Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 1
NEPAL Nepal býr ekki bara yfir einstakri nátt- úrufegurð, heldur hefur það að geyma flest feg- urstu og hæstu fjöll veraldar, sem heilla ís- lenskt fjallafólk jafnt sem aðra. írskir ferðamenn hafa sennilega sett svip sinn á bæinn um helgina j)ví síðastliðinn föstudag kom 360 manna hópur Ira til landsins á vegum Sam- vinnuferða-Landsýnar. Að sögn Gunnars Rafns Birgissonar, deildarstjóra innanlandsdeildar Sam- vinnuferða-Landsýnar, er þetta stærsti hópur írskra ferðamanna á vegum ferðaskrifstofunnar til þessa. Á næstu dögum megi þó vænta fleiri hópa frá írlandi þvi þann 31. október koma að minnsta kosti þijú hundruð írar frá Cork og verið er að selja í aðra eins ferð frá Dublin, þann 8. nóvember. „Hjá Samvinnuferðum-Landsýn höfum við boðið upp á ferðir fyrir íslendinga til Irlands um nokkurt skeið, en flogið með hálftómar vélar heim. Því ákváðum við að bjóða frum upp á ódýrar þriggja nátta pakkaferðir til íslands í haust. Salan Irskir ferðamenn streyma til Islands SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1996 BLAÐ C á þessum ferðum hefur gengið fljótt og vel fyrir sig og var það fyrsti hópurinn sem kom hingað síðastliðinn föstudag,“ segir Gunnar Rafn. Hópurinn mun gista á þremur hótelum í Reykjavík; Hótel Sögu, Grand Hóteli og Scandic Hótel Loftleiðum, en Samvinnuferðir- Landsýn bjóða upp á ýmsar skoðunar-og skemmtiferðir á meðan á dvölinni stendur. „Til dæmis er boðið upp á ferðir að Gullfossi og Geysi, í Bláa lónið og upp á Langjökul. Auk þess verður farið upp á Akranes þar sem áður fyrr var írsk byggð,“ segir Gunnar Rafn og nefnir að lokum að Samvinnuferðir-Land- sýn hafi áður verið með ferðir fyrir írska ferðamenn hingað til lands og þær hafi gefið góða raun. ■ Lauslegq óætlað fara um tvö þúsund manns í skipulagðar skíðaferðir ó vegum Flugleiða og ferðaskrifstofanna ÞÓTT flestar hópskíðaferðir sem boðið er upp á í vetur verði famar eftir áramót, segja sölumenn að þeg- ar hafí borist óvenjumargar fyr- irspumir. Ferðablaðið leitaði upplýs- inga og fékk nokkur verðdæmi þar sem miðað er við gistingu á mann í tvíbýli. Nema annað sé tilgreint er flug, akstur til og frá flugvelli, gisting með morgunmat, fararstjóm og flugvallarskattur innifalið. Flugleiðir Flugleiðir bjóða tvær níu nátta ferðir til Kirchberg í Austurríki 23. janúar og 15. mars frá 55.300 kr. Einnig eru í boði sex vikuferðir á sömu slóðir á tímabilinu frá 1. febrúar til 8. mars frá 61.150 kr. Flogið er til Múnchen. Annar áfangastaður Flugleiða er Killington í Vermouth í Bandaríkj- unum. Skipulagðar hafa verið tvær sjö daga ferðir 27. febrúar og 6. mars. Flogið verður til Boston og hafa far- þegar möguleika á að framlengja skíðaferðina með dvöl í borginni. Verð með skíðapassa er frá 71.310 kr., en morgunmátur er ekki innifalinn í gist- ingu. Samtals bjóða Flugleiðir um 700 sæti í skipulagðar hópskiðaferðir í vet- ur. Ferðaskrlfstofan Úrval/Útsýn í tveggja vikna jólaskíðaferð til St. Anton í Austurríki 21. desember er búið að bóka sextíu manns. Flogið verður til Lúxemborgar og kostar ferðin 91.950 kr. Til Aspen í Colorado í Bandaríkjunum verður farið í fjórtán daga ferðir 19. janúar, 2. og 16. febrúar og 2. mars. Verðið er tæpar 100 þús. kr. miðað við tvo í stúdíóíbúð. Fullbókað er í níu daga ferð 23. janúar til Wagra- in í Austurríki. Flogið er til Lúxem- borgar og heim frá Múnchen. Verð- ið er um 71 þús. með skíðapassa. Annað í boði em vikuferð fýrir „Úr- valsfólk", 60 ára og eldri, 1. mars til Saalbach-Hinterglemm í Austur- ríki og er verð með hálfu fæði 84.150 kr., og tveggja vikna páska- ferð til Vald’isere í Frakklandi, en verið er að leggja lokahönd á skipu- lagningu hennar. Frá 1. febrúar til 8. mars bjóðast ferðir til Wagrain og Saalback-Hint- erglemm í Austurríki og Selva Wolken- stein á Ítalíu. Samtals er sætaframboð Úrvals-Útsýnar í hópskíðaferðir um eitt þúsund. Um sex hundruð manns hafa þegar bókað sig. Samvinnuferðlr-Landsýn Hjá Samvinnuferðum-Landsýn, er undirbúningur hópskíðaferða í fullum gangi og verið er að kanna ýmsa möguleika. Boðið er upp á viku- eða hálfsmánaðarferð til Selva Wolkenstein á Ítalíu 8. febrúar. Flogið er til Múnchen og kostar vikan um 65 þús. kr. með hálfu fæði. Einnig er fýrirhuguð tíu daga ferð til Killington í Vermouth í Bandaríkjunum 5. janúar. Ferðaskrlfstofan Ratvís Ratvís skipuleggur hópskíðaferð til Valdres í Noregi. Flogið verður frá Akureyri til Egilsstaða og síðan til Osló 26. desember og heim 7. janúar. Félagar í skíðafélögum á Austfjörðum eru meðal þeirra fimmtíu sem þegar eru búnir að bóka, en reiknað er með að fylla 80 sæta leiguflugvél. Verðið er um 79 þús. kr., en einnig er hægt að fá einungis fargjaldið á 34 þús. kr. í bígerð er vikuferð um miðjan febrúar til Zell Am See í Austurríki. Mikið spurt um hópskíðaferðir Rafrænir farsedlar ►GÖMLU, góðu pappírsflugfar- seðlamir heyra bráðum sögunni til, ef marka má fréttir frá IATA, Alþjóðasamtökum flugfélaga, sem hafa kynnt flugfélögum sérstaka staðla vegna notkunar rafrænna farseðla milli mismunandi flugfé- laga í millilandaflugi. Samkvæmt Financial Times segja talsmenn IATA menn að um árið 2005 verði rafrænir seðlar að miklu leyti bún- ir að leysa pappírsseðlana af hólmi. ►„Rafrænu farmiðamir koma í stað þess að gefnir verði út sérstak- ir farseðlar á hvem viðskiptavin,“ segir Ami Sigurðsson, yfirmaður Amadeus-bókunarkerfisins þjá Flugleiðum. Ein leiðin gæti verið greiðslukortaviðskipti í síma þar sem viðskiptavinurinn framvísaði síðan greiðslukortinu á flugvellin- um, en einnig er verið að þróa sérstök örgjörvakort í þessum til- gangi. „Flugleiðir fylgjast vel með þessari þróun enda er það engin spurning að farseðlamir verða rafrænir í framtíðinni.“ Ámi segir þessa viðskiptahætti notaða viða í innanlandsflugi. „í millilandaflugi hafa verið óleyst vandamál varð- andi tæknilega útfærslu, m.a. sam- skipti og samvinnu milli flugfé- laga.“ Ámi sagði að breytingin myndi hafa spamað í för með sér og biðraðir í innritun myndu vænt- anlega styttast ■ ALDREI HAGSTÆÐARA VERÐ! BR0TTFARIR VIKULEGA . í VETUR ÍSLENSK y FARARSTJÓRN ‘JpMLfpry Fáið nýja , spennandi ' "i áætlun f x* f’!, 6 valdir staðir á Oominicana .... Vinsælustu skemmtisiglingar heimsins, Imagination, Sens; Fegursta eyjan - DOMINICANA - allt innifalið Öruggasta vetrarfríið - Jarðnesk paradís fyrir þig og vini þína - klúbbinn - félagið þitt^^ST Verð frá kr. 100 þús. ÞÚ GERIR EKKIBETRIKAUP! CARNIVAL UMBOÐIÐ A ISLANDI FEROASKRIFSTOFAN HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, simi 56 20 400, lax 562 6564

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.