Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ANNA Halldórsdóttir heitir stúlka af Akranesi, sem marg-ir muna eftir sem söngkonunni í Bróð- ur Darwins. Sú sveit er löngu hætt en Anna hef- ur ekki sagt skilið við tónlist, hefur samið lög af kappi í fjölda ára og sendir á næstunni frá sér safn bestu laga. Anna segir að platan heiti Villtir morgn- ar og sé „frekar róleg plata, lágstemmd plata, fín vetrarplata". Sjálf spilar Anna á hljómborð og píanó, en fékk fjöl- margra tónlistarmenn með sér. Orri Harðarson gítarleikari, gamall fé- lagi af Akranesi, vann einnig að plötunni með henni, stýrði upptökum ásamt Rafni Jónssyni og útsetningum á nokkrum lögum, Asgeir Óskarsson Endalausar hugljómanir og Birgir Baldursson leika á trommur, Jakob Magnússon og Þórður Högnason leika á bassa, Kjartan Valdimarsson á píanó í einu lagi, og einn- ig koma við sögu Stefán Gunnlaugsson píanóleik- ari, Martial Nardeau flautuleikari, Szymon Kuran leikur á fiðlu og síðan kemur strengja- kvartett til sögu. Lögin segir Anna orðin til á fimm ára tímabili, en hún sé með miklu meira safn laga í hand- raðanum. „Ég hef alltaf verið að semja, alveg frá því ég var lítil. Ég hef þó ekki gert það mark- visst, ekki sest niður með autt blað og ákveðið að senya lag. Núorðið sest ég við pianóið og fæ hug- myndir, en ég fæ enda- lausar hugljómanir á hveijum degi,“ segir Anna og kímir. Hún segir að platan sé að vissu leyti óður til æskustöðvanna, „en ég ólst upp við sjávar- síðuna og á hverjum degi blöstu við mér fjöll og haf. Allt þetta sjónarsvið hefur haft áhrif á mig músíklega því strax í æsku var ég farin að semja tónlist. A plötunni ferðast ég um í heimi draums og veruleika, skoða, leita og velti fyrir mér þessu undarlega Iífi.“ Lögin koma á undan textunum, en Anna segir að það sé í sjálfu sér ekk- ert erfiðara að semja texta en lag, þegar hún er á annað borð komin af stað. „Það verður hins- vegar að vanda sig miklu meira með textann en tónlistina, tónlistin er svo abstrakt en orðin verða að vera þau réttu. Ég er þó ekkert að fara að gefa út ljóðabók." Utgáfutónleika plöt- unnar heldur Anna með hljómsveit á Akranesi í nýjum sal Grandaskóla næstkomandi þriðjudag, en tónleikar í Reykjavík verða síðar. UNDANFARIÐ hefur heyrst í útvarpi lag með Páli Óskari Hjálmtýssyni þar sem kveður við nýjan tón í íslenskri dægurtónlist; fyrsta lagið sem kalla má drum ’n bass, þó það sveiji sig kyrfilega í ætt við önnur lög sem Páll hefur sent frá sér. Það lag er af væntanlegri breiðskífu Páls, Seif, sem kemur út í vikunni. Páll Óskar segir að platan sé tólf laga, þar af séu ellefu lög eftir unga íslenska Iagasmiði, Pétur Hallgrímsson, Jóhann Jóhannsson, Birki Björnsson, Bjarka Jóns- son, Valgeir Sigurðsson og Trausta Haraldsson, en Burt Bacharach á eitt lag, í mjög breyttri útgáfu, enda segist Páll Óskar ekki geta gefið út plötu án þess að hafa lag eftir uppáhalds lagasmið sinn á henni. „Platan var forunnin hér á landi, dregin að landi í London, tekin upp þar, mixuð og masteruð," segir Páll Óskar og bætir við að útsetn- ingar hljóðfæraleikur sé allur unninn á tölvur og þá að hveijum lagahöfundi fyrir sig, „en ég stóð yfír þeim öllum saman og tryggði að þau pöss- uðu saman. Með því að hafa þennan hátt- inn á passaði ég líka að hvert lag hefði sinn einstaka hljóm, sem hver lagahöfundur hefur. Þess vegna réð ég þá líka í starfíð, ég þekkti til þeirra og bað þá um að semja fyrir mig lög.“ Páll Óskar segir að vinnslan á plötunni hafi verið flög- urra mánaða strembin vinna, en síðustu tveir mánuðir sem hann eyddi í Lundúnum hafí verið hrein geggjun. Þó að tónlistin á plötunni hafí á sér dansvænan blæ segir Páll Óskar að hann vilji alls ekki kalla plötuna dansplötu. „Inn á milli koma allskyns straumar sem ég fíla og platan nær því ósköp „næs“ Pallaheild á endanum. Hún svarar þó öllum þessum danstónlistarstefnum sem ég hef verið að hlusta á undan- farin ár, en er alls ekki eitthvert reifsafn, ekki að ræða það, hún er allt of melód- ísk til þess og allt of margslungin. Textapælingarnar eru líka að mínu mati það sem ber plötuna uppi að mestu leyti, þeir eru eins og viðtal við mig.“ Allar áttir Bubba BUBBI Morthens sendi fyrir skemmstu frá sér breiðskíf- una Allar áttir, sem vekur meðal annars athygli fyrir þá sök hve lögin á henni eru fjölbreytt og ólík. Glöggir heyra undireins að á plötunni er Bubbi að velta fyrir sér ýmsum stílum og straumum sem hann hefur áður unnið í með góðum árangrí, enda segist hann standa á einskon- ar gatnamótum lífs og listar. Bubbi segir heiti plötunn- ar upprunalega hafa verið vinnuheiti sem orðið hafí til í hálfkæringi. „Við kölluðum hana Allar áttir okkar á milli, mest til gamans, en smám saman varð það að heitinu á plötunni, ekki síst eftir að hún var tilbúin og ég sá að hún var allra átta.“ eftir Árna Mofthíasson Bubbi segir að platan vísi að vissu leyti til þess að hann standi á vissum kross- götum í lífínu og tónlistinni um leið. „Ég býst við því að ég eigi eftir að gera frek- ari tilraunir í tónlist eins og ég er að gera á ljóðaplöt- unni minni sem kemur út á næstunni, og margt á Allar áttir vísar líka til þess sem mig langar til að gera meira af. Ekki síst langar mig til að spreyta mig með öðrum tónlistarmönnum og úr ann- arri átt, eins og til að mynda Guðna Franzsyni, sem vann með mér ljóðaplötuna," segir Bubbi og verður hugsi, en skellir síðan upúr: „Það er svo óteljandi margt sem mig langar til að gera, svo óteljandi margt að ég veit varla hvert á að stefna. Kannski ég geri það bara allt!“ Bubbi segist ekki hafa áhyggjur af viðtökum plöt- unnar, „ég er búinn að vera í þessu það lengi að ég veit að rétt er að gera bara það sem maður vill gera, en mér fínnst fólk taka þessari plötu betur en síðustu plötu sem ég sendi frá mér með eigin lögurn." Bubbi segist hafa áttað sig á þegar hann fór að hlusta á plötuna að henni svipaði mjög til fyrstu sóló- plötu hans, ísbjarnarblús. „Menn hafa spurt mig sí og æ um það hvort ég ætli ekki að gera annan ísbjarn- arblús og hér er hann kom- mn, segir Bubbi og hlær við. „ísbjarn- arblús var geggjuð samsetn- ing gjör- ólíkra laga og þegar ég hlutaði á þessa plötu sem heild þegar búið var að setja hana saman áttaði ég mig á því að óvart hafði orðið til lík plata.“ Utgáfutónleikar Bubba verða í Borgarleikhúsinu 4. nóvember. Hann segir að þá hyggist hann spila plötuna með hljómsveit, en eftir það verði hann einn á ferð. „Lögin eru öll samin á kassagítar og þannig verða þau flutt,“ segir hann og bætir við að þau hafi breyst töluvert í hljóð- verinu. „Þegar við tókum þau upp sá ég á þeim marg- ar nýjar hliðar, sumt skerptist, en dró úr öðru og því verða þau all frá- brugðin því sem var þegar ég spilaði þau á tónleikum í vor og sumar,“ segir Bubbi að lokum. Handrit- in heim ÞAÐ hefur reynst mörg- um vel að hana kynnst Bítlunum áður en þeir urðu frægir, ekki sfst ef hægt er að tína til sitt- hvað smálegt til að selja. Hjá Sotheby’s átti að • selja ýmislegt dót úr fórum úr tónleikafar- arstjóra sveitarinnar. Þar 4 meðal var mikið af frumhandritum. Paul McCartney sætti sig þó ekki við að aðrir hefðu slíkt að féþúfu og krefst þess að fá handritin af- hent, því þau séu sannan- lega hans eign. Ganga nú stefnurnar á víxl. DÆGURTÓNLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.