Morgunblaðið - 27.10.1996, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.10.1996, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ INNAN VEGGJA HEIMILISINS SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 E 7 Umhirða Mikilvægt er að eigendur austurlenskra ullarteppa hirði þau rétt. Mælt er með þunnu undirlagi milli teppis og gólfs til þess að bakhliðin slitni síður og koma í veg fyrir að það renni til ef eigandinn er að flýta sér í símann. Ef teppið er ryksugað ber að gæta þess að renna hausnum í rétta átt við flosið, eftir endilöngu. Ef ryksugað er í öfuga átt við flosið ýfist teppið og óhreinindi eiga greiðari leið milli hnútanua. Forðist hins vegar að ryk- suga kögrið sem ekki þolir mikið hnjask. Silkiteppi á ails ekki að ryksuga heldur bursta gætilega einu sinni í viku og hrista mánaðar- lega. Teppi hnýtt úr silki og ull má ryksuga varlega. Veggteppi er nóg að bursta gætilega einu sinni eða tvisvar í mánuði. SUMACH-teppi frá Dagestan. Morgunblaðið/Kristinn TEPPI með fflafótarmynstri frá Túrkmenistan. myndir af blómum, veiðiferðum eða öðrum atburðum, eða hreinai’ mynsturmyndir. Miðjan er síðan afmörkuð með ramma, oft þrefól- dum, þar sem sá í miðjunni er breiðastur.“ Hún segir líka að í dag séu mynstrin oft sett á blað til hægðarauka fyrir hnýtarann, þótt stærri vinnustofur hafi svokallaða mynstumeistara sem standi yfir hnýturunum og segi þeim til um hnútafjölda og litaval. Varðveita þeir mynstrin í kollinum og líta á þau sem atvinnuleyndamál. Marga mánuði tekur að hnýta hvert teppi og gera léleg laun hnýt- arans almenningi kleift að kaupa listaverkin. Einnig eru stúlkubörn eftirsóttir hnýtarar því litlir fingur eiga auðveldara með að hnýta og læra fljótt. Auk þess fá bömin minna kaup en fullorðnir. Æfður GAMALL renningur frá Dagestan. hnýtai-i getur hnýtt allt upp í 10.000 hnúta á dag segir Ragna. Það sem ræður mestu um gæði hvers teppis er fínleiki ullarþráð- anna og fjöldi hnúta á hvern fer- metra. „Vönduðustu teppin hafa flesta hnúta og eru snöggklipptust. Fjöldi hnútanna og þykkt ullarinn- ar er svæðisbundin og ræðst jafn- framt af því til hvers á að nota teppið. Auk þess að vera lögð á gólf eru teppin hengd á veggi til hlýinda og skrauts, lögð yfir rúm, stóla, borð og jafnvel grafir, að bæna- teppunum ógleymdum. Dýmæt- ustu teppin eru ætluð sem gjafir til vina og höfðingja." Loks segir Ragna að persnesk teppi séu ekki lengur einvörðungu í eigu hinna auðugu og að þau hafi engan veginn tapað töframætti sínum. LAUGAVEGI 172 • 105 REYKMVj Bjóðum nokkra tvöfalda ameríska ísskápa meö klakayélog rennandi vatni á aöeins General Electríc 81 mwj m P i i i ! i" ■i - K ■ d Teppi. dphat. nfsat. padiet ag ataigt neita Mörkinni 4 • Pósthólf 8735 • 108 Reykjavík Sími: 5881717 & 581 3577 • Fax: 581 3152

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.