Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 10
10 E SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ INNAN VEGGJA HEIMILISINS Hvernig á að bera vínið fram? KIRroyal fæst nú tílbúíð á flösku. 1 BOTNFALL myndast í góðum vínum þegar þau eldast og er gæðamerki. Það er 1 sjálfu sér ekkert slæmt eða vont að drekka botnfallið og ástæðurnar að baki því að menn reyna að losna við það eru fyrst og fremst fagurfræðilegar. 2 VÍNIER UMHELLT til þess að losna við botnfall. Það er gert varlega og við góða birtu þangað til að botnfallið er eitt eftir. Einnig er gott að láta vínið anda í nokkra klukkutíma þótt áhrifaríkara sé að umhella því þá nær vínið að drekka í sig svo mikið súrefni. Þetta á yfirleitt við um öflug vín og ung, til dæmis Bqrdeaux- og Rhöne-vín eða Cabernet Sauvignon frá Astralíu, Chíle og Kaliforníu. s ÓDÝRT HVÍTVÍN nýtur sín best við 4-5 gráður því vín missir karakter sinn við mikla kælingu. « BRAGÐMINNIRAUÐVÍN eru ágæt við 8-10 gráður en best er að bera aðrar gerðir fram við 18 gráður. Hitastig vínsins hækkar um eina gráðu á mínútu þar til það nær stofuhita. Þarna er ekki átt við hitann í íslenskum stofum sem getur farið upp í 25 gráður og gerir rauðvín flöt og leiðinleg. Eftir því sem þau eru kaldari kemur sýra vínsins og tannin betur í ljós þannig að ung rauðvín verða skarpari og harðari. Létt rauðvín eins og Beaujolais eða Valpolicella má bera fram svöl, kannski aðeins ofan við ísskápshita, við 7-8 gráður. * SÆTVÍN og freyðandi á að bera fram 5 gráðu heit. • EKKIFYLLA stór rauðvínglös meira en að einum þriðja, ef mark- miðið er að njóta vínsins, annars opnar vínið sig ekki. 7 SKOLIÐGLÖSIN vel í sjóðandi heitu vatni og þurrkið vel eða í upp- þvottavél án þess að nota þvottaefni. Vínglas sem staðið hefur inni í skáp eða verið geymt í pappakassa getur borið bragðkeim af umhverfi sínu og því fer best á því að þvo það vel fyrir notkun. Notið helst ekki uppþvottalög. 8 SÚLFA-EFNIEYÐILEGGJA fyssandi vín og því ber að skola kampavínsglösin rækilega fyrir notkun svo vínið verði ekki flatt um leið. FÓLK innbyrðir auðvitað mismikið magn af víni en þegar keypt er inn fyrir veislu má hafa eftirfarandi í huga. Ef ætlunin er að bjóða gestina velkom- na með glasi af freyðandi víni er ágætt að miða við að hver flaska dugi fyrír sex manns, nema gert sé ráð fyrir ábót. Sé svo er tniðað við fjóra eða fíinin um Hversu mikið á að kaupa? hverja flösku. Undir borðum má reikna með hálfri til einni vínflösku á mann. Þetta fer hins vegar alfarið eftir lengd máltíðarinnar og hversu vel menn vijja veita. Ef réttirnir eru 5-6 og máltíðin stendur frá 8-1 er ekki óeðlilegt að miða innkaupin við eina flösku á mann en ef einn pottréttur er á matseðlinum horfir málið auðvitað allt öðruvísi við. Sláturog Mouton-Rothschild SÁ SIÐUR að bjóða upp á sterka og sæta fordrykki á undan mat hefur verið galli á vínmenningu hér og í mörgum nágrannaríkjum. Kokteil- ar og sterkir drykkir á borð við viskí eða eitthvað þess háttar eru ekki ákjósanlegir sem fordrykkir því þeir deyfa bragðskynið. Að mínu mati jafnast ekkert á við ískalt, skraufþurrt kampavín, það er brut, eða þurrt sjerrí sem að mínu mati er mjög fág- aður og góður fordrykkur. Það verður hins vegar að gæta þess að kaupa ljóst og þurrt fino sjerrí og bera það fram ískalt. Ef menn vflja eitthvað sætara er betra að velja einhvern klassískan fordrykk á borð við kir royal, sem er kampavín eða freyðivín með blöndu af cassis út í, eða kir; hvítvín með slettu af cassis. Nú er meira að segja hægt að kaupa tilbúið kir á flösku frá framleiðandanum sem byrjaði með þennan drykk í upphafi. Annars er gott að setja slettu af sætum líkjör út í kampavín, grand marnier eða cointreau. Þegar menn velta því fyrir sér hvaða vín á að bera fram með matnum eru nokkur atriði sem hafa ber í huga. í fyrsta lagi þarf að gæta þess að vínið sé í samræmi við matinn bæði hvað varðar bragð og gæði. Hin sígilda regla er hvítt með forrétt- inum, rautt með aðalréttinum og sætt vín á eftir. En þetta getur fólk teygt og beygt eftir smekk og því sem á borðum er. Vijji menn brjóta reglurnar og bera fram hvítvín með kjötrétti og rauðvín með fiski verður að leggja einhverja hugsun í það. Norðmenn hafa til dæmis orðið að athlægi um alla Evrópu fyrir að borða þorsk með rauðvíni! Tannim'ð í rauðvíni á yfirleitt illa við fisk og ung sýrumikil vín fara ekki vel með kjöti. Að ekki sé minnst á hinn sjónræna þátt; fallega blóðrauða steik með fagur- rauðu víni og fölgrænt hvítvín með ljósum fiskrétti. Með kalkúni, kjúklingi og aliónd er hins vegar mjög auðvelt að bera fram hvítvín, sérstaklega eikuð Chardonnay-vin, Vínmenning íslendinga hefur tekið nokkrum stakkaskiptum á undanförnum árum og ýmsir siðir farnir að ryðja sér til rúms í kjölfar annarra drykkjuvenja. Slegið var á þráðinn til Steingríms Sigurgeirssonar, smekkmanns á mat og vín, og hann beðinn að ráðleggja lesendum. Búrgúndar-vín og ýmis afbrigði af ástr- ölskum, kalifornískum og chíleskum vínum. Og ef fólk vill rautt vín með fiski er yfirleitt mælt með yngri og léttari rauðvínum, til dæmis Beaujolais eða þá mildu Rioja-víni, sem er það besta sem fæst með góðum saltfískréttum. Því má heldur ekki gleyma að gæði vínsins verða að vera í samræmi við hversu mikið er lagt í máltíðina og því ekki mikil glóra í því að eyða hálfum degi í eldhúsinu og bjóða síðan óæðri gerðir víns til drykkj- ar. Hvað þá að splæsa í flösku af Mouton- Rothschild með slátrinu. Loks má benda á að hafa ekki of miklar sveiflur í gæðum vínsins milli rétta. Engum kemur til hugar að bera fram hrökkbrauð á undan rjúpu og því best að hafa svolitla stígandi og gæta þess að hvert skref sé ánægjulegt fyrir munn og maga. Rauðvín á ekki vel við austurlenskan mat, það er indverskan, tælenskan eða kín- verskan, því kryddið dregur ekki fram það bestá í rauðvíninu. Það er til fjöldi tegunda af hvítvíni sem hentar vel með þessari matargerð, til dæmis Gewurztraminer frá Elsass og Chardonnay-vín frá Ástralíu. Edik fer yfirleitt ekki vel með víni og því verður að passa upp á hlutföllin þeg- Steingrímur Sigurgeirsson ar salat er borið fram með matnum. Mér finnst betra að gera vinaigrettuna eins og venjulega og nota balsam eða sjerrí edik en fara varlega með það. Sítróna á ekkert bet- uryið vínið. í Frakklandi er salatið borið fram sér og þá teygja menn sig kannski bara í vatnið á rheðan. Þeir passa sig vel á edikinu í matargerð en edik er komið svolítið í tísku hérna. Nota má sem þumalputtareglu að ítölsk vín henta betur með ítölskum mat og í klassískri, franskri matargerð er eðlilegast að yelja sígild frönsk vín með, sem eru í sama takti. Ef boðið er upp á ávexti eftir matinn er eðlilegt að bera fram rauðvín með en ef mjög bragðmiklir ostar eru á boðstólum er ekki víst að það njóti sín til fulls. Með gorg- onzóla eða rocquefort er betra að nota sauterne vín eða púrtvín, sem ráða nánast við alla osta. Hvítvín eiga ekki síður vel við en þá frekar með einstökum tegundum, til dæmis Elsass-vín með geitaosti. Gewurztr- aminer á einnig mjög vel við muenster-ost, sem byrjað er að selja hér. Með eftirréttinum er ég sjálfur hrifn- astur af sauterne, eða vínum í þeim anda. Einnig má nota gott árgangspúrtvín og góð sæt sjerrí úr moscatel-þrúgunni, eða hreint Pedro Ximenes, sem mér fínnst reyndar aðeins of sætt. Punkturinn yfir i-ið eftir góða máltíð og til að aðstoða við meltinguna er auðvitað cognac eða armagnac, sem er náskylt en töluvert frábrugðið í stíl. Maltvískí á ekki síður vel við og vilji menn vera svolítið ítalskir kemur ekkert annað en grappa til greina. Svo eru þeir til sem vitja einhverja sæt- ari drykki. Mér skilst að til séu vín fyrir þeirra smekk líka. Nýtt ísskápslíf VOPNAÐUR bílalakki og með styrkri hönd, getur eigandi gamals og lúins ísskáps hæglega breytt honum í helsta stássgrip eldhússins. Bílalakk er til í tugum litaafbrigða og því hægur leikur að færa ísskápinn í endurnýjum lífdaga. ísskápar og frystiMstur rispast með tím- anum og af þeim verður æ minni prýði. Þá er ekki víst að eigandinn hafi valið gripinn sjálfur og alltaf verið sáttur við litinn. En á þessu má auðveldlega ráða bót og dæmið sem hér er tekið er af hvítum ísskáp með litlu frystihólfi, sem ákveðið var að mála djúprauðan. Hreinsið ísskápinn Þvoið ísskápinn vel og vandlega, svo að öll feiti og óhreinindi hverfi. Leysiefni eru áhrifa- rík en venjuleg, fituleysandi þvottaefni kunna einnig að nægja. Fjarlægið höldur, lista og skilti af ísskápn- um. Höldur og listar eru yfirleitt límd á, svo beita þarf kröftum við að ná þeim af. Gætið þess að hreinsa lím og önnur óhreinindi undan listunum og sjáið til þess að loftræsting sé góð áður en hafist er handa. Undirbúið málningarvinnuna Sparslið í götin eftir skilti og höldur. Látið þorna og pússið niður. Ef djúpar rispur eða dældir eru á ísskápnum er ráðlegt að sparsla einnig í þær. Sh'pið allan ísskápinn með sand- pappír. Þegar efsta lagið á ísskápnum hefur verið slípað niður, er strokið yfír hann með rökum klút, ekki með þvottaefni. Áður en hafist er handa verður að breiða hlífðarplast í kringum skápinn, á um það bil ísskápurinn hefur öðlast nýtt líf. 3X3 metra gólfflöt, því málningin írist yfir nokkuð svæði. Notið andlitsgrímu og gætið vel ÞEGAR skilti og höldur hafa verið fjar- lægð, verður að sparsla í 811 göt og misfellur. Úðið málningunni á í þunnum lögum. f fyrstu virðist útkoman skellótt en en það lagast þegar lögunum fjölgar. að loftræstingu. Þó má ekki vera trekkur, því þá getur ryk og önnur óhreinindi borist inn og sest á nýmálaðan flötinn. Límið yfir lista og lamir sem ekki á að mála, og hyljið ísskápinn að innan- verðu svo að ekki berist málning inn í hann. Kynnið ykkur hversu langt á að halda málningar- brúsanum frá flet- inum og haldið þeirri fjarlægð. Sé úðinn of nálægt fletinum, er hætt við að máln- ingin fari í kekki. Ekki er þörf á að grunna flötinn þar sem málningin binst vel fleti sem hefur verið slípaður niður. Málið ísskápinn Þeir sem hafa ekki málað með úðabrúsa ættu ef til vill að æfa sig á gömlum járn- eða blikkplötum áður en þeir taka til við ísskápinn f góðu lagi en rispaður og óspenn- andi í útliti. Hristið úðabrúsann eins og sagt er fyrir um í leiðbeiningum með honum, oftast þrjár mínút- ur. Hrista verður brúsann í þann tíma í hvert sinn sem hann hefur verið látinn standa, þó ekki sé nema stutta stund. Þá er einnig nauðsynlegt að hvolfa brúsanum og sprauta þar til ekki úðast meiri málning úr honum, áður en menn taka sér hlé. Gott er að byrja ofan á ísskápnum eða á hliðunum, því verði mönnum á mistök í upp- hafi, eru þau ekki eins áberandi og á fram- hliðinni. Flöturinn sem mála á, verður að vera láréttur, annars er hætta á því að málningin renni til. Þegar hurðin er máluð er best að skrúfa hana af og leggja á gólfið. Kantana að framanverðu má hins vegar mála lóðrétta, þar sem flöturinn er svo lítill að nær engin hætta er á að málningin renni til. Málningin harðnar fljótt og skemmist ekki þótt máluð hlið hvíli á trélistum á meðan hin hliðin er máluð. Úðið málningunni, hægt og rólega yfir flötinn, í þunnu lagi. I fyrstu virðist málningin skellótt en það lagast um leið og lögunum fjölgar. Úðið málningunni ekki í þykkum og þekjandi röndum, heldur jafnt og þétt yfir all- an flötinn, í tví-eða þrígang. Reynið að komast hjá því að taka ykkur hlé á meðan hver flötur er málaður. Látið málninguna harðna eins og sagt er fyrir um á brúsanum, helst aðeins lengur. Þegar hún er þurr, er strokið yfir flötinn með mjúkum klút. Mælið hvar höldurnar eiga að vera og borið fyrir þeim í gegnum ísskápshurðina, einnig plastið á innri hliðinni en reynið að komast hjá því að bora í gegnum gúmmílistana. Þær skrúfur sem fylgja með höldum eru yfirleitt of stuttar og því þarf að kaupa nógu langar skrúf- ur. Takið höldurnar með og mælið þykkt skáp- hurðarinnar til öryggis, og kaupið ryðfríar skrúfur.Þvoið ískápinn að innanverðu, skrúfið höldur og hurðir á, komið ísskápnum fyrir, stingið honum í samband og njótið árang- ursins. Endursagt úr Bo bedre.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.