Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 6
6 E SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ INNAN VEGGJA HEIMILISINS SÝNISHORN teppis frá Azerbajdzhan. Máttug töfrateppi Persíu EF SKILGREINA á ekta persn- eskt teppi á einfaldan hátt má segja að það sé mynstruð, marglit, handhnýtt ábreiða með kögri á sitt hvorum enda. Það þarf jafnframt að vera upprunnið í Persíu, sem í hugum flestra er gamla nafnið á íran, en var í reynd risastórt kon- ungsveldi í Vestur-Asíu, segir Ragna Ragnars löggiltur skjal- þýðandi, dómtúlkur og forfallin áhugakona um teppi. Persía spannaði, auk írans, Tyrkland, Kákasus, Túrkmenistan og Úsbekistan, sem jafnframt voru syðsti hluti Sovétríkjanna sálugu, Afganistan, Pakistan og írak. Ragna segir að talið sé víst að teppagerð hafí hafíst hjá hirðingjum fyrrnefndra þjóða enda hafi heimatökin verið hæg. „Vefstól var hægt að setja upp með tveimur samhliða lurkum sem hælaðir voru niður í jörðina. Ullin var nýtt bæði í uppistöðu og ívaf og liturinn unninn úr villtum jurtum og þá var hægt að vefja saman fullgerðu teppi og ferð- ast með það." Fjölskylduleyndarmál Listformið sem slíkt er að mestu upprunnið í menningu múhameðs- trúarmanna þótt saga teppagerðar nái lengra aftur í tímann en fæðing spámannsins. Það einkennist af sterkum litum, þéttsetnu skrauti og flóknu síendurteknu mynstri sem áberandi er á flísum, leirmunum og málmhlut- um, auk teppanna, segir Ragna jafnframt. Að hennar sögn eru tepp- in jafn margvísleg og þau eru mörg og einkum gerð úr fjárull þótt þau þekkist líka úr kamelhárum, geitarull og silki. Ullin var eingöngu lituð með náttúrulitum þar til fyrir 100 árum og gekk tæknin í erfðir mann fram af manni sem fjölskylduleyndarmál. „Blátt var fengið úr indigó-plönt- unni, rautt úr algengri vafningsjurt, eða með því að kremja ógæfusöm kvendýr af ætt skordýranna dactyl- opius coccus. Guli liturinn var feng- inn úr ýmsum berjategundum, gul- rautt úr hennarunnanum, svart, brúnt og grátt unnið úr hnotskurn og berki og græni liturinn ú'r lauf- um." Þá var ólituð ull notuð í hvítt og svart, geitahár í svart og grátt og kamelhár í brúna liti. Ragna segir ennfremur að full- gerð teppi hafi verið lögð í kalt vatn, helst tæran læk, og þveginn úr þeim umframlitur. Að því þúnu voru þau sólþurrkuð á kletti. „I dag eru gervilitarefni notuð að mestu og kostirnir eru meiri fjölbreytni og litfesta. Slík teppi fá hins vegar ekki á sig þessa upplituðu ellislikju sem þykir svo eftirsóknarverð. Þótt leiknin í náttúrulituninni væri mikil mynduðust stundum rendur eða litamismunur í teppunum. Þeir sem til þekkja láta það ekki á sig fá og telja sig hafa fengið sönnun þess í staðinn að um ósvikið teppi sé að ræða." Litlir fíngur læra fljótt Ragna segir • að þótt litunaraðferðir hafi breyst hafi mynsturhefðin haldist að mestu óbreytt. „Fyrst tekur maður eftir mynstrinu í miðhluta teppisins, sem yfirleitt er stærst. Þar geta verið GAMALT teppi og viðgert frá Túrkmenistan. KINVERSKT silkiteppi. SÉRHÖNIVUÐ STIGAHÚSATEPPI á sértilboði til áramóta Mælum, rífum gömlu teppin af, gerum tilboð, leggjum nýju teppin fljótt og vel. TEPDVBUDBSÍ GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMI 568-1950 Postulíns diskar frá kr. (^)SILFURBUDIN \JL/ Kringlunni 8-12-511111568 9066 - foirfierdu glöfina - [

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.