Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LAMDSMANNA HANDKNATTLEIKUR 1996 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER BLAD ÍSÍ og UMFÍ saman í forvarnarátak gegn vímuefnum ÍÞRÓTTASAMBAND íslands og Ungmennasam- band íslands hafa fengið Qórar milljónir króna í styrk úr forvarnarsjóði heilbrigðismálaráðu- neytisins og eru að undirbúa framkvæmd átaks gegn vímuefnanotkun ungmenna, en gert er ráð fyrir að átakáð standi í tvö ár. Könnun Þórólfs Þórlindssonar og fleiri á veg- um Rannsóknastofnunar uppeldis- og mennta- mála um gildi iþrótta fyrir islensk ungmenni sýndi m.a. að því meiri sem íþróttaiðkun og líkamsþjálf- un nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskólans er því ólíklegra er að þeir neyti áfengis. Engu að síður kemur fram i könnuninni að um 38% nem- enda 9. bekkjar í góðriþjálfun hafa neytt áfeng- is og þessa tölu vUQa ÍSI og UMFÍ lækka, að sögn Stefáns Konráðssonar, framkvæmdastjóra ÍSI. Stefán sagði að átakið beindist gegn allri vímu- efnanotkun með sérstakri áherslu á að draga úr áfengisneyslu innan íþróttahreyfingarinnar. Sam- starf yrði haft við skóla, ungmennafélög og íþróttafélög um allt land en verkefnið yrði nánar skilgreint að loknu íþróttaþingi, sem verður á Akranesi um helgina. Aþena líkir eftir Atlanta vegna HM LAGT verður nýtt efni á hlaupabrautirnar á Ólympíuieikvanginum í Aþenu fyrir heimsmeist- aramótið í Aþenu á næsta sumri. Það verður þunnt og verður brautin þvi hörð líkt því sem var á Ólympíuleikvanginum í Atlanta í sumar og féll spretthlaupurum nýög vel og sett voru m.a. heimsmet bæði i 100 og 200 m hlaupi karla. Að sama skapi féll hún í grýttan jarðveg þjá lang- hlaupurum og kenndi Haile Gebreselassie hinni hörðu braut um meiðslin sem hann hlaut og komu í veg fyrir þátttöku hans í 5.000 m hlaupi á leikun- um. Nýja efnið á leikvanginn í Aþenu kostar á bil- inu 50 tíl 60 milljónir króna. Lárus Orri bestur LOU Macari, knattspyrnustjóri Stoke, sagði að Lárus Orri Sigurðsson hefði verið bestur þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Arsenal í deildarbikar- keppninni í fyrrakvöld. „Lárus Sigurðsson var maður leiksins. Hann var með Wright í vasanum allt kvöldið en leit af honum augnablik til að stöðva Paul Merson og þá skoraði Wright,“ sagði Macari í Daily News. Liðin mætast aftur 13. nóv- ember og verður leikurinn sýntur beint þjá bresku sjónvarpsstöðinni Sky TV. Afturelding á hraðri siglingu á toppnum AFTURELDING treysti stöðu sína í efsta sæti 1. deildar karla í handknattleik í gærkvöldi, þegar liðið lagði bikarmeistara KA að velli 29:28 í hörkuleik í Mosfellsbæ. Þar með náðu Mos- fellingar þriggja stiga forystu í deildinni, eru með tíu stig eft- ir sex umferðir. En glíman var ströng að þessu sinni og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndu. Myndin að ofan sýnir KA-manninn Jakob Jónsson reyna að fara framhjá heima- manninum Bjarka Sigurðssyni. ■ Leikurinn/C2 IÞROTTIR FATLAÐRA Ólafur Eiríksson tekur sér hvOd frá æfingum og keppni Tími til kominn að námið gangi fyrir Morgunblaðið/Gölli ÓLAFUR Eiríksson sund- maftur hefur nú ákveðiö aö taka sér hvíld eftlr níu ár í fremstu röö. Eigum við ekki að segja að ég sé kominn í hvíld. Ég verð að láta námið hafa forgang að sinni, en enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Ólafur Eiríksson, sundmaður úr Iþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og SH. Hann hefur ver- ið einn sigursælasti íþróttamaður í röðum fatlaðra á undanfömum árum og m.a. unnið til níu verðlaunapen- inga á þremur síðustu Ólympíumót- um, þar af hlaut hann ein gullverð- laun og tvenn bronsverðlaun á Ólympíumótinu í Atlanta í ágúst sl. Ólafur er 23 ára og hefur tekið þátt í sundmótum á alþjóðlegum vett- vangi í níu ár. „Þetta ár hefur eingöngu farið í íþróttirnar og ég hef æft að jafnaði sex klukkustundir á dag og ég varð að taka mér frí frá námi í lögfræði til að geta sinnt íþróttunum af krafti. Nú get ég ekki lengur látið námið sitja á hakanum og því hef ég ákveðið að taka mér hvíld frá íþróttunum." Ólafur vildi ekki þvertaka fyrir að hann tæki upp þráðinn á ný af fullum krafti en hann sagðist vera fráleitt hættur að stunda íþróttir þótt hann vildi nú aðeins rifa seglin um stundarsakir. Hann sagðist vera byijaður að æfa hjólastólakörfu- knattleik og einnig hefði hann lagt stund á skvass. „Eftir að hafa æft sund í þrettán ár, þar af í níu ár með keppni á alþjóðlegum vettvangi í huga, finnst mér kominn tími til að vinnan og námið hafi forgang um tíma.“ Ólafur er á þriðja ári í lögfræði og er í hlutastarfi á lög- fræðistofu. KÖRFUKNATTLEIKUR: FJÖGUR LK> JÖFIM Á TOPPNUM / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.