Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 1
FORD FIESTA REYNSLUEKIÐ - BMW 750IL MEÐ V12 VÉL REYNSLUEKIÐ - HERJEPPIÁ EGILSSTÖÐUM- NÝTT MÓTORHJÓL SUZUKI- GJÖLD AF BÍLUM í ESB M®K§wMmMh #» Renault Mégane. Þegar þú gerir miklar kröfur til öryggis, búnaðar og þæginda. ^v TTD--TTN Ik I 1.1 !t r^v ! " iv SUNNUDAGUR27. OKTOBER 1996 BLAÐ D Komdu og reynsluaktu. Veré frá. , ,.¦¦•"'"*"¦¦¦, i' i.48o>ooo kr. ¦ i . ¦ ¦ PEUGEOT - þekkur fyrlr þatglndl Nýbýlavegi 2 Simi SS4 2600 HÆGT verður að fjar- lægja brettin til þess að koma breiðari hjól- um undir bílinn. I Ford Ka á 898.000 F0RD Ka, nýi byltingarkenndi smábíllinn sem var sýndur á bíla- sýningunni í París í byrjun mánað- arins, verður að öllum líkindum boðinn til sölu hjá Brimborg hf. snemma á næsta ári. Framleiðsla er að hefjast á bflnum og kemur hann til sölu í Evrópu í nóvem- ber. Egill Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Brimborgar, segir að mikill áhugi sé fyrir því að bjóða bílinn til sölu hér en eftir sé að semja við verksmiðjurnar um verð. Hann segir að Ka verði SVIPUÐ form eru í innanrými bílsins og í ytra útliti. ekki boðinn ef verðið verður hærra en 898 þúsund krónur, eða 100 þúsund kr. lægra en á nýjum Fi- esta, en grunngerð hans kostar 998 þúsund kr. Smíöaður á Spáni Ford Ka er smíðaður í Valencia á Spáni. Hann er 3,62 metra lang- ur, 1,63 m á breidd og 1,37 á hæð. Þetta er svokallaður einrym- isbíll og að því leyti skyldur Re- nault Twingo. Líklegt má telja að Twingo verði einmitt helsti keppninautur Ka á mörkuðum víða um heim ásamt VW Polo. Egill segir að Ka verði ekki boð- inn til sölu hérlendis nema með vökvastýri. Hann verður boðinn með 1,3 lítra Endura E vél, 60 hestafla og fimm gíra handskipt- ingu. Staðalbúnaður verður líkn- arbelgur í stýri en aukabúnaður líknarbelgur fyrir farþega í fram- sæti og ABS-hemlakerfi. Ford gefur upp eyðsluna 5,9 lítra í blönduðum akstri. Hámarkshrað- inn er 153 km á klst og hröðun úr kyrrstöðu í 100 km er uppgef- in 15,6 sekúndur. ¦ Skoda til Hek lu hf.? NÆR öruggt er, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, að umboð fyrir Skoda flytjist frá Jöfri hf., núverandi umboðsaðila, til Heklu hf., sem hefur umboð m.a. fyrir VW og Audi. VW samsteypan er meirihlutaeigandi í Skoda verk- smiðjunum og almennt er það stefna bifreiðaframleiðenda að hafa einn umboðsaðila fyrir alla sína framleiðslu. Umboðsaðilar VW í Svíþjóð og Noregi eru komnir með umboð fyrir Skoda og virðist sem þetta sé þróun sem eigi sér stað á öllum mörkuðum. Þýski bílaframleiðandinn BMW keypti Rover verksmiðjurnar bresku árið 1994. Nokkrum miss- erum síðar fluttist Rover umboðið, sem Hekla hf. hafði annast um áratugaskeið, til Bifreiða og land- búnaðarvéla, umboðsaðila BMW. Þetta var liður í sömu þróun. JSfurekkifenglð upplýsingar um þetta Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er mikill vilji fyrir því innan Heklu að taka að sér umboð fyrir Skoda. Algjör umskipti hafa orðið í framleiðslu tékkneska framleiðandans og eru bílarnir all- ir smíðaðir eftir ströngum gæða- stöðlum VW. Guðmundur Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Jöfurs, sem m.a. hefur umboð fyrir Skoda, segist ekki kannast við að þetta sé á döfínni. „Ég hef ekki fengið neinar tilkynningar um þetta og engar upplýsingar um að þetta sé að gerast," segir Guðmundur. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.