Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTOBER 1996 INNAÍM VEGGJA HEIMILISINS Nútímaeldhúsið Vantarbara véltilað leggja á borð BRAUÐVÉLIN hefur staðið í ströngu síðustu tvo tímana og nú lætur hún vita með suði að bakstri sé lokið. Steikin er tilbúin á borð- inu og bakaraofninn í óðaönn að þrífa sig sjálfur eftir eldamennsk- una. Eldavélin sá um að sjóða kartöflurnar á mettíma og spara orku í leiðini. Hún gætti þess sjálf að hitastigið væri mátulegt á kart- öflunum og hringdi bjöllu til að láta vita að þær væru soðnar. Heimilisfólkið þurfti að vísu að skola af agúrkunum, kálinu og tómötunum og setja í matvinnslu- vélina en þessi hljóðláta og vand- virka vél sá svo um að saxa græn- metið niður í nákvæmlega jafnar ræmur í salatið. Ekki er enn komin á markað vél sem leggur á borð en eftir matinn tók uppþvottavélin við óhreina leirtauinu og skilaði því skínandi hreinu. Matreiðslan var einföld og samkvæmt áætlun úti- vinnandi fólks tók hún skamman tíma. Fægið plöturnar með þurrum, fínum sandi Tímarnir breytast og eldhúsin með ef svo má að orði komast. Nútímafólki fallast eflaust hendur þegar það flettir í gegnum kvenna- fræðarann sem var gefinn út árið 1911. Höfundur bókarinnar Elín Jónsson sem er að ráðleggja hús- mæðrum með þrif og eldamennsku segir: „Torfgólf skal sópa og suðu- vélar skal hreinsa með jöfnu milli- bili. Þegar þær eru hreinsaðar skal gjöra það vel og skafa sótið af hverjum hring. Á hverjum degi þegar búið er að elda skal þvo vel af suðuvélinni og bursta hana úr ofnsvertu einu sinni í viku. Pípurn- ar skulu burstaðar úr ofnsvertu en séu þær málaðar er aðeins þurrkað af þeim. Áður en lagt er að á morgnana skal taka öskuna vel... Plötur og skúffur úr bakara- ofni skal fægja úr þurrum, fínum sandi." Iskyggilegar drunur í ísskápum Útlit innréttinga breytist frá ári til árs, stundum eru þær gamaldags, stundum framúrstefnulegar og allur gangur á hvaða viður, litir og efni er í tísku hverju sinni. Á hvaða veg sem útlitið er miðast þó allar tækninýjungar í eldhúsinu við að létta fólki störfin. Rafmagnseldavélin leysti kolaeldavélina af hólmi og eftir árið 1950 fóru ísskápar að verða al- menningseign. Þeir voru stórir og plássfrekir og heyrðust reglulega ískyggilegar drunur í mörgum þeirra. Þá bættist það við heimilis- störfin að affrysta ís- skápinn en það þótti húsmæðrum í þá daga lítið mál miðað við þau þægindi sem hann bauð uppá. Örbylgjuofninn markaði síðustu tímamót „Fyrir um það bil ellefu eða tólf árum fór ég að kenna á ör- bylgjuofn en ég hafði kynnst þeirri nýjung í Bretlandi. Líklega er ör- bylgjuofninn síðasta tækninýjung- in í eldhúsi sem hefur markað tímamót. Örbylgjuofninn gjör- breytti eldamennsku hvað varðar tímasparnað ", segir Dröfn Farest- veit hússtjórnarkennari sem rekur heimilistækjaverslunina Einar Farestveit með fjölskyldu sinni. „Öldruð kona sótti hjá mér nám- skeið og hún sagði að þetta væri sú nýjung sem kæmist næst því þegar rafmagnseldavélin leysti kolavélina af hólmi. Eg varð sjálf gagntekin af örbylgjuofninum á sínum tíma og enn í dag nota ég NU ER hægt að fá skúffur með margvíslegum fötum í svo auðveldara sé að flokka heimilissorpið. hann mjög mikið við matreiðslu", segir Dröfn. Bakaraofnarnir með sjálfhreinsibúnaði Dröfn bendir á að alltaf sé ver- ið að leita leiða til að létta fólki eldhússtörfin. „Það er stefna fram- leiðenda að hafa heimilistæki stíl- hrein þannig að þrifnaður sé sem auðveldastur og í dag eru margir ofnar búnir sjálfhreinsibúnaði." Margir eru farnir að blanda saman venjulegum hellum og gashellum. Kannski eru svokallaðar span- suðuhellur það sem koma skal. Þá er segulkraftur notaður sem hitagjafi, suðufletir hitna ekki, aðeins pottar. Eldunartíminn er skemmri og hitastillingin nákvæm. Eini gallinn er að þessar hellur hafa verið fremur dýrar fram til þessa. Flokkun á heimilissorpi Ein nýjung i eldhúsum undan- farið er kannski ekki tímasparandi fljótt á.litið en kemur til með að vera það í framtíðinni. Þetta er flokkunarkerfi á heimilissorpi sem æ fleiri taka í notkun. Sérstakar fötur eru þá hafðar fyrir lífrænan úrgang, pappír, einnota umbúðir og svo framvegis í stað þess að henda öllu í eitt og sama ílátið. Að sögn Erlings Friðrikssonar eig- anda Eldaskálans fannst fólki flokkun á sorpi fráleit fyrir nokkr- um árum. „Núna telja allir sjálf- sagt að taka flokkun á sorpi með í reikninginn þegar nýtt eldhús er skipulagt. GÓÐ HÖNNUN 0G HAGKVÆMNI. habitat Laugavegi 15 Slmi 562 5870 Opið lau. 10-16 Café Roma Vönduð kanna með leka loka. Slekkur á sér sjálfkrafa. 4.990 kr. ;, Café Master Þægileg, einföld og ódýr. 3.390 kr. Café Gourmet HD5400 Falleg kaffivél sem sýður vatnió áður en hún hellir upp á. Auðvelt er að færa hana til og hitahellan heldur kaffinu heitu. I______ 11.560 kr. Café Boma Therm Hellir upp á ilmandi kaffi beint í hitabrúsann. 9.490 kr. Heimilistæki hf SÆTÚNI B SlMI 56B 1SOQ Umboðsmenn um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.