Morgunblaðið - 27.10.1996, Page 14

Morgunblaðið - 27.10.1996, Page 14
14 E SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ borðum og stólum er mikið. Atík þess sérsmíðum við húsgögn eftir óskum viðskiptavihav Hönnuður Mocca stóla: Pétur B. Lúthersson FHI Sœtir sófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGA GNALA GERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata)-Kópavogi-sími 564 1475 Opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-14. KOSTA BODA Kringlunni, sími 568 9122 í glaesilega búð, fulla af nýjum og lallegum gj afavörum. INNAN VEGGJA HEIMILISINS SKÁL úr leir, eða „faience“, frá versluninni Hamborg. DÆMI um bolla úr Vitro-postulíni frá verslun- inni Villeroy og Boch. MATARSTELL úr postulíni. Undraveröld postulínsins MATAR- og kaffistell eru framleidd úr ólíkum efnum og nefnast því „bone china“, postulín, vitro-postulín og „fai- ence“ eða leir. Munurinn liggur í mismunandi hrá- efnum og aðferðum sem notaðar eru við fram- leiðsluna. Hráefnunum er blandað saman á ólík- an hátt og þau brennd við mismunandi hitastig. Allar tegundirnar eru framleiddar úr postul- ínsleir, leír, feldspati og kvars sem er ein algeng- asta steintegund jarðar. Við framleiðslu „bone china“, eða er auk þess- ara efna notuð aska af beinum. Feldspatið og kvarsið er mulið og allt járn fjar- lægt og efnin síðan blönduð vatni. Að lokum er postulínsleir og leir blandað saman við. Efnablandan er síðan mótuð í bolla, diska, könnur og svo framveg- is. Mótunin er mismun- andi eftir því hvort hlut- urinn er holur að innan eða ekki. Þegar búið er að móta hráefnið í sitt endanlega form er því komið fyrir á eldföstum hillueiningum sem settar eru í brennsluofninn. Fyrst eru munirnir í ofninum hitaðir rólega, síðan eru þeir hitaðir upp í ákveðið hitastig og að lokum kældir niður aftur. Þetta ferli getur tekið allt upp í einn sólarhring og jafnvel Iengur. Margir framleiðendur brenna postulín sitt á þennan hátt að minnsta kosti tvisvar til að gera það enn sterkara. í fyrri brennsl- unni er hitastigið í brennsluofninum um 1230 gráður. Ef postulínið er skreytt er það mynstrað og síðan gleijað áður en seinni brennslan fer fram. Seinni brennslan er snögg- brennsla og er hitastigið allt að 1100 gráður. Kínverskt „bone china“ „Bone china“ inniheldur að stór- um hluta ösku af beinum (40-50%) sem gerir það að dýrustu postulíns- tegundinni. „Bone china“ hefur ver- ið þekkt meðal Evrópu- þjóða í um 200 ár en kom upphaflega frá Kína. Framleiðslan krefst sérstakrar tækni og þekkingar. Askan kemur frá búfénaði og saman stendur af litlum beinum úr fótleggjum skepnunnar. Það er þessi aska sem gefur „bone china“ útlit sitt. Það er mun hvítara en postulín, hefur meiri gljáa og er mýkra við- komu. „Bone china“ er svo þunnt að það er næstum því gegnsætt, en er engu að síður sterkara en annað postulín. Það má setja í uppþvottavél ef skreyt- ingin hefur verið sett á áður en glerungurinn var brenndur, það er að segja ef skreytingin liggur undir glerungn- um. Postulín Hefðbundið postulín er hvítara og sterkara en til dæmis leir. Hlut- imir eru ekki eins gegn- sæir og hlutir úr „bone china“. Þeir eru þyngri og þykkara í þeim. Einnig er hvíti liturinn kald- ari og ögn grárri. Vitro postulín kom fyrst á sjónarsviðið í Banda- ríkjunum árið 1930. Vitro er dregið af orðinu „vitreous" eða gleijaður, glerkenndur. Sérstökum efnum er blandað við vitro-postulínið sem kaila fram þennan hlýja mjólkurlit sem einkennir það. Postulínið er brennt á ákveðin máta sem gerir það mjög sterkt. Vitro-postulín þolir vel hnjask og yfir ÍOO gerðir Arinnsteinn. Náltúruílísar og steinn Handgerðar mexíkónskar flísar. Marmari o.íl. Gamaldags hreinlætistæki og baðkör. ■ Landsins mesta úrval of flísum t hólf og gólf larálS Síðumúla 21, s. 588 9311 og 533 4400.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.