Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 4
TENNIS Sabatini leggur spaðann á hilluna Gabriela Sabatini, tenniskona frá Argentínu, tilkynnti í gær að hún væri hætt atvinnu- mennsku í tennis eftir 12 ára sam- fleyttan feril. Á þessum tíma hefur hún sigrað í 26 mótum og há- punkturinn var sigur á Opna bandaríska meistaramótinu árið 1990. „Ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðastliðna fímm mán- uði,“ sagði hún á blaðamannafundi í Madison Square Garden í gær. „Málið er að þekkja sinn vitjunar- tíma og ég held að rétti tíminn sé einmitt nú.“ Nokkuð hefur hallað undan fæti hjá hinni 26 ára tennisdrottn- ingu á þessu ári. Frá árinu 1986 til 1995 var hún meðal tíu bestu tenniskvenna heims, en hefur nú fallið út af þeim lista sökum slaks gengis á þessu ári. Hluti ástæðunnar fyrir þessu slaka gengi er sú að hún átti í veikindurn í fyrri hluta ársins, tók þó þátt í Ólympíuleikunum en féll út í 8 manna úrslitum fyrir Mon- iku Seles. Þá náði hún sér heldur ekki á strik á Opna bandaríska meistaramótinu og hrökk úr skaptinu í 3. umferð. Sabatini lék sinn síðasta opin- bera kappleik á opnu innanhúss- móti í Zurích í síðustu viku og varð þar að játa sig sigraða í tveimur settum fyrir Jennifer Capriati í fyrstu umferð. „Þegar ég horfí til baka er ég ánægð með ferilinn, ég lagði mig alla fram og meira getur maður ekki farið fram á við sjálfan sig,“ sagði Sabatíni í gær en hún öngl- aði saman tæplega 600 milljónum króna í verðlaunafé á ferlinum. Nú ætlar Sabatini að einbeita sér að sölu og markaðssetningu á ilmvatnsvörum undir eigin nafni sem hún hefur verið að þróa á undanförnum misserum. Reuter í ruggustólinn GABRIELA Sabatinl tilkynnlr ákvörðun sfna. VIA það tækifærl var hsnnl færður ruggustóll af gefnu tllefnl. Hún ætlar nú að snúa sér að sðlu á llmvatnsvörum. Þrátt fyrir að Jurgen Klinsmann hafí ekki verið á skotskónum 'það sem af er tímabilinu í Þýska- landi og ekki náð að sýna sitt rétta andlit er stjórn Bayem Munchen tilbúin til að gera samning við kapp- ann út feril hans á knattspyrnuvell- inum. Klinsmann sem er 32 ára er nú að leika sitt annað tímabil með Miinchenarliðinu og verði gerður lengri samningur á hann að gilda til ársins 1998. Karl-Heinz Rumen- igge fyrmm landsliðsmaður og nú- verandi varaforseti félagsins, vill haída Klinsmann og segir hann tryggja mörk þótt ekki hafí allt gengið upp síðustu vikur. „Hugur okkar stefnir til að halda Klinsmann að minnsta kosti til árs- v ins 1998. Ég get hins vegar auðveld- ’lega séð fyrir mér að hann verði lengur hjá okkur,“ segir Rumenigge. Klinsmann hefur ekki verið ánægður með þá gagnrýni sem hann hefur fengið í haust sökum þess hversu illa honum hefur gengið að skora. „Hann veit að hann getur treyst á okkur,“ sagði Rumenigge. „Að sjálfsögðu er ég ánægður með að félagið vill halda í mig og ég mun athuga hvað er í pottinum fyrir mig,“ sagði Klinsmann en sjálfstraustið hefur ekki verið sem best í leikjum síðustu vikna og vissulega myndi mark um helgina gegn Fortuna Diisseldorf hjálpa upp á sakimar og gæti um leið vegið þungt í baráttu Stuttgart og Bay- em á toppi deildarinnar. Þar er Stuttgart fyrir ofan með hagstæð- ara markahlutfall en félagið mætir Borussia Mönchengladbach á heimavelli á laugardag. En markaleysi Klinsmanns er ekki það eina sem hrjáir efnaðasta knattspymulið Þýskalands. Tveir leikmenn sem vom í landsliðinu sem varð Evrópumeistari í sumar era enn utan vallar vegna meiðsla. Það era Thomas Helmer og Christian Ziege sem ekki er að vænta að leiki með á næstu vikum. Þá era mið- verðirnir Mario Basler og Thomas Stranz einnig úr leik að sinni en skemmri tími mun þó líða þar til þeir verða reiðubúnir í slaginn. Reuter JRGEN Klinsmann á mlðrl mynd f lelk með Bayern Mðnchen á mðtl Köln í þýsku deildlnnl. Stjórn félagsins vlll gera samn- Ing vlð hann sem gildlr þar tll hann hættlr að leika knatt- spyrnu. Með honum á myndlnnl eru samherjlnn Mehmet Scholl til vlnstrl og Mlchael Kostner. Aðeins heimirt að selja áleikiíHM Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í gær að bann- að yrði að selja miða í stæði á leiki í heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu. Ákvörðun þessi var tekin í kjölfar slyssins á leik Guatemala og Costa Rica í Guatemala 16. október sl. þar sem 81 áhorfandi lét lífið á áhorfendapöllum en áhorfendur voru mun fleiri en rými var fyrir og troðn- ingur mikill. í bréfí FIFA til sambanda sinna kemur fram að aðeins má selja miða í númerað sæti á leiki héðan í frá og eftirlit verður að vera mjög strangt. Sérstaklega verður að gæta þess að falsaðir miðar séu ekki í umferð eins og talið er að hafi verið í Guatemala og aðeins handhafar löglegra miða fái aðgang. Áréttað er að áhorfendur mega ekki vera í stæði og ef umgjörð valla er þannig verður sá hluti þeirra að vera auður á leikjum. Sums staðar eru grindverk til að vama því að áhorfendur komist inn á leikvöllinn og leggur FIFA áherslu á að auðvelt sé að fjarlægja slíkar hindr- anir séu þær fyrir hendi. Ennfremur er bent á að neyðarútgangar standi ekki alls staðar undir nafni og úr því verði að bæta. Framkvæmdanefíid FIFA kemur saman 7. desember og þá verður rædd tillaga þess efnis að fyrmefnd grindverk verði óheimil með öllu á leikjum í HM. í bréfinu stendur líka að eftirlits- maður FIFA ákveði hvenær heimilt er að hefja leik og undir engum kringumstæðum má bytja ef ekki er allt með ró og spekt utan vallar. Eftirlitsmaðurinn er ábyrgur fyrir að meta allar öryggisaðstæður innan sem utan vallar. Bayern vill halda Klinsmann Sameining ÍSÍ og Óí mál málanna Sally Gunnell til í slaginn BRESKA hlaupakonan Sally Gunnell, fyrrum ólymplu- rueistari í 400 metra grinda- hlaupi, hefur áhuga & að halda áfram keppni og stefnir á Samveldisleikana t Kuala Lumpur 1998. Gunnell, sem er 30 ára, meiddist á ökkla á Ólympíuleikunum I Atlanta I sumar og var við það að pakka saman fyrir fullt og allt en sagði að út.litið væri mun bjartara nú og hún ætl- aði sér að endurheimta heimsmeistaratitilinn á HM í Aþenu i ágúst á næsta ári. Ef allt gengi vel væri hún til- búin til enn frekari átaka. ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ Iþróttaþing íþróttasambands ís- lands verður haldið í íþróttamið- stöðinni Jaðarsbökkum á Akranesi um helgina og hefst með þingsetn- ingu kl. 10 í fyrramálið. 19 tillögur og ályktanir liggja fyrir þinginu, m.a. stefnuyfirlýsing um tilhögun á íþróttauppeldi æskufólks innan íþróttahreyfíngarinnar, stefnuyfir- lýsing um þjálfaramenntun og skýrsla um fjármál íþróttahreyfíng- arinanr en athyglin beinist fyrst og fremst að frumvarpi til nýrra laga varðandi sameiningu ÍSÍ og Ólympíunefndar íslands í ein heild- arsamtök. Sameiningarmálið hefur verið í umræðunni undanfarin misseri en skriður komst á það þegar drög að lögum „nýrra“ samtaka voru lögð fram sl. vor. Þau hafa verið í athugun innan íþróttahreyfingar- innar síðan þá og tekið breytingum með hliðsjón af hagsmunum allra sem hlut eiga að máli. Um liðna helgi sameinaðist norska íþróttahreyfingin í ein heildarsamtök en gengið er út frá sömu forsendum í öllum aðalatrið- um í fyrrnefndum drögum. Þetta er 63. íþróttaþing ÍSÍ og eiga 149 kjörnir fulltrúar rétt til þingsetu með atkvæðisrétt auk ýmissa annarra með málfrelsi og tillögurétt. Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heiðrar þingið með nærveru sinni við setninguna. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.