Morgunblaðið - 27.10.1996, Side 25

Morgunblaðið - 27.10.1996, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ INNAN VEGGJA HEIMILISINS SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 E 25 Það er tómt brj ál æði að byggj a Morgunblaðið/Golli ANNA Sigríður og Björn með augasteininn sinn, barnabarnið Björn Snæ. YRIRGEFÐU, hvað mein- arðu?“ spurði hún og röddin var allt að því ógnvekjandi. Ég leit í aðra átt, ræskti mig lítið eitt og endurtók svo spurninguna; „Var ekki svolítil rómantík í því fólgin að byggja sitt eigið hús... búa til sitt eigið hreiður?" Löng þögn. Þegar ég þorði ioks að líta á hana aftur skutu augu Önnu Sigríðar Árnadóttur bókstaflega gneistum. í leit að einhvers konar liðveislu leit ég á Björn Helgason, bónda hennar sem sat og glotti góðlátlega að þessari uppákomu. „Nei, það er sko engin rómantík í því fólgin, það get ég sagt þér,“ svaraði hún svo og lagði áherslu á hvert orð. Trúlega hefur hún séð að ég hélt dauðahaldi í draum- kenndu sýnina um turtildúfur í hreiðurgerð því hún bætti við um leið og hún hellti kaffitári í bollann minn: „Martröð er lýsing sem á mun betur við.“ Kjagaði um með kústinn En hvað fékk þessi hjón þá til að fjárfesta í fokheldu raðhúsi? „Við komum heim árið 1973 frá Danmörku, þar sem við höfðum bæði verið við nám,“ útskýrði Björn. „Þá var dóttir okkar sex ára og fjölskyldan þurfti þak yfir höfuðið. Við skoðuðum ótal íbúðir; pínulitlar holur hér og þar, sem allar voru samt of dýrar,“ sagði hann. „Við vorum í rauninni bláfátæk,“ bætti hann við. „Svo rak frúin augun í auglýsingu um þetta líka forláta, fokhelda raðhús," sagði Björn og brosti. Anna Sigríður hristi höfuðið eins og hún væri enn að furða sig á þessari bijálsemi. „Þetta hús var í rauninni það eina, sem við höfðum efni á,“ sagði hún. „Þetta var talsvert ódýrara en tveggja herbergja íbúð ... og það var það sem réði úrslitum," rök- studdi hún. „Við keyptum húsið 1974 og í heilt ár var Björn að vinna í húsinu öll kvöld og allar helgar,“ rifjaði hún upp. „Ég var orðin ófrísk svo síðustu mánuðina gerði ég lítið annað en að kjaga hér um með kústinn. En Björn hamaðist áfram og í ágúst 1975 fluttum við inn með tveggja mánaða gamlan son okkar. Þá voru tvö herbergi tilbúin, steinsteypa á gólfunum og allsstað- ar ryk,“ sagði Anna Sigríður. Hágrét í nóttinni „Þú varst heldur ekkert sérlega hamingjusöm fyrstu nóttina í nýja húsinu," sagði Björn og horfði stríðnislega á eiginkonuna. „Nei, það var ég ekki,“ viðurkenndi hún. „Um nóttina fór ég fram í eldhús til að ná í vatn í pela handa ný- fæddu barninu, skrúfa frá kranan- um og held þá bara á blöndunar- tækjunum í höndunum. Þá var allt ótengt og ekkert vatn að fá. Þetta var dropinn sem fyllti mælinn ... ef svo má að orði komast,“ sagði hún. „Ég stóð þarna á miðju eldhúsgólf- VYy Kringlunni 8-12 •Sími 568 9066 - Parfmtm fjöpna - inu, með blöndunartækin í fanginu og hágrét. Björn kom hlaupandi fram, alveg skelfingu lostin og spurði hvað væri eiginlega að. Milli ekkasoganna sagði ég honum að ég yrði að fá vatn handa barninu. Hann sagði að það væri nú ekki mikið mál, það væri búið að tengja vatnið inni í þvottahúsi," rifjaði hún upp. „Þetta var óttalegt basl,“ bætti hún svo við og leit á Björn sem brosti bara að endurminningunni um konuna með blöndunartækin sem grét svo sárt í nóttinni. Með annarri konu... Svipurinn á Birni sagði okkur að honum hefði ekki fundist þetta eins hræðilegt og Önnu Sigríði. „Gætir þú hugsað þér að byggja aftur?“ spurðum við ósköp varfærnislega. Björn leit hálf-afsakandi á Önnu sína áður en hann svaraði; „Já, ég gæti alveg hugsað mér það.“ Við- brögðin létu heldur ekki á sér standa. Hún horfði á hann eins og hann hlyti að vera með háan hita en sagði svo ósköp hlýlega; „Það verður þá með annarri konu en mér, elskan mín. Ég myndi aldrei í lífinu endurtaka þennan leik.“ Tónninn sagði allt sem segja þurfti; Þetta var útrætt mál. Þá hefði ég getað gargað En hvernig gekk hjónunum að komast að samkomulagi um inn- réttingar og gólfefni, hvæstu þau aldrei hvort á annað? „Nei, aldrei," sögðu þau bæði í einu. „Sko, þetta höfðaði aldrei til mín,“ útskýrði Anna, „svo ég lét Bjöm bara um þetta. Ég skipti mér bókstaflega aldrei af neinu sem þessu viðkom,“ sagði hún. „Ég vil hafa snyrtilegt og fallegt í kringum mig en mér er það algjörlega hulin ráðgáta hvernig fólk nennir að fara búð úr búð til að horfa á einhveijar höld- ur,“ hélt hún áfram. „Sumar konur geta endalaust verið að breyta og bæta, skipta um flísar, gluggatjöld og innréttingar. Ég dáist að því hvernig þær nenna þessu,“ sagði hún, „en ég virðist vera gersamlega laus við þessa áráttu. Björn smíðaði meira og minna allar innréttingar í húsið okkar og ég skipti mér aldrei af því hvemig þær ættu að líta út,“ fullyrti hún. Hér stóðst Björn ekki mátið. „Þú hafðir nú eitt og annað við innrétt- inguna í þvottahúsinu að athuga,? sagði hann vingjarnlega. „Já, þá mér fannst fullkomnunaráráttan gengin út í öfgar," viðurkenndi hún og fórnaði höndum. „Innréttingin er sérsmíðuð og sérbæsuð. í fleiri vikur dundaði hann sér við að koma henni upp, snyrta og snurfusa með- an það vantaði allt hérna frammi. Þvottahúsið var fullkomið en stofan steinsteýpa og ryk. Þá hefði ég stundum getað argað á hann,“ bætti hún við í trúnaðartón. Flaggað fyrir lífstíð < „Hann hefur alltaf verið svona vandvirkur. Allt sem hann kemur nálægt er hundrað prósent, annað er fúsk,“ útskýrði hún. „Það voru til dæmis ekki litlar tilfæringar hér á hlaðinu þegar bóndinn setti upp flaggstöngina sem við fengum í fimmtugs-afmælisgjöf. Hún var að sjálfsögðu steypt niður með heilu hlassi af steinsteypu og eitt er al- veg á hreinu ... hún mun standa á sínum stað ... á hveiju svo sem annars dynur,“ sagði Anna Sigríður og klappaði Birni bónda sínum á kinnina. iaa .ersonutrygging " - f ^ \ erðatrygging Fjölskylduvernd felur í sér fjölmargar tryggingar Fjölskylduvernd er safn trygginga sem henta vel fjölskyldum og heimilum. Fjöískylduvemd innifelur t.d. heimilisvernd, húsvernd, ökutækjatryggingu, brunatryggingu húseigna, slysatryggingar, sjúkratryggingar og Víðtœk vernd líftryggingar. Fjölskylduverad veitir verulegan afslátt, sem eykst með fjölda trygginga. Vaxandi afsláttur Fjölskylduvémd tryggir hagræði ogómældan sparnað. ysysys, Greiðsludreifing Fjölskylduvemd býður greiðsludreifingu iðgjalda. Fjölskylduvernd felur í sér mikinn sveigjanleika til að sníða tryggingarnar að þörfum hvers og eins. Starfsfólk okkar veitir ráðgjöf um samsetningu Ráðgjöf þeirra. Við höfum fengið nýtt símanámer, Hringdu og fáðu nánari upplýsingar um Fjölskyiduvernd. rrwri: m.. írygging ser um sma TKYGGING HF LAUGAVEGI 178, SÍMI 540 6000, FAX 540 6060

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.