Morgunblaðið - 27.10.1996, Side 19

Morgunblaðið - 27.10.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ INNAN VEGGJA HEIMILISINS SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 E 19 > I I | I i I I _ » BRYNJA Gunnarsdóttir auglýsinga- fulltrúi og húsmóðir er menntuð sem ft-amreiðslumaður og man þegar sumir gesta Hótels Sögu geymdu skóna sína framan við herbergisdyr og gengu til kvöldverðar á sokkaleist- unum. Bi-ynja hlaut hæstu einkunn fyrir sveinsstykkið „borð hesta- mannsins“ á sínum tíma og hefur engu gleymt þótt hún sé horfm til annarrar iðju. Hér leggur hún á ráðin um veisluhöld í heimahúsi. Eins og gefur að skilja er það fyrs- ta verk gestgjafans að ákveða hversu mörgum skuli boðið til veislu. Þvínæst þarf að huga að mat, drykk, borðbúnaði og skreytingum. „Grund- vallaratriðið er náttúrlega að hafa hreint leirtau og þótt það liggi þvegið uppi í skáp þarf að fægja það áður en lagt er á borð með þurrum, hreinum klút,“ segir Brynja. „Síðan byrjar maður á því að raða stólunum í kringum borðið með jöfnu biii á milli, hvort sem um er að ræða ferhyrnt borð, kringlótt eða egglaga, því staðsetning stóianna ræður því hvernig fer um gestina," segir hún svo og leggur áherslu á að tilgan- gurinn með öllum reglum um borðhaid sé að vel fari um gestina. Að því búnu á að leggja diskana á borð og þvínæst hnífapörin. „Reglan er sú að þegar horft er ofan á undirdiskinn á að sjást örlítið bil á milli hnífaparanna og þess þarf að gæta að ekkert þeirra sé falið undh' diskinum. Ef ekki er boðið upp á for- rétt er gott að leggja aðalréttadiskinn á borð, raða hnífapörum í kring, svo þau séu á réttum stöðum, og taka hann síðan af.“ Hnífapör í mörgum hlutverkum Biynja segir að þvínæst sé glös- unum raðað upp, þá sé borðið skrerft og að síðasta verkið sé að koma servéttunum fyrir. Hnífapörin eru misjafnrar gerðar og þjóna Reglurnar tryggja vellíðan gestanna Morgunblaðið/Kristinn BRYNJA Gunnarsdóttir Þegar maturinn er settur á diskinn er miðað við að uppistaða máltíðarinnar, kjöt, fiskur eða ann- að, sé næst gestinum eða „klukkan tíu“ ef maður ímyndar sér diskinn sem skífu á úri. Meðlætið, til dæmis kartöflur eru settar „tuttugu mínút- ur í átta“ og skrautið „klukkan tólf‘. Ástæðan, segir Brynja, er sú að byrjað er á að borða það sem er neðst á hverjum diski. „Maður tekur fyi’st þau áhöld sem eru fjærst disknum sitt hvorum megin og drekkur úr glösunum til vinstri og endar á desert-hnífapörunum fyrir ofan diskinn í síðasta réttinum." Einnig segir hún að aldrei megi gleyma pipar- og saltstaukunum. „Og reglan er ennþá sú að byrja á að servera konurn," bætir hún við. Vilja drekka glösin í botn Glösin eru af ýmsu tagi og ræðst lögun þeirra af því hvort bjóða á viskí, blandaðan drykk, sjerrí, líkjör, léttvín eða kampavín. „Sjerríglas er eins að lögun og líkjörsglas en tekur yfirleitt helm- ingi meira. Rauðvínsglas er stærra en hvítvínsglas og einnig eru til sérstök glös fyrir víntegundir hvers héraðs," segir Brynja. Hún segir auk þess að sá siður sé að ryðja sér til rúms hér að fjarlægja vínglös milli rétta þegar boðið er upp á mis- munandi tegundir, sérstaklega í fín- ni veislum, en margir séu hins vegar enn samir við sig og vilji klára úr glösum sínum, að hætti íslend- ingsins. „Ef máltíðin er margréttuð er allt í lagi að skilja brauðdiskinn eftir. Sumir vilja hafa brauð á borðum alla máltíðina og fer þeim reyndar fjölg- andi með vaxandi vínmenningu Islendinga,“ segir Brynja. Loks leggur hún áherslu á að fjöl- breytni sé gætt þegar matseðillinn margvíslegum tilgangi að hennar sögn. Súpuskeiðar eru til í tveimur útgáfum, það er kringlóttar fyrir tærar súpur og mjórri að framan fyrir þær þykkari. Fiskh’éttahnífur er hnífur án bits og fiskigaffall er með sérstöku sniði þar sem bilið mil- li tannanna nær lengra upp í skaftið. „Aðalréttagaffallinn og forrétta- gaffallinn eru eins í útliti nema hvað forréttagaffallinn er minni og þegar haldin eru boð í heimahúsi er allt í lagi að nota eins gaffal með báðum réttum," heldur Brynja áfram. SÍÐASTA verk gestgjafans er að huga að skreytingunni og láta servéttur á borðið. Þrír servéttu- hringir frá Kirsubeijatrénu. „Með aðalrétti á að nota hefðbundinn hníf nema ef boðið er upp á steik en þá þarf að leggja steikarhnífa á borð. Einnig er reglan sú að leggja bæði gaffal og skeið á borð með eftirréttínum hvort sem um ís eða köku er að ræða. Ef ostar eru hafðir í eftirrétt á að setja gaffal og hníf fyrir ofan diskinn,“ segir hún. er undirbúinn og að boðið sé upp á millirétt ef ákveðið er að hafa fjölda rétta á boðstólum. Dæmi um þá venju er að bjóða gestum sorbet milli fisk- og kjötrétta til þess að hressa bragðlaukana við. „Ef fólk er með fisk í forrétt er ekki sniðugt að hafa fisk sem aðal- rétt, nema boðið sé til fiskiveislu, og ekki gott að bjóða upp á forrétt með appelsínukeim á undan appel- slnuönd. Ekki er heldur mælt með því að bera fram tvo þunga rétti í röð.“ Vantar skáparými? Nýja fataskápalínan hjá Innval nýtir rýmið til fulls Þetta er í boði: • Hver skápur sniðinn eftir máli án aukakostnaðar • Sérsniðnir skápar og hurðir að hallandi þaki • Hurðarammar á hjólabraut, fjölbreytt úrval, m.a. gull, silfur og 180 litir • Margvíslegt útlit og speglar • Nýjar hurðir fyrir gamla skápinn Nýja fataskápalínan leysir vandann HAMRABORG 1, SIMI554 4011, 200 KOPAVOGI Þcgar þá wiiH mrnkm þá getum vib hjá Eldverki abstobab. • Reykskynjarar • Gasskynjarar • Slökkvitæki • Brunaslöngur • Eldvarnarteppi • Slökkvitækjaþjónusta • Ráögjöf & þjónusta Eldverk Ný kynslób reykskynjara 10 ára rafhíöbuendlng Eldverk ehf. Ármúla 36, sími 581 2466 Engar áhyggjur af rafhlöbum í áratug! Þegar þú ákveður að kaupa þér amerískt rúm skaltu koma til okkar og prófa hvort þér líkar millistíf, hörð eða mjúk dýna. 65 ára reynsla við dýnuframleiðslu hefur kennt Serta heilmikið um það hvernig dýna verður fullkomin. Serta dýnan sameinar frábœr þœgindi, góðan stuðning og langa endingu. Við eigum Serta dýn- urnar alltaf til á lager og þeim fylgir 14 daga skiptiréttur og allt að 20 ára ábyrgð. Sérþjálfað starfsfólk tekur vel á móti þér og leiðbeinir 'um val á réttu dýnunni. Serta fæst aðeins í Húsgagnahöllinni. HÚSGAGNAHÖLLIN Bildshöfði 20-112 Rvik - S:587 1199

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.