Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 30
30 E SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ INNIMAIM VEGGJA HEIMILISINS POTTAPLÖNTUR skiptast í nokkra hópa eftir eðli vaxtarlagi og uppruna en hugtökin pottaplönt- ur og stofublóm eru nátengd og óaðskilin. Þótt í raun megi segja að allar plöntur sem ræktaðar eru í pottum utanhúss sem innan, séu pottaplöntur í eiginlegum skilningi er sjaldan átt við það þegar orðið oeF á góma, heldur ævinlega stofu- blóm, það er að segja plöntur sem einungis eru ræktaðar í híbýlum manna, segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur. Stofublómin koma víða að úr heiminum. Flestar tegundanna sem í ræktun eru hafa verið sóttar til hitabeltisins eða heittempruðu veð- urfarssvæðanna sitt hvoru megin við það. Nokkrar koma frá hálendi og fjöllum hitabeltisins þar sem veðurfar er svalara en niðri á lág- lendinu. Á hálendi hitabeltisins er alltaf nokkur hitamunur milli dags og nætur og þar gætir jafnvel árs- tíðamunar í vindum og úrkomu. _Mörg stofublóm koma úr lauf- þekju regnskóganna þar sem þær hafa þróast hátt yfir jarðaryfírborði og ekki vanist annari mold en hripri blöndu af moltnandi mosum, laufum og fugladriti. í regnskógunum er hitinn því sem næst jafn á nóttu sem degi 18-24 gráður árið um kring, en loftrakinn þar er langtum meiri en gengur og gerist í venju- legum stofum. Þurfa árstíðaskipti Kaktusar og þykkblöðungar hafa þfSást á svæðum með sérlega þurru loftslagi þar sem úrkoma er næst- um engin stóran hluta úr árinu. Oftar en ekki á kyrkingslegum eyði- mörkum eða fjallahlíðum sem sólin bakar að degi til svo að hitinn þar getur þá farið upp í 35-40 gráður én á næturnar þjappast sá litli loft- raki sem þar er og fellur sem dögg við 8-12 gráðu hita. Á efstu fjalla- toppum þar sem kaktusar vaxa getur hitinn jafnvel farið undir frostmark að nóttu til þannig að kaktusarnir hríma af áfallinu. Plöntur frá heittempruðu lofts- lagsbeltunum, svo sem til dæmis Suður-Afríku, Miðjarðarhafslönd- um eða Kalifomíu hafa þörf fyrir á.R'vþðin árstíðaskipti. Þeim hentar best að veturnir séu svalir og þurr- ir en sumrin mild með reglulegri úrkomu. Af þessu tagi eru margar tegund- ir sem henta vel í gróðurskála hér á Iandi og geta jafnvel staðið utan- húss um hásumarið. Sem dæmi má nefna pelargóníur, fúksíur, alpafíjól- ur, azaleur, amaryllis, havaírós og jafnvel jólastjörnu. Allar þessar plöntur hafa ákveðin blómgunar- tíma en endast ekki lengi innanhúss við venjulegar aðstæður - en eru engu að síður ómissandi í stofu- blómaúrvalið vegna þess að þær skarta sterkum og áhrifaríkum ingu hins vistlega heimilis. En pottaplöntur, stofublómin, eru líka annað og meira en skraut á heimilum og margskonar vinnu- stöðum. Pottaplönturnar gegna miklu hlutverki fyrir sálarlíf okkar, sérstaklega fyrir fólk sem býr í borgum og starfar við sérhæfð og oft fábreytt störf. Við vitum að plönturnar eru lifandi og græn blöð þeirra gefa okkur jarðsamband og bein tengst við náttúruna sem við erum sprottin úr. Plönturnar leysa upp streitu og stuðla að andlegu heilbrigði þeirra sem nálægt þeim eru. Meðferð stofublóma Flest stofublóm vaxa og dafna á sumrin þegar sól er hátt á lofti og birtan í híbýlunum er í hámarki. Þegar haustar og skammdegið fell- ur á versna öll vaxtarskilyrði fyrir stofublómin. Við kyndum meira, loftið í íbúðunum verður þurrara og birtan er lítil sem engin. Stofu- blómunum er við þessi skilyrði holl- ast að draga sig í hlé og þau falla sjálfkrafa í einskonar dá. Veturinn er þeirra hvíldartími og þau draga fram lífið á þeirri orku sem þau öfluðu sér um sumarið. Morgunblaðið/Halldór HAFSTEINN Hafliðason garðyrkjufræðingur. blómlitum. Þegar hlutverki þeirra er lokið er þeim ýmist hent eða þá að þeir sem aðstöðu hafa í gróður- skála rækti þær áfram þar og fái þær til að skila nýju flóri næsta ár. Hreinar hitabeltisplöntur blómg- ast að jafnaði stijált og lítið hverju sinni. I ofanálag, ef orkídeur eru undanskildar, eru blómin sjaldan litrík eða tilkomumikil. Hinsvegar bæta hitabeltisplöntumar blómleys- ið upp með miklu, og oft skraut- legu, blaðskrúði. Af hverju pottaplöntur? Pottaplöntur hafa verið ríkur þáttur í híbýlamenningu Gamla heimsins frá upphafí menningarsögunnar. Persar, Egyptar, Grikkir, Rómvetj- ar, Kínverjar og fleiri þjóðir sem bjuggu við borgarmenningu í sögu- legri fornöld ræktuðu allar plöntur í pottum og kerjum við hús sín og híbýli. Þessi hefð hefur ekki rofnað svo að hjá þessum fomu menning- arþjóðum má enn á okkar tímum sjá pottaplöntur af sama tagi og í samskonar keijum og tíðkuðust fyrir 3.000-5.000 árum. Á Vesturlöndum er pottaplöntu- hefðin miklu yngri. Vegna hinna köldu vetra og þröngra híbýlahátta gat pottaplönturæktun ekki þrifíst fýrr en með bættum efnahag og húsakosti. Á sautjándu öld varð rúðugler auðfánlegt og tiltölulega ódýrt. Þá var farið að reisa hallir og herragarða með stómm gler- gluggum víða um Vestur-Evrópu. Jafnframt varð mikil tíska meðal aðals og efnamanna að safna ný- stárlegum jurtum frá nýja heimin- um í vestri sem og frá fjarlægum löndum í austri. Ekki bara skraut heldur lífsnauðsyn Víðsvegar um Evrópu spruttu upp grasagarðar og gróðurhús þar sem ægði saman plöntum frá öllum heimshornum. Margt af þessum plöntum var síðan flutt inn í björt og rúmgóð salarkynnin til unaðar og yndisauka hallareigendum og eðlum gestum þeirra. Um miðja síð- ustu öld höfðu svo stofublómin, af- komendur þessara herragarð- plantna, haldið innreið sína á al- þýðuheimilin og eru enn í mikilli sókn sem ómissandi þáttur í innrétt- PÁLMALILJA er afar þolin og harðgerð potta- planta sem nýtur sín allstaðar. LIFANDI plöntur fraraleiða sórefni og gefa frá sér jónir með neikvæða hleðslu. En það eru einraitt nei- kvæðu jónirnar sem eru svo mikilvægar fyrir velliðan okkar. Á heirailum eða vinnustöðum þar sein mikið er um rafmagnstæki (tölvur, flúrijós) eða gerviefni (máin- ing, vínflgólfdúkar, nælonteppi) sem ausa jákvæðum rafjónum út í loftið verðura við dösuð, þreytt og syfj- uð. Neikvæðu jónirnar fríska okkur upp og bæta upp- töku súrefnis í líkamann. Pottaplöntur eru mikil- vægar fyrir sálarlífíð > Myndlampi Black Matrix > 100 stööva minni > Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring > Aukatengi f. hátalara > íslenskt textavarp A* Myndlampi Black Matrix • 50 stööva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • íslenskt textavarp BEKOfékk viðurkenningu í hinu virta breska tímariti WHAT VIDEOsem bestu sjónvarpskaupin Myndlampi Black Matrix • 50 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring A* Myndlampi Black Matrix • 50 stööva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring Á öllum tækjum er öryggi sem slekkur á sjónvarpinu þegar útsendingu lýkur! Ló g m ú I a 8 Umbo&smenn um allt land Reykjavík: Byggt & Búið, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestfirðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri.Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavfk. Austurland: KHB, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúösfiröi. Kf. Stööfirðimga, Stöðvarfiröi. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.