Morgunblaðið - 27.10.1996, Page 24

Morgunblaðið - 27.10.1996, Page 24
24 E SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ INNAN VEGGJA HEIMILISINS Hreiðurgerð og rómantík „MIG dreymir um að gera upp svona gamalt, lúið hús,“ sagði ég upp úr eins manns hljóði og starði eins og dáleidd á sjónvarpsskjáinn. Ég missti þetta eigin- lega út úr mér, hugsaði óvart upphátt «tt andartak. En viðbrögðin létu ekki á sér standa. Áður en ég vissi af var ég farin að verja þennan draum minn með kjafti og klóm. Tilefnið hafði verið aug- lýsing í sjónvarpinu ... ósköp notaleg auglýsing þar sem ung hjón voru að hreiðra um sig - mála, laga, breyta og bæta. Það voru þessi huggulegheit sem höfðu hreyft við einhverju innra með mér og ég sagði bara rétt si svona að mig langaði til að gera upp gamalt hús. Vinafólk okkar var í heimsókn hjá okkur og það var engu líkara en ég hefði mis- ^foðið þeim gersamlega með þessu muldri mínu. „Þú ert náttúrulega að grínast,“ sögðu þau og brostu kurteislega að þess- um misheppnaða brandara. Sennilega hafa þau séð það á svip mínum að ég var ekki að reyna að vera fyndin því smám saman stirðnaði brosið á andlitum þeirra og nú spurðu þau í stað þess að staðhæfa; „Þú ert að grínast, er það ekki?“ Hefði ég vitað hvað beið mín þá hefði ég líka haft vit á því að hlæja bara dátt... og þar með hefði málið trúlega verið úr sögunni. En ég gerði mér sem sagt enga grein fyrir því hvað í vændum var og svaraði því ósköp heiðarlega: „Nei, alls ekki. Ég hugsa að ég hefði rosalega gaman af því.“ Þau horfðu fyrst hvort á annað en litu síðan á mig með meðaumkvun. „Þér er varla við bjargandi," tilkynntu þau svo. „Sjáðu til, það er fínt að vera veikur fyrir rómantík, kertaljósi og blúndum - en það er alvarlegt þegar fólk missir allt veruleikaskyn." Ég horfði á þau í forundran; sá ekki samhengið. „Þú horfir á fólk í auglýs- ingu, vel til haft og úthvílt. Það stendur í kertaljósabirtu og málar veggina sína milli þess sem það blikkar hvort annað og blæs fingurkossa í gegnum rökkrið. Það bregður jafnvel á leik, fer í svolítinn vatnsslag, hlær og skemmtir sér konung- lega. Þetta eru góðar auglýsingar, það vantar ékki,“ sögðu þau, „en raunveru- leikinn er bara allt annað mál,“ bættu þau við með svo róandi raddblæ að ég fór að velta því fyrir mér hvort þau héldu í alvöru að rómantík væri einhver sér- kennilegur sjúkdómur. „í fyrsta lagi eru rússneskar ljósaper- ur eina lýsingin sem dugar þegar maður málar, og í þeirru birtulítur enginn vel út,“ héldu þau áfram. „I öðru lagi er fólk sem stendur í húsbyggingum eða breytingum ekki geislandi af lífsgleði, það er venjulega stjarft af svefnleysi og streitu. Það hlær lítið, nema ef vera skyldi þegar það er við það að missa vitið. Það blæs fáa fingurkossa en hvæs- ir þeim mun meira hvert á annað,“ sögðu þau eins og þetta væri eitt af náttúrulög- málunum sem ég yrði að læra fvrr en síðar. „Og síðast en ekki síst, þá höfum við séð þig mála ...“ Nú var ég komin að því að móðgast verulega. „Þú málaðir einn ofn, ef við munum rétt,“ sögðu þau og það sauð á mér. „En ef þú ert alveg heiðarleg við sjálfa þig þá hlýturðu að muna eftir því líka... að gólfið var grænt, en hárið á þér bleikt... í heilan mánuð. Hvaðan bleiki liturinn kom veit enginn, enn þann dag í dag,“ sögðu þau um leið og þau teygðu sig í kaffibollana. Ég ákvað að vera ekki með nein leið- indi að svo komnu máli en hét því að kynna mér málið tala við fólk sem hefði reynslu, í von um að það væri víst róman- tískt að búa sér til hreiður saman. iaa NÝJA gamla hús Þorgríms og Guðbjargar .. Morgunbiaðið/Keii FYRSTA húsið sem Þorgrímur og Guðbjörg við Sólvallagötu. GUÐBJORG Arnadóttir og Þorgrímur Gestsson. gerðu upp er við Framnesveg. \ I t : | ; § * ' f - í I 5 I J f i i ; i ' i í | ! I I I i Draumurinn um gamla húsið í Vesturbænum AÐ ERU ekki margir sem hafa gert upp gamalt hús hvað eftir annað. En vestur í bæ hafa hjónin Guðbjörg Ámadóttir og Þorgrímur Gestsson hreiðrað um sig í gömlu húsi... tvisvar sinnum. „Já, það hefur mörgum fundist þetta dá- lítið merkilegt," sagði Þorgrímur þegar við furðuðum okkur á þessari framkvæmdagleði, „en staðreyndin er sú að við höfum haft mjög gaman af þessu," viðurkenndi hann, rétt eins og hann væri að játa á sig eitt- hvert glæpsamlegt athæfi. Síðan var eins og honum fyndist hann verða að lofa bót og betrun því hann bætti við; „En, nú erum við hætt, við erum búin með okkar kvóta.“ T^éllum fyrir Framnesveginum Fyrra húsið sem þau hjónin dubb- uðu upp og dekruðu við stendur við Framnesveg númer 36. „Við kolféll- um alveg fyrir því húsi,“ sagði Þor- grímur og það leyndi sér ekki að honum er enn hlýtt til hússins þó svo að nýir herrar ráði nú þar ríkjum. „Ástæðan fyrir því að við keyptum það var einfaldlega sú að okkur þótti það fallegt í laginu og hafði lengi langað í gamalt hús í Vesturbænum. Upphaflega fluttum við hinsvegar í Vesturbæinn til að dóttir okkar kæm- ist í Vesturbæjarskólann. sagði hann. „Fyrstu kvöldin sátum við Guð- björg langt fram eftir og veltum því fyrir okkur hvernig við vildum hafa þetta. Einn daginn hrukkum við svo í gang. Ég ákvað að athuga hvað væri á bak við veggfóðrið í stof- unni... rífa bara pínulítið, og viti menn, þar leyndist gullfallegur pan- ell. Það þarf varla að taka það fram að áður en við vissum af var vegg- fóðrið komið út í tunnu eins og það lagði sig fyrir utan nokkrar heillegar síður úr Isafold," rifjaði Þorgrímur upp. „Síðan hafa þessar síður frá árinu 1913 hangið innrammaðar uppi á vegg hjá okkur,“ bætti hann við. „Við vorum heppin með það hve lítið var búið að skemma í húsinu," hélt hann áfram, „húsið var að mestu leyti upprunalegt - gömlu tréhúnarn- ir voru á hurðunum og sem betur fer höfðu ekki verið gerðar neinar til- raunir tii að gera það nútímalegra, eins og sagt er,“ sagði Þorgrímur þakklátur. Eitt skref í einu En féllust þeim aldrei hendur - voru þau aldrei komin að því að gef- ast upp? „Nei,“ svaraði húsbóndinn án þess að hika. „Við tókum þetta í tömum, eitt herbergi í einu,“ úskýrði hann. „Þá var allt á hvolfí í þvi herbergi í tvo mánuði eða svo, en við reyndum að halda hinu fínu á meðan. Ég held að þetta sé galdur- inn,“ sagði hann eftir andartaks umhugsun. „Ef maður tekur eitt herbergi fyrir í einu þá getur maður jafnað sig á milli tarna, fjárhags- lega, andlega og líkamlega. Það kem- ur í veg fyrir að maður fái sig fullsaddan," fuliyrti hann. Aðspurður kvað Þorgrímur þau hjónin hafa tekið jafnan þátt í öllum þessum framkvæmdum. .jÞetta var fyrirtaks verkaskipting. Ég sá um það sem var erfiðast og skítugast en Guðbjörg á heiðurinn af öllum flísalögnum á heimilinu. Það hefur líka alfarið komið í hennar hlut að snyrta og snurfusa, gera allt fínt,“ sagði hann, stoltur af sinni konu, sem var íjarri góðu gamni meðan á þessu spjalli okkar stóð. „Svo má ekki gleyma því,“ hélt hann áfram, „að við höfðum ótak- markaðan aðgang að handlögnum vinum og ættingjum og það gerði gæfumuninn. Við vorum líka mjög heppin með iðnaðarmenn, sem urðu seinna góðir vinir mínir. Þetta er að sjálfsögðu ómetanlegt," fullyrti hann. Nýja húsið heltók huga okkar En er það ekkert sársaukafullt að selja hús sem maður hefur lagt svona mikia vinnu og vangaveltur í? „Jú, svolítið," viðurkenndi Þorgrímur. „Ólína Þorvarðardóttir og Sigurður Pétursson keyptu húsið á Framnes- veginum og fyrsta sumarið kíkti ég oft í garðinn til Ólínu. Nokkrum sinn- 0 Ú11 < IU x' ÍJI á sjónvarpsskápum frá Snúningsplata, hjól og læsing. Verð kr. §8.160 stgr. Opið laugardag kl. 10.00-16.00 og sunnudag kl. 12.00-16.00 (JVlelodjC ◄ Verð frá kr. v i stgr. Gerö L D H Rétt verö Kynningarverð 998 165 60 72 59.100 49.680 8880 80 59 65 30.770 25.850 780 80 60 65 27.360 22.980 800 80 60 64 22.870 19.250 72 70 59 65 16.220 13.620 566 60 49 59 12.300 10.320 Borgartúni 29, símar 552 7095 og 562 7474, fax 562 2340 um mætti ég meira að segja með klippumar og klippti runnana „mína“ svo þú sérð að ég átti dálítið þágt með að slíta mig frá húsinu. En Ólína sýndi mér mikinn skilning og tók þessu ljúfmannlega," sagði hann og hló að sjálfum sér. „Nýja húsið við Sólvallagötuna heltók huga manns smám saman og fyrr en varði var maður farinn að hamast þar,“ bætti hann við. En hvaða áhrif hafði þetta á hjónaband- ið - hvein aldrei í þegar velja átti liti, flísar eða gólfefni? „Nei, það hefur aldrei kastast í kekki milli okkar út af svoleiðis hlutum," sagði Þorgrímur. „Við höfum svo ótrúlega svipaðan smekk. Við höfðum meira að segja bæði smekk fyrir því að hafa eldhúsið hér á Sólvallagötunni eldrautt að lit,“ benti hann á máli sínu til sönnunar. Eitt hús enn...? „Var ekki dálítið rómantískt að vinna svona saman að hreiðurgerð- inni?“ spurðum við varfærnislega. „Blöðrumar, siggið og skítagallinn áttu voðalega lítið skylt við róman- tík,“ svaraði Þorgrímur. Sennilega hefur hann skynjað vonbrigði okkar því hann flýtti sér að bæta við; „En auðvitað var það þessi rómantíski draumur um gamla húsið í Vestur- bænum sem dreif okkur áfram, það er engin spuming. Ég sakna stund- um þessarar útrásar sem maður fékk þegar maður var að hamast svona en þá fer maður bara í garðinn - umbyltir honum svona tvisvar á ári, eða svo,“ sagði hann. Fjarræna blikið í augum hans varð til þess að við voguðum okkur að spyrja hann ... bara til öryggis. „Ertu viss um að þið séuð alveg hætt... ekki eitt hús enn?“ Hann hik- aði eitt augnablik, hristi svo höfuðið eins og til að bægja hugmyndinni frá og svaraði ákveðinn í bragði: „Nei, það er nóg komið. Nú er mesta basl- ið að baki og kominn tími til að njóta þess,“ sagði hann. Þegar hér var komið sögu kom Guðbjörg heim og hún var greinilega sama sinnis og bóndinn. „Við höfum ekki í hyggju að fara héðan,“ sagði hún nokkuð sannfærandi. Við stóðumst ekki mátið og spurðum - einu sinni enn - um leið og ljósmyndarinn smellti af: „Eruð þið alveg viss ...?“ iaa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.