Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ PcftEjiíssé®? Tliírliíiiff p J íiiyj-jsllíjsi ug, hji'í I j '5p 0/3*1 iJ j Attni’ Parilliutd Mait DiUon Gitbríe! Byrtti’ S TAE.L (CHU n HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó HTTP://WWW. THE ARRIVAL.COM KLIKKAÐI PROFESSORINN H®[d)D[ The Nutty Professor er helíumlétt og oft sprenghlægilegt vísindagaman. ★ ★★ A.I.MBL Mynd sem lifgar uppá tilveruna. H.K. D\ PC®T „Rosalega góð. ég hló mikið". Þorbjörn Sigurgeirsson. |,Mér fannst hún frábær og svakalega fyndin". Sigrún arsdóttir THE NUTTY PROFESSOR Hún er komin vinsælasta grínmynd ársins. Eddie Murphy fer hreinlega á kostum og er óborganlegur í óteljandi hlutverkum. The Nutty Professor er gamanmynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FRANKIE STJÖRNUGLIT Synd kl. 5 og 7. Far- eða Gullkortshafar VISA og Námu- og Gengismeðlimir Landsbanka fá 25% AFSLATT. Gildir fyrir tvo. KVIKMYNDAHÁTÍÐ HÁSKÓLABÍÓS OG DV LA CEREMONIE ATHÖFNIN FLOWER OF MY SECRET ★ ★★ >Mbl Dagsíjós Sýnd kl. 5, Sýnd kl. 7. ísl. texti. BýlKmNPAHÁTÍP í T^yKjsvíBS \Sjá nánar bls. 49. Sýnd kl. 5.10,7.10, 9.10 og 11.10. Sýnd kl. 9 og 11.15. BREAKING THE WAVES Sýnd kl. 6. SHANGHAI TRIAD Sýnd kl. 9 og 11.10. DEAD MAN eftir Jim Jarmusch. Sýnd kl. 9. Helgarmyndir sjónvarpsstöðvanna Met í mat HEIMAKÆRIR sælkerar á kvikmynd- ir verða yfirleitt að narta í bita hér og bita þar á helgardagskrám sjón- varpsstöðvanna; forréttur þama kiflkkan þetta, aðalréttur hinumegin klukkan hitt, eftirréttur hér, nætur- snarl þar og svo framvegis. Það er sjaldgæft að einhver stöðvanna bjóði upp á samfellda veislu allt kvöldið. Ég fæ þó ekki betur séð en að Stöð 2 geri slíkt á matseðli laugardagsins. Þar er byijað í síðdegiskaffinu og svo þríréttað um kvöldið. Þótt ekki sé víst að allir réttimir séu við allra smekk er þetta algjör bakstur. Föstudagur Sjónvarpið ★22.25 Ruth Rendeli er sjónvarpsáhorfendum og reyfarales- endum að góðu kunn fyrir morðgátur meðal bresks hversdagsfólks, einkum þegar þær era ráðnar af þeim roskna en reffilega Wexford lögregluforingja op_þuirpumpulegum meðhjáipara háns. í Tilviljunum (A Case OfCo- incidence) em hins vegar löggurnar Masters og Moore (Keith Barron og Ronald Pickup) á slóð morðingja á sjötta áratugnum. Stöð 2 ► 13.00 Engar umsagnir liggja fyrir um dramatísku sjónvarps- myndina Hugrökk móðir: Saga Mary Thomas (A Mother’s Courage: The Mary Thomas Story, 1989) en þetta er sannsöguleg mynd um æskuár ein- hverrar bandarískrar körfubolta- stjörnu sem heitir Isiah Thomas. Aðal- hlutverk Alfred Woodard og A.J. John- son. Leikstjóri John Patterson. Stöð 2 ►20.55 Jon Turtletaub, sem síðar gerði While You Were Sleeping og Phenomenon, leikstýrir bærilegu grthi úr íþróttaheiminum í Svalar ferð- ir (Cool Runnings, 1993) um skringi- legt þátttökulið á vetrarólympíuleikun- um í Calgary 1988. Byggð á sönnum atburðum merkilegt nokk. John heitinn Candy skarar fram úr í annars óþekkt- umleikhópi. ★★*/2 Stöð 2 ►22.35 Löggumyndin Serpico (1973) er mögnuð raunsæis- leg lýsing á sannsögulegu hættuspili titiipersónunnar sem afhjúpar spillingu innan lögreglunnar í New YorkÆrá og ofbeldisfull en ávallt spennandi og vel leikin af A1 Pacino ogeinvalaliði. Leikstjóri Sidney Lumet. ★ ★ ★ Stöð 2 ►0.40LindaBlairhefurþurft að láta sig hafa eitt og annað hæpið síðan hún spúði galli, heltekin djöfli í The Exorcist. Astralska spennumyndin Dásvefn (DeadSleep, 1990) veitir henni þó þokkalega hreinlegt hlutverk sem hjúkrunarkona á býsna dularfullu geðsjúkrahúsi. Leikstjóri Alec Mills. ★ ★ Stöð 3 ^21.30 og ►23.00 Pamela í Dallas - Victoria Principal - leikur konu í góðu hjónabandi sem er ofsótt af fyrrverandi eiginmanni í spennu- myndinni Brottnám (The Abduction). Umsagnir vantar um hana, sem og aðra slíka í tveimur hlutum, Morð samkvæmt samningi (MurderBy Contract) þar sem ágætir leikarar, Cybill Shepherd og Ken Olin, eiga í taugastríði vegna frásagnar hans af morði sem hann framdi kannski sjálfur - en kannski ekki. Seinni hluti á laug- ardagskvöld. Stöð3 ►0.30 Ég hef ekki séð í skugga Kína (Shadow Of China, 1991) þar sem John Lone (Síðasti keisarinn) leikur kínverskan byltingarsinna sem flýr til Hong Kong og gerist auðugur athafnamaður. Þegar hann vill snúa aftur heim og breyta heimalandi sínu kámargamanið. Martin ogPottergefa ★ ★ ★ 'h (af fimm mögulegum) og Blockbuster Video ★ ★ ★ (af fjórum). Leikstjóri Mitsuo Yanagimachi. Sýn ►21.00 Kunnur bandarískur grínisti George Carlin leikur aðalhlut- verkið í Kauphallarbraski (Working Trash, 1990), sem virðist vera nútíma- útgáfa af bresku gamanmyndinni Ladies Who Do: Tveir ræstitæknar í fésýslufýrirtæki á Wall Street notfæra sér upplýsingar úr innanhússrusli til fjárfestinga. Nærekki í handbækur en leikstjóri er Alan Metter. Sýn ►23.20 Ástraiska myndin Romper Stomper (1992) er mdda- íengin og ofbeldisfull lýsing á átökum milli ólíkra kynþátta í Melboume. Óvenjuleg og áhrifamikil frumraun leikstjórans Geoffrey Wright með RusSéll Crowe í aðalhlutverki. ★ ★ ★ Laugardagur Sjónvarpið ^21.25 Hinn sænski Lasse Áberg (Sólarlandaferðin) er flestum mönnum flinkari í að skopast góðlátlega að löndum sínum og í Óreynda kylfingnum (Den ofrivilliga golfaren, 1992) bæði leikstýrir hann og Ieikur hlutverk götusópara sem er dubbaður upp í golfeinvígi. Ekki hola í höggi en stundum drepfyndin. ★ ★ 'h Sjónvarpið ►23.10 Paul Newman og Robert Redford voru ómótstæðilegt par í grínvestranum Butch Cassidy And The Sundance Kid ogþví sneru þeir aftur í næstu mynd sama leik- stjóra, George Roy Hill, Gildrunni (The Sting, 1973). Hér leika þeir svika- hrappa sem snúa á þriðja svikahrapp- inn (Robert Shaw) í flókinni og gam- ansamri spennufléttu. Myndin fékk sjö Oscarsverðlaun og er hin besta skemmtun. ★ ★ ★ Stöð 2 ► 15.00 Leyndardómar lífsins taka á sig fagurlega og táknræna mynd í heillandi æskusögu, Leyni- HARVEY Keitel og Holly Hunter í Píanóinu - þögul ástríða. Hljómborð Sálarinnar er sýn'n& stöðvar 2 á Oscarsverðlauna- myndinni (fyrir handrit) Píanóið (The Piano, 1993, laugardagur, ►!) 21.10), seiðmagnaðri og næmlega dreginni sögu, nánast dáleiðandi í sinni lágstemmdu dramatík, um unga skoska konu á 19. öld (Holly Hunter) sem verður fyrir tilfinningalegu áfalli og dregur sig inn í skel þagnar. Þessari bældu konu skolar - bókstaflega - á land í óhömdu og ótömdu landi - Nýja Sjálandi þar sem ást og ástríður vakna í togstreitu milli tveggja manna - þess sem henni var ætlað að eiga (Sam Neill) og þess sem hún girnist (Harvey Keitel). Píanóið er fínlega notað tákn fyrir sálar- líf aðalpersónunnar en mér finnst myndin bregðast því í bláendann. Nýsjálenski leikstjórinn Jane Campion komst með þessari dulmögnuðu og erótísku mynd í fremstu röð. ★ ★ ★ ★ garðinum (The Secret Garden, 1993), um ofdekraðan munaðarleysingja sem er tekin í fóstur á dularfullum herra- garði í Englandi. Pólski leikstjórinn Agnieszka Holland gerir sígildri sögu Frances Hodgson Burnett verðug skil. ★ ★ ★ Stöð 2 ►21.10-Sjáumfjölluní ramma. Stöð 2 ^23 .20 Franski leikstjórinn Luc Besson fór til Bandaríkjanna til að gera Leon (1994), kraftmikinn en á ýmsan hátt ógeðfelidan ofbeldistrylli með samband leigumorðingja og stúlkubams í brennidepli. Gerð af mik- illi fimi, snerpu og tækni, og vel leikin af Jean Reno, Gary Oldman og Nat- alie Portman. ★ ★ ★ Stöð 2 ►1.10 Nýsjálenska myndin Örþrifaráð (Desperate Remedies, 1993) er ólík flestu sem sést hefur áður á hvítu tjaldi - og nú skjánum: Afskaplega stílfærð og leiksviðsbund- in, fagurlega lýst og lituð, býsna eró- tísk á köflum. En sagan um hættuleg sambönd í hafnarbæ á 19. öld og per- sónur hennar er furðu innantóm og fjarræn. Forvitnileg þó. ★ ★ 'h Stöð 3 ►20.50 ►22.25 og ►23.55 Seinni hlutinn af spennumyndinni Morð samkvæmt samningi (sjá föstudag) er á milli sýninga á nýjum ævintýmm tveggja gamalla kunningja sem voru á sama stað og sömu stund s.l. laugardag - James Arness er enn löggan Matt Dillon í sjónvarpsvestran- um Ferðin langa (Gunsmoke: The LongRide) og Richard Crenna er Frank Janek rannsóknarlögreglumað- ur í krimmanum Gleym-mér-ei (The Forget-Me-Not-Murders). Sýn ^21.00 Breski leikstjórinn Alan Parker gerir virðingarverða atlögu að líttþekktum smánarbletti bandarískrar sögu þar sem er meðferðin á banda- rískum þegnum af japönsku bergi brotnum í heimsstyijöldinni síðari. Dennis Quaid leikur hugsjónamann sem verður ástfanginn af japanskri stúlku (Tamlyn Tomita) með sorgleg- um afleiðingum. Fyrirheitna landið (Come See The Paradise, 1990) er vel gerð en nær aldrei verðugu dramatísku risi. ★ ★ Sunnudagur Sjónvarpið ►22.25 Ég hef ekki séð sannsögulegu sjónvarpsmyndina Hinsta óskin (Last Wish, 1992), þar sem kunn sjónvarpsfréttakona, leikin af Patty Duke, aðstoðar fársjúka móður sína (Maureen Stapleton) við að stytta sér aldur. Maltin segir aðalleikkonumar standa sig með prýði og myndina vasa- klútamynd yfir meðallagi. Stöð 2 ►23.15 Gus Van Sant, einn frumlegasti leikstjóri Bandaríkjanna, nær víða frísklegum sprettum í vega- myndinni Mitt eigið Idaho (MyPri- vate Idaho, 1991), þar sem River heit- inn Phoenix og Keanu Reeves sýna eftirminnilegan leik sem utangarðs- ungmenni á ystu nöf. Því miður sveig- ir myndin of oft af leið yfir á drama- tískar blindgötur en á meðan hún held- ur sig á þjóðveginum er hún einkar áhrifarík. ★★★ Sýn ►24.00 Þýskar gamanmyndir hafa ekki borið sitt barr um langan aldur. Fíflagangurinn í Ottó bauð upp á tvö-þijú fliss í fyrsta sinn en ég ef- ast um að fjórða myndin í syrpunni laði fram meira en einn tíunda úr vipru. Árni Þórarinsson FOLK Verðmætasti hlutur sögunnar seldur ►VERÐMÆTASTA frímerki í heimi, sem sænskur skólastrák- ur fann i ruslatunnu ömmu sinnar árið 1885, verður boðið til sölu á uppboði í Ziirich i Sviss í næsta mánuði. Frímerkið, þriggja skildinga gult merki, sem gefið er út í Svíþjóð árið 1857 og lengi var talið að væri falsað, er metið á rúmar 72 millj- ónir króna en gæti farið á enn hærri upphæð að sögn sérfræð- inga í frímerkjaheiminum. „Þetta er einstakt frímerki og það hefur verið umtalað af öll- um helstu söfnurum i heimi síð- astliðin eitt hundrað ár,“ sagði David Feldman stjórnandi upp- boðshússins og bætti við að það hefði einnig verið í eigu margra helstu safnaranna. Þetta létta viðkvæma merki er skráði heimsmetabók Guinness sem verðmætasti hlutur sögunnar miðað við þyngd, ummál og þétt- leika. Astæðan fyrir sölu merkisins, hinn áttunda nóvem- ber næstkomandi, er að sænskur eigandi þess hefur ekki greitt það að fullu og þarfnast peninga til að borga skuldir sinar. BANDERAS sýnir NÝLEG mynd af hve mjög hann Stellu Carmen metur Valentino- dóttur Banderas verðlaunin. og Griffith. Banderas verð- launaður í Berlín ► SPÆNSKI leikarinn Antonio Banderas fékk nýlega Rudolph Valentino-verðlaunin sem veitt eru fyrir framúrskarandi fram- Iag til kvikmyndalistarinnar og tileinkaði þau nýfæddri dóttur sinni og leikkonunnar Melanie Griffith, Stellu Carmen. Þær mæðgur biðu heima á Spáni á meðan Banderas fór til Berlínar og tók við verðiaununum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.