Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 B 19 ATVIN N U FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI Læknafulltrúi Laus ertil umsóknar 50% staða læknafulltrúa á endurhæfingardeild og öldrunarlækninga- deild Kristnesspítala. Staðan veitist fá 1. janúar 1997. Umsækjendur þurfa að hafa góða tungumála- kunnáttu, hæfni og reynslu í tölvunotkun. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK. Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldór Halldórsson, yfirlæknir öldrunarlækninga- deildar, í síma 463 1100 og skulu umsóknir sendast honum fyrir 15. nóvember nk. Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara Laus er til umsóknar 80% staða aðstoðar- manns sjúkraþjálfara á Kristnesspítala. Staðan veitist frá 15. nóvember 1996. Við ráðningu verður lögð áhersla á hæfni til mannlegra samskipta og samstarfs. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK. Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán Yngvason, yfirlæknir endurhæfingardeildar, í síma 463 1100, og skulu umsóknir sendast honum fyrir 10. nóvember nk. Öllum umsóknum verður svarað, þegar ákvörðun um ráðningur hefur verið tekin. Fjórðungssjúkrahúsið á Akueyri - reyklaus vinnustaður - Framkvæmdastjóri Skógarbær sem mun reka hjúkrun- ar- og öldrunarþjónustu í Reykjavík óskar að ráða framkvæmdastjóra. Ábyrgðarsvið/verksvið: Framkvæmdastjóri fer með daglega stjórn Skógarbæjar. Hann hefur á hendi yfirstjórn starfsmannahalds, fjármál stofnunarinnar og rekstrarlegt eftirlit með öllum þáttum starf- seminnar. Hann gerir áætlun um rekstur hverrar einingar og stofnunarinnar í heild, fylgir eftir framkvæmd hennar, uppgjöri og innra eftirliti og annast samningsgerð fyrir hönd stjórnar viðvíkjandi rekstri stofnunar- innar. Menntunar- og hæfniskröfur: Áskilin er menntun á sviði viðskipta- og rekstrarhagfræði eða á sviði öldrunarþjónstu með haldgóða þekkingu og reynslu af stjórn- un og rekstri. Almenn reynsla í stjórnun, góð skil á starfsemi hins opinbera á sviði heil- brigðis- og félagslegrar þjónustu, hæfni í mannlegum samskiptum og góð tök á fram- setningu máls í ræðu og riti. Sjálfstæði vinnu- brögð og frumkvæði í starfi. Upplýsingar eru einungis veittar hjá Katrínu S. Oladóttur, Ráðningarþjónustu Hagvangs. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál og þeim öllum svarað. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir ásamt mynd, prófskírteinum og meðmælum til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. Um- sóknarfrestur er til og með 4. nóvember nk. Hagva ngurhf . Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir RÁÐSKONA í REYKJAVÍK VIÐ LEITUM AÐ bamgóðri, umhyggjusamri, snyrtilegri og reglusamri manneskju, sem gædd er rikri ábyrgðartilfinningu til að sjá um heimili fyrir fjölskyldu í Reykjavík. STARFIÐ felst í umsjón meö heimili fjölskyldunnar m.a. að annast þrif og þvotta auk þess að gæta ungabams. í BOÐIER gefandi starf í þægilegu umhverfi, en fjölskyldan býr við mjög góðar aðstæður. Viðkomandi á kost á að fá litla íbúð til eigin afnota auk mánaðariauna. Reykleysi er skilyrði ogbfipróf nauðsynlegt. Umsóknarfrestur er til og með 4. nóvember n.k. Ráðning verður sem allra fyrst Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu, scm opin er frá kI.10-16, en viðtalstímar frá kl. 10-13. STRA GALLUP STARFSRAÐNINGAR Mörkinni 3,108 Reykjavík Sími: 588 3031, bréfsími: 588 3011 IBBISliBillI! mil 1! I!: Guðný Harðardóttir Tölvu- /kerfisfræðingur Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. óskar eft- ir tölvunarfræðingi/kerfisfræðingi til að sjá alfarið um tölvumál fyrirtækisins, þar með talið: Yfirumsjón með rekstri/viðhaldi tölvu- kerfis. Innkaup og endurnýjun tækjabúnaðar. Netstjórnun. Forritun í Concorde XAL. Notendaþjónusta - þjálfun. Tölvubúnaður: Novell-net. Concorde XAL. Windows. H-laun launakerfi. PC-umhverfi. Norand-fartölvur. Tölvukerfið þjónustar um 30 PC-notendur og 20 Norand-notendur. Mikill hluti starfs- ins er forritun f Concorde, því leitum við að vönum Concorde-forritara sem getur unnið sjálfstætt að verkefnum. Vinsamlegast sendið umsókn til afgreiðslu Mbl. eigi sfðar en 5. nóvember nk. merkt: „EGILS“. Athugið að farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað. Upplýsingar verða ekki gefnar í síma. Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. er stofnuð 1913. Ölgeröin framleið- ir mikið úrval öls, gosdrykkja og þykknis. Megináhersla er lögð á gæði hráefnis og framleiðsluferils til að skila gæðavöru. Starfsmanna- fjöldi fyrirtækisins er 110. Eskifjarðarkaupstaður Tæknimaður/ byggingarfulltrúi Eskifjarðarkaupstaður auglýsir laust til um- sóknar starf tæknimanns/byggingarfulltrúa. Starfssviðið er blandað milli byggingarfull- trúastarfa og almennra tæknistarfa. Starfsmaður verður m.a. yfirmaður áhalda- húss kaupstaðarins. Starfssviðið er mjög víðtækt og gerir miklar kröfur til skipulagshæfileika og víðtækrar þekkingar. Umsækjendur skulu uppfylla kröfur bygging- arreglugerðar um menntun byggingarfull- trúa. Umsóknum skal skila á skrifstofu Eskifjarðar- kaupstaðar og skulu vera ítarlegar upplýs- ingar um menntun, starfsferil og meðmæl- endur umsækjenda. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 11. nóv- ember nk. Eskifjarðarkaupstaður er kröftugt og um- svifamikið sjávarpláss með liðlega 1.000 ibúum. Mikil uppbygging sjávarútvegsfyrir- tækja hefur verið í plássinu á síðustu miss- erum. í bænum er boðið upp á alla nauðsynlega þjónustu. Rétt við bæjardyrnar er eitt besta skfðasvæði landsins og inn af bænum er frábær 9 holu golfvöllur auk annarrar hefð- bundinnar afþreyingar. Bæjarstjóri veitir allar frekari upplýsingar í síma 476 1170. Bæjarstjórinn á Eskifirði. Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðan- greinda leikskóla: Efrihh'ð/Stigahlíð Leikskólakennara og annað uppeldismennt- að starfsfólk í 50% stöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Halldóra Hálfdánardóttir, í síma 551 8560. Hraunborg/Hraunbergi Leikskólakennara og annað uppeldismennt- að starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sigurborg Sveinbjörnsdóttir, í síma 557 9770. Hlíðarborg/Eskihlíð Leikskólakennara og annað uppeldismennt- að starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Kristbjörg Lóa Árnadóttir, í síma 552 0096. Jöklaborg/Jöklaseli Leikskólakennara og annað uppeldismennt- að starfsfólk í 50% stöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Elín Páls- dóttir, í síma 557 1099. Ægisborg/Ægisíðu Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu og 50% stöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Elín Mjöll Jónasdóttir, í síma 551 4810. Ösp/lðufelli Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 50% stöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Kristín Sæmundsdóttir, í síma 557 6989. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.