Morgunblaðið - 27.10.1996, Page 2

Morgunblaðið - 27.10.1996, Page 2
2 E SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ INNAN VEGGJA HEIMILISINS HELGA Jdnsdóttir gardi'nuráðgjafi Vogue á DIN<:, dong. KOMDU sæll leið á Kleppsveginn með fullbúin gluggatjöld. Er einhver heima? og blessaður! VERÖLD gluggatjaldaefna er framandi þeim sem ekki til þekkja og flækjurnar óendanlegar. Stundum virðist sem ógrynni efnis sé þörf og nokkur feilspor geta dregið lan- gan slóða á eftir sér. Jafnvel hangið yfir manni heila eilífð. I heimilis-handbók Ikea eru vegvísar um völundarhús gluggaljaldagerðar og margvís- leg hollráð fyrir híbýli. Skrifað stendur: Ein leið að „réttum“ gluggatjöldum er sú að meta ná- nasta umhverfi. Beri glug- gaumgjörðin arkitektúrnum fagurt og ódauðlegt vitni eða, að útýnið er engu líkt, fer best á því að láta rúðurnar tala. í óful- lkomnum heimi þurfa flestir hins vegar að nýta gluggatjöld til prýði fyrir heimilið. Ef glugginn situr lágt á vegg má festa rimlagluggatjöld Morgunblaðið/Halldór ALLT á sinum stað. spöikorn fyrir ofan til að gefa honum tíguiegra yfírbragð og mjósleginn glugga má breikka með langri gardínustöng og sfðum lengjum, svo einhver dæmi séu tekin. Á HÚSVEGGI eru settar dyr og gluggar, og vegna þessara tómu rúma eru húsin okkur nytsöm. Lao Tze ÞEGAR hafist er handa við að fegra heimilið er fyrsta spurningin sú hvernig tiltekið rými á að gagn- ast íbúunum. Ekki er vitlaust að ímynda sér hvers lags hughrif her- bergið á að vekja og láta hugann reika til staða sem vakið hafa vel- líðan í fortíðinni, til dæmis í æsku. Eða þá að fletta tímaritum og sjá hvort augað gleðst yfir tiltekinni tegund heimilis. Að breyta híbýlum sínum er leikur að litum, mynstri og áferð en stundum þorir fólk ekki að láta gammirin geysa af ótta við mistök og velur áreynsluminnstu leiðina sem falla á flestum í geð. Þannig er verr af stað farið en heima setið því rými með tilteknu sniði er mun ánægjulegri íverustaður en herbergi sem vekur litlar sem engar ken- ndir. Dreymi einhvem litlausar vistarverur felst lausnin ekki bara í alhvítum veggjum og nokkrum fól- leitum mublum, heldur ólíkri áferð; postulíni og möttu gleri, viðargripum og grófum steini. Margt smátt Hinir sannfærðu velja allt eða ekkert, skærustu litina og stórbrotnasta mynstrið. Önnur leið er farin skref fyrir skref og komi einhverjum til hugar að mála stofuna súraldin-græna má fikra sig áfram að settu marki, með tveimur skærgrænum vösum eða púðum í sama lit. Fari allt á besta veg má ganga lengra og kaupa eiturgrænt teppi og síðan mála stof- una alla dugi það ekki til. Enginn veit sína stofuna fyrr en öll er. HÆGT er að nýta herbergi með mörgum dyrum með því að raða hús- gögnum á mitt gólf. Sófasettinu er komið fyrir á stórri mottu til að búa til vistlegt rými og skápum raðað upp í einu horninu. Myndin er úr heimilis-handbók Ikea. Morgunblaðið/Árni Sæberg GLERKRUKKUR og klukka frá versluninni Einn, tveir, þrír og blöndunartæki með gömlu sniði frá ísleifí Jónssyni. SPEGILL, spegiil. fslensk naumhyggja og rússneskt flúr. SILKIPUÐI frá Kirsuberjatrénuu. Enginn veit sína stofuna... Skrifstofuna heim! ÍTALSKA íyrirtækið Tecno kynnti nýja gerð húsgagna fyrir fólk sem vinnur heima á Orcatec- sýningunni sem lauk í Köln um síðustu helgi. Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður skoðaði sýninguna og segir hún að með aukinni tölvu- notkun á heimili séu húsgögn af þessu tagi að verða jafn sjálfsögð og borðstofusett. Fyrirtækið Axis-húsgögn kynnti í sumar vinnuat- hvarf sem hægt er að bijdta saman. Um er að ræða lítið og færanlegt skrifstofuafdrep úr stáli og viði sem renna má hvert sem er á heimilinu. Hægt er að læsa hirslunum með lykli og þegar hurðimar eru opnaðar myn- dast pláss fyrir tvo fætur og lítinn tölvu- prentara. "WWW6IH wggm* síaiJHfcc/i-v i..Tu t/v'V. :;/í. wsasgSiigwií -i ■ wi r Í9hI: 'íSM FÆRANLEG „skrifstofa" fyrir heimahús frá Tecno. Stóllinn var fenginn að láni hjá Exó og litaður með aðstoð tölvu. Hnífapörin eru úr Casa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.