Morgunblaðið - 27.10.1996, Page 22

Morgunblaðið - 27.10.1996, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ 22 E SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 Glœsileg hnífapör SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12* Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - ’lHt i haðherbergið 5% stgr. afsl. af hreinlætistækjum 10% stgr. afsl. af flísum Smiðjuvegi 4a, græn gata, Kópavogi, sími 587 1885. STO.KKE 5 ára ábyrgð Sama verð og annars staðar á Norðurlöndum Kr. 10.970 Faxa,eni 7 s- 568 7733 *______________________ "Stokke tripp trapp Stóllinn sem vex með barninu INIMAN VEGGJA HEIMILISINS Morgunblaðið/Jón Sigurðsson GUÐMUNDUR Sigurðsson og Gróa Einarsdóttir keyptu hús á Blönduósi um áramótin. GRÓA og Mummi stækkuðu húsið um 20 m2 í sum- ar og ætla að ljúka framkvæmdum um jól. GUÐMUNDUR stendur við gluggann, þar sem eitt sinn var útihurð. „ÞAÐ var eiginlega um ára- mótin sem við tókum ákvörðun um að kaupa eigið húsnæði á Blönduósi og staðsetning húss- ins réð algjörlega valinu," segja þau hjónin Guðmundur R. Sigurðsson og Gróa María Einarsdóttir, íbúar á Árbraut 3 á Blönduósi. Þau fluttu á Blönduós fyrir rúmu ári frá Reykjavík og starfa bæði í versluninni Vísi. Húsið sem þau keyptu er 84 fermetr- ar að stærð með bílskúr, hlaðið árið 1951 og staðsett á austurbakka jök- ulárinnar Blöndu. Gróa María er fædd og uppalin á „austurbakkan- um“ og vill hvergi annars staðar búa. Guðmundur, eða Mummi eins og hann er kallaður, er ekki ókunn- ugur Húnaþingi því hann var fjöl- mörg sumur í sveit í Refasveitinni. Staðsetningin réði öllu Eins og fyrr greinir réð staðsetn- ing hússins vali þeirra hjóna en ekki húsið sjálft. Þau sögðu að her- bergjaskipan hefði ekki verið eins og þau hefðu kosið, því ákváðu þau að ráðast í gagngerar breytingar. Frá því að gengið var frá kaupunum var unnið á kvöldin og -um helgar við að færa húsið í það horf sem þau hugsuðu sér. Brotnir voru niður veggir, fjögur herbergi urðu að þremur, og bað, svefnherbergi og Að velja sér bæjarlæk SÁL hússins er þar sem Þorvaldur Ásgeirsson málaði á vegginn. stofa stækkuðu. Skipt var um allar vatnslagnir í húsinu svo og raf- magnslagnir og parket sett á gólf. Þessar breytingar tóku tvo mánuði og.um páskana var flutt inn. Í sumar byggðu þau síðan 20 fer- metra við stofuna og er fyrirhugað að þeim framkvæmdum ljúki um jól. Þau Mummi og Gróa hafa að mestu unnið að þessu sjálf og kom það sér vel að húsbóndinn er húsasmiður að mennt. Eldhúsið var nánast það eina í húsinu sem slapp við breytingar en fyrri eigandi var nýbúinn að setja þar upp nýja innréttingu. í eldhúsinu reka menn strax augun í málverk sem er málað á suðurvegg- inn. Þau Gróa og Mummi eru sam- mála um það að þessi mynd sem Þorvaldur Ásgeirsson, Tolli, málaði beint á vegginn, sá hinn sami og byggði húsið og bjó þar fyrstur, sé þungamiðja hússins, sál þess. Meðan þau komi til með að búa þarna verði ekki hreyft við málverkinu „og svo er ágætis dægrastytting að telja kríurnar á myndinni", sagði Gróa. Kaldavatnsinntak fannst ekki Ekki segja þau hjón að veruleg vandamál hafa komið upp við end- urbæturnar utan það að þau fundu aldrei kaldavatnsinntakið í húsið þrátt fyrir mikla leit og niðurstaðan var sú að leggja varð nýja lögn að húsinu. Mummi sagði að þegar við- byggingin var tengd gamla húsinu hafi komið í ljós að einangrun í þaki og veggjum hefði m.a verið tómir sementspokar og ijöldi eintaka af tímaritinu Sönnum sögum. „Helsti gallinn við svona einangrun var sá að maður freistaðist stundum til að kíkja í tímaritin og dró það nokkuð úr vinnuafköstum," sagði Guðmund- ur kíminn. Af framansögðu er ljóst að enn eru til einstaklingar sem kjósa að íjárfesta í íbúðarhúsnæði á lands- byggðinni og eyða töluverðum tíma og fjármunum í að framtíðarheimilið sé á þeim stað sem hugur stendur til. Blanda heillar og þau Guðmundur og Gróa hafa valið sér bæjarlækinn. Morgunblaðið/Stefán Ólafsson HUSGOGNIN á Júllatúni 1 eru sambland af gömlu og nýju. Aldargamli skápurinn stendur í horninu. Lísa og Óðinn sitja í tréstig- anum, miðdepli hússins. IÓÐINN Eymundsson og Elísa- Ibet Jóhannesdóttir búa í I tveggja hæða raðhúsi á Júllat- lúni 1, Höfn. Út um gluggann | blasir við Hornaljörðurinn með feyjum, sundum og fjölskrúð- ‘ ugu fuglalífi. í fjarska gnæflr Vatnajökull í öllu sínu veldi. Er ekki laust við að þeir, sem búa þarna á sjávarbakkanum, séu öfundaðir af þessu einstaka útsýni. Ekki spillti gosmökkurinn, sem gnæfði yfir jökulinn, þegar vel kraumaði undir. Þetta útsýni heillar svo föður Lísu að hann vill helst klippa þaðút og hafa það með sér í Kópavoginn. Sér hann þó Snæfell- sjökul í fjarska. Þau Óðinn og Lísa fluttu inn árið 1991 en húsið keyptu þau tilbúið undir tréverk. Innréttingar og frá- gangur voru því að mestu eftir þeirra höfði. Þarna er öllu haganlega fyrir komið og engu ofaukið. Gólf eru ýmis lögð parketi eða flísum, engin gólfteppi til að safna í sig ryki. Mið- depill hússins er smekklegur tréstigi sem fangar augað um leið og inn er komið. Húsgögnin eru skemmtileg blanda af gömlu og nýju. Þar á með- al skápur, um 100 ára gamall, kom- inn frá langömmu og langafa Lísu. (Þvotta)rulla gegnir hlutverki blómahillu. Þegar spurt er hvort nátt- Landslagsmyndir fyrir utan gluggann ENGAR landslagsmyndir hanga á veggjum í húsi Óðins og Lísu enda er nóg af þeim fyrir utan. úrufegurðin, sem blasir við þeim, hafi einhver áhrif á val listaverka svara þau neitandi. Spurning hvort tilviljun ræður því að engar lands- lagsmyndir sjást á veggjum. Útsýni yfir fjörðinn skilyrði Þegar rætt er við þau hjónin er Ijóst að það var ekki húsið sjálft sem réð úrslitum um kaup heldur stað- setningin. Óðinn er innfæddur Horn- firðingur og kom aldrei annað til greina en að hafa útsýni yfir flörðinn þegar íjárfest yrði í íbúð. Þegar hon- um var bent á að kaupa þetta hús fylltist hann efasemdum í fyrstu. Öttaðist að særok yrði til baga. Ótti sá reyndist hins vegar ástæðulaus því sjávarseltan er síst meiri þarna en víða í bænum. Því bera vitni rós- ir og annar viðkvæmur gróður sem þrífst vel frammi á sjávarbakkanum. Lífið á Júllatúni 1 snýst því að verulegu leyti um fjörðinn. Lísa og Óðinn segjast alltaf gá til veðurs á hverjum degi með því að líta út í Ijörð, þá fyrst viti þau hvernig viðr- ar. Þar sem Óðinn ólst upp við að leita fanga úti í firði er það sjálfsagð- ur draumur að eignast góðan fjarðar- bát. Bátaskýli á lóðamörkum og braut fyrir bátinn eru einnig á óska- listanum. Reyndar eiga þau indíána- bát (kanó) en hann er ekki hentugur til silungs- og svartfuglsveiða. Þó hafa þau siglt töluvert á honum um íjörðinn og nálægar ár. Eina ferðina hóf hann á lóni inn við Hoffellsjökul og endaði hana við túnfótinn heima. Það er ljóst að þeim Óðni og Lísu líður vel á sjávarbakkanum enda segjast þau ekki hafa áhuga á að flytja eða eins og Óðinn segir: „Hérna ætla ég að verða gamall rnaður."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.