Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 C 3 KORFUKNATTLEIKUR Njarðvík sigraði í kapphlaupinu Stefán Stefánsson skrifar Fyrri hálfleik, þegar Njarðvík fékk Keflavík í heimsókn í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi, mætti helst líkja við blöndu af kapphlaupi og þriggja stiga skot- keppni. Heimamenn náðu þá að halda í við granna sína, héldu hraðanum niðri eftir hlé og unnu verðskuldað 94:87. „Þetta fór samkvæmt áætlun, hraðinn í fyrri hálfleik var gríðar- legur en ég var mjög undrandi að við skyldum halda í við þá því ég ætlaði að halda hraðanum niðri," sagði Hrannar Hólm, þjálfari Njarð- víkinga, eftir leikinn. „Okkur fannst því í hálfleik gott að vera inni í leiknum miðað við hraðann en nú ættum við að reyna að leika okkar leik á okkar hraða. Það tókst, við hægðum á leiknum og þeim með löngum sóknum og náðum þannig tökum á honum með því að leggja okkur gríðarlega fram auk þess sem Torrey John var stórkostlegur. Við höfðum fulla trú á sigri en vissum að við gætum líka auðveldlega tap- að því til dæmis Guðjón Skúlason er ótrúlega hittinn, það má ekki gefa honum neitt svigrúm. En þetta eru tvö góð lið og við getum sýnt að við erum allavega ekki lélegri en dugir í þetta fimmta sæti sem okkur var spáð og erum jafnvel betri, en það verður tíminn að leiða í ljós," bætti Hrannar við. Torrey átti góða takta eins og Friðrik Ragnarsson, Jóhannes Kristbjörns- son og Sverrir Þór Sverrisson. Keflvíkingar mættu ofjörlum sín- um, reyndu hvað þeir gátu en tókst ekki að stinga af og á mikilvægum augnablikum misstu þeir einbeit- ingu og gerðu mistök. Damon John- son og Albert Óskarsson voru þeirra bestu menn en Guðjón Skúlason og Kristinn Friðriksson voru drjúgir. Frækinn sigur Sauðkrækinga Tindastólar sigruðu Blika í botn- slag úrvalsdeildar í Smáranum í gærkvöldi, 85:78, eftir framlengd- an leik. Bæði liðin höfðu ekki enn feng- ið stig í deildinni og Tindastólar slógu Blika út úr Lengju- bikarnum um síðustu helgi. Blikar voru einráðir í fyrri hálf- leik. Andre Bovain, Bandaríkjamað- urinn í liði Breiðabliks, fór á kostum framan af og skoraði þá alls 19 stig. Sauðkrækingar minnkuðu muninn í sjö stig þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en þeir skoruðu ekki aftur fyrr en I þeim síðari og Blikar leiddu með 18 stig- um í leikhléi. Edwin Rögnvaldsson skrifar Ekki var það sama upp á teningn- um í síðari hálfleik eins og þeim fyrri. Tindastólarnir hófu að höggva hvert stigið af öðru af forystu heimamanna og Ómar Sigmarsson tók að hitta grimmt úr 3ja stiga skotum, en hann skoraði sex slíkar í gærkvöldi. Gestirnir tóku forystu í fyrsta sinn í leiknum, 62:61, þegar fimm mínutur voru eftir. Blikar gáfust ekki upp og endurheimtu forystuna, sem var þó aldrei meiri en fímm stig. Sauðkrækingar jöfnuðu og komust yfir þegar skammt var til leiksloka með hjálp Cesare Piccini, en Andre Bovain var ekki af baki dottinn og jafnaði leikinn með tveimur vítaskotum. Tindastólar stungu af í framleng- ingunni með körfum frá Piccini og Johnson og tryggðu sér því sætan sigur á Blikum, sem gátu ekki leynt vonbrigðum sínum. Andre Bovain var besti maður vallarins og átti stórleik — skoraði 35 stig og hirti 18 fráköst. Þungu fargi var létt af Augoston Nagy, hinum ungverska þjálfara Tindastóls. „Við þekkjum þeirra lið vel og þeir þekkja okkur líka mjög vel. Blikarnir leika mjög hægan körfuknattleik og þeir gátu haldið boltanum mjög lengi í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik jukum við hrað- ann og tókum völdin," sagði Nagy í leikslok. Stórsigur KR KR-ingar unnu sannfærandi sig- ur, 101:79, á slökum Haukum í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Strax frá fyrstu mínútu voru KR-ingar áberandi betri aðilinn í leikn- um. Þeir voru ákveðnari, spiluðu beinskeyttari varnarleik og hittu ágætlega meðan Haukar léku illa bæði í vörn og sókn. Sérstaklega var hittni þeirra ábótavant en allan leikinn var hún ekki svipur hjá sjón. Fljótlega í fyrri hálfleik náðu KR-ingar þægilegu forskoti sem Haukar ógnuðu aldrei. Munurinn var mestur þrettán stig en Haukar minnkuðu muninn í ellefu stig í hálfleik, 48:37. KR-ingar mættu enn ákveðnari til síðari hálfleiks, hófu hann með látum og settu hverja þriggja stiga körfuna ofan í á fætur annarri meðan Haukarnir áttu ekkert svar. Ingvar Ormars- son, sem skoraði 4 stig í fyrri hálf- leik, fór hamförum í þeim síðari, skoraði 19 stig, þar af þrjár þriggja stiga körfur. Nýi erlendi leikmaður KR-inga stóð sig frábærlega. Þó ekki skori skrifar frá Grindavik hann gífurlega er hann mjög óeigin- gjarn og skemmtilegur leikmaður sem leikur mjög vel fyrir liðið. Hann átti meðal annars 17 stoðsendingar og lék auk þess frábærlega í vörn. Auk þeirra sem áður er getið áttu Jónatan Bow og Hermann Hauks- son prýðilegan leik. í liði Hauka stóð ekki steinn yfir steini. Shawn Smith hélt þeim hreinlega á floti en enginn annar í ágætu liði þeirra náði að sýna sitt rétta andlit. Sigur KR-inga var sanngjarn og sannfær- andi og það skyldi þó ekki vera að þeir hafi nú loks veðjað á réttan hest í vali á erlendum leikmanni. Undanfarin ár hafa þeir verið óheppnir í þeim málum að Jónatan Bow undanskildum. Fyrsti heimasigur UMFG Grindvíkingar unnu sinn fyrsta sigur á heimavelli þegar þeir lögðu Borgnesinga 117:97 í gær- ¦IBI kvöldi. Marel Guð- Frimann laugsson, sem skor- Ólafsson aði ekki stig í fyrri hálfleik, byrjaði þann seinni með tveimur þriggja stiga körfum og gaf Grindvíkingum tóninn. Fljót- lega var staðan orðin 68:47 Grind- víkingum í vil og þann mun náðu Borgnesingar ekki að brúa. Grind- víkingar voru í ham eftir hlé og léku oft og tíðum frábærlega. Helgi Jónas Guðfinnsson fór á kostum og þessi drengur er alltaf að sýna að hann er í fremstu röð körfuknatt- leiksmanna hér á landi. Koma Her- mans Myers virkar vel á liðið og hann fellur vel inn í það. Marel, Unndór, Páll og Jón Kr. stóðu einn- ig vel fyrir sínu. „Ég er mjög ánægður með leik- inn. Við erum að prófa nýjan leik- mann og það tekur tíma að venjast honum," sagði Friðrik Ingi Rúnars- son, þjálfari Grindvíkinga, eftir leik- inn. „Upphaf seinni hálfleiks var frábært hjá okkur og strákarnir eiga hrós skilið fyrir allan hálfleik- inn. Þessi tvö lið hafa orðið fyrir miklum breytingum frá því í fyrra og var leikurinn gloppóttur hjá báð- um liðum í fyrri hálfleik en ég er sannfærður um að við erum á réttri leið," sagði Friðrik. Borgnesingar sýndu góða leik- kafla í fyrri hálfleik, bæði í vörn og sókn, en náðu ekki að halda haus allan leikinn og misstu móðinn þegar á reyndi. Tómas Holton lék þeirra best ásamt Wayne Mulgrave. „Um leið og það kom einhver æsingur í leikinn þá gleyma allir því sem þjálfarinn vill að við gerum og við gerðum ekkert af því sem við ætluðum að gera. Við verðum að leggja okkur betur fram. Við Morgunblaðið/ÞorkeH Troðid með tilþrifum FRIÐRIK Stefánsson, KFÍ, var sterkur undlr körfunni í gær- kvöidi, en hér treöur hann knettlnum meft tllþrlfum. Tlto Baker, ÍR, t.v. og Euan Roberts, KFÍ, fylgjast með adförunum. hleyptum þeim upp í þeirra leik og eftirleikurinn var auðveldur hjá þeim. Ef við gerum það sem við eigum að gera erum við góðir, ann- ars ekki," sagði Tómas Holton. NýlioarKFÍstelnlágu IR vann nýliðana úr KFÍ örugg- lega í Seljaskóla í gærkvöldi, en 31 stig skildi liðin að þegar upp var ¦mH staðið, 94:63 fyrir GuðmundurH. heimaliðið. Þar fór Þorsteinsson Tito Baker á kostum skrifar 0g skoraði 40 stig. ÍR-ingar áttu ekki í neinum vandræðum með nýliðana í KFÍ í íþróttahúsi Seljaskólans í gærkvöldi. Þeir náðu öruggri for- ystu um miðjan fyrri hálfleik og liðið hélt áfram að bæta við )>að sem eftir lifði leiksins. Þegar IR-ingar hófu að beita pressuvörninni komu veikleikarnir í ljós hjá leikmönnum KFÍ, sem misstu boltann hyað eftir annað til andstæðinganna. ÍR-ingar leiddu með 11 stigum í leikhléi, 42:31. Tito Baker tók leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik og fór þá á kostum í liði ÍR-inga, skoraði þá 25 _af 40 stigum sínum. Leikmenn KFÍ brutu grimmt á honum allan leikinn en uppskeran var lítil þar sem hann hitti úr 20 vítaskotum af 24. Lið ÍR var mun betri aðilinn en varla er hægt að tala um að brotthvarf Herberts Arnarsonar hafí komið niður á leik liðsins, \M þess var munurinn á liðunum of mikill. Liðsheildin var sterk hjá ÍR og leikmenn liðsins skiluðu sínu verki vel þar sem baráttan og sam: starfið var í góðu lagi. Lið KFÍ komst hins vegar aldrei í gang, mikið var um rangar sendingar og lélega hittni í upplögðum færum. Nokkuð sem nýliðar í deildinni geta ekki leyft sér. Bandaríkjamaðurinn í liði KFÍ, Euan Roberts, var gott dæmi um þetta en hann skoraði einungis 8 stig úr 22 skotum. Gerbu lauaardaainn ^i^ c -\ mi 77zyoc/ar77^ 100 m.Hiónir í pottinw"1 c ...ef þú spilar til ab vinna! Velkomin ab netfangi WWW. TOTO. IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.