Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 3
2 D SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÍLAR BMW 750ÍL er 5,12 metra langur, 14 sm lengri en 750i. Morgunblaðið/GuGu BMW 750iL - draumur „Bimma" mannsins AÐEINS einn BMW 750ÍL er til í landinu. L-ið stendur fyrir lengri gerðina, límúsínuna, sem er 14 sm lengri en 750i. Bíllinn er af árgerð 1989, ekinn nálægt 100 þúsund kílómetrum, keyptur í Þýskalandi og fluttur inn fyrir um einu ári. Eigandinn er Einar Vilhjálmsson, lífeðlisfræðingur, alþjóðaviðskipta- fræðingur og spjótkastari. Bílinn keypti Einar þegar hann var á keppnisferðalagi í Þýskalandi. BMW 750iL er draumur „Bimma“ mannsins. Vélin er tólf strokka, 5,3 lítra orkubú, vel yfir 300 hestöfl. Að utanverðu hefur bfllinn aðeins lítillega breyst, komnar eru nýjar lugtir, en að öðru leyti hefur hann að mestu haldið útliti sínu. Bfll Einars er á „low profile" dekkjum og BMW álfelgum. Sæti og hurðarspjöld ásamt hluta af mælaborði er klætt þykku vís- undaleðri svo það brakar í öllu þeg- ar ökumaður færist til í sætinu í beygjum. Viðarlisti er eftir öllu far- þegarýminu. Þegar bfllinn er opnað- ur kvikna Ijós í lofti og neðarlega á hurðum og lýsa vel upp allt innan- rýmið. Ljósin kvikna aftur um leið og drepið er á vélinni og slokkna ekki fyrr en bflnum er læst. Allt er rafknúið sem nöfnum tjá- ir að nefna, þ.e. gluggar, speglar, framsæti og höfuðpúðar og fram- sætin eru upphitanleg. Sætastill- ingar eru rafstýrðar og með minni. Þegar bflbelti eru spennt lyftast hnakkapúðar sjálfkrafa upp úr sætisbökum. Bíltölva gefur upplýsingar um eyðslu, vegalengdir, hitastig og þjónar auk þess hlutverki viðhalds- vaka. Önnur þokulugtin á framstuðara bílsins er brotin og það mátti lesa af tölvuskjánum í mælaborðinu. Ólíkindalegur kraftur Bíllinn er hins vegar barn síns tíma f sumu tilliti og í samanburði við BMW nútímans. Þannig er hita- stillir í miðstöð með skffu sem snú- ið er handvirkt til þess að hækka og lækka hitann en í BMW er þessi stilling stafræn. Eins er aðeins einn líknarbelgur í bíl Einars en staðal- búnaður í flestum bílum í dýrari kanti er nú tveir og allt upp í 4-8 líknarbelgi. Þetta er hins vegar eðalgripur f akstri, ótrúlega léttur og lipur þrátt fyrir sín rúmu tvö tonn, en hjó dálítið í ójöfnum að aftan vegna ónýts höggdeyfís. Þrátt fyrir að hafa verið ekið tæpa 100 þúsund km er bíllinn stífur og svörunin frá vélinni nákvæm, hins vegar er dálítið farið að sjá á lakkinu og eðlilegur árablær er kominn á leð- urinnréttinguna. Krafturinn í V12 vélinni, 5,3 litra, er ólíkindalegur. Vel yfir 300 hestöfl og hámarkshraðinn er 250 km á klst en gæti í raun verið nær 270-280 km á klst ef ekki væri settur kubbur í mekanismann. Hröðunin er geysileg og sé sjálf- skiptingin sett á sportstillingu á ökumaður fullt í fangi með að ráða við bílinn sé sprett úr spori. A óbundnu slitlagi er vissara að fara varlega í slíkar æfingar því aftur- endinn vill skrika til. Uppgefín hröðun er um 6,6 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst. Bíllinn eyðir líka milli 15-20 lítrum innanbæjar en þeir sem á annað borð kaupa bíl úr sjölfnunni velta slíkum atriðum varla mikið fyrir sér. Hægt er að velja milli fyrr- nefndrar sportstillingar, sparnað- arstillingar og handskiptingar. Sjálfskiptingin er lungnamjúk. Fyrirtœklsbíll Bfllinn var áður í eigu fýrirtæk- is í Þýskalandi og hafði læknir þess hann til umráða. Þær reglur gilda um fyrirtækjabíla í Þýska- landi að virðisaukaskattur, sem þar í landi er um 14%, er endurgreidd- ur. Einar segir að setið sé um þessa bíla þegar fyrirtækin hafa afskrif- að þá og vilji selja. I Þýskalandi kostar grunngerð 750i árgerð 1997 151.000 mörk, tæpar 6,6 milljónir ÍSK. 750ÍL með öllu leðr- inu og búnaðinum kostar því lík- lega á bilinu 8,5-9 milljónir ÍSK í Þýskalandi. Guðjón Guðmundsson. BÍLLINN er á sportdekkjum og álfelgum. SJÁLFSKIPTING með þrenns konar stillingum. V12 vélin er vel „innpökkuð“ í vélarrýminu. Varahlutir frá Transtar hjá nýju umboði Morgunblaðið/Rax TRANSTAR varahlutir eru nú fáanlegir hjá NP varahlutum í Kópavogi. Valdimar Jörgensson er til vinstri og Halldór Olgeirs- son til hægri. Polo með nýja eins lítra vél VW Polo árgerð 1997 verður boðinn með nýrri eins lítra vél úr áli. Auk þess sem vélin er léttari en fyrri gerð eins lítra vélarinnar er hún 16% spar- neytnari og kraftmeiri, 50 hestöfl í stað 45 áður. Vélin vegur nú aðeins 17,4 kg og segir VW að þótt hestafla- aukningin sé ekki mikil finnist það strax í akstri. Tog nýju vélarinnar er einnig meira, 86 Nm í stað 76 Nm við 3.000- 3.600 snúninga á mínútu. Hámarkshraði nýju vélarinnar er 151 km á klst og upptakið úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst hefur lækkað úr 21,4 sekúndum niður í 18,5 sekúnd- ur. ■ VERSLUNIN NP varahlutir hf. í Kópavogi tók fyrir nokkru við umboði fyrir varahluti frá Transt- ar í Bandaríkjunum sem er gamal- gróin verksmiðja og sérhæfir hún sig í framleiðslu á varahlutum í sjálfskiptingar. NP varahlutir er þriggja ára gamalt fyrirtæki og hefur til þessa einkum boðið vara- hluti í japanska bíia frá Nipparts, kertaþræði frá FAE og reimar og fleira frá FAI í Englandi. Eigendur NP varahluta er fjórir og starfa tveir þeirra, Halldór 01- geirsson og Valdimar Jörgensson, í versluninni sem opin er milli kl. 8 og 18 virka daga. -Ástæðan fyrir því að við tókum við Transt- ar-umboðinu var sú að Olíufélagið sleppti af því hendinni og við vor- um valdir úr hópi þriggja annarra fyrirtækja sem komu til greina, sögðu þeir félagar, -en Transtar framleiðir sjálfskiptingarsett, siu- sett og yfírleitt þau viðgerðarsett sem þarf til að gera við og end- urnýja sjálfskiptingar í evrópska, japanska og bandaríska bíla. Halldór og Valdimar segja að með sífellt hærra hlutfalli sjálf- skiptra bíla hérlendis aukist þörfin á varahlutum fyrir þær og hafí þeir frá því þeir tóku við umboðinu fyrr á þessu ári verið að byggja upp birgðir til viðbótar þeim sem keyptar voru af Olíufélaginu en afgreiðslufrestur er nokkuð langur frá verksmiðjunni í Bandaríkjun- um. Eins og fyrr segir hafa NP vara- hlutir sérhæft sig í öllu sem við- kemur hemlabúnaði, kúplingum, vatnsdælum, olíu- og loftsíum, tímareimum, viftureimum og pakkningum, svo nokkuð sé nefnt og koma þeir hlutir frá Nipparts sem er hollenskt fyrirtæki sem sér um innkaup frá framleiðendum í Japan. Verslunin býður einnig varahluti frá Ítalíu og Spáni. Milli 30 og 40% af sölunni er til verk- stæða út um landið og segjast þeir félagar afgreiða samdægurs á vöruflutningaaðila þannig að flestir geti fengið sendingar sínar daginn eftir. ■ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 D 3 BILAR VOLVO 850 T Coddington. Volvo breytt í kraftabíl BANDARÍKJAMAÐURINN Boyd Codd- ington hefur verið kallaður „gúrú" kraftabílanna. Nýjasta hugmynd Codd- ingtons er að breyta sænskum herra- garðsvagni, Volvo 850 Turbo, eftir eigin höfði. Bfllinn var lækkaður niður með Eibach lækkunareetti, settar undir hann álfelgur sem Coddington hannaði og hann fékk litaðar rúður sem ekki sést inn um. Bíllinn var síðan málaður í æp- andi gulum lit og vélarhlífín og þak í kolsvörtu. Coddington ætlar einnig að bæta eitthvað við hestaflafiöldann í bfln- um. Konurnor eru varkárari MARGIR segja að konur séu almennt mun varkárari i lífinu en karlar. Hvað Willys herjeppi '41 á götuna VÖLUNDUR Jóhannsson á Egils- stöðum hefur nýlokið við að gera upp Willys hetjeppa árg. 1941. Bílinn fékk hann norður í Aðaldal og vissi ekki þá hversu merkilegur hann var. 1989 skoðaði Pétur Jónsson hjá Þjóð- minjasafni bílinn. Pétur sagði að honum yrði að bjarga. Bíllinn er Willys 1941. Hann var afgreiddur til hersins 19. desember 1941. Síðast var hann skoðaður 1969 og hafði númerið A-855. Framleiddir voru 362.000 herbílar undir merkjum Willys en flestir þeir herbílar sem fluttir voru til íslands voru Ford bílar. Eftir að bíllinn komst í hendur Völundar hefur hann verið að viða að sér hlutum í hann og smíða það sjálfur sem hann hefur ekki getað fengið hér. „Það hefur verið skemmtilegast að safna og finna það sem til þarf,“ segir Völundur, en hlutir í bílnum eru úr hverri sveit á Héraði. Hann hefur einnig verið í sam- bandi við bíladellukarla annars stað- ar á landinu og skipst á hlutum við þá, en allir sem hann hefur talað við hafa verið boðnir og búnir að láta hluti í bílinn. Það sem ekki hefur verið hægt að fá hérlendis hefur Völundur sótt til útlanda. T.d. eru afturljósin frá Svíþjóð en perurnar í þau frá Noregi. Nokkrir hlutir eru frá Bandaríkjunum en Völundur er nýbúinn áð fá dekk undir bílinn sem merkt eru hernum. Upprunalegt ástand Í rafkerfið fékk hann víra úr þrem- ur bílum, en vírar voru einangraðir með taui allt fram til 1950. Málningu fékk hann hjá Sölu varnarliðseigna sem hann blandaði svo sjálfur þar til rétta tóninum var náð. Má segja að allt sé komið í upprunalegt horf í bílnum nema ef frá er talinn stútur á smurkönnu og þau verkfæri er fylgdu bílnum í upphafí. Upprunalegt í bílnum eru hásing- ar, hvalbakurinn, fremri hluti gólfs- ins og meirihluti grindarinnar, vélar- lok og frambretti. Til þess að fá skoð- un á bílinn þurfti að setja á hann stefnuljós og rafmagnsþurrku bíl- stjóramegin. Völundur lætur sjá sig á góðviðrisdögum á jeppanum sínum en stefnir að því að fara á bílnum á fjöll. ■ Ann a Ingólfsdóttir. Skattlagning nýrra bifreiða í ESB-löndunum og á íslandi ^gggl Skattar sem hlutfall af innkaupsverði bifreiðar ^*^Rplní!i M191 5®/„ Belnía IPii23,5% Belgía Danmörk Frakkland Þýskaland Grikkland írland Ítalía Lúxemborg Holland Portúgal Bretland Spánn Austurríki Finnland Svíþjóð ÍSLAND B 21,5% Virðisaukask. Aðrir skattar Heildargjöld Belgía j Danmörk I Frakkland | Þýskaland j Grikkland írland j Ítalía I Lúxemborg Holland Portúgal I Bretland i Spánn| Austurríki Finnland Svíþjóð! ÍSLANDI ÍSLAND sem þessari fullyrðingu líður virðast þær mun ábyrgari hvað snertir notkun bíl- belta. Þetta kemur fram í ítarlegri könn- un sem gerð var í Austurríki. Mikill munur er á frammistöðu kynjanna á þessu sviði. 70,8% karla undir stýri not- uðu bíibelti en 76,2% kvenna. 64,7% karla sem voru farþegar í framsæti not- uðu bílbelti en 80,4% kvenna. Aðeins 23,5% karla sem ferðuðust í aftursæti bifreiðar spenntu á sig bílbelti en 33,2% kvenna. Bíllinn hringir eftir hjálp gerð Cadillac bfla, sem gerist þó aðeins f hörðum árekstrum, hefur bfllinn sjálfur samband við björgunaraðila og gefur upp staðsetningu á slysstað. Sjálfvirkt við- vörunarkerfíð byggist á samtengingu leiðsögukerfis í bílnum og farsímans. Samtengingin hjálpar líka bfleigandan- um að finna bflinn á yfírfylltum bflastæð- um með hljóðmerkjum í fjarstýringu. Cadillac kallar kerfið sitt On Star. Eins og sakir standa virkar það aðeins í Norður-Ameríku en verður virkt í Evr- ópu í árslok 1998. On Star kerfið er pantað um leið og bíllinn en bfleigandinn greiðir fast mánaðargjald fyrir þjón- ustuna. Kerfið býður upp á fleiri mögu- ieika. Það er til dæmis hægt að panta ákveðið lag sem er leikið samstundis í útvarpi bílsins. Hægt er að fá bilana- greiningu á bílnum og nýta kerfið sem þjófnaðarvöm og festa talnarunu í ræsi- búnað bflsins ef lykilinn tapast. VÉLIN er 125 hestöfl en lijólið vegur 187 kg. Nýtt hjól frá Suzuki SUZUKI umboðið ehf., umboðs- aðili Suzuki mótorhjóla, hefur tekið í sölu fimm ný mótorþjóla af árgerð 1997. Þar á meðal TL 1000S Super Twin sem er nýtt hjól frá grunni. Hjólið er með V2 fjórgengis- vél með miklu togi. Vélin er 966 rúmsentimetrar og er vatn- skæld með tveggja þrepa beinni innspýtingu. Gírkassinn er sex gíra og kúplingin er með átaks- jafnara. Grindin er úr áli. Vélin er staðsett fyrir miðju hjóli sem ætti að nýtast til þess að ná hámarks aksturseiginleikum. Nýmæli eru í afturfjöðrun. Gormurinn liggur sér og fram með heddinu en svokallaður snúningsdempari er aftan við vélina. Hjólið vegur 187 kg og aflið er 125 hestöfl. Áætlað verð á TL 1000S Super Twin er 1.485.000 krónur. ■ HERJEPPINN vekur athygli er hann ekur um götur bæjarins á Egilsstöðum. ÞRÍR gamlir bílar eru í eigu Völundar. Það eru Willys ’4I, fram- byggður Willys FC 150 árg. 1963 og stýrisskiptur Willys árg.-1946. 1 NIPMRTS varahlutir fyrir japanska bíla varahlutir fyrir evrópska bíia ^990*0*1 ^~FAE öxulhosur kertaþræðir varahlutir fyrir sjálf skiptingar MP VARAHLUTIR hf SMIÐJUVEGi 24C • KÓPAVOGi • SÍMI 587 0240 • FAX 587 0250 TILBOÐ ÓSKAST í Chevrolet Blazer S-10 LS 4x4 árgerð ‘95 (ekinn 21 þús. mílur), MMC Montero RS 4x4 árgerð ‘91, Ford F-150 XLT Supercab 4x4 árgerð ‘91 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 29. október kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA WICANDERS GUMMIKORK í metravís • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. j rú„um _ þykktir 2 00 og 3 2 mm • Fyrir þreytta fætur. GUMMIKORK róar gólfin niður! PP &co fc>. ÞORGRÍNSSON & CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI553 8640 568 6100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.