Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 B 15 Rekín fyrir að syngja ekkiaf- mælissöng Baltimore. Reuter. CORA Miller, 43 ára vottur Jehóva, hefur höfðað mál gegn eigendum veitingahúss í Bandaríkjunum sem véku henni frá vegna þess að hún neitaði að syngja afmælissöng- inn fyrir viðskiptavinina af trúarástæðum. Umdæmisdómstóll í Mary- land tekur málið fyrir síðar á árinu og bandarísk nefnd, sem fjallar um mál sem varða jafn- rétti til atvinnu, hefur komist að þeirri niðurstöðu að veit- ingahúsið hafi gerst brotlegt við lagaákvæði um að ekki megi mismuna fólki á grund- velli trúarskoðana. Miller krefst skaðabóta og nefndin vill að veitingahúsið greiði sekt fyrir að reka hana sama dag og hún var ráðin í júlí 1993. Eigendur veitinga- hússins segjast ekki hafa brot- ið lögin og líta á það sem sjálf- sagðan þátt í þjónustunni að syngja afmælissönginn fyrir viðskiptavinina. Miller segir að þegar hún hafi sagt yfirmanni sínum að hún gæti ekki sungið sönginn af trúarástæðum hafi hann sagt henni að hypja sig út og koma ekki aftur. Hún segist hafa boðist til að starfa við hvað sem er, jafnvel uppþvott, með því eina skilyrði að henni yrði hlíft við því að syngja af- mælissönginn. Fá smokk fyrir at- kvæðið Tegucigalpa. Reuter. „KJÓSIÐ og þiggið smokk“ gæti verið kjörorðið í nýrri herferð í Honduras gegn út- breiðslu alnæmis. Tveir stærstu flokkar lands- ins, Fijálslyndi flokkurinn og Þjóðarflokkurinn, hafa í sam- ráði við heilbrigðisráðuneytið ákveðið að efna til prófkjöra 1. desember, degi sem helgað- ur er baráttunni gegn alnæmi, vegna næstu þingkosninga. Ráðgert er að bjóða þeim, sem greiða atkvæði í prófkjörunum, ókeypis smokka. „Eg vona að með þessu get- um við upprætt þá hugmynd að það sé allt í lagi að vera lauslátur," sagði Guillermo Casco, ritari kosningadómstóls landsins og bætti við að mark- miðið væri að vekja athygli borgaranna á hættunni sem stafar af alnæmisveirunni. ÍSL0NSKT HR0INT 0 G H6ILNSBMT , ISLENSKT - J A TAKK' HVAMMSTANGI: Brauö og kökugerð, Drífa, Gallerí Bardúsa, Kaupfélag V-Húnvetninga, Mirra, Skarp LAUGARBAKKkTröllagarður VÍÐIHLÍÐ: Saumastofan Borg BLÖNDUÓS: Brauðgerðin Krútt, Kaupfélag A-Húnvetninga , Saumastofan Eva, Sölufélag A-Húnvetninga, Verslunin Vísir, Vilko SKAGASTRÖND: Borg, Skrefið SAUÐÁRKRÓKUR: Kaupfélag Skagfirðinga, Loðskinn, Matvörubúðin, RKS skynjaratækni, Sjávarleður, Vaka hf. SIGLUFJÖRÐUR: Leifsbakarí AKUREYRI: Ásprent, Brauðgerð KEA, Einarsbakarí, Gúmmívinnslan, Kaffibrennsla Akur- eyrar, Kjarnafæði, Kjötiðnaðarstöð KEA, Kristjánsbakari, Möl og sandur, Nýja Bautabúrið, Purity Herbs, Viking, Ölur DALVÍK: Axið, brauðgerð HÚSAVÍK: Kaupfélag Þingeyinga. ISLGNSKT TRKK ÍSLENSKIR NEYTENDUR VITA AD INNLENDAR VÖRUR STANDAST ERLENDA SAMKEPPNI.* UM LEIÐ OG VIÐ VELJUM ÍSLENSKAR VÖRUR EFLUM VIÐ ÍSLENSKT ATVINNULÍF OG GERUM GÓÐ KAUP. Jjf|/ ÖÍ SAMTÖK irtMArtAC IÐNAÐARINS •Skv. köonun ÍM GaUup sem geró var í janúar 1996 fynr samstarfsnefnd sem stóð aö átakinu íslenskt já takk haustiö 1995. ISLENSKIR DAGAR A NORÐURLANDI 28. OKTÓBER TIL 3. NÓVEMBER í verslunum á Norðurlandi verða kynningar og tilboð á íslenskum vörum með sérstakri áherslu á norðlenska framleiðslu. Eftirtalin fyrirtæki taka með ýmsum hætti þátt í íslenskum dögum á Norðurlandi:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.