Morgunblaðið - 27.10.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.10.1996, Qupperneq 8
8 E SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ INNAN VEGGJA HEIMILISINS Fólk ætti að forðast allar öfgar f* ,L* :á*é% **% SJ- LAMPASKERMAR frá versluninni Vefurinn. LÝSINGU inni á heimili má skipta í þrennt, það er almenna lýsingu, sérlýsingu og vinnulýsingu, segja Páll Á. Pálsson og Davíð E. Sölva- son hjá Raftæknistofunni. „Það er mjög mikilvægt að vera með góða, almenna lýsingu sem varpar jafnri birtu yfir alla íbúðina. Síðan má hafa sérlýsingu til að lýsa upp ein- hverja hluti á heimilinu sem fólk vill vekja athygli á, til dæmis skápa, stóla, bækur eða málverk,“ segir Páll. Davíð segir mikilvægast við hönn- un á lýsingu að hún valdi sem minnstri glýju og angri mann ekki. „Hver pera þarf að vera afskermuð og einnig er mikill kostur að geta deyft ljósin þannig að best er að vera með úrval af rofum,“ segir hann að auki. Páll segir best að vera með sem flesta lampa, sem lýsi lítið hver fyrir sig. „Birtustig almennrar lýsingar er lægra en þegar um sérlýsingu og vinnu- lýsingu er að ræða og hún er yfir- leitt höfð í loftinu. Sérlýsing getur reyndar verið það líka en er þá með þrengri geisla.“ Páll segir jafnframt mögulegt að ná sömu áhrifum með óbeinni lýsingu en þá er birtu varpað á loftið sem síðan endurkastar henni niður. Þá er verið að blanda saman almennri lýsingu og sérlýsingu að hans sögn. Perur endurkasta litum misjafnlega vel Birtumagn, eða lúx, í hverri íbúð fer eftir styrkleika peranna og í hvaða litum íbúðin er máluð. Hvítt endurkastar mestri birtu og svart minnstri segir Davíð. „Dumb- rauður veggur getur til dæmis virst svartur ef hann er ekki lýstur nægilega vel. Sé hann lýstur upp með hvítri birtu kemur liturinn vel í ljós. Perur endurkasta litum mjög misvel og ef halógen-perur eru notaðar má fá litinn á veggnum betur fram,“ ségir Páll. Glópera er algengust í heimahúsi og gefur hún rauðleitan, hlýjan blæ að þeirra sögn. Nýrri perur gefa hins vegar hvítari og mýkri birtu. „Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga á baðherbergi, til dæmis. Einnig verður lýsingin að vera sitt hvorum megin við spegilinn svo ekki komi skuggar á andlitið eða beint ofan á speglinum og fyrir framan.“ „Þar sem unnið er við skrifborð eða lesið er mikilvægt að vera með góða vinnulýsingu. Birtustig vinnulýsingar er aðeins meira en almennrar lýsingar og mikilvægt að skilin þar á milli séu ekki of mik- il svo augun þreytist ekki,“ segir Páll. Hann segir ennfremur að ald- ur fólks ráði miklu um hvaða lýsingarmagns sé þörf. „Miðað er við fertugsaldur og gert ráð fyrir að við fimmtugt þurfi fólk 50% meiri lýsingu og að sama skapi 100% aukningu þegar sextugsaldri er náð. Því er mjög mikilvægt að taka tillit til þess. Það er til dæmis eríiðara að búa til sérlýsingu þar sem þarf að hækka ljósmagn al- mennrar lýsingar vegna aldurs segir oft gott að bæta stand- lömpum með halógenperum sem lýsa upp í loft við þá lýsingu sem fyrir er, til að hjálpa eldra fólki. „Eins er mikilvægt að huga að því að lýsing við sjónvarp sé ekki of dimm. Það á til dæmis alls ekki að hafa ljósið slökkt þegar horft er á sjónvarp því þá eru andstæðumar milli biríunnar frá sjónvarpinu og Morgunblaðið/Kristinn DAVIÐ E. Sölvason og Páll Á. Pálsson rafmagnstæknifræðingar. umhverfisins orðnar allt of miklar, sem þreytir augun. Lýsingin má heldur ekki vera of björt. Best er að hafa óbeina, skermaða lýsingu, sem ekki endurkastast á skjáinn eða sést þar, og er af svipuðu ljós- magni og birtan frá sjónvarpinu.“ Stillið saman milli herbergja Páll og Davíð segja mjög nauðsynlegt að háfa góða lýsingu í eldhúsi og að hún sé stillt eftir staðsetningu. Algengt sé að nota langar perur undir skápum í eld- húsinnréttingunni sem vinnuljós og daufari birtu yfir eldhús: borðinu, svo dæmi séu tekin. „I svefnherberginu er almenn lýsing í lofti og leslampar við hvert rúm. Það er óþægilegt að hafa ljós á móti sér þegar lesið er uppi í rúmi því maður sér upp í peruna. Betra er að birtan komi frá lömpum fyrir ofan rúmið eða á náttborði," segir Páll. Þá leggja þeir áherslu á ljósdeyfi á sem flestum stöðum í íbúðinni svo hægt sé að skapa stemmningu. Páll segir einnig mikilvægt að stilla saman lýsingu milli herbergja og í 1 forstofunni. „Ef komið er inn úr | mikilli birtu úti getur anddyrið virst mjög dimmt sem kallar á góða lýsingu þar. Hún má hins vegar ekki yfirkeyra ljósmagnið inn af forstofunni og því þarf að stilla þetta saman,“ segir hann. Að lokum segja þeir Davíð og Páll að jafnvægi lýsingarinnar skipti öllu. „Ef íbúðin er öll yfirlýst er hún ekki mjög skemmtileg vistar- vera og hið sama gildir ef hún er of dimm. Menn ættu því að forðast allar öf- gar og fólki getur liðið illa ef lýsingin er ekki rétt.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.