Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 B 5 SUPER Furry Animals FRÆKNIR FIMMMENNINGAR ÞETTA ár hefur verið unnendum breskrar popptónlistar sérdeilis gjöfult, því ekki er nóg með að hver gæðasveitin á fætur annarri hefur haldið hér tónleika, gamlar lummur og nýjar, rokkarar og dansboltar, heldur er ævintýrinu síst lokið; á fímmtudag ieikur hér hljómsveit sem kölluð hefur verið bjartasta von breskrar popptón- listar nú um stundir, Walesver- jarnir í Super Furry Animals. Hingað kemur sveitin á vegum bresku útgáfunnar Creation, sem hefur á sínum snærum nokkrar helstu rokksveitir Bretlands, næg- ir að nefna Oasis, og hyggst halda tónleika í Tunglinu. í tilefni af þeim tónleikum óskuðu útsendar- ar Creation eftir því að fá að heyra í íslenskum hljómsveitum og fá því þijár efnilegar sveitir, Maus, Kolrassa krókríðandi og Botn- leðja, að hita upp fyrir Walesveij- ana. Velska lifir góðu lífi Super Furry Animals er þriggja ára gömul að sögn leiðtoga henn- ar, söngvarans Gruff Rhys, en hann segir liðsmenn hafa kynnst þar sem þeir voru í velskumæ- landi hljómsveitum, en þeir félag- ar fimm sem skipa sveitina eru allir frá hluta Wales þar sem velska lifír góðu lífi og sé reyndar í mikilli sókn um landið allt. „Velska er móðurmál mitt og strákanna allra,“ segir hann, en félagar hans heita Cian Ciaran, Huw Bunford, Daffyd Ieuan og Guto Pryce. Rhys bætir við að drjúgur hluti tónleikadagskrár þeirra félaga sé á velsku og verði Velska rokksveitin Super Furry Animals er væntanleg hinað til lands til tónleikahalds í vikunni. Árni Matthí- asson tók tali söngv- ara sveitarinnar, Gruff Rhys, sem segir að móðurmál sitt, velska, lifi góðu lífi. eflaust enn stærri þegar sveitin leikur hér á landi. „Það hefur verið erfitt fyrir hljómsveitir að koma sér áfram í Bretlandi, því fordómar hafa verið svo sterkir gagnvart öðrum málum en ensku, en á því hefur blessunarlega orðið breyting og nú er svo komið að nánast allir eiga möguleika, meðal annars sveitir eins og okkar, þar sem enska er ekki aðalmál." Hann segir þó að meirihluti laganna sé á ensku, en þeir eiga það líka til að eiga lög í tveimur útgáfum. Super Furry Animals hefur hrifið þá sem til sveitarinnar hafa heyrt á tónleikum og þar á meðal ekki ómerkari menn en þá Gallag- her-bræður úr Oasis sem gerði að verkum að sveitinni var boðið að hita upp fyrir Oasis á mikilli tónleikaferð síðarnefndu sveitar- innar um Bretland. Rhys segir að athyglin sem sveitin hafi fengið í kjölfarið og það að hún hafí kom- ist á milljónasamning hjá stönd- ugu fyrirtæki hafi ekki haft ýkja mikil áhrif á sveitina enn sem komið er að minnsta kosti. „Það eina sem kemst að hjá okkur er að semja góð lög og gefa út góðar plötur. Þannig er það okkur mikilvægara að vita að plata sem við höfum gefið út sé eins góð og hún getur orðið, en að hún seljist í einhveiju risa- upplagi. Við höfum þó lúmskt gaman af látunum og tökum full- an þátt í þeim, veitum viðtöl eftir pöntun, áritum plötur og komum fram í sjónvarpi. Við tökum þó hæfilegt mark á bresku popp- pressunni, hún er fljót að snúa baki við mönnum að ófyrirsynju og illt að vera upp á hana kom- inn.“ Bjartasta von næsta árs Eins og áður segir kemur Su- per Furry Animals hingað til lands á vegum Creation, en upphaflegur tilgangur ferðarinnar var að taka myndir og viðtöl fyrir popptíma- ritið Vox sem hyggst slá sveitinni upp í jólahefti sínu sem björtustu von næsta árs, en einnig verður í för sjónvarpsgengi frá velska sjónvarpinu. Creation-liðar vildu þá slá tvær flugur í einu höggi, halda hingað með sveitina, halda tónleika og veita viðtöl og fá um leið að beija augum björtustu vonir íslensks rokks. Fyrir valinu urðu áðurnefndar hljómsveitir, Maus, Kolrassa krókríðandi og Botnleðja, og hita upp fyrir Wales- veijana sem áður er getið. Þess má svo geta að kynnir á tónleikun- um verður Rúnar Júlíusson. Tannlæknastofa fyrir börn Hef opnað tannlæknastofu mína að Einholti 2, Reykjavík. Tannlæknastofan er sérstaklega ætluð börnum og unglingum. Tímapantanir í síma 561 3130 Sigurður Rúnar Sæmundsson Tannlæknir, MPH, PhD. Veidla hjá Villa og dtelþununi Tveggja kvölda námskeið þriðjudaginn 29. október og fimmtudaginn 31. október. Þátttakendum verða kennd undirstöðuatriði góðrar veislu. Hvernig veislustjómun á að vera, hvernig maður getur farið inn í hóp, hafið samræður og komið sér aftur úr hópnum og margt fleira sem tengist þvf að taka virkari þátt í samkvæmislífinu. Námskeiðið er blanda af fyrirlestrum, hópvinnu og verklegum œfingum. Skráning og upplýsingar, Sólveig s. 555 1983. Vertu virkur í veioliuini til London hagstæðari ferðir til London en nokkru sinni fyrr. Tryggðu þér nú síðustu sætin til London á lága verðinu í vetur, þessarar mestu heimsborgar Evrópu. Viðbótargisting á Butlins hótelinu, sem hefur notið mikilla vinsælda hjá farþegum okkar enda skammt frá Oxford stræti. Öll herbergi eru með sjónvarpi, síma og baðherbergi. Og að auki getur þú valið um fjölda annarra hótelvalkpsta í hjarta Lundúna. Verð kr. Glæsilegir gististaðir Hvenær er laust? 28. okt. - 8 sæti 31. okt. - 5 sæti 4. nóv. - 18 sæti 7. nóv. - uppselt 11. nóv. - 21 sæti 14. nóv. -9 sæti 18. nóv. - 29 sæti 21. nóv. - 8 sæti 25. nóv. -laus sæti 28. nóv. - laus sæti 17.570 47lugsæti. Verð með flugvallarsköttum, mánudagur til fimmtudags í okt. og nóv. v„„k,29.270 M.v. 2 í herbergi, Butlins hótel, með morgunverði, 28. nóv., 3 nætur. Skattar innifaldir. c w HEIMSFERÐIR VISA Þ JÓ□ ARÁ At Fii IIEFNUM það er málið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.