Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavíkurborg ¦ttp://www.rvk.is/ ¦á'intemetinu .„¦.., A Tveggja kvölda námskeið þriðjudaginn 29. október og fimmtu- Ijw^ daginn 31. október. Þátttakendum verða kennd undirstöðuatriði góðrar veislu. Hvernig veislustjórnun á að vera, hvernig maður getur farið inn í hóp, hafið sam- ræður og komið sér aftur úr hópnum og margt fleira sem tengist því að taka virkari þátt í samkvæmislífinu. NánukciMd'er btanaa affyrirUrtram, bópvinnu og verkíegam œfingum. Nú kélnm % Ódýrir úlpuhanskar eba ungverskir gæbahanskar. Verslib þar sem úrvaliö er, það borgar sig. Sendum í póstkröfu. I^lébai&uSÆjl, lOlT^effisÁ, Y<&m 551-5814, ^x 552-9664 Við erum 20% afsláttur af öllum glösum. Gildir til26. október S"«"rtandsbraw > c m - DoMds °> ¦ w ™ ¦ HJörtur Nielsen ^örtuAíeíss eru Við Faxafen - Suðurlandsbraut 52, sími 553 6622 IDAG BBIDS Umsjón Guömundur l'áll Arnarson ÚRSLITALEIKUR Zia og Robbins í bandarísku lands- liðskeppninni fór rólega af stað og var hnífjafn eftir þrjár fyrstu loturnar. En 1 þeirri fjórðu dró til tíðinda. Allt gekk á afturfótunum hjá Zia og félögum; þeir spiluðu slemmu þar sem vörnin átti tvo ása, fóru niður á annarri slemmu sem vannst á hinu borðinu, og í einu spili fór Stansby nið- ur á fimm laufum á meðan sex lauf unnust dobluð á hinu borðinu. Lítum á það spil: Norður gefur; allir á hættu. Norður ? D2 ? ÁKG54 ? 98 ? G1087 Lokaður salun Vestur Norður Robbins Martel Pass 2 tíglar* Dobl Pass 3 grönd Pass 4 hjörta Pass 5 lauf Goldfein 2 hjörtu SuSur Stansby 1 tigull 3 hjörtu 4 lauf Vestur ? G1098643 ? 98632 ? 10 ? - Austur ? 5 ? D107 ? ÁG762 ? KS32 Suður ? ÁK7 ? KD543 ? ÁD964 Opinn salur: Vestur Norður Austur Zia 3 spaðar Dobl Pass Pass Pass Dobl Suður Caravelli 1 tígull 6lauf Allir pass í opna salnum kom Rosen- berg út með spaðagosa. Caravelli drap á drottningu blinds og lét trompgosann svífa yfir. Næst spilaði hann tígli á kóng og aftur tígli, sem vestur drap. Zia tromp- aði út, en Caravelli tók slag- inn heima á níu, trompaði tígul, henti tveimur tíglum niður í ÁK í hjarta og svín- aði loks aftur fyrir laufkóng Tólf slagir og 1.540. Stansby lenti í vandræðum í lokaða salnum í fimm lauf- um. Hann tók útspilið með spaðaás heima og iagði niður laufás. Afleit byrjun. Hann spilaði næst tígulkóng. Vest- ur drap og spilaði laufkóng og meira laufi. Stansby tók nú tíguldrottningu og stakk tígul með síðasta trompi blinds. Spaðinn var illa stífl- aður og Stansby freistaði þess að taka á drottninguna eftir að hafa spilað AK í hjarta. En þá trompaði vestur óvænt! Einn niður, 100 í AV og 17 IMPar í vasa Robbins, sem vann lotuna með 86 IMPum gegn 26. SKAK Umsjón Margeir Pétursson ÞEGAR öflug skákforrit eru prófuð með því að láta þau tefla einvígi taka skák- irnar stundum óvænta og ómennska stefnu. Þessi staða kom upp í einvígi „ChessMaster 5000", sem hafði hvítt og átti leik, og „Chess Genius 4". Eins og sjá má hefur hvítur fórnað peði en svörtu mennirnir á h7 og g8 standa sérlega hjákátlega. 26. Hxa6!! - bxa6 27. c4 - Hf5 28. Hbl - Kc8 29. b7+ - Kb8 30. d5! (Miklu sterkara en að leika strax 30. Be7 sem væri mætt með 30. - Hb5!) 30. - Hh8!? 31. Dxc6 - Bh7 32. Bxh8 - Hc5 33. Be5+ - Hxe5 34. c7+ - Kxc7 35. b8=D+ og hvítur vann. Það var Rökver hf. í Kópavogi sem stóð fyrir þessu einvígi. Forritin voru látin tefla hálftíma skákir keyrðar á mjög öflugum tölvum með Pentium ör- gjörvum. ChessMaster 5000, sem er nýtt forrit, sigraði 6-3, en von er á nýrri og endurbættri út- gáfu Chess Genius innan skamms og þá gætu hlut- föllin breyst aftur. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Aðför að Elínu Hirst VELVAKANDA hefur borist bréf frá Arnari H. Gestssyni og Hlyni Árna- syni þar sem þeir segjast ósáttir við uppsögn Elín- ar Hirst sem fréttastjóra á Stöð 2. Arnar telur Stöð 2 hafa sett ofan og vonast til að áskrifendur mótmæli þessu harðlega, og Hlynur telur að héðan í frá verði að taka öllum fréttum Stöðvar 2 með fyrirvara. Tapaö/fundið Svört gúmmí- úlpa tapaðist SVÖRT úlpa úr gúmmí- efni, gráfóðruð að innan með silfurlitum rennilás (hjólabrettaúlpa) hvarf úr fatahengi í Breiðholts- kirkju helgina sem vonda veðrið var, eða sunnu- daginn 20. október. Ekki var búið að merkja úip- una, en hún var keypt í útlöndum og á henni stendur OASIS. Kannist einhver við að hafa séð þessa úlpu yrði Kristín María, eigandi hennar, nyjög þakklát ef hún væri látin vita í síma 565-1688. Hringur tapaðist GULLHRINGUR tapað- ist laugardagskvöldið 12. október, líklega á veit- ingahúsinu Casa Blanca í Lækjargötu. Hringur- inn er mjög sérstakur. Finnandi vinsamlega hringi í síma 562-2103. Fundarlaun. Gæludyr Köttur í óskilum UNGUR fressköttur fannst við Hjallaskóla í Kópavogi föstudaginn 18. október. Hann er grábröndóttur á baki með hvíta fætur, maga, höku og trýni og er með bláa 61. Upplýsingar gef- ur Sólrún í síma 554-6080 eða Kattholt í 567-2909. Með morgunkaffinu Ast er... í haustloftinu Víkverji skrifar... GÍFURLEG gróska er nú í leik- húslífi landsmanna, eins og lesa mátti í Morgunblaðinu á mið- vikudag. En gróskan er ekki bara á fjölun- um. Þegar Listahátíð lauk í sumar átti Víkverji satt að segja von á að nokkurt hlé yrði á listviðburðum á myndlistar- og tónlistarsviðinu. Það var hins vegar mjög snöggt bað!! Áður en varði rak hver listviðburð- urinn annan, þ. á m. Sumartónleik- ar í Skálholti, Norrænir músíkdagar og jazzhátíð. Nú eru tónleikar nær daglegt brauð og myndlistarsýning- ar eru haldnar sem aldrei fyrr. Ungmennin í landinu halda sína listahátíð, Unglist, og í gær hófst kvikmyndahátíð í Reykjavík. Það er því hægt að líta í mörg horn í menningarlífinu þessa dag- ana og vafalaust finnur sérhver eitt- hvað sér til gleði. Svo skellur senn á okkur bóka- flóð. KUNNINGI Víkverja þurfti um daginn að ná símasambandi við auglýsingastjóra Ríkisútvarps- ins-Sjónvarps. Eins og lög gera ráð fyrir hringdi hann á vinnustað mannsins sem reyndist fjarverandi. Undirmaður auglýsingastjórans ráðlagði kunningja Víkverja hins vegar að hringja bara í GSM-síma auglýsingastjórans og gaf fúslega upp númerið. Þegar kunningi Víkverja hringdi hins vegar í þetta GSM-númer kom í ljós að hann var ekki að hringja í síma auglýsingastjóra RÚV heldur nafna hans sem starfar á markaðs- og auglýsingadeild Stöðvar 2. Kunningi Víkverja átti ekkert er- indi við þann ágæta mann en í stuttu og eilítið vandræðalegu spjalli vegna þessa kynlega mis- skilnings kom í ljós að nafninn var orðinn alvanur því að fá hringingar frá fólki sem vildi tala við auglýs- ingastjóra Ríkisútvarpsins. „Hann hlýtur að vera með GSM-númer sem er mjög líkt mínu," sagði nafni. Að því búnu kvöddust þeir með virktum þessi starfsmaður Stöðvar 2 og kuhningi Víkverja, sem við svo búið hringdi aftur í auglýsingadeild Ríkisútvarpsins til þess að fá uppgefið hið raunveru- lega GSM-númer auglýsingastjór- ans og leiðrétta misskilninginn í leiðinni. Þá brá svo við að starfsmenn auglýsingadeildar RÚV gáfu þær upplýsingar að auglýsingastjórinn væri „alveg laus" við GSM-síma. Starfsmaður sem kynnti sig með sama nafni og sá sem fimm mínút- um fyrr hafði gefið kunningja Vík- verja upp símanúmer starfsmanns Stöðvar 2 virtist koma af fjöllum og kannaðist ekki við að hafa gefið númerið upp skömmu áður eða að hafa yfir höfuð talað við kunningja Víkverja áður. Kunningi Víkverja kvaðst svo sem ekki hafa átt von á öðrum viðbrögðum frá fólki sem er á því plani að standa í símaati við starfsmenn keppinautar fyrir- tækisins sem það vinnur hjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.