Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 28
28 E SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Útihurðir & giuggar r , Bíldshöfða 18 s: 5678 100, fax: 567 9080 Vélavinnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. INNAN VEGGJA HEIMILISINS KRANS úr sítrónum og bergfléttu. Sítrónurnar eru þræddar á koparvír og bergfléttan er vafin utanum. SPERGILKAL og fuglaber (af úlfareyni) eru notuð í þessa skreytingu auk gulróta og loðkvists. Morgunblaðið/Golli VÖNDUR sem byggður er upp eins og blómvöndur. Hér notar Erla Dögg tómata, lime, spergilkál, fuglaber (af úlfareyni), sólberjablöð og loðkvist. GULRÆTUR, tómatar, spergilkál, hvítlaukur, aspas, sítrónur og nokkur blöð og ber héðan og þaðan úr garðin- um. Hljómar þetta sannfærandi þegar verið er að telja upp hráefni í borð- skreytingu? Erla Dögg Ingjaldsdóttir sýnir hér svo ekki verður um villst að stundum er nóg að kíkja í ísskáp- inn ef löngunin til að búa til eitthvað fallegt gerir vart við sig. Ryðguð fata eða sleifar „Það er hægt að nýta margt í skreytingar sem til er á heimilum og algjör óþarfi að rjúka alltaf út í búð að kaupa blóm, skál og slaufur Grænmeti er ekki bara hollt! ef eitthvað stendur til", segir Erla Dögg. „Oft þarf ekki annað til en það sem hendi er næst eins og sleif- ar, ryðgaða fötu, skál, kaðla, hey og síðan ávexti, grænmeti og eitthvað úr garðinum. Þetta er spurning um hugmyndaflug og að leyfa ímyndun- araflinu að leika lausum hala." Hún segir að litlu þurfi að kosta til vilji fólk aðeins lífga upp á heimil- ið, breyta til og hafa fallegt í kring- um sig. Sköpunin er í manni Erla Dögg lærði blómaskreytingar i Danmörku eða eins og hún segir sjálf alla grunnvinnu lærði hún þar. „Það geta allir lært þessi grund- vallarhandtök en það er erfiðara að læra að vera skapandi eða sjá til dæmis hvaða hráefni passa saman. ^1' B 'M i \ wl ¦ -:V:\y :¦¦¦.. 89 1 W^ . ^>y . / \M GAMALL leirpottur er undirstaðan sem frauð (oasis) er sett í. Vír er síðan stungið í hvítlauk, sítrónur, aspas, gulrætur og lime. LIMETRÉ, Skreytingin er í ryðgaðri fötu og eins og sést eru það einungis lime ávextir og berg- flétta sem hún notar hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.