Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 4
4 E SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ INNAN VEGGJA HEIMILISINS VIÐGERÐ á 40 ára olíumálverki eftir Færeyinginn Sámal Joensen Mikines stóð sem hæst þegar Viktor Smári var heimsóttur. FERNIS er borinn á málverk til þess að litirnir f iilni ekki í dagsbirtunni. 1 1 1 p I ' 1 1 1 > ¦t : i i i 1 2 _______ ____ ... . .... -.......^ u __ 6 VIKTOR Smári Sæmundsson er ekki alls kostar sáttur við starfsheit- ið forvörður og segir það ekki nógu gegnsætt. Hann hefur unnið við forvörslu mynda Listasafns íslands síðastliðin sjö ár og mælir alls ekki með því að fólk noti ræstiduft til þess að hreinsa olíumálverkin sín. Viktor Smári lærði iðn sína í Danmörku og segir að námið taki að minnsta kosti þrjú ár og stundum fímm eða átta. Hægt er að leggja stund á forvörslu að loknu stúdents- prófi og er þess krafist að umsækj- endur hafi eðlisfræðikunnáttu úr náttúrufræðideild eða -sviði. Þá spillir ekki fyrir að þekkja listasög- una að hans sögn. - Hvernig á maður að fara með olíumálverk? „Við heimilisaðstæður er númer eitt að hafa verkið á stað þar sem ekki eru miklar sveiflur í hita- og rakastigi. Til dæmis er ekki gott að geyma málverk yfir ofni eða úti við glugga þar sem sól nær að skína inn á það og hið sama gildir um vatnslitamynd eða teikningu. En vissulega er ekki hægt að koma í veg fyrir breytingar á hita- og raka- stigi í heimahúsi til dæmis þegar fólk eldar eða fer í bað. Þornar og morknar Strigi og pappír eru mjög lifandi efni og þegar raki í loftinu eykst stækkar striginn. Ef rakinn verður of mikill hleypur striginn síðan eins og flík í þvotti og málningin spring- ur. Hættuástand af þessu tagi skap- ast ef raki í loftinu fer yfir 80% en það er sjaldgæft á íslandi. Þurrt loft er hins vegar meira vandamál hér og ef raki er uhdir 40% að staðaldri innþornar léreftið og morknar og verður að lokum svo viðkvæmt að það má varla koma við það. Loftraki í íslenskum húsum er yfirleitt á bilinu 35-40% og getur farið niður í 15% í frostum en svo þurrt andrúmsloft er allt í lagi ef það er kalt líka. Ef loft inni er hins vegar þurrt og heitt, sem er mjög algengt á íslandi, flýtir það fyrir innþornun. Þess vegna þarf nánast undantekn- ingalaust að styrkja léreftið í mál- verkum sem eru 50 ára og eldri svo það detti ekki í sundur." - Hvernig á að þurrka aí mál- verkum? „Fólk ætti aldrei að þurrka af mynd sem er illa strekkt eða slök því þá myndast brot meðfram kant- inuin að innanverðu í blindramman- um. í raun og veru er ekki æskilegt að þurrka af myndum nema með fjaðrakústi og ef myndin er mjög óhrein á að Ieita til fagmanna með hreinsun. Ég veit um gamla konu sem ekki átti mikið meira af eigum en eina teiknaða mynd af látinni móður Þurrkaði myndina í burtu Morgunblaðið/Halldðr VIKTOR Smári Sæmundsson klár í slaginn. sinni sem henni þótti afskaplega vænt um. Hún þurrkaði af þessari mynd á hverjum einasta degi til að sýna henni virðingu og umhyggju og á endanum þurrkaði hún mynd- ina í burtu. Skúra, skrúbba? og bóna Ef málverk er mjög hrjúft ætti fólk ekki að gera neitt annað en að kústa það, en ef það er rennislétt og með fernis-lagi má nota rakt vaskaskinn til að taka tóbaksreyk og ryk í burtu. En ekki er allt upp- talið því myndir eru oft húðaðar með fernis, sem gulnar með árun- um. Fernis er borinn á verkin til þess að dagsljósið uppliti ekki máln- inguna og til að koma í veg fyrir að ryk setjist ofan í myndina. Þessi húð er siðan hreinsuð af á 40-50 ára fresti og nýtt lag af fernis bor- ið á. Ég ráðlegg öllum frá því að reyna að eiga við slíkt nema þeir hafi til þess þekkingu. Hingað kom um daginn kona al- veg í öngum sínum, því hún hafði hreinsað mynd sem hún átti með spritti svo hún varð öll grá og næst- um ósýnileg. Henni hafði fundist myndin of gul og mött." - Kanntu fleiri slik dæmi? „Þau eru óteljandi og ég man eftir tilfelli þar sem olíumálverk var skrúbbað með ræstidufti! Og sápa er alls ekki góð fyrir málverk því hún situr eftir i ójöfnum og myndar kristalla svo verkið gránar með tím- anum." - Hvað með lýsingu? „Það er ekki gott að hafa raf- magnsljós fest við málverk og beygð fram yfir rammann eins og oft sést því peran gefur allt of mikinn hita frá sér. Æskilegast er að ljósgeishnn myndi 45 gráða horn við verkið og að kastarinn sé í loftinu, helst í tveggja metra fjarlægð." - Hvernig á að flytja máiverk á milli staða? „Öll snögg umskipti hafa áhrif og ef málverk er tekið og flutt á milli húsa í frosti getur það sprung- ið. Þess vegna er best að breiða ullarteppi yfir eða lak." Viktor Smári var að gera við sprungið málverk frá 1956 eftir færeyska málarann Sámal Joensen Mikines þegar gesti bar að garði. „í þessa viðgerð nota ég þurrlit- arefni og blanda með vaxi, elemi og fernis. Ég byrja á því að meta verkið, hvað það er gróft málað og þess háttar og í þessu tilfelli ætla ég fylla í sprungurnar með vaxi," segir Viktor Smári. Hann bræðir síðan vaxið og blandar samskonar lit og er í mál- verkinu. „Það má ekki vera neinn blæbrigðamunur á litnum, áferðin verður að vera eins og gljáinn hinn sami. Æskilegast er að gera þannig við að ekkert sjáist en miðað er við að viðgerðin sjáist ekki á eins metra færi." - Hvað ef þú gerír mistök? „Þá verð ég að laga þau," svarar Viktor Smári og hlær. „Síðan forma ég yfirborðið eftir verkinu og bý til pensilför. Allt sem ég nota bý ég til sjálfur, lím og hvaðeina, því þá veit ég hvað ég er með í höndunum." Viktor Smári segir að þegar hann byrjaði í faginu hafi sumar viðgerð- ir getað tekið „ótrúlega langan tíma". „Ég var einu sinni hálfan mánuð að gera við lítinn blett. Svo getur verið dagamunur á manni líka. Suma daga gengur allt upp, aðra daga ekkert." Viktor segir heyra til undantekn- inga að málarar máli með óblönduð- um litum og að æfingin skapi meist- arann í því að átta sig á hverri blöndu. „Maður getur lent í því að þurfa að blanda saman 6-7 litum til að ná tiltekinni blöndu. Ef allt um þrýtur er síðan hægt að efna- greina litaprufu úr málverkinu með notkun svörunarefnis." • HÆGT er að festa myndir upp á vegg með margvislegum hætti. Ein aðferðin er sú að finna ú( sjónlina sitiandi manus og standandi og hengja myndina upp þannig að miðjan sé þar sem sj ónlínurnar tvær mætast. • Margir hengja myndir upp of hátt á veggmn n og einnig þarf að gæta þess að þær stingi ekki of mikið í stúf við aðra muni í herberginu. Sé ætlunin að hengja margar myndir upp, til dæmis í stofu, er ágætt að finna fleiri en eiiia Iausn & því. Algengt er að hengja myndir upp miðja vegu fyrir ofan sófa, svo dæmi séu tekin, en leiðigjarnt er að sjá allar myndir þannig staðsettar á vegg bakvið húsgögnin. • Myndir sömu stærðar er best að hengja upp með jöfnu mðlibili og láta rammana mynda tiltekið mynstur sam- an, tíl dæmis ferhyrning. Skiptir miklu að bilin sé hin sömu á milli myndanna. /1 • Ef hengja á upp eina stóra mynd með mörgum litlum er ágætt að hengja þá stóru mið- svæðis og dreifa Iitlu myndun- um í kring með reglulegu bili ámUli./2 • Ferkantaðar my ntlir er hægt að festa upp í tvær raðir og láta efri brún rammans í efri röð mynda beina I ínu og neðri brún rammans í neðri röð gera slíkt hið sama./3 • Misstórar myndir má festa upp með þvi móti að stærsta myndin sé miðsvæðis, sú næst- stærsta vinstra megin, nokk- urn vcginn á miðju hinnar stærstu, og minni myndirnar hægra megin þannig að efri lina rammans á annarri myndi beina 1 ínu við efri ramma minni myndarinnar vinstra megin og að neðrí lína hinnar myndi beina línu við neðri ramma myndarinnar til vinstri viðþáatærstu./4 • M iss tórum myndum má einnig raða í kringum ímynd- aðan kross á miðjunni þannig að stærri myndirnar séu fyrir neðan og hinar minni fyrir neðan. /5 • Ferhyrndum og kringlótt- um myndum má raða á þann veg að stærstu myndirnar fari í hornin en þær minni til að fylla upp í rýmið sem afmark- að er. /6 „Áður fyrr, þegar menn máluðu hefðbundið, var það hluti af verkinu að „fernisera" og opnun sýningar á dönsku er kölluð „fernisering" vegna þess hve lyktin var yfirgnæf- andi á þeim tíma. Nútímamálarar nota hins vegar yfirleitt ekki fernis. Kjarval gerði það ekki nema ein- staka sinnum en Jón Stefánsson ferniseraði hins vegar alltaf, enda hefðbundnari málari." Viktor Smári segir sumar myndir fallegri ef þær eru fernis-bornar og að fólki bregði oft í brún við að sjá skærari liti og bjartari mynd eftir að fernis-lagið er endurnýjað. - Lenda menn einhvern tímann í þvf að „missa" málverk, líkt og læknar missa stundum sína sjúkl- inga? „Ég hef kannski ekki eyðilagt mynd, en ég hef skemmt mynd. Málverkin eru sem betur fer þannig að maður getur bjargað sér ef mað- ur lendir í því að skemma eitthvað. Það er hins vegar miklu erfiðara að eiga við pappírsverk og miklu hættulegri vinna í kringum þau. Það kom fyrir f kennslustund í skólanum sem ég var í að kennarinn potaði með fingri gegnum pappírsverk. Þetta kemur fyrir." Loks segir Viktor Smári að starf- ið sé alltaf að koma á óvart og að gaman sé að vinna við erfiðar mynd- ir. „Það er hægt að finna svo marg- ar frábærar lausnir á að þvf er virð- ist óyfirstíganlegum vandamálum. Þær virðast líka svo rökréttar þegar maður er búinn að finna þær."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.