Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 23
u MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR27.0KTÓBER1996 E 23 INNAN VEGGJA HEIMILISINS Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir EKKI er ósennilegt að húsið við Kirkjustíg 9 hafi verið reist í kringum aldamótin. Var það keypt árið 1979 og gert upp eins og myndirnar sýna. ELDHÚSIÐ var hannað í samráði við Konráð Baldvinsson byggingameistara. Gamalt en ber aldurinn vel EINBÝLISHÚSIÐ að Kirkju- ^tíg 9 á Siglufirði er vissulega gamalt, en það ber aldurinn einkar vel og virðuleikinn hef- ur síður en svo dalað enda hefur húsið verið í höndum natinna og umhyggjusamra eigenda, hjónanna Hermanns Jónassonar og Ingibjargar Halldórsdóttur, en þau hafa undanfarin 18 ár verið að taka húsið í gegn, lið fyrir lið. Húsráðendurnir Hermann og Ingibjörg hafa reynt að graf- ast fyrir um byggingarár hússins en sú eftir- grennslan hefur ekki borið árangur. Þau eiga hins vegar í fórum sínum lóða- leigusamning á dönsku, sem gerður var árið 1910, og hefur þeim verið tjáð og slíkir lóðaleigu- samningar hafi yfír- leitt verið gerðir nokkuð seinna en húsin voru byggð, jafnvel nokkrum árum síðar svo 'ekki er ósennilegt að hús- ið hafí verið reist í kringum aldamótin. Húsið að Kirkju- stíg 9 er einingar- hús, flutt inn frá Svíþjóð af John Vedin, sænskum síldarspekúlant. Hann lét setja húsið saman og bjó í því um nokkurra ára skeið. Núver- andi eigendur eignuðust það síðan í desember 1979, keyptu það af Jón- asi Halldórssyni, betur þekktum sem Jónasi rakara. Rigndi inn í mánuð Húsið var keypt með það í huga að gera það allt upp og vitað að kostnaðurinn yrði mikill, þar sem ætlunin var að breyta allri herbergja- skipan og taka húsið allt í gegn jafnt utan dyra sem innan. Árið 1982 var hafíst handa við fyrstu framkvæmd- irnar en það var að gera nýtt eld- hús. Eldhúsið var hannað í samráði við Konráð Baldvinsson, bygginga- meistara. Var þetta eina verkið sem þau Hermann og Ingibjörg studdust við faglega ráðgjöf því annað hafa þau spilað af fingrum fram eftir eig- in hugmyndaflugi. Tveimur árum síðar var efsta hæðin tekin í gegn. Þar voru útbúin þrjú svefnherbergi, hol og baðher- bergi. Kvistgluggar, prýða öll svefn- herbergin sem eru undir súð. Árið 1985 var síðan ráðist í end- urbyggingar utanhúss. Þá var húsið BITAR voru í öllum loft- um og hafa þeir fengið að halda sér. klætt að utan, byggð forstofa við norðurhlið hússins og opnað út úr stofu á miðhæð út á svalir. Ingibjörg á bágt með að bæla hláturinn niðri í sér er hún rifjar upp að sjaldan eða aldrei hafi það verið eins ofarlega í huga þeirra og þá að gefast hrein- lega upp á þessu öllu saman, því það passaði, að daginn sem rifið var utan af húsinu og af þakinu, byrjaði að rigna og rigndi" stanslaust í heilan mánuð, svo stöðugt míglak inn í húsið og heldur ókræsilegt var að búa í því og auðvitað að vinna við það við þessar að- stæður. Stofan, sem er á miðhæð hússins ásamt eldhúsi holi og forstofu, var síðan gerð upp árið 1986. Kjallarinn hafði aldrei verið notaður og var hann hvorki einangraður né klæddur. Árið 1989 var lagt í ný gólf í honum og veggirnir einangraðir og klæddir. Opnað var frá miðhæð og hring- stigi settur milli hæða í framhaldi af hringstiga sem ligg- ur upp á svefnloftið. í kjallaranum er nú baðherbergi, þvotta- Amerískir sófar d óviðjafnanlegu verði HÚSGAGNALAGERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata)-Kópavogi-simi 564 1475 Opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-14. ...blaoib - kjarni málslns! Toppurinn í eldunartækjum Blomberq hús og rúmgott sjónvarpshol. Anægð með útkomuna í öllum loftum voru bitar og hafa þeir fengið að halda sér og segja má að þeir seti sterkan heildarsvip á húsið ásamt beyki-parketi sem prýðir öll gólf. Ingibjörg segir Ólaf Kárason hafa verið þeirra hirðsmið, því hann hefur annast alla smíðavinnu sem þau hafa þurft á að halda. Ferlið frá því þau Ingibjörg og Hermann keyptu húsið og hófu að gera það upp hefur spannað 18 ár. Þau segjast vera mjög ánægð með útkomuna enda hafi allt sem þau hafi gert verið gert þannig að það sé sígilt. „Við höfum haldið húsinu í gamaldags klassískum stíl." Þau segjast bæði hafa áhuga á gömlum munum og því lagt sig fram við að verða sér úti um gamla fal- lega muni og húsgögn sem passa vel inn í húsið. Þau eru jafnframt sam- mála um að þau myndu ekki vilja standa í þessu aftur en sjá samt ekki eftir neinu. Nú eru þau komin með þau híbýli sem þau eru sátt við og líður vel í og má segja að þessi uppbygging 511 hafi verið sameigin- legt áhugamál. mmmmmmmmK^Ct *4^*^m>4^4^Z-* Blombepg Excellent fynir þá sem vilje eðeins þeö bests! OFNAR: "15 gerðir í hvítu, svörtu, stéli eöa spegilálfenö, fjölkerfa eöa Al-kerfa með Pyrolyse eöa Katalyse hreinsikerfum. HELLUBORB: 1B gerðir, meö háhitahellum eöa hinum byltingankenndu, nýju Spansuðuhellum, sem nota segulonku til eldunar. Ný frábær hönnun á ótrúlega góðu verði. Biombem Hefur réttu lausnina fyrir þig! *f* fffl Einar Farestvert & Co. hf. Bofgartúni 28 - Slmi 562 2901 og 562 2900 SPARIÐ ALLT AÐ 50% OG SETJIÐ SAMAN SJÁLF 'jörninn býður upp á gott og fjölbreytt úrval efniviðar til smíði á eldhús- og baðinnréttingum og fataskápum. Fagmenn okkar sníða efnið eftir þínum þörfum. Þú setur innréttinguna saman sjálf(ur) og sparar þannig peninga. Gerðu verðsamanburð. — Það borgar sig. Eldhúsinnréttingar. Baðherbergisinnréttingar^ Fataskápar. BJORNINN BORGARTUNI28 S. 562 1566 ¦nwt trétwdí ÓHMfckásg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.