elsku Kallý. Þakka þér fyrir allt og allt, alla hlýjuna, umhyggjuna, og vináttuna, við mig og mína, alltaf, þin Halla. Sígur á seinni hlut- ann í undankeppninni BRIDS Ródos, Grikklandi ÓLYMPÍUMÓTIÐ Ólympíumótið í brids er haldið dag- ana 19. október til 2. nóvember. Upplýsingar um árangur islenska liðsins eru í textavarpi Sjónvarpsins, bls. 246, og á heimasíðu Bridgesam- bands Islands: http://www.is- landia.is/"isbridge/ Einnigeru upplýsingar um mótið á heimasíðu Alþjóðabridssambandsins: http://wbf.bridge.gr/Rhodes. %/rhodes.htm ÍSLENSKA liðið á Ólympíumót- inu á Ródos heldur sér meðal efstu þjóða í sínum riðli nú þegar riðla- keppnin er liðlega hálfnuð. Enn eiga íslendingarnir eftir að spila við 16 þjóðir áður en í ljós kemur hvort þeir sleppa gegnum nálaraugað og inn í úrslitakeppnina sem hefst á þriðjudag í næstu viku. Af þessum sextán þjóðum sem eftir eru hafa sex meira en meðal- skor, en 10 eru undir meðalskor. Ef lögð eru saman stig þeirra and- stæðinga, sem liðin í 10 efstu sæt- um riðilsins hafa mætt til þessa, þá er stigatala íslendinga hæst, en Norðmanna lægst. Það þýðir að íslendingar hafa til þessa mætt erf- iðustu andstæðingunum en Norð- menn þeim léttustu. íslendingar mættu Tævanbúum í 15. umferð á miðvikudag. Á mót- um Alþjóðabridssambandsins er Tævan raunar skráð undir nafninu Kínverska Taipei af pólitískum ástæðum en Kínverjar viðurkenna ekki Tævanstjórn. Hins vegar er Taipei höfuðborg Tævan. I rúman aldarfjórðung hafa spil- arar frá Tævan verið í fremstu röð í heiminum, eða frá því þeir kom- ust tvivegis í úrslitaleik um Bermúdaskálina með Presision- sagnkerfið að vopni. Þeirra þekkt- asti spilari er Patrick Huang. Aðalsteinn Jörgensen, Matthías Þorvaldsson, Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson spiluðu leikinn við Tævan. Andstæðingarnir gáfu ekkert eftir og unnu leikinn að lok- um 19-11 (35-16). Lokaleikurinn á miðvikudags- kvöld var gegn Portúgölum, sem hafa oft verið Islendingum erfiðir á Evrópumótum. Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson komu inn fyrir Aðalstein og Matthí- as og í þetta sinn vann íslenska lið- ið nauman sigur, 16-14 (42-35). Fyrsti leikurinn í gærmorgun var gegn Túnis, og að venju spiluðu Aðalsteinn, MattWas, Jón og Sævar morgunleikinn. Það vannst öruggur sigur, 25-5 (66-24) í 18. umferð spilaði ísland við Venezuela sem hefur á að skipa mjög reyndum spilurum á borð við Steve Hamaoui og Carlo Caboni. Þeim hefur þó ekki gengið sem best á Ródos og lutu einnig í lægra haldi fyrir íslendingunum, sem unnu 21-9 (36-9). Guðmundur og Þorlákur leystu Aðalstein og Matt- hías af. Aftur í 3. sæti Eftir 18 umferðir var íslenska liðið aftur komið í 3. sæti í B-riðli eftir smá viðkqmu í því 4. umferð- irnar á undan. ísland hafði 349 stig en ítalir voru efstir með 258 stig og ísraelsmenn voru í 2. sæti með 256,5 stig. í 4. sæti var Tævan með 348,5, Rússar í 5. sæti með 334, Norðmenn í 6. með 326, Bret- ar í 7. sæti með 321 og Ástrah'a í 8. jsæti með 321. í A-riðli voru Frakkar með ör- ugga forustu, 373 stig. Næstir komu Spánverjar með 348, þá Pól- verjar með 346 og Indónesar voru í 4; sæti með 343,5 stig. I kvennaflokki voru Svíþjóð, Suð- ur-Afríka, Þýskaland og Kína efst í A-riðli og ísrael, Austurríki, Bandaríkin og Kanada efst í B-riðli eftir 11 umferðir af 21. Ungir ísraelsmenn Árangur ísraelsmanna í opna flokknum vekur athygli því liðið er skipað mjög ungum spilurum, sem flestir tóku þátt í Evrópumóti yngri spilara í sumar. Akkerispar liðsins mynda bræðurnir Ilan og Ofir Herbst sem eru báðir innan við þrítugt. ísrael vann Bandaríkin 20-10 í viðureign þessara þjóða á Ródos og stærsta sveiflan til ísraelsmanna kom í þessu spili: Suður gefur, allir á hættu Við annað borðið sátu Banda- ríkjamennimir Goldfein og Robbins AV og ísraelsmennirnir Tur og Greenberg NS: ¦ Vestur Norður Austur Suður Goldf. Tur Robbins Greenb. 1 tígull 2 lauf 3 lauf 3 hjörtu pass 4 lauf 4 tlglar// Norður *Á7 V103 ? K108754 + K103 Vestur ? 10963 *2 ? Á + ÁD87542 Suður + KD VKD54 ? DG96 4G96 Austur ? G8542 V ÁG9876 ? 32 ? - Vestur spilaði út hjartaeinspilinu og fékk hjartastungu til baka. Síðan tók hann laufás og gaf austri laufa- stungu svo spilið fór 1 niður. En við hitt borðið höfðu Herbst- bræðurnir engan áhuga á að sitja í vörn. Þeir sátu AV en Caravelli og Cohler NS: Vestur Norður Austur Suður 1 tlgjill 2 lauf 3 lauf 3 hjörtu dobl 3 spaðar 3 grönd 4 spaðar dobl// Norður fann besta útspilið, spaðaás og meiri spaða en 4 spaðar voru jafn óhnekkjandi fyrir því þótt hápunktarnir væru ekki margir í AV. 790 til ísraels og 12 impar. Guðm. Sv. Hermannson MAPPDRÆTTI ae Vinníngaskrá 23.útdnítlur 24.okt.1996 Bifreiðarvinningur Kr. 2.000.000__________Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 34465 Ferðavinningar Kr. 100.000__________Kr. 200.000 (tvðfaidur) 38646 47660 58268 66413 Kr. 50.000 Ferðavinningar Kr. 100.000 (tvöfaldur) 5820 9885 15446 17140 44832 64149 8858 12345 15450 35518 47704 65412 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvð faldur 387 9092 18384 29304 42294 51861 63047 73508 568 9126 18416 29311 42435 51946 63085 73550 611 9326 18723 30342 42969 52613 63297 73660 678 9695 19123 30354 43136 53006 64404 73761 1059 10577 19509 30680 43313 53373 64843 73835 1180 10851 19747 32218 43536 53466 64914 73933 2213 10960 20262 32505 43626 53477 65132 74547 2536 11025 21265 32658 44657 53605 65434 74885 2681 11136 21277 33609 44694 53869 65645 74940 3132 11335 21327 33936 44792 53888 66111 74975 3356 11390 21407 34734 45012 55904 66185 75104 3547 11452 21412 35194 45402 57282 67165 75209 3612 11691 21491 35774 45416 57303 67174 75388 3849 11742 21653 35881 45805 57573 67937 75555 3897 11747 22036 36007 46282 57762 68681 76120 3929 11783 22037 36613 46373 58378 68817 76675 3988 11819 22540 37012 47314 58574 69398 76877 4037 11839 23204 37450 47388 58758 69913 76974 4374 12012 23512 37701 47956 58941 70560 77137 4803 12443 24959 37896 48012 59248 70576 77690 5070 12595 25113 38220 48030 60113 70747 77933 5182 12969 25170 38285 49274 60490 70876 78018 5319 13436 25357 38437 49617 60608 71306 78075 5565 14917 25817 38926 50127 60612 71790 78670 6114 14948 26064 39476 50258 60876 72040 78866 6170 15374 26665 39910 50483 61121 72077 79174 6752 16519 27156 39987 50520 61804 72107 79249 7614 17207 27401 41074 50642 62080 72850 79517 8732 18008 27456 41148 51390 62220 73154 89841 18312 27559 41571 51664 62347 73177 Hcimastða á Itttcriieti: Http/Avww.itn.is/das/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.