Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 20
20 E SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 IWNAW VEGGJA HEIMILISIMS Linoleum-plastdúkur-teppi-flísar-plast-parket-teppi-parket-linoleum VERK nokkurra þátttakenda í íslandsmeistarakeppni í dúklagningu í fyrra. 1) Gólfdúkur í Aðalvideóleigunni. 2) í eldhúsi við Fagrahjalla. 3)Eldhúsgólf á Amarnesi. 4) Á tannlæknastofu. 5) Gólf í St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Stefnan tekin á lífrænu efnin ENDURREISN linoleum og viðtæk- ari útbreiðsla á parketi eru helstu breytingarnar á íslenskum gólf- efnamarkaði undanfarin ár að sögn Tómasar Waage veggfóðrarameist- ari. Segir Tómas tískusveiflur alls- ráðandi á íslandi og að þróunin hafi verið einhvern veginn þannig: Ifinoleum-plastdúkur-teppi-flísar- plast-parket-teppi-parket-linoleum, í þessar röð. „Teppi hafa verið á hröðu undan- haldi og á undanförnum árum hefur stefnan verið tekin á lífrænu efnin. Þar ber auðvitað hæst linoleum- dúkinn, sem er rúmlega 100 ára gamalt efni,“ segir Tómas. Forsaga hans er sú að seglagerð- armaður nokkur var að reyna að finna upp aðferð tii að vatnsþétta segl á seglskipum og sauð það upp ■*tfr linoleum bætir hann við. „Við það kom út skánarefni sem hægt var að nýta í ýmsa hluti, svo sem sjóhatta og olíukápur. Svo var byrj- að að bæta út í korkmylsnu til fyll- ingar og var þá var komið fyrirtaks gólfefni. Um aldamótin var svo byijað að búa til mjóa linoleum-dregla í ýms- um litum en sagið er sett út i til þess að draga í sig litarefnið því korkurinn gerir það ekki. Þetta var síðan hrært saman, pressað í lengj- ur, hengt upp og látið þorna og var aðalgólfefnið um langt skeið, fyrir utan lökkuð timburgólf og steinflís- ar. Dreglarnir voru notaðir eins og teppi og í mörgum löndum lagði fólk þá eftir miðjum gólfunum, til dæmis Bretlandi þar sem dúknum var rúllað upp og pakkað niður þegar flutt var milli íbúða. Síðar var farið að líma dúkinn niður og lengi vel var hann helstur gólfefna um víða veröld.“ Niðurlægingartímabilið Niðurlægingatímabil gólfefn- anna, líka linoleum-dúksins, hófst sfðan þegar svokölluð undraefni fóru að koma á markað milli 1950- 1960 segir Tómas. „Þá komu á markað ræstiefni sem átu upp fitu. Fólk bónaði dúk- ana til þess að viðhalda fítunni í þeim og bar á þar til gólfið var orðið kolsvart því óhreinindin sett- ust í bónið. Loks komst úr tísku að bóna og fólk átti bara að skrúbba í staðinn," segir Tómas. „Eftir þetta skorpnaði dúkurinn, harðnáði og eyðilagðist og loks þeg- ar pinnahælarnir urðu móðins var engu líkara en skotið hefði verið á gólfin með vélbyssu. Fólk leit því svo á að linoleum-dúkur væri hand- ónýtt efni og sneri sér að plastinu." Þegar plastiðnaðurinn hófst leit fólk svo á að plast ætti að vera allsráðandi og því urðu gólf úr því efni allsráðandi líka, segir Tómas. „Það hafði sína galla líka því plast eltist nokkuð illa hér áður fyrr og hafði tilhneigingu til þess að rýma þannig að samskeyti opnuðust og því voru miklar sveiflur í þessu sitt Sérsmíðaðir rammar á spegla og málverk. Málverka- og myndainnrömmun. Ljósmyndarammar. Málverkalampar. Allt eftirþinni hugmynd! Morgunblaðið/Þorkell TÓMAS Waage sker út mynst- ur í linoleum-dúk. á hvað. Tískan réði öllu, ekki síst hér á Islandi, og breytingar því hraðar, frá linoleum, yfir í plastdúk, þá teppi, svo flísar, yfír í einhveija aðra dúka, þaðan í parket, aftur teppi og loks linoleum-dúka aftur núna,“ segir hann. „Þegar linoleum-dúkurinn hlaut uppreisn æru fyrir nokkrum árum komst í tísku að munstra hann sem leitt hefur til frekari útbreiðslu. í eina tíð var venjan að líma gegn- heilt parket á gólf, sem þurfti að slípa og lakka og var því dýrt en þótti fínna. Þegar samanlímt parket skaut upp kollinum náði það síðan fótfestu aftur og er þá um að ræða parketbút sem límdur er ofan á ódýrari viðartegund. Slíkt parket er miklu ódýrara og einnig er ekki jafnt hljóðbært milli hæða þótt nokkuð glymji í gólfínu." Gegnheilt „ekta“ Tómas segir sveiflur í því milli ára hvaða viðartegund njóti hylli og ráðist það til dæmis af litnum. „Eik- in hefur alltaf verið óskaplega vinsæl en ljósari viður, eins og álmur ýmiss konar, var mjög vinsæll einu sinni. Núna eru eikarefni og merba meira áberandi. Parket-efni eru líka farin að berast frá exótískari löndum, eins og til dæmis Malasíu, og þvi heita tegundimar ýmsum framandi efn- um. Tilhneigingin virðist vera í átt að dekkri tegundum og einnig hefur tíðkast nokkuð að nota gegnheilt parket án þess að lakka það en bera á það olíu í staðinn. Það gefur dýpri og mildari áferð og er ekki jafn plastkennt ásýndar," segir Tómas. Hann segir einnig aðspurður að þeg- ar rætt sé um „ekta“ parket og „óekta" sé verið að vísa til gegn- heils parkets og þess samanlimda. „Mýkt parketsins fer eftir viðar- tegund en gæðamatið er óskaplegur frumskógur. Ef bornar eru saman tvær gerðir af parketi, báðar með eikarspæni, er hann kannski þynnri á annarri sem þolir þá minna álag. Einnig getur lakkið spilað inn í þetta líka og þá er komið yfír í verð- flokka. Það má segja að ódýrara parket þoli ekki jafn mikið og hið sama má í raun segja almennt um allt gólfefni, að verðflokkamir end- urspegli gæðin.“ Tómas segir að korkflísar séu af sama meiði og linoleum-dúkurinn og að þær hafi skotið upp kollinum þegar umræða hófst um vistvæn efni. „Þegar fólk var orðið leitt á teppum og allir þjáðust af rykmaura- ofnæmi gekk mikil kork- og stein- flísabylgja yfir. Tískan var jafnframt með harðara og kaldara yfírbragði því jafnframt var horfið úr plastinu Allt fyrir GLUGGANN Úrval, gæði, þjónusta. ✓ Trérimlagluggatjöld smíðuð eftir máli. ✓ Margar viðartegundir. ✓ Einnig 50 mm álrimlagluggatjöld. ✓ Mikið úrval lita. pteabæF Síðumúia 32 • Reykjavík • Sími: 553-1870 / 568-8770 Tjarnargötu 17 • Keflavík* Sími: 421-2061 Glerárgötu 34 • Akureyri • Sími: 462-6685 - kjarni málsins! yfír í álið. Seinna náði mýktin yfír- höndinni með linoleum og parketi og jafnframt fór að bera á hlýrri litum.“ Hann segir jafnframt að þegar „steinflísafárið" var gengið yfír hafi fólk áttað sig á einum ókösti. „Fúg- umar em í eðli sínu gróft efni sem gleypir í sig vatn og ef vatnið er óhreint sígur það niður og svo þegar það gufar upp verða óhreinindin eftir. Því tíðkast það nú að klæða herbergi, sem áður vom höfuðvígi flísanna, eins og til dæmis baðher- bergi, með gegnheilum vínil-dúkum sem soðnir em saman í einn vatns- heldan poka.“ Orari þróun hér Þá segir Tómas að þróun í gólf- efnaviðskiptum og í byggingariðn- aði að mörgu leyti, sé miklu hrað- ari hér en á meginlandinu. „Það er ekki síst vegna þess að handverk hér er á mun hærra plani en ann- ars staðar þar sem gólfefni er víða lagt á byggingarstigi og síðan ekki söguna meir.“ Þá tíðkast nú að blanda saman ólíkum gólfefnum og deila gólfflet- inum niður með flísum, parketi og teppum. „Þetta er ákaflega fallegt og algengt í heimahúsi þar sem fólk er með færri veggi og opið rými.“ Loks segir Tómas að fyrir 40 árum hafi viðhorf handverksmanna til viðskiptavina sinna verið annað en í dag. „Meistarinn minn gamli sagði við mig: „Þú verður að athuga að það er trúnaðarstarf að vinna inni á heimili fólks. Þú ert með aleigu þess og umhverfi í höndunum og átt því að sýna því virðingu. Með þessum hugsunarhætti fór maður inn í húsin. Núna aftur á móti snýst allt um hver býður best og lægst og þetta samband hefur því glatast." Úfihurðir gluggar Bíldshöföa 18 s: 5678-100, fax: 567 9080 Vélavinnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. C 4; 4 C < < i I c i i C i i i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.