Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn ABÚENDUR á Húsum, Hákon Aðalsteinsson og Sigrún Benediktsdóttir ásamt Braga Nikulássyni sonarsyni hennar fyrir framan íbúðar- húsið að Húsum í Fljótsdal, sem þau hafa endurnýjað á svo skemmtilegan hátt. Húsið var orðið óíbúðarhæft þegar þau fluttu á staðinn. ræður sér sjálfur. Ég sæki mínar plöntur þegar tími gefst og mér fínnst vera veður til gróðursetning- ar. Einnig er hægt að fá vinnu við að grisja skóg hér inni í Fljótsdal." Ekki segist hann sakna kindanna því sem skógarbóndi sé hann alltaf í því hlutverki að veija land sitt fyrir þeim. Allt fólk er athyglisvert Fljótlega fór hann að huga einnig að ferðaþjónustu, segir að bændur hafí verið hvattir til að auka við sig á því sviði og ferðaþjónustan henti ágætlega með skógarbúskapnum. „A hlaðinu stendur hlaða, steinkumbaldi mikill, sem við ákváðum að taka undir ferðaþjónustu. Ferðaþjónusta bænda ráðlagði okkur að útbúa or- lofsíbúðir sem vantað hefur hér á svæðinu. Við innréttuðum tvær litlar íbúðir á efri hæð hlöðunnar og ætlum að reyna að leigja sem mest viku í senn. Þetta er dýrara fyrirkomulag en venjuleg gisting en útheimtir minni vinnu og getur gefíð betur af sér ef vel tekst til með útleiguna. íbúðimar voru teknar í notkun seint í sumar og það reyttist aðeins inn á þetta þótt ekkert hafí verið auglýst. Eg er því ekki svartsýnn á framhaldið.“ Hákon hefur ekki fyrr starfað við ferðaþjónustu en hann hefur rekið verslun og annast ýmsa þjónustu og kvíðir ekki gestgjafahlutverkinu. „Ég hef gaman af að sinna gestum. Allt fólk er athyglisvert. Ég segi það alltaf um fólkið sem maður hittir, það fer allt eftir manni sjálfum hvem- ig samskiptin ganga. Ef maður er jákvæður og gefur eitthvað af sjálfum sér þá fær maður það allt til baka. Fólkið sem við höfum fengið í íbúðim- ar hefur verið skemmtilegt og mér hefur fallið vel við það. Það hefur verið þakklátt og því hefur liðið vel hér hjá okkur og umgengni þess og framkoma til fyrirmyndar. Það er uppörvun að fá svoleiðis byrjun." Lagarfyótsormurinn bundinn Hann telur að fólkið sem kemur að Húsum sé að sækja í rólegheitin í Fljótsdal. Nefnir sem dæmi að lækj- arniðurinn heyrist vel inn í svefnher- bergið á annarri íbúðinni þegar glugginn er opinn og segir að sér hafí þótt það athyglisvert þegar fólk úr Vestmannaeyjum hafi haft orð á því að það vildi taka hljóðið upp á segulband og hafa með sér til Eyja. Hann segir að útsýni sé fallegt frá Húsum, þaðan sjáist til dæmis Hall- ormsstaðaskógur enda á milli. Þá segir hann að gestirnir ferðist um héraðið. Auðvelt sé að fara inn á hálendið, í Hallormsstaðaskóg, að Hengifossi og niður á firði. „Svo er Lagarfljótsormurinn bundinn hér við Húsatanga og fólk fer gjaman að líta á hann.“ Hákon segist hafa orðið undrandi an röð af vísum þar sem ég á eina en allar hinar eru einnig tengdar mínu nafni. Mér fínnst það ófyrirgef- anlegt að menn skuli ekki senda vís- umar frá sér undir nafni. Þetta er eins og að bera út bömin sín. Ég hef aldrei látið frá mér fara vísu sem ég treysti mér ekki til að gangast við og hef aldrei kunnað við fólk sem gerir vísur og klínir á aðra. Mér fmnst ákaflega gremjulegt þegar aðrar vísur em hengdar aftan við mínar, vísur sem ég hefði aldrei látið frá mér fara, kannski bæði illa fírðar og rætnar. g geri mér grein fyrir því að ekki er þetta alltaf vís- vitandi gert. Mað- ur hefur þetta orð á sér og menn ganga út frá þvi sem vísu að allar vísumar séu eftir mig og þannig gengur þetta áfram." Hákon segir að það sé ekki sín aðferð að gera rætnar vísur og ekki heldur blaut- legar, Og hann segist leggja metnað sinn í að hafa þær vandað- ar. „Eg gæti þess vandlega að hú- morinn sé 75-80% og þá fyrirgefst broddurinn. Og það er ágætt að hafa þær tvíræðar, þannig að lesandinn geti sjálfur ákveðið hvað hann fer neðarlega með þær.“ Vísur Hákons um mál prestsins á Seltjamamesi og biskupsmálið urðu frægar. Hann þvertekur fyrir að hafa ort nema eina vísu um hvort mál, þó fleiri hafí verið á símbréfun- um. „Já, þetta virðist hafa ávaxtað sig vel. En þetta er eins og með kjaftasögumar, maður getur ekkert ráðið við þetta,“ segir hann. Hákon gat ekki stillt sig um að skjóta á fréttamenn þegar útvarps- stöðin Bylgjan pantaði vfsu um gosið í Vatnajökli: Þeytist úr jöklinum gossúlan grá grenjar í djúpinu víða. Biksvört og ólgandi brennisteinsá brýst milli falinna hiíða. Grímsvatnalægðin er bólgin og blá brátt mun að tíðindum líða. Syfjaðir fréttamenn sandinum á sitja við gatið og biða. Síðastliðinn vetur var Hákon að- alnúmerið á vinsælum skemmtunum sem haldnar voru undir nafninu Kveðið í kútinn. Hákon segir að Frið- jón Jóhannsson á Egilsstöðum og hljómsveit hans hafi fundið upp á þessu. „Ég var til og hafði gaman af,“ segir hann. Skemmtunin byggist á því að sungnir eru textar eftir Hákon við ýmis lög. Hann kynnir, segir frá því hvemig textamir urðu til og segir sögur úr sveitinni, auk þess sem hann „fær“ sjálfur að syngja einn textann. Farið var víða með dagskrána, aðallega um Austurland en einnig til „útlanda", það er til Grímseyjar. Og þeir félagar fóru aftur af stað í haust og hafa meðal annars troðið upp á Hótel Sögu í Reykjavík. „Helst ekki, ég flæktist inn í þetta án þess að hafa ætlað mér það,“ segir Hákon þegar hann er spurður að því hvort ekki væri tímabært að fara að líta á hann sem skemmtikraft. „Ég hef að vísu mikla ánægju af því þegar fólk skemmtir sér en er fyrst og fremst að þessu vegna þess að sjálfur hef ég ánægju af flutningnum." Sveitin freistaði Hákon bjó á Egilsstöðum og var húsvörður og vistastjóri Menntaskól- ans þegar kallið kom. „Ég var búinn að þvælast víða og orðinn leiður á því og sveitin freistaði mín alltaf.“ Hann segist oft hafa ekið hringinn um Löginn og í einni slíkri ferð áttað sig á því að ríkisjörðin Brekkugerðis- hús, oftar kölluð Hús, væri að losna. Hann sótti um ábúð ásamt fleirum. „Enginn skildi hvað við ætluðum að gera hér en ég hafði betur og fékk jörðina haustið 1991.“ Tíu mánuðum seinna flutti hann ásamt konu sinni, Sigrúnu Benediktsdóttir úr Vopna- firði, í íbúðarhúsið. „Þegar við sóttum um jörðina gerði ég mér ekki grein fyrir því hvað við tækjum ægilegt viðbragð við komuna hingað. Það var ekki á dagskrá í upphafi að ráðast í miklar framkvæmdir en það fór svo að við byijuðum að taka þetta í gegn og héldum áfram þar til húsin voru kom- in í sómasamlegt horf,“ segir Hákon. Síðustu árin hafði einsetumaður verið að Húsum. Þurfti hann að skera fé sitt vegna riðuveiki og flutti eftir það í burtu. Jörðin hafði verið í eyði í eitt ár og íbúðarhúsið orðið óíbúðar- hæft þegar Hákon og Sigrún fengu ábúðina. Þau hafa Iagt mikla vinnu í að koma jörðinni í lag aftur. „Ég byijaði á því að hreinsa til, rífa ónýt útihús og kofa sem hér voru um allt og var með jarðýtu í þijá daga við að ýta frá húsinu og grafa gömlu fjárhúsin." „Því getur enginn svarað,“ segir Hákon þegar hann er spurður að því hvað ætl- unin hafí verið að gera að Húsum én hann hætti í Menntaskólanum þegar þau fluttu. „Við vorum sam- mála um það við Sigrún að þetta væri fallegur staður og hér hlyti að vera gott að vera. Þetta er skógræktaijörð og við vorum strax með það í huga að rækta skóg og taka þátt í Héraðsskóga- áætluninni. Það var einnig vilji landbúnaðar- ráðuneytisins." Samskipti landbúnaðarráðuneyt- isins og leiguliða þess eru ekki alls- staðar jafn góð en Hákon hefur ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. „Ráðuneytið hefur verið jákvætt í okkar garð og stutt við bakið á okk- ur, til dæmis með því að veita okkur veðheimild fyrir lánum. Þegar ráðu- neytismenn sjá að jarðimar eru vel hiitar og vel gengið um eignimar þá eru þeir hvenær sem er tilbúnir að koma til móts við leiguliða sína. En eins og skiljanlegt er fínnst þeim leið- inlegt að sjá jarðimar drabbast niður. Þeir vilja heldur ekki að ábúendur byggi upp á jörðunum umfram það sem þeir ráða við því ráðuneytið þarf að leysa eignimar til sín ef illa fer.“ Skógarbændur eru að vinna fyrir framtíðina. Að Húsum verður hægt að hefla grisjun nýja skógarins eftir 20-25 ár. Bændur geta þó að sögn Hákons haft ágætis kaup nú þegar ef þeir eru duglegir að planta. Þeir fá greitt fyrir hveija plöntu og er það ágæt atvinnutrygging. Plantað er bæði á vorin og haustin. Að Hús- um er nú búið að gróðursetja 200 þúsund tijáplöntur. Þegar grisjunin hefst skapast væntanlega störf við að vinna úr afurðunum en Hákon segir að nægur tími sé til að und- irbúa það. „Þetta er þægileg vinna og maður iiws Morgunblaðið/Sigrún Benediktsdóttir BREYTINGIN er mikil því svona leit íbúðarhúsið að Húsum út áður en Hákon og Sigrún hófu vinnu við endurbæturnar. HÁKON Aðalsteinsson er fæddur og uppalinn á landsþekktu menningar- heimili, Vaðbrekku í Jök- uldal. Systkinin níu sem upp komust gátu öll sett saman vísur og birtu á ýmsum vettvangi. „Við Ragnar Ingi erum yngstir og misstum stjórn á okkur í þessu. Kannski endurspeglar það breytta tíma á okkar uppvaxt- arámm. Á heimili mínu var mikið rætt um ljóð og farið með ljóð en sjálfsagt hefur ekki verið mikið ort þar. Ungur byijaði ég að fíkta við að yrkja en fór vel með og lét ekki mikið heyrast. Ég hef meira sleppt fram af mér beislinu á seinni árum,“ segir hann. Þróaðist þetta út í það að Hákon var fenginn til að semja vísur fyrir skemmtanir og í tengslum við ýmsa atburði og varð eftirsóttur í því hlut- verki. „Maður sat með sveittan skall- ann og samdi fyrir árshátíðir og þorrablót og átti stundum efni á fjór- um þorrablótum yfir veturinn. En ég er orðinn ansi latur við að yrkja eft- ir pöntun.“ Þykir vænst um lýríska kveðskapinn Segist hann hafa meiri áhuga á alvarlegri ljóðum. „Inn á milli orti ég lýrísk ljóð sem mér þótti alltaf vænst um. En þau hafði ég fyrir mig og lét engan sjá.“ Segist Hákon hafa haldið mörgum þessara ljóða til haga, sem betur fer, þó margt hafi farið forgörðum. Fyrir þremur árum gaf hann svo út sína fyrstu ljóðabók, Bjallkollu, með léttu og alvarlegu efni í bland. Hún gekk vel, svo vel að hún er gjörsamlega ófáanleg. Og það er víst ekki algengt að ljóðabækur sem höfundarnir gefa út sjálfír seljist mikið því það kom flatt upp á starfsmenn skattstofunn- ar þegar Hákon kom til að skila virð- isaukaskatti af sölu bókarinnar. „Þeir töldu að ég væri eini maðurinn sem skilaði virðisaukaskatti af sölu ljóðabókar. Ég er upp með mér af því,“ segir hann. Á síðasta ári gaf hann svo út aðra ljóðabók, Oddrúnu, og segir að hún seljist einnig vel. Bókin ber nafn ættarfylgju Hákons og er fyrsta ljóð- ið um hana. Hákon segir að Oddrún hafí verið ástfangin af séra Magnúsi Ólafssyni í Bjarnarnesi en ekki náð ástum hans. Hún hafí þá heitið því að ganga aftur og fylgja honum í níu ættliði: Líkamann svelgdi hin si- kvika á/en sálin kom aftur að landi. „Ég er af sjötta ættlið og fannst tími til kominn að gera henni skil fyrst hún hafði nennt því að fylgja okkur allan þennan tíma.“ Þess hefur orðið vart með ýmsum hætti að Oddrún fylgi fólki af þessari ætt, en Hákon segist telja að hann hafi frekar haft stuðning af henni en óþægindi. Innri þörf „Ég hef mikla ánægju af því að yrkja og stundum er mér það nauð- synlegt. Þetta er einhver innri þörf, ég fínn að hún er til. Stundum þarf ég að setjast niður og setja eitthvað saman og líður hálfílla ef langur tími líður á milli.“ Ekki er hann ákveðinn með fram- hald útgáfustarfseminnar. „Þetta hefur alltaf verið .hugdetta, að gefa út ljóðabók. Þegar skúffan hefur verið orðin full hef ég gramsað í henni og athugað hvort ég ætti efni í bók.“ Hann hefur gefíð út bækum- ar sínar sjálfur og segir að það sé talsvert umstang. Segist frekar vera að hugsa um að gefa út eina barnasögu í ár, þó hún yrði ef til vill aðeins fyrir barna- bömin. Hákon segist eiga talsvert af smásögnm í handraðanum, eitt- hvað af þeim á blaði. Mest hefur það sprottið upp af spaugilegum atvikum sem hann segist raða í kringum og reyna að setja fram á lifandi hátt. Ætla aldrei að stoppa En er nokkur þörf á að standa í útgáfu ljóðabóka þegar íjöldi sjálf- boðaliða dreifir vísunum hans með símbréfum um allt land? „Menn vilja hafa bókina við höndina. Hún er persónulegri en simbréfíð." En hvemig byijar þetta ferli? Hákon segir að þegar miklir frétta- atburðir gerist eða mál fari að velt- ast um í þjóðarsálinni detti stundum vísa út úr honum. „Þær fara svo af stað og það er eins og þær ætli aldr- ei að stoppa. Og stundum margfald- ast þær í meðförum. Ég hef séð sím- bréf þar sem búið er að hengja sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.