Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 32
32 B SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Reuter Iþróttalæknar Veldur ströng þjálfun ófrjósemi? London. Reuter. Arabar hylla Chirac JACQUES Chirac, forseti Frakk- 'tands, sneri í gær heim úr viku- ferð sinni til Miðausturlanda sem hafði að markmiði að auka hlut Evrópuríkja í friðarferlinu. A myndinni sést hann með Rafik al-Hariri, forsætisráðherra Lí- banons, við brottförina frá Beirut í gær. Chirac krafðist þess í ferð- inni að ísraelar viðurkenndu sjálf- stætt ríki Palestínumanna og drægi her sinn frá hernumdum svæðum og hvatti til aukins skiln- ingfs milli vestrænna þjóða og þjóða islams. A fundi með líbönsk- um háskólanemum bað hann þá ^að beijast ótrauðir fyrir lýðræði og flytjast ekki úr landi, þeir mættu ekki missa trúa á framtíð- ina. Óljóst er hvort Evrópumenn hyggjast í sameiningu skipta sér meira af málum Miðausturlanda. Ljóst þykir á hinn bóginn að Chirac hafi tekist vel það ætlun- arverk sitt að auka frönsk áhrif meðal arabaþjóða en Frakkar voru fyrr á öldinni nýlenduveldi í Sýrlandi og Líbanon. Heimsat- hygli vakti er hann húðskammaði ísraelska öryggisverði í Jerúsal- em en þess ber að geta að hann ítrekaði einnig vináttu Frakka og ísraela. Forsetinn er nú sagður jafn vinsæll meðal araba og Charles de Gaulle Frakklandsforseti var eftir aðhafa bannað alla vopna- sölu til ísraels eftir sex daga stríð- ið 1967. Palestínsk kona í Gaza gaf nýfæddu barni sínu nafnið Jacques Chirac Jibril. UNGIR knattspyrnumenn sem æfa mikið eiga á hættu að verða ófrjóir, að sögn ítalskra lækna sem kannað hafa heilsufar 198 drengja á aldrinum 10 til 14 ára. Dr. Andrea Scaramuzza, sem er læknir hjá hinu fræga knatt- spyrnuliði AC Milan, hefur rann- sakað málið ásamt starfsbræðrum sínum hjá háskólanum í Pavia. I breska læknatímaritinu The Lanc- et er haft eftir læknunum að full- vaxnir knattspyrnumenn séu oft með lítil eistu og sé hætt við að fá æðahnúta við sáðrásina er vald- ið geti ófijósemi. Hnútarnir valda ekki neinum einkennum en hafa áhrif á blóðstreymi í eistun. Enginn þeirra drengja sem ekki höfðu stundað æfingar átti við umræddan vanda að stríða en hins vegar greindist hann hjá 30% þeirra sem æfðu 10 klukkustundir eða meira á viku. „Þjálfunin gæti með einhveijum hætti valdið því að æðahnútamir myndist," segja læknarnir í bréfí til The Lancet og leggja til að ungir íþróttamenn séu skoðaðir reglulega. FELAGSLIF I.O.O.F. 3 = 17810287 = Rk. □ Mímir 5996102819 III 2 Frl. □ Helgafell 5996102819IV/V 2 I.O.O.F. 10 = 17710288 = □ Gimli 5996102819 II 5 Frl. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. VEGURINN Krístið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Morgunsamkoma kl. 11. Kjell Sjöberg prédikar. Skipt í deildir. Líf, gleöi og friður fyrir alla fjölskydluna. Kvöldsamkoma kl. 20. Lofgjörðarhópar Fíladelfíu og Hafliði Kristinsson þjóna. 'Jesús elskar þig. Allir hjartanlega velkomnir. herinn Kirkjustræti 2 Sunnudagaskóli kl. 14.00. Hjálpræðissamkoma kl. 20.00. Rannvá Olsen stjórnar, Elsabet Daníelsdóttir talar. Allir velkomnir. Mánudag kl. 16.00: Heimilasam- band. Knut Gamst talar. Allar konur velkomnar. C=j|=J Nýja postulakirkjan, Ármúla 23, 108 Reykjavík. Guðsþjónusta alla sunnudaga kl. 11.00. Verið hjartanlega velkomin í hús Drottins. Nýbýlavegi 30, Kópavogi, gengið inn Dalbrekkumegin Hugleiðslukvöld - Kristin Þorsteinsdóttir. Opið hugleiðslukvöld f kvöld. Kristín Þorsteinsdóttir leiðir. Allir velkomnír. 3. nóv. Kristín Þorsteinsdóttir. 10. nóv. Þórir Barðdal. 17. nóv. Jórunn Oddsdóttir. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Almenn samkoma í dag kl. 17. Ræðumaður: Jónas Þórisson Við syngjum Guði gleðisöng. Fyrirbæn. Barnastundir á sama tíma. Matsala að lokinni samkomu. Allir éru hjartanlega velkomnir. jSá/' Somhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16. Mikill almennur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. \esús er kærteikUr Rauðarárstíg 26, Reykjavík, símar 561 6400,897 4608 Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altaris- ganga öll sunnudagskvöld. Prestur: Sr. Guömundur Örn Ragnarsson. KROSSINN Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Barnagæsla er meðan á samkomunni stendur. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. U1 Hallveigarstíg 1 • sími 561 4330 Dagsferð 27. otkóber kl. 10.30 Leggjarbrjótur. Forn leið milli Þingvallasveitar og Hvalfjarðarbotns. Verð 1.400/1.600. Dagsferð 2. nóvember kl. 11.00 Jeppaslóðir á Reykja- nesi. Ferð á vegum jeppadeild- ar. Mæting við Rauðavatn. Dagsferð 3. nóvember kl. 10.30 Þjóðtrú, 3. ferð. Huldu- fólk og tröll. Fararstjóri Erla Stef- ánsdóttir. Munið Útivistarræktina alla mánudaga og fimmtudaga kl. 18.00. netslóð http://www.centrum.is/utivist SHIQ auglýsingar Orð lífsins, Grensásvegi8 Samkoma og sunnudagaskóli í dag kl. 11. Ásmundur Magnús- son prédikar. „Fyrstu skrefin" í kvöld kl. 20. Lækningasamkoma á miðvikud. kl. 20. Jódís Konráðsdóttir préd- ikar og biður fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir! Kriitið lamfélag Samkoma i dag kl. 16.30. Predikun: Helga Zidermanis. Mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Tími kraftaverkanna er núna! Barnastarf á meðan á samkomu stendur. Mánudagur. Biblfulestur kl. 20.30: Helga Zidermanis. Allir velkomnir. Fjölskyldusamkoma f Aðal- stræti 4B kl. 11 f.h. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Friðrik Schram kennir. Almenn samkoma í Breiðholts- kirkju kl. 20.00. Kjell Sjöberg frá Svíþjóð predik- ar. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Þriðjudag 29. okt. verður sam- koma f Digraneskirkju kl. 20.00 í tengslum við Samkirkjulegu bænaráðstefnuna. Misstu ekki af því sem er að gerast. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 27. okt. - dagsferð Kl. 13.00: Hellaskoðunarferð. Fariö verður í „Tvíbotna" (3-400 m langur) í Gjábakkahrauni. Stór og víður hellir - sérstakur og forvitnilegur til skoðunar. Spennandi ferð fyrir alla fjöl- skylduna. Hafiö vasaljós með. Verð kr. 1.200, fritt fyrir börn. Brottför frá Umferðarmiöstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Nýtt fræðslurit: Hengilssvæðið. Ómissandi fróöleikur þeim sem leggja leið sína fótgangandi um Hengilssvæðið. Félagsverð kr. 1.500, almennt verð kr. 1.900. Hálendisráðstefna Ferðafélags- ins verður laugardaginn 2. nóv. í Mörkinni 6 frá kl. 13.00-17.00. Allir velkomnir. Ráðstefnugjald kr. 1.000. Laugardaginn 23. nóv. nk. verð- ur árshátíð Ferðafélagsins i stóra salnum, Mörkinni 6. Skrán- ing á skrifstofunni. Feröafélag (slands. Kirkja frjálshyggjumanna Samkomur alla fimmtudaga kl. 4 e.h. í Hveragerðiskirkju. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Sam Glad. Lof- gjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng, barnagæsla meðan á samkomu stendur. Það er gleði, lif og fögnuður í húsi Guðs, láttu sjá þig, þú ert innilega velkominn. Dagskrá vikunnar framundan: Miðvikudagur: Almenn sam- koma kl. 20.00, ræöumaður Kjell Sjöberg. Föstudagur: Krakkaklúbburinn kl. 18.00, fyrir öll börn á aldrinum 3-12 ára. Unglingasamkoma kl. 20.30. Frá Sálarrannsóknarfélagi íslands Miðlarnirog huglæknarnir Bjarni Kristjánsson, Guðrún Hjörleifs- dóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Kristín Karlsdóttir, Kristín Þor- steinsdóttir, Margrét Hafsteins- dóttir, María Sigurðardóttir og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir starfa öll hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Auk þess býður Bjarni Kristjánsson upp á um- breytingafundi fyrir hópa. Breski umbreytingamiðllinn Diane Elliot tekur til starfa 28. okt. og verður til 8. nóv. Diane verður með umbreytingafundi fyrir hópa og einkafundi í lestri og tarrot eða lestri og áruteikn- ingu. Dulrænir dagar verða haldnir 1. og 2. nóv. í Geröubergi og hefj- ast kl. 20.30 föstudaginn 1. nóv. Miöasala er við innganginn og á skrifstofu félagsins. Dagskráin verður nánar auglýst síðar. Á dulræna daga eru allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Sunnudaginn 10. nóv. kl. 14verö- ur Þórunn Maggý meö opinn skyggnilýsingafund á vegum fé- lagsins í Akoges-salnum, Sigtúni 3 (Sóltúni). Miðasala verður við innganginn og á skrifstofunni, Garðastræti 8. Miðaverð er kr. 1.000 til félagsmanna og kr. 1.200 til annarra. Allir eru vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Breski huglæknirinn Joan Reid kemur til starfa 11. nóv. og verð- ur til 27. nóv. Nú þegar er farið að bóka hjá Joan og Diane. Allar upplýsingar og bókanir í síma 551 8130 milli kl. 10 og 12 og 14 og 17 alla virka daga og á skrifstofunni, Garðastræti 8. Einnig er tekið á móti fyrirbæn- um á sama tíma. SFÍ. Fræðslumiðstöð andlegrar vitundar I fræðslumiðstöð- inni starfa m.a.: Andrés Karlsson: Spámiðlun og tarotlestrar. Bryndís Júlíus- dóttir, kinesio- log: Streitulosun, sjálfsþekking, já- kvæð hugsun, orkumæling. Lára Halla Snæ- felis: Spámiðlun. Sigríður Júlíus dóttir, spámiðill: Dulvísindi, talna- speki, lófalestur, litir frá reikistjörn- um, spilaspár og ráðgjöf. Svanfrfður Guð- rún Bjarnadóttir: Náttúruleg heilun og sambandsmiðl- un. Valgerður Her- mannsdóttir, kinesiolog: Vinn- ur m.a. með námskvíða, ein- beitingarskort, sviðsskrekk, próf- kvíða o.fl. Gunna Stína Ein- arsdóttir: Mennt- uð í kínverskum nálastungum í Svíþjóð og Kína. Þórunn F. Benja- mínsdóttir: Lófalestur. Fyrirbænir: Hringið eða skrá- ið sjálf í fyrir- bænabókina. Dulheimar, simi 581 3560. Yoga-námskeið Acarya Ashiishananda Avad- huta sérþjálfaður yogakennari heldur reglulega 6 vikna yoga- námskeiö. Hópkennsla og einka- tímar. Lærðu aö hugleiða á árangurs- ríkan hátt með persónulegri leið- sögn. Lærðu yoga-líkamsæfingar, ein- staklingsbundin kennsla sem tekur mið af líkamlegu ástandi hvers og eins. Næsta námskeið byrjar þriðju- dagskvöld 5. nóv. kl. 17-19. Uppl. og skráning i síma 551 2970 kl. 9-12 og eftir kl. 21 á kvöldin. Verð kr. 5.000, aflsáttur fyrir skólafólk. Ananda Marga Yogahreyfing á íslandi, Lindargötu 14, Rvík. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS .-.fÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 27. okt. - dagsferð Kl. 13.00: Hellaskoðunarferð. Farið verður í „Tvíbotna" (3-400 m langur) í Gjábakkahrauni. Stór og víður hellir - sérstakur og forvitnilegur til skoðunar. Spennandi ferð fyrir alla fjöl- skylduna. Hafið vasaljós með. Verð kr. 1.200, frítt fyrir börn. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Nýtt fræðslurit: Hengilssvæðiö. Ómissandi fróðleikur þeim sem leggja leið sína fótgangandi um Hengilssvæðið. Félagsverð kr. 1.500, almennt verð kr. 1.900. Ferðafélag íslands. Eftirtaldir starfsmenn Pýra- midans eru: Katrín Snæhólm, sálarmiðill. Anna Carla, miðill. Hermundur Sigurðsson, talna- speki. Sigurveig Buch, spálesari. Lilja Trop, spámiðill. Sigurður Guðleifsson, huglæknir. Jón Rafnkelsson, huglæknir frá Hornafirði. Einar Aðalsteinsson, forseti Guðspekifélagsins. Einar Aðalsteinsson verður með fyrirlestur sem heitir „Að halda kærleika", fimmtudagskvöldið 31/10 kl. 20.30. Miöaverö kr. 500. Tímapantanir í símum 588 1415 og 588 2526. Pýramídinn - andleg miðstöð Pýramídinn, Dugguvogi 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.