Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR GAMALT morðmál, Kris í „Lone star“. GAMAN, gaman; úr myndinni „A Month by the Lake“, sem sýnd er á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur. Gjugg í borg KANNSKI bestu tíðindin við Kvikmyndahátíð Reykjavíkur séu þau að hún skuli yfirleitt vera haldin. Eftir að Kvikmyndahátíð Listahátíðar hafði sungið sitt síðasta var framtíðin óviss mjög. Ekki var sjálfgefið að haldnar yrðu stórar kvikmyndahátíðir hér á landi með reglulegu millibili í framtíðinni; áhugi almennings hafði minnkað eins og sást á síðustu hátíð. En Kvikmyndahátíð Reykjavíkur er traustur vísir að áfram- haldandi hátíðahaldi og hafa forsvarsmenn hennar fengið kvikmyndahús- in í Reykjavík til að taka þátt í listviðburðinum með sér svo nú eru hátíðarmyndir í öllum bíóum borgarinnar. egar úrval myndanna er skoð- að, sem kvikmyndahátíðin sjálf hefur útvegað en eru ekki úr hirslum kvikmyndahúsanna, sést að áherslan er á óháða bandaríska kvikmyndahöf- unda, úrval nor- rænna mynda, m.a. með sér- stakri norskri dagskrá, og ág- ætt sýnishorn mynda frá Evr- ópu. Hal Hartley og Wayne Wang eru góðir fulltrúar þeirrar kvik- myndagerðar vestan hafs sem stunduð er utan Hollywood-kerf- isins og eiga meira sameiginlegt með evrópskum starfsbræðum sín- um en bandarísku stórmyndasmið- unum eins og „Amateur" og „Smoke“ sýna. Kvikmyndahúsin Regnboginn og Háskólabíó auka við þetta óháða úrval með mynd- unum „Lone Star“ eftir John Say- les og „Dead Man“ eftir leikstjóra sem löngu er orðinn ómissandi á kvikmyndahátíðum hér, Jim Jar- musch. Af norrænu myndunum eru tvær sérstaklega athyglisverðar: Kristín Lafransdóttir eftir Liv Ull- man, sem byggist á sögu Sigrid Undset, og „Breaking the Waves“ eftir Danann Lars von Trier. Finnska úrvalið er slappt í heild- ina; íslandsvinirnir Aki og Mika Kaurismaki skipta myndunum með sér, gömlum og nýjum, en Hættu- ástand eftir Mika er gerð í Banda- ríkjunum og er ágæt. Því miður er engin spænsk mynd í úrvalinu en af Evrópumyndunum ber hæst hollenska óskarsverðlaunamyndin um Antoniu, hin tékklenska „Ko- yla“ sem á séns í Felixinn, og Örlög eftir ungan þýskan leik- stjóra, Fred Keleman, sem heima- mönnum þykir gott efni í kvik- myndagerðarmann. Franskar og ítalskar myndir eru, alltaf aufúsu- gestir á kvikmyndahátíðum. Fýsi- legastar þeirraeru„Le colonel Cha- pert“ með Gérard Depardieu og „LArnerica" sem gerist í Albaníu eftir hrun kommúnismans. Allt eru þetta myndir sem ekki eiga greiða leið í kvikmyndahúsin en það hlýtur einmitt að vera eitt helsta hlutverk hátíða eins og þess- arar að veita fólki aðgang að at- hyglisverðum myndum sem þurfa svolitla hjálp til að ná til almenn- ings. Það hefur tekist í þetta sinn. Hér hefur aðeins verið tæpt á nokkrum álitlegum kostum. Lík- lega hafa aldrei fleiri kvikmyndir borist á kvikmyndahátíð hér á landi en nú eða eitthvað á sjötta tug mynda. Úrvalið er fjölbreyti- legt og svo gripið sé til geðþekkrar klisju ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Indriðason í BÍÓ ÞEGAR síðasta Kvik- myndahátíð Listahátíð- ar, sem nú hefur dáið drottni sínum, var hald- in þótti hún illa sótt. Það var eins og allan áhuga vantaði. Hún var haldin á tveggja ára fresti sem mörgum þótti of stopult. Hinni nýju Kvikmyndahátíð Reykjavíkur, sem byij- að hefur með pomp og prakt, er ætlað að kveikja aftur áhugann á viðamiklum kvik- myndahátíðum og glæða aðsóknina mjög. Markmiðið er að halda hana á hveiju ári í framtíðinni og kvik- myndahusin í Reykjavík taka þátt i slagnum, en áður hafði aðeins eitt kvikmyndahús Kvik- myndahátlð Listahátíð- ar undir sínu þaki. Haft hefur verið eftir fram- kvæmdastjóra hátíðar- innar að markmiðið sé að fá 20.000 manns á hátíðarmyndimar. Tak- ist það er Kvikmynda- hátíð Reykjavíkur kom- in á fljúgandi ferð. John Sayles og sagan NÝJASTA mynd eins fremsta óháða leikstjóra Bandaríkjanna, John Sayl- es, er á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur en hún heitir „Lone Star“ og hefur vakið athygli víða. Með hlutverk í henni fara Chris Cooper, Matt- hew McConaughey, Elizabeth Pena, Kris Kristofferson, Frances McDormand og Joe Morton. í myndinni fjallar Say- les, sem vinnur fyrir sér sem leikari á milli þess sem hann gerir myndir, um 40 ára gamalt morðmál í Tex- as er snertir íyrrum lög- reglustjóra Rio-sýslu á landamærum Texas og Mexíkó. Sayles segist vera fyrst og fremst að fást við sagnfræði. „Þessi kvik- mynd fjallar heilmikið um sögu og hvað við kjósum að gera við hana. Er hún eitthvað sem dregur okkur niður? Notum við hana gegn hveiju öðru? Er saga eitthvað sem fær okkur til að líða vel? Þessar sömu spumingar eiga við um persónusögu. Hvenær skiljum við okkur t.d. frá foreldrum okkar?“ Nýstimið Matthew McConaughey lék í þessari mynd næst á undan Dauðasök Joels Schum- achers. KRANSINN, Húsfreyjan og Krossinn; úr Kristínu Lafransdóttur. Kristín Lafrans- dóttir eftir Ullman SKÁLVERK nóbelsrithöf- undarins Sigrid Undset, Kristín Lafransdóttir, kom út í íslenskri þýðingu Helga Hörvars og Arnheiðar Sig- urðardóttur á árunum 1955 til 1957 og hétu þau Krans- inn, Húsfreyjan og Kross- inn. Liv Ullman hefur nú fært sögu þessa i kvik- myndabúning og er mynd hennar, sem heitir einfald- lega Kristín Lafransdóttir, flaggskipið á sérstakri norskri dagskrá Kvik- myndahátíðar Reykjavíkur. Ullman leikur ekki í myndinni en leikstýrir og skrifar handritið. Kvik- myndatökumaður er góð- vinur leikkonunnar, Sven Nykvist, en með aðalhlut- verkin fara Elisabeth Mat- heson, Björn Skagestad og Sverre Anker Ousdal. Sag- an gerist á öndverðri 14. öld í Guðbrandsdal í Noregi. Aðrar myndir á norsku hátíðinni eru m.a. Egg eftir Bent Hamer, sem^ hlaut Amandaverðlaunin, Ég sver það eftir Marius Holst og myndir eftir Hans Petter Moland, Mona Hoel og Unni Straume. maður Johns Cassavetes. Cassel hefur orðið æ meira áberandi í Hollj'wood-mynd- um hin síðari ár en Hartley vakti fyrst athygli hér á landi með hátfðarmyndunum „An Unbelievable Truth“ og „Simple Men“, sem var IFjórar myndir eru frá ítal- betri og lýsandi dæmi um íu á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur. Guiseppe Tornatore er í hópi þekkt- ustu leikstjóra ítaliu í dag og eru tvær mynda hans á hátíðinni, Stjörnuleitin og EinfaJt formsatriði. En lík- lega er athyglisverðasta ít- alska myndin nú „LAmer- ica“ eftir Gianni Amelio um lífið í Albaníu eftir hrun kommúnismans. Hún hiaut Felixverðlaunin á sínum tíma. MÓháðir bandarískir leik- stjórar eru n\jög áberandi á hátíðinni eins og kunnugt er og er gestur hennar leik- stjórinn Hal Hartley ásamt leikaranum Seymour Cass- el, sem var náinn samstarfs- einkar hófstilltan húmor Hartleys. UNorræmm myndum er gert hátt undir höfði á hátíð- inni. Sérstök dagskrá með norskum myndum er í gangi og Finnar eiga nokkrar myndir gamlar og nýjar og koma þar íslandsvinimir Kaúrismákibræður mjög við sögu. Mika á nýjustu mynd- ina, Hættuástand, sem hann gerir í Bandaríkjunum en hún er mjög finnsk samt. UEkki má gleyma að nýj- asta mynd Lars von Triers, „Breaking the Waves“, er á hátíðinni. Von Trier er kominn í hóp fremstu kvik- myndahöfunda Evrópu með þeirri mynd. 68.000 höfðu séð ID4 Jólamynd; Schwarzenegger á tali við leikstjóra „Jingle All the Way“, Brian Levant. ALLS höfðu um 68.000 manns séð geimvísindatryll- inn Þjóðhátíðardag í Regn- boganum og viðar eftir síð- ustu helgi. Þá höfðu tæp 4000 mann séð Fatafelluna í Regnbog- anum og Laugarásbíói, rúm 2000 gamanmyndina Sex og rúm 2000 Hestamanninn á þakinu. Næstu myndir Regnbog- ans eru m.a. Emma, sem sýnd verður í lok Kvik- myndahátíðar Reykjavíkur og heldur áfram á almenn- um sýningum, „Last Man Standing" með Bruce Willis, sem einnig verður í Laugar- ásbíói, „Stealing Beauty" eftir Bernardo Bertolucci, og „Courage Under Fire“, sem einnig verður í Laugar- ásbíói. Regnboginn verður með tvær jólamyndir. Onnur er teiknimyndin Svanaprins- essan, sem sýnd verður með íslensku tali, og hin er gam- anmynd með Arnold Schwarzenegger, „Jingle All the Way“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.