Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 E 27 INNAN VEGGJA HEIMILISINS j 4 € I I 4 4 4 Svampdýnur Dýnur eru af mörgum gerðum og eru fímm megingerðir á mark- aðinum. Svampdýnur geta verið tvenns konar, úr venjulegum svampi og latex-svampi. Munur- inn er sá að í latex-svampinum eru boraðar holur svo hann legg- ist saman þar sem þunginn er en þehjist út þar sem stuðnings er þörf, til dæmis við mjóbak. Marg- ir telja best að hafa latex-svamp gegnum alla dýnuna og að dýnan sé ekki þynnri en 15 sentímetrar. Samt sem áður getur 12 sentí- metra þykk dýna verið nægilega þykk fyrir börn eða litlar mann- eskjur. Stundum er latex og svampur lagt saman þannig að öðrum megin sé svampur og latex hinum megin. Gott er að hafa stífan kant á dýnunni því hann styður við og auðveldara er því að fara fram úr. Springdýnur Gormafjöldi í springdýnum er mismunandi og hefur áhrif á þyngdardreifingu í dýnunni og ef gormarnir eru of fáir'eða stórir verður dýnan grófari. Gormafjöldi segir hins vegar ekki allt um gæði dýnunnar. Pjöldi snúninga á hverjum gormi segir til um stíf- leika hverrar dýnu, eða hversu mikið hann getur lagst saman. Þyngra fólk þarf stífari gorma. Þykkt dýnunnar má ekki vera of mikill ef viðkomandi er hávaxinn því þá verður eftirgjöfin of mikil. Dýnurnar eru oft lagskiptar til þess að halda hita og tekur efsta lagið, sem oft er úr bómull, við raka líkamans. Vatnsdýnur Mörgum finnst þægilegt að liggja á vatnsdýnu en erfitt getur reynst að standa upp því þær gefa mikið eftir. Ef stuðning- skantur er á dýnunni er það hins vegar auðveldara. Dýnurnar eru dempaðar mismikið allt frá engu upp í 99% en sumir eru þeirrar skoðunar að eiginleikar vatnsins njóti sín síður ef dýnurnar eru mikið dempaðar. Einnig þarf að passa að hafa ekki of mikinn þrýsting á vatninu þar sem dýnan gefur þá ekki nógu mikið eftir, til dæmis fyrir axlirnar. Vatnið styður alls staðar við líkamann en ef tveir liggja á sömu dýnu GRÆNBLAR hitabrúsi frá Bodum sem óneitanlega minnir á varalit. Glaesileg kristallsglös í miklu úrvaíi U3UÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfœröu gjöfina - i i hreyfist hinn ef annar hreyfir sig. Því gildir sú regla sem endranær að dýnur þurfa að vera tvískiptar. Sjúkradýnur eru úr ýmiss kon- ar efnum, til dæmis seigri eða teygjanlegri froðu sem gerir að verkum að viðkomandi sekkur svolítið ofan í dýnuna. Þær eru aðallega notaðar á sjúkrastofum og fyrir fólk sem þarf að liggja lengi vegna veikinda. Yfirdýnur Yfirdýnur eru meðal annars framleiddar úr svampi, froðuefni og geli. Æskilegt er að þykkt yfirdýnunnar sé 2,5-5 sentímetr- ar. Ef fólk er ánægt með rúm sitt í helstu meginatriðum getur yfir- dýna reynst vel en hún kemur hins vegar ekki í stað nýrrar dýnu ef sú gamla er úr sér gengin. Að lokum má bæta því við að fólk verður auðyitað að sofa í rúminu. Það er sama hvernig rúmið er ef sofið er hálfum svefni framan við sjónvarpstækið. BRÚNÁS-INKRÉniKGAR FYRIR ELDHÚS, BAÐ- 0G SVEFNHERBERGI BRÚKÁS-IKKRÉniKGAR BJÓÐA VIÐSKIPTAVINUM FAGLEGA RÁÐGJÖF INNANHÚSSARKITEKTS VIÐ VAL Á BRÚNÁS-INNRÉTTINGUM BRÚKÁS-IKKRÉTTIKGAR ÍSLENSK HÖNNUN - ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.