Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG FRANSKARA verður það ekki. Marcel var að lesa í bók eftir Jean Paul Sartre á Signubakka. BEST er að leggjast út af til þess að meðtaka turninn allan sem kenndur er við Gustave Eiffel. HANN var einn í heiminum og æfði heimatilbúna dansa á Signubakka. París á haustdögum Hvað er hægt að hafa fyrir stofni í París í október? Því er fljótsvarað. Nánast allt. En til þess að fó sem mest út úr stuttri dvöl í þessari miklu menningarborg, segir Guójón Gudmundsson, er ráðlegt að skipuleggja tíma sinn vel og búa á hóteli sem er vel staðsett. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson BÍLAMENNINGIN er Frökkum í blóö borin. FRÓMT frá sagt hafði ég reyndar lítið skipu- lagt tímann og um hótelið vissi ég nánast ekkert. Eftir millilendingu í Amsterdam var lent á hinum nútímalega Charles de Gaulle flugvelli í útjaðri Parísar um fimmleytið að staðartíma á laugardegi. Flestir hefðu líklega valið þann kost eftir langt flug að taka leigubíl frá flugvelli að hóteli. Ég ákvað hins vegar að koma farangr- inum og sjálfum mér fyrir í rútu sem er í föstum ferðum milli flugvallar og jámbrauta- lestarstöðvarinnar. Ferðin tók tuttugu mínút- ur. Farmiði með lestinni inn til Parísar kost- aði um 40 franka, um 520 ÍSK, en almennt fargjald með neðanjarðarlestakerfinu í innri borg Parísar er níu frankar, 117 ÍSK. Biðin á lestarstöðinni og sjálf lestarferðin tók um 40 mínútur. Það var farið að rökkva þegar ég rogaðist með farangurinn upp á Rue de Rivoli. HefAI betur . . . Rue de Rivoli er þekktasta verslunargatan í miðhluta Parísar. Þar er að finna stórversl- anir Mark & Spencer, C&A auk aragrúa af smærri skóverslunum og tískuverslunum að ógleymdri Hotel de Ville klasaversluninni sem er á fímm hæðum. Þung umferð var á Rue de Rivoli og ég var búinn að missa allar áttir. Farangurinn tekinn að síga í. Leigubíll sem kom aðvífandi var því gripinn feginshendi. Hotel Axial Beaubourg stendur á homi Rue de Temple og Rue de la Verrerie. Einstefna er á Rue de Temple svo leigubílstjórinn tók stór- an krók. Þegar upp var staðið þurfti ég að reiða fram 50 franka fyrir farið. Alls hafði ég því eytt hátt í einum og hálfum tíma og tæpum 100 frönkum, 1.300 ÍSK, í ferðina milli flugvallar og hótels. Leigubíll frá flug- velli að hóteli hefði kostað um 1.800 ÍSK og ferðin tekið um hálftíma. StaAsetnlngin Hotel Axial er látlaust lítið, þriggja stjömu hótel með snyrtilegri móttöku og herbergjum. Eins manns herbergi er með tvíbreiðu rúmi, sjónvarpið stendur á borði sem einnig er hægt að sitja við en baðherbergið er lítið og afar snyrtilegt. Gistingin kostaði 430 franka nótt- in, um 5.600 ÍSK, án morgunverðar. Þetta er tiltölulega vel sloppið því í byijun október eru stórar sýningar í París og verð á hótelgistingu rýkur upp. Mesti kosturinn við Hotel Axial er staðsetn- ingin. Hótelið er í hjarta Parísar. Rue de Ri- voli er í tveggja mínútna göngufæri. Aðeins um sjö mínútna gönguferð er að eyjunum á Signu, Ile de la Cite og Ile St Louis, þar sem er að flnna Notre Dame kirkjuna og sannar- lega franska veitingastaði. Á Ile St Louis er að finna lítinn en snotran stað sem heitir Rouche Courbon Abelard og er á Rue des Grands Degrés númer 1. A matseðli dagsins em fimm forréttir, fímm aðalréttir og jafnmargir eftirréttir, allt ættað úr franska eldhúsinu. Lítið á hveijum diski en bragðið eins og það gerist best. Forréttur- inn var reykt laxafíllet með krabbamauki, bragðsterkur og góður réttur. Aðalrétturinn mjúkt og safaríkt lamb í hvítlaukssósu, úrbein- að og rúllað upp borið fram með bökuðum og maukuðum plómum. Sítrónukrapið var hress- andi og bragðgott. Allt í kringum Roche Cour- bon er að finna staði í svipuðum klassa og verðið er alveg þolanlegt. Þriggja rétta máltíð kostar þar um 2.000 ÍSK en dýrasti þátturinn er borðvínið, Clozes Hermitage rauðvín, sem kostaði tæpar 5.000 ÍSK. Eitt glas a_f lyst- auka, t.d. Campari, kostar yfir 1.000 ÍSK. Rue de la Verrerie Vestur eftir Rue de la Verrerie er að finna skemmtilegar handverksbúðir þar sem verslað er með listmuni, indverska gjafavöru og teppi, leður- og tískuvöru. Þar er líka urmull af sér- stæðum veitingastöðum, t.d. frá Búrma, Tæ- landi, Kína, Búlgaríu, Grikklandi og fleiri framandi stöðum. Þar er einnig að fínna tvo djassklúbba og einn ekta Guiness bar. Tískuverslanimar eru dálítið erflðar viður- eignar fyrir hávaxna íslendinga. Ég lagði leið mína í nokkrar í leit að jakka. Alls staðar fann ég jakka sem ég hefði glaður viljað eiga, en allir voru þeir svo ermastuttir að ég varð frá að hverfa. Þegar allt kemur til alls er lík- lega hagkvæmara að kaupa tískuvöru heima á Islandi því verðlag á slíkum varningi er hátt í París. Stakur jakki kostar á bilinu 650-1.000 franka, 8.500-13.000 ÍSK. Leðurvara er líka dýr í París en skór eru líklega heldur ódýrari en á íslandi. París er ekki verslunarborg í huga íslend- inga. Þar hafa menn líka allt annað við tím- ann að gera en að gramsa í búðahillum. Sag- an er alls staðar og menningin. í fimm mín- útna göngufæri frá Hotel Axial er Pompidou menningarmiðstöðin. Þar eru jafnan listsýn- ingar í gangi og á torginu þar fyrir framan er hægt að ganga að margvíslegum uppákom- um vísum. Götusalar eru þar með ódýra gjafa- vöru og þegar ég gekk þar hjá lék tötralegur maður á fimmtugsaldri af mikilli innlifun á rimlagirðingu. Elns árs blA eftir borAI Það er upplifin að ganga eftir Signubakka að Eiffel turninum. Snemma á sunnudags- morgni í október er Signubakki iðandi af mannlífi ef veðrið er skaplegt. Feður voru með syni á göngu eða í hjólreiðatúr og unglingar í hjörðum á línuskautum. Eina og hálfa klukkustund tekur að ganga frá Hotel Axial Beaubourg að Eiffel tuminum en vilji menn spara sér sporin er hægt að fá far með fljóta- bátum sem hafa marga viðkomustaði á Signu. Hugurinn fyllist lotningu þegar staðið er undir turninum sjálfum og maður undrast þá verkfræðiþekkingu og stórhug sem Frakkar bjuggu yfír fyrir eitt hundrað árum. Ætli menn sér upp í turninn verða þeir að gefa sér góðan tíma því það er jafnan löng biðröð við fjóra stólpa turnsins eftir lyftufari. Á þriðju hæð er veitingastaður og þar ku vera eins árs bið eftir borði. Mannlífið blómstrar við tuminn. Þangað leita foreldramir með bömin sem leika lausum hala í stómm garðinum milli Eiffel og L’École Milita- ire. Bömin geta farið einn hring á smáhestum eða keppt í akstri á fótknúnum bílum á sér- stakri akstursbraut. Tíu frankar eru gjaldið. Þegar hungrið sverfur að eftir langa göngu og stórar upplifanir er gott að setjast niður á kaffihús og panta ristaða samloku með osti og skinku, „croque madam“, ( berist fram krok madam), og café au lait eða cappucino, virða fyrir sér mannlífið á götunni og plana heimferðina með neðanjarðarlestinni. París svíkur engan, síst í október þegar ferðamenn eru færri. ■ Skemmtileg nýjung ó veitingastaðnum Hercegovina við Tívolí í Kaupmannahöfn Gestir greiða eftir þyngd VEITINGASTAÐURINN skemmti- legi Hercegovina við hiið Tívolísins í Kaupmannahöfn hefur tekið upp á nokkuð sérkennilegri nýjung í tengslum við hlaðborð sitt. Gestim- ir geta borðað eins og þá lystir af hlaðborðinu - og greiða fyrir jafn- gildi eigin þyngdar í krónum talið. Við peningakassann er vigt sem gestum er boðið að skella sér á og svo borga þeir. Hlaðborðið er á til- boðsverði sem er 99 krónur dansk- ar, eða um 1100 krónur íslenskar, þannig að gestir sem vega hundrað kíló og meira sleppa við að greiða umfram þá upphæð. Litlir og grann- ir gestir fá matinn á góðu verði. Það fylgir ekki sögunni hvort gestir sem ekki vilja láta vigta sig geti komist hjá því. Það er þó lík- lega óhætt að gera ráð fyrir því að svo sé, og þá greiða þeir væntan- lega 99 krónur danskar fyrir mat- inn. ÞESSI nyti ekki góðs af tilboði Hercegovinu, heldur þyrfti að greiða uppsett verð, 99 krónur danskar. íslensk hjálp í Torrevieja ÍSLENDINGAR í hinum vinsæla ferðamannabæjar Torrevieja á Spáni, eiga kost á þjónustu fyrirtæk- is í eigu íslenskra aðila, Multi- Service, sem nýlega hóf starfsemi. Fyrirtækið veitir ferðamönnum og húseigendum á svæðinu alla alhliða þjónustu, t.d. flutning til og frá flug- velli, flutning á útimarkaði, ferðir á kvöldskemmtanir og annað. Fyrir- tækið sér líka um þrif og eftirlit með húsum, leigumiðlun og alla aðra al- menna þjónustu við ferðamenn allan sólarhringinn, allt árið. Multi-Service er staðsett á Las Mimosas skammt frá Torrevieja. Starfsfólk talar íslensku og ensku auk spænsku. Sími: 003408365840. Fax: 003466760868. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.