Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 52
HEIMILISLINAN - Heildarlausn ájjármálum einstaklinga (^) BUNAÐARBANKI ÍSLANDS wgmiÞIjifrife MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUOCENTRUMJS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FOSTUDAGUR 25. OKTOBER 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Munnholssjúkdómar Nýttís- lenskt lyf reynist vel NÝTT íslenskt lyf, Dexocort, hefur reynst vel við meðferð við munnhols- sjúkdómum. Lyfið er fyrsta munn- skolslyfið við sárum í munnholi, sem framleitt er í heiminum, og hefur borið mun betri árangur en hefð- bundin smyrsl. Sótt hefur verið um einkaleyfi á lyfinu erlendis, með út- flutning í huga. Prófessorar við Háskóla íslands, Peter Holbrook, tannlæknadeild, Þorsteinn Loftsson, lyfjafræði lyf- sala, og Þórdís Kristmundsdóttir, lyfjafræði lyfsala, hafa unnið að þró- un lyfsins síðustu sjö árin í sam- ! starfi við Lyfjaverslun íslands hf. íslenskar frumrannsóknir Dexocort er fyrsta lyfið sem bygg- ist á íslenskum frumrannsóknum sem íslenskt lyfjafyrirtæki skráir en Dexocort var samþykkt af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum 1. október sl. og er því komið á íslenska lyfjaskrá. ¦ Sótt um einkaleyfi/14 HBLMKWS- WÖWÍKTA ER miNDj Morgunblaðið/Þorkell Bættrar þjón- ustu krafizt FUNDARMENN á útifundi á Ing- ólfstorgi í gær kröfðust bættrar Jheilbrigðisþjónustu og styttingar Diðlista á sjúkrahúsum og ððrum heilbrigðisstofnunum. Að fund- inum stóðu Húmanistahreyfing- in, Félag eldri borgara í Reykja- vik, Sjálfsbjörg, Dagsbrún, Sókn, Hlíf, Félag framhaldsskólanema, Félag bókagerðarmanna, BSRB og Kvennalistínn. Þrír sigrar á OL-móti ISLAND er enn í 4. sæti í sínum riðli á Ólympíumótinu í brids eftir ~að hafa unnið þrjá af fjórum leikj- um í gær en riðlakeppnin er nú rúmlega hálfnuð. Fjórar efstu þjóð- irnar í hvorum riðli komast í úrslita- keppni. íslenska liðið vann Túnis 25-5 í 17. umferð í gærmorgun, og Venezúela 21-9 í 18. umferð. í 19. umferð tapaði liðið 13-17 fyrir Ástralíu en vann Mónakó 19-11 í 20. umferð í gærkvóldi. í B-riðli eru ísraelsmenn efstir með 398,5 stig. ítalía er í 2. sæti með 396, Tæyan í 3. sæti með 383,5 stig og ísland í 4. sæti með 881. í A-riðli eru Frakkar efstir með 410 stig. Næstir eru Pólvetjar með 393 stig, þá Indónesar með 378,5 stig og Spánverjar með 375 stig. I dag spilar ísland við Kenýa, Egyptaland, Brasilíu og Bretland. ¦ Sígur á/37 Morgunblaðið/Muggur UNA í Garði með Berg Vigfús í togi vestur af Reykjanesi í gærdag. Björgunarskipið Elding er komið tíl aðstoðar með kafara. TOGBATURINN Bergur Vigfús GK 53 úr Garðinum fékk í skrúf- una þar sem hann var á veiðum suður af Reykjanesi í gær. Una í Garði GK100 kom bátnum Fékk í skrúfuna til aðstoðar og tók hann í tog. Björgunarskipið Eldingin kom frá Reykjavík með kafara og mætti skipunum átta mílur vest- ur af Reykjanesi. Þar var þess freistað að ná úr skrúfunni og gekk það greiðlega. Veður var frekar slæmt, eða um sex vind- stig og töluverður sjór. Margföldun á síldar- og loðnusölu IS til Rússlands Salan í árslok getíir nálgast hálfan milljarð króna ÍSLENSKAR sjávarafurðir hafa stóraukið sölu á síld og loðnu til Rúss- lands og annarra fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna. Birgir Örn Amarson, deildarstjóri söludeildar ÍS, segir að stefnt sé að því að í næstu viku verði búið að selja tíu þúsund tonn af síld og loðnu þangað og í lok síldarvertíðar tíu þúsund tonn af síldinni einni. í fyrra fóru samtals átta hundruð tonn af sfld frá ÍS til Rússlands, en árið áður ekkert. Birgir segir að verðið sem fáist nú sé mjög viðunandi. I fyrra var heild- arandvirði sölu ÍS til lýðvelda Sovétríkjanna gömlu rúmar 20 milljónir króna. Á þessu ári er salan þegar orðin vel yfir 330 milljónir króna og Birgir segir að í lok árs gæti hún verið komin hátt í 500 milljónir króna. Morgunblaðið/Golli Um 300 manns leituðu að rjúpnaskyttum A BILINU 250 til 300 björgunar- sveitarmenn leituðu að tveimur rjúpnaskyttum, sem var saknað frá því í fyrrakvöld og þar til mennirnir komu fram heilir á húfi í Selvogi síðdegis í gær. Þeir höfðu ekki haft fjarskiptabúnað eða áttavita meðferðis og ekki nýtt sér þann kost að skilja eftir ferðaáætlun í björgunarmiðstöð. Að sögn Bjöms Hermannssonar hjá Landsbjörgu hleypur kostnað- ur við leitina á mi lljón mii króna, jafnvel þótt aðeins sé reiknaður eldsneytiskostnaður og skemmdir á búnaði björgunarsveitanna, en til dæmis brotnaði drif í björgun- arsveitarbíl og dekk rifnaði á öðr- um. Björn segir að þar ofan á bæt- ist síðan vinnutap björgunar- manna, sem komu úr um 30 sveit- uiii og hópum. Þyrla Landhelgisgæzlunnar, TF-SIF, var á lofti í þrjár klukku- stundir og þrjá stundarfjórðunga við leitina. Hver flugtími þyrlunn- ar kostar um 130.000 krónur og var kostnaður við þyrluflugið því tæp hálf inilljón króna. ¦ Týndum áttum í þokunni/26 Norðmenn hafa selt mikið magn af síld á Rússlandsmarkað á síðustu árum, að sögn Birgis. Þeir seldu um 300 þúsund tonn í fyrra og stefna á hálfa milljón tonna nú. Islendingar hafa fram að þessu nær eingöngu selt saltsíld til Rússlands. „Kaupmáttur á þessum markaði er að aukast," segir Birgir. „Sem stendur eru þar tveir hópar, almenn- ingur sem er frekar fátækur og efri stétt sem er mjög vel stæð. Það vant- ar alveg millistétt. Almenningur sækist eftir síld og loðnu en jafn- framt eru möguleikar á að selja mjög dýra vöru." Síldin er send til Eystra- saltshafna og Múrmansk og fer það- an um allt Rússland, mest þó á Moskvusvæðið. Sala á öðrum mörkuðum gengur einnig vel, til dæmis á flökum til Póllands, og að sögn Birgis er líklegt að ÍS selji samtals 20-30 þúsund tonn af síldarafurðum á þessari ver- tíð miðað við tíu þúsund tonn í fyrra. Heildarsíldarkvóti nú er um 115 þúsund tonn og að sögn Birgis sér IS um sölu á um 40-50 þúsund tonn- um. ÍS hefur selt karfa og fleiri teg- undir í litlu magni inn á Rússlands- markað á síðustu árum. Birgir segir að í framtíðinni verði reynt að selja dýrari vöru þangað í smápakkning- um. „Við erum að gera samninga og þreifa fyrir okkur en það sem vefst fyrst og fremst fyrir okkur ennþá er að finna ódýrar flutnings- leiðir inn í land. Ég spái því að innan fárra ára verði Rússar komnir með gámadreifikerfi eins og er annars staðar í heiminum." Meira fer til manneldis Mun stærri hluti síldarinnar sem nú veiðist fer til manneldis en áður. Víkingur Gunnarsson, deildarstjóri hjá ÍS, segir að hækkandi verð á frystri og saltaðri sfld hafí gert að verkum að fleiri stíli inn á löndun í vinnslu. „Þrátt fyrir slæmt veður og erfiðleika til að byrja með á vertíð- inni erum við búnir að framleiða 500-1.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Hingað til höfum við fyrst og fremst verið að framleiða fyrir Rússland og Pólland. Nú förum við meira inn á Vestur-Evrópu, en þangað er ekki hægt að selja fyrr en fituprósenta síldarinnar er komin niður fyrir ákveðið mark. Hækkanir hafa verið á öllum okkar mörkuðum." Rjupnaskyttur aka utan vega UMGENGNI rjúpnaskyttna á Öxar- fjarðarheiði veldur landeigendum þar og lögreglu á Húsavík nokkrum áhyggjum. Brögð eru að því að menn aki utan vega og skjóti jafn- vel úr bílunum. Að sögn Gunnars Björnssonar, bónda í Sandfellshaga II, var gerð tilraun til þess að ná stjórn á rjúpna- veiðum á svæðinu árið 1978 sökum mikils ágangs. Þá fóru landeigendur í mál við tvær rjúpnaskyttur vegna meintra ólöglegra veiða en málinu var vísað frá í Hæstarétti vegna formgalla. Gunnar segir marga veiðimenn aka utan vega og ganga afar illa um. „Þetta er með því allra grófasta sem við höfum séð. Það er ekki hægt að segja að það sé nokkur skiki þarna á landinu sem ekki er búið að keyra á." Gunnar tekur fram að það sé ekki vilji hans að rjúpnaveiði verði alger- lega bönnuð á svæðinu, heldur að henni verði stjórnað þannig að veið- arnar geti þá verið skemmtun fyrir þá sem eru að veiða. Lögreglan á Húsavík fór feftirlits- ferð upp á Öxarfjarðarheiði í vik- unni. Tvær ólöglegar byssur voru gerðar upptækar og eitthvað af rjúpu. Bjarni Höskuldsson varðstjóri segir að flestir sem lögreglan hafði af- skipti af hafí verið með veiðikort en hann tekur í sama streng og Gunnar hvað umgengni rjúpnaskyttnanna varðar og segir hana fyrir neðan all- ar hellur. Hann segir það alvarlegt mál að menn aki jafnvel um heiðina á pallbílum og skjóti af þeim. Þar með séu bílarnir líka orðnir veiðitæki og spurning hvort eigi að gera þá upptæka ásamt byssunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.