Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 39 BISKUPSHJÓNIN dr. Sigurbjörn Einarsson og Magnea Þorkelsdóttir. Fræðsluerindi í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju DR. SIGURBJÖRN Einarsson bisk- up mun næstu þrjá laugardags- morgna, 26. október og 2. og 9. nóvember flyta röð þriggja fræðslu- erinda um guðrækni, tilbeiðslu og kristna íhugun í Strandbergi, Safn- aðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, og hefjast þau kl. 11. Eftir erindin er þátttakendum boðið upp á léttan hádegisverð. í fréttatilkynningur segir m.a.: „Guðrækni snertir lífsháttu kristinna manna og iðkun trúar frá degi til dags og kristin íhugun er henni við- komandi. Hún var iðkuð í fornkirkj- unni og ávallt hefur hennar gætt í tilbeiðsluháttum kristni en minna seinni aldir en fyrr. En nú í spennu, hávaða og hraðri ferð samtímans er aftur að vakna áhugi fyrir henni, innri hvíld hennar og svölun. Slík íhugun kemur til móts við þörf manna fyrir innri næringu og frið og leitar mót þeim uppsrettulindum lífs og sálar er Kristur sem frelsari veitir aðgang að og opnar vitund og veru fyrir likn hans og elsku. Það er fágætt sem hér býðst að hlýða á dr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytja um svo innihaldsríkt efni. Hann hefur öðrum fremur náð eyrum þjóðarinnar með lífssannindi og auðlegð kristinnar trúar og mun enn gera.“ Miðnæturtón- leikar SOMA í kvöld HLJÓMSVEITIN SOMA heldur miðnæturtónleika í Rósenbergkjall- aránum í kvöld, föstudaginn 26. október, þar sem leikin verður blanda af eigin lagasmíðum og þeim dægurflugum sem hæst ber í hugum sveitarmeðlima, en þær eru flestar með fersku pönkívafi. SOMA hefur verið að undirbúa útgáfumál sín að undanförnu og verður gestum í kvöld gefinn for- smekkur að framtíð hljómsveitar- innar að þessu leyti, en reiknað er með að hljómsveitin leiki af krafti þangað til yfír lýkur á skemmti- staðnum. Hljómsveitin lék seinast á tón- leikum á veitingastaðnum 22 síð- asta þriðjudag og hyggst staðfast- lega koma fram á stórtónleikum í Tjarnarbíói á morgun, laugardag, og er öflugt tónleikahald liður í að slípa af alla hugsanlega vankanta áður en endanlegri mynd lagasmíða verður komið á stafrænt form. SOMA skipa þeir Guðmundur Annas, söngvari, Halldór Sölvi, gít- arleikari, Jónas, trommuleikari, Kristinn, bassaleikari, Snorri, gítarleikari og Þorri hljómborðs- leikari og bakrödd. Sjálfstæðar konur halda fund um jafn- réttismál SJÁLFSTÆÐAR konur standa fyr- ir opnum fundi um jafnréttismál föstudagskvöldið 25. október kl. 21 á efri hæð Sólon íslandus. Fundur- inn ber yfirskriftina: Er jafnrétti pólitískt mál? Á fundinum munu Mörður Árna- son íslenskufræðingur, Hannes Hólmsteinn Gissurarson dósent og Áslaug Magnúsdóttir lögfræðingur flytja framsögur en fundarstjóri og stjórnandi umræðna er Ásdís Halla Bragadóttir stjómmálafræðingur. Fundurinn er öllum opinn og að- gangur er ókeypis. Dansleikur fyrir fatlaða FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ársel v/Rofabæ stendur fyrir dansleik fyrir fatlaða laugardaginn 26. októ- ber kl. 20-23. Allir 13 ára og eldri eru velkomn- ir og er aðgangseyrir 300 kr. Veit- ingasala. Húsið er hannað þannig að hjólastólar eiga greiða leið um það. FRÉTTIR Rúmantsévmál- ið í bíósal MÍR RÚMLEGA 40 ára gömul kvik- mynd (gerð í Moskvu 1955) verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 27. október kl. 16. Mynd þessi nefnist Rúmantsévmál- ið (Delo Rúmantséva), leikstjóri er Iosif Kheifits sem einnig samdi tökuritið ásamt rithöfundinum Júríj German. Alexei Batalov (lék annað aðai- hlutverkið í Trönumar fljúga) leik- ur vörubílstjóra sem flækist í saka- mál þegar hann flytur þýfi á bíl sínum án þess að vita hvernig farmurinn er til komin, lendir í slysi og er fluttur á sjúkrahús. Hefst þá lögreglurannsókn. Skýr- ingar með myndinni eru á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. K A kynnir sunnlenska framleiðslu VERSLANIR KÁ, sem eru 11 tals- ins á Suðurlandi og í Vestmanna- eyjum, taka dagana 23.-30. októ- ber þátt í átakinu íslenskt,já takk. Verslanir KÁ leggja þessa daga áherslu á sunnlenska framleiðslu. Námstefna Sljórnunar- félagsins NÆSTA námstefna Stjórnunarfé- lagsins verður haldin miðvikudag- inn 30. október kl. 9-17 á Scandic Hótel Loftleiðum. Námstefnan ber yfirskriftina Árangursríkur stjórn- andi sér sjálfan sig á sama hátt og samtarfsmennirnir og er leið- beinandi dr. Gerald Kushel frá Bandaríkjunum. Kushel er höfundur bókanna „The Fully Effective Executive" og „Reaching the Peak Performance Zone“, sem er nýjasta bók hans og hefur Kushel hlotið mikið lof fyrir nýstárlega hugmyndafræði og framsetningu í þeirri bók, segir í fréttatilkynningur. Hann er sál- fræðimenntaður frá Columbia Uni- versity í Bandaríkjunum og starf- aði um tíma sem prófessor við Long Island University í New York en rekur nú ráðgjafarfyrirtæki. Það hvernig Kushel nálgast við- fangsefnið byggist á að árangurs- ríkur stjórnandi þarf að sjá sjálfan sig á sama hátt og starfsmenn hans sjá hann. Þannig skapar hann mesta möguleika á árangursríku samstarfi. Námstefnan miðar að því að sérhver stjórnandi geti unn- ið á sinn eigin hátt að því að styrkja sig eftir að honum eru ljósir eigin veikleikar og styrkleikar. Skráning á námstefnurnar fer fram hjá Stjórnunarfélagi íslands. RAGNHEIÐUR Thorarensen, umboðsmaður Georg Jensen Damask á Islandi. Sýning á dam- askdúkum RAGNHEIÐUR Thorarensen, um- boðsmaður Georg Jensen Damask, heldur sýningu á damaskdúkum um helgina og næstu helgi, laugardag og sunnudag, frá kl. 13-18 i Safa- mýri 91. í fréttatilkynningu segir að Ge- org Jensen Damask sé rótgróið vefnaðarfyrirtæki sem hafi ofið damaskvefnað í um 130 ár og að fyrirtækið leggi áherslu á listræna framleiðslu með mikið notagildi. Vörurnar séu hannaðar af viður- kenndum textílhönnuðum. Þar segir einnig að árlega komi fram ný mynstur og litir sem m.a. hafi fært þeim ótal verðlaun og viðurkenning- ar. Jóladúkurinn hafi alls staðar vakið verðskuldaða athygli svo og það nýjasta, ævintýradúkurinn með myndum úr ævintýrum H.C. And- ersens. Fjölskyldudag- ur í Gjábakka ELDRI borgarar í Kópavogi geta boðið niðjum sínum til fagnaðar i Gjábakka, sem er félags- og þjón- ustumiðstöð þeirra í Fannborg 8, laugardaginn 26. október sem er fyrsti vetrardagur. Fólk á öllum aldri kemur fram og meðal efnis er einsöngur, flautu- leikur, uppslestur, dans og einnig ætlar barnakór og kór aldraðra í Kópavogi að syngja lög sem allir kunna. Dagskráin, sem öllum er velkomið að njóta, hefst kl. 14. Gamalt verður semnýtt ÝMSIR búa svo vel að eiga gamla ruggustóla sem mætti laga til og jafnvel gera sem nýja. Þessi ruggu- stóll hefur fengið meðhöndlun, kannski þykir einhveijum hann full skrautlegur en slíkt getur fólk haft i hendi sér. Hjúkrunarþing í Gullhömrum ANNAÐ hjúkrunarþing Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga verður haldið föstudaginn 25. október nk. í Gullhömrum, Húsi iðnaðarins að Hallveigarstig 1, kl. 9-16. Samkvæmt lögum Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga skal hjúkrunarþing haldið annað hvert ár og vera vettvangur fyrir stefnu- mótun félagsins í faglegum málefn- um hjúkrunar. Að þessu sinni verð- ur þingið um stefnumótun í hjúkr- unar- og heilbrigðismálum en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur unnið markvisst að því málefni frá stofnun félagsins 15. janúar 1994. Flutt verða 7 erindi fyrir hádegi en eftir hádegi verður fjallað um efnið frá mismunandi sjónarhornum í umræðuhópum. í umræðuhópun- um verður t.d. tekið fyrir hvernig standa eigi að forgangsröðun í is- lenskum heilbrigðismálum ef fjár- magn heldur áfram að vera tak- markandi þáttur og um ábyrgð hjúkrunarfræðinga í stefnumótun í heilbrigðisþjónustu. Stefnt er að því að leggja drög að stefnumótun og hugmyndafræði Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga í hjúkrunar- og heilbrigðismál- um fram á næsta Fulltrúaþingi fé- lagsins (aðalfundi) til samþykktar, en það verður haldið í maí á næsta ■ ári. Námskeið um slys á börnum o g forvarnir SLYS á börnum - forvarnir og skyndihjálp er námskeið sem verður haldið dagana 28. og 29. október nk. hjá Reykjavíkurdeild RKÍ. Námskeiðið er ætlað foreldrum og öðrum þeim er annast börn. Markmið námskeiðsins er að vekja athygli á algengustu slysum á böm- um, hvernig má reyna að koma i veg fyrir þau, hvernig á að bregð- ast við slysum og veita fyrstu hjálp. Ennfremur er rætt um þroska barna og getu þeirra og umhverfið innan og utan heimilisins. Háskólahátíð á laugardag HÁSKÓLAHÁTÍÐ þ.e. brautskrán- ing kandidata verður haldin í Há- skólabíói laugardaginn 26. október nk. kl. 14. Symon Kuran og Reynir Jónasson leika létta tónlist í and- dyri frá kl. 13.15. Hátíðin hefst á leik strengjasveit- ar Tónlistarskólans í Reykjavík. Háskólarektor, Sveinbjörn Bjöms- son, ávarpar kandídata og ræðir málefni Háskólans og síðan afhenda deildarforsetar prófskírteini. Að lokum syngur Háskólakórinn nokk- ur lög undir stjórn Hákonar Leifs- sonar. ÞOitPin vid Bjóðum 2ja daga tilboð á gallabuxum 25. og 26. okt. 3 gallabuxur á kr. l.OOO,- St. 31-32-33-34 ullu virka daga kl. 12-18. Laugardaga frá kl. 11-15. l’OKPIl) Laugaveg 59 (Kjörgarður)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.